Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Æðri og óæðii þröngsýni Samúel Örn Erlingsson skrifar opið bréftil Stefáns Ingólfssonar Kæri vin. Ég mátti til með 'að reyna að skýra fyrir þér og þeim sem lásu greinina þína í Þjóðvilj- anum 5. janúar að hann „Stóra- sannleik" er nú ekki einfalt að finna eins og menn halda, jafnvel þó skipulega og fræðilega sé leitað. Ekki trúi ég að þú létir það heldur vera ef ég „afgreiddi" svona í einu vetfangi verkfræð- ingastéttina og bæri fyrir mig alk- alískemmdir? Við skrifuðumst örlítið á um kjör íþróttamanns ársins 1984. Þá reyndi ég að útskýra hvaða augum íþróttafréttamenn líta á afrek ársins og hvernig þeir reyndu að bera íþróttagreinar saman. Ég reyni ekki nú að ræða 1984, ég er búinn að því, en þú getur ekki látið vera að spila þá plötu einu sinni enn. Það er þitt mál. Svo nenni ég ekki Stefán, að munnhöggvast við þig frekar um kjör íþróttamanns ársins í fjöl- miðlum. Ég vil miklu frekar spjalla við þig um þessi mál yfir kaffibolla í góðu tómi. Lítum á nokkur dæmi úr rit- smíð þinni: „Við val íþróttamanns ársins ríkja fordómar og þröngsýni. íþróttafréttaritarar velja karl- mann úr „viðurkenndri" íþrótta- grein til að bera þennan titil. Konur, unglingar, fatlað fólk og karlmenn sem ekki leggja stund á frjálsar íþróttir, knattspyrnu, handknattleik, sund, eða kraftlyftingar eru útilokuð frá titlinum “. „... íþróttafréttaritar- ar, sem flestallir eru karlmenn hafa hins vegar frá fyrstu tíð talið kvennaíþróttir óæðri karlaíþrótt- um“. ... „Það verðuraðgagnrýna tvöfeldni íþróttafréttaritara... “ Og fleira og fleira og fleira þar sem hvorki er sparað að geta þess hvað sé „best“, hvað sé „sann- mæli“, „gjaldgengi“, „minnkun“ og svo framvegís og svo framveg- is. Kjörið sjálft Kjör íþróttamanns ársins er hefð til 33 ára. íþróttafréttamenn leggja metnað sinn í það nú sem fyrr að kjósa íþróttamann ársins samkvæmt bestu samvisku, sam- kvæmt þeim gögnum sem þeir búa yfir og samkvæmt gildismati sem byggist á umfjöllun þeirra og þekkingu á afreksíþróttum. Það er rétt að gleyma ekki því að kjör- ið er íþróttafréttamanna, sér- fræðinganna. Aðrir kjósa Karlrembusvín og æðri greinar Við skulum byrja á því sem kom mér til að pára þér þessar línur, þröngsýninni og fordó- munum. Það er verst að þröng- sýnin þjáir þig svo í allri röksemd- afærslunni að þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum. Er það úti- lokun á íþróttagreinum, að landinn stendur sig betur í sumum greinum en öðrum? Heldurðu að það sé tilviljun að menn standa sig oftast áfram vel í þeim greinum þar sem árangur- borið hefur af öðrum íþróttaaf- rekum hvers árs á íslandi frá 1964? Ekki trúi ég því að sú staðr- eynd að fleiri karlar eru verk- fræðingar hér en konur hafi af- gerandi áhrif á viðhorf verkfræð- inga til jafnréttis kynjanna. Nei, svona skýringar eru ódýrar og ekki sæmandi vísindalega þen- kjandi mönnum. Það hefur hins vegar verið bent á það margsinn- is, að konur fá ekki þann stuðn- ing og þá áherslu í íþrótta- hreyfingunni sem skyldi til afr- eka. Ég útiloka auðvitað ekki að mistök geti hafa átt sér stað við „Mitt vandamál er líklega það að ég sé marga afreksmenn á mínum sjóndeildarhring og dáist aðþeim. Þess vegnaþarfég að gera upp hug minn. Þaðþurfa íþróttafréttamenn að gera, ogsœtta sig við lýðrœðislega niðurstöðu. “ íþróttamann ársins í hverri grein, hver samkvæmt eigin reglum eða tilviljanakennt. Enn aðrir kjósa menn ársins, það er öllum frjálst. Og það er reginmunur á því hvað almenningur kýs og því sem íþróttafréttamenn kjósa. íþrótta- fréttamenn hafa öll gögn, og allt árið til að skoða. Þeir eru atvinnumenn. Og það ættirðu að vita Stefán minn að enginn er meiri maður að því af kalla þá illum nöfnum eða eigna illa eiginleika sem ekki hafa sömu skoðun og maður sjálfur. Það verður ekki reiknað út með neinum prósentum, en er jafngilt fyrir því. mn næst? Þetta veistu ljúfur, afr- eksmenn hvetja beint og óbeint til afreka, eða hefur júdói farið aftur frá 1984? Ef við berum nú saman tvo íþróttamenn sem báðir hafa unnið bestu afrek í sinni grein hér á landi, þá eru þeir jafn- ir, og þá verður að líta út fyrir landsteinana. Vinni annar afrek á alþjóðamælikvarða en hinn ekki, er svarið fengið. Þess vegna getur það verið alveg rétt að vera eins og þú, að raða greinum upp í flokka. En það kalla ég ekki for- dóma og þröngsýni, heldur skyn- semi og samviskusemi. Er það útilokun á kvenfólki, að kona hefur ekki unnið afrek sem kjörið í gegnum árin, en hver er maður til að mæla svoleiðis hluti? Og að sönnu mættu íþróttafrétta- menn gefa konum meiri gaum. En þeim fer fram í því sem öðr- um. Altént hafa menn lagt sig fram af samviskusemi við kjörið, það er klárt. Eru fatlaðir útilokaðir? En þá komum við að því sem veldur reiði þinni. Því sem þú kallar fordóma íþróttafrétta- manna gagnvart fötluðum. Er það ekki rétt skilið hjá mér að þú hafir talað um jafnrétti fötluðum til handa, ekki forréttindi? Er kannski íþróttamaður sjálfkjör- inn til viðurkenningar vegna þess eins að hann er fatlaður? Nei, svarar þú, hann Haukur vann besta afrekið 1988. Miklir menn erum við Hrólfur minn, sagði karlinn um árið, og vissi allt og gat allt. Ég gæti svosem sagt þér hvað væri „besta“ húsið í Reykja- vík vegna þess að ég dáðist að því, en heldurðu að þú gætir hugsanlega vitað betur, verk- fræðingurinn? Það er ég viss um. Svo væri nú bara hitt, hvort við gætum ekki haft jafnrétt fyrir okkur, bara haft hvor sína skoð- unina. Og það er mergurinn málsins, nítján samviskusamir íþróttafréttamenn völdu hver fýrir sig. Atkvæði voru talin, og útkoman lýðræðisleg. Þinn mað- ur, Haukur Gunnarsson varð þriðji, á eftir tveimur frábærum íþróttamönnum og á undan 8 frá- bærum íþróttamönnum sem kall- aðir voru til eftir kjörið og heið- raðir. Og ég þykist vita að Haukur hafi verið bæði ánægður ogstoltur, allt þar til aðrir fóru að þyrla upp mold. En hvers vegna voru þá ekki íþróttafréttamennirnir sammála mér? spyrð þú. Og ég ætla að reyna að útskýra það, þó ég eigi á hættu að fá fordóma og þröng- sýnisstimpilinn prívat og per- sónulega í staðinn fyrir að vera bara einn af 19 fordómafullum og þröngsýnum íþróttafrétta- mönnum. Og það þó ég eigi það á hættu að vera sakaður um að vera á móti Hauki Gunnarssyni, hafa unnið gegn honum, útilokað hann og lítilsvirt. Þetta eru nú launin fyrir að reyna að standa myndarlega að viðburði sem ta- linn er um gjörvalla íþrótta- hreyfinguna einn sá merkasti á Listarstol a Alþingi Guðrún Agnarsdóttir skrifar ™ Nokkrar fréttir hafa orðið af veitingu heiðurslauna listamanna á Alþingi nýlega. Þjóðviljinn sá ástæðu til þess að viðhafa villandi fréttaflutning af þessu tilefni sem þörf er að leiðrétta og ræða nánar. Heiðurslaun listamanna eru jafnan veitt af Alþingi árlega í tengslum við afgreiðslu fjárlaga. Menntamálanefndir beggja þing- deilda hafa ákveðið á sameigin- legum fundi hverjir skuli hljóta þessi laun. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir ári var engum nýjum listamönnum bætt við hóp þeirra sem fyrir voru. Við afgreiðslu fjárlaga nú í janúar var enginn ágreiningur meðal nefndarmanna og voru 4 nýir einstaklingar valdir að und- angenginni skoðanakönnun á fundi nefndanna. Nokkru eftir að þessi úrslit voru kunn gerðu ýmsir ráðherrar sér grein fyrir því að meðal hinna útvöldu voru ekki a.m.k. 2 þeir listamenn sem þóttu meira en maklegir til slíkrar útnefningar. Hinir óánægðu reyndu þá að leita leiða til þess að betrumbæta val menntamálanefndanna og vildu bera fram tillögu um að bæta þessum listamönnum í hópinn. Fulltrúar flokkanna í menntamálanefndum og margir aðrir þingmenn, m.a. þingmenn stjórnarflokkanna voru mjög ósáttir við þessi vinnubrögð og lýstu reiði sinni yfir því að þannig ætti að ógilda þau störf sem nefndirnar höfðu unnið. Þing- konur Kvennalistans töldu eðli- legt að beiðni um endurskoðun yrði beint til menntamálanefndanna. Að öðr- um kosti myndu þeir sem beitt höfðu sér í málinu bera fram breytingartillögu sem Alþingi hygli manna að því hvernig staðið er að vali listamanna í hópi heiðurslaunaþega þjóðarinnar. Það er að mínu mati afar hæpið að alþingismönnum skuli ætlað að útnefna einn listamann um- fram annan til sérstakra heiðurs- launa. Kjörnir fulltrúar hafa eng- taka tillit til mismunandi list- greina eru þó engar skýrar reglur til um það eftir hvaða forsendum skuli farið við slíkt val. Er því eins víst að þar geti ráðið vaii per- sónulegur smekkur eða kynni manna, jafnvel fagleg þekking eða þroskað skynbragð á listir „Við afgreiðslufjárlaga nú í janúar varenginn ágreiningur meðal nefndarmanna og voru fjórir nýir einstaklingar valdir að undangeng- inni skoðanakönnun áfundi nefndanna. “ gæti tekið afstöðu til. Það varð ekki úr og Alþingi samþykkti til- lögu menntamálanefnda beggja deilda um heiðurslaun til 4 nýrra listamanna auk þeirra 13 sem fyrir voru. Af gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að þingkon- ur Kvennalistans beittu sér aldrei gegn því að slík tillaga yrði borin undir Alþingi né heldur hefðum við greitt atkvæði gegn henni. ... bentu á þann sem þér þykir bestur Þessi atburðarás á síðustu dögum þingsins hefur beint at- ar sérstakar forsendir til þess að vera samnefnari fjölda annarra manna hvað listasmekk varðar. Það hlýtur reyndar ævinlega að vera mjög erfitt að velja einn til tvo tugi listamanna umfram aðra til sérstaks heiðurs og þakklætis þjóðarinnar. Alltaf verða ein- hverjir útundan með slíku hátta- lagi, verðugir fulltrúar sinnar list- greinar og vont til þess að vita hve samtíðin torveldar mörgum að verða spámenn í föðurlandi sínu. Þó að alþingismenn hafi eflaust reynt að styðjast við einhverjar mælistikur í þessum efnum og ráði ferðinni. Ekki veit ég til þess að álits Bandalags íslenskra lista- manna eða aðildafélaga þeirra sé t.d. leitað við þessi tækifæri og ekki er þjóðin spurð. Langt er trúlega síðan rætt hefur verið á Alþingi hverjir eigi yfirleitt að hljóta slík heiðurslaun. Eiga þau að vera viðurkenning fyrir þegar unnin verk eða stuðningur við þá sem eru að hefja feril sinn og von- ir eru bundnar við? Eiga þau að veitast mönnum tímabundið eða til frambúðar? Athyglisvert er þó að allt frá því að fyrst var farið að veita heiðurslaun listamanna skuli að- eins ein kona hafa talist verð slíks heiðurs, þar til nú að tvær bættust í hóp þeirra manna sem slík laun hafa hlotið. Listamenn lifa líka á brauði Það er auðvitað miklu nær og löngu tímabært að taka launamál listamanna til gagngerrar endur- skoðunar. Nær væri að huga að því hvernig Alþingi og stjórnvöld styðja þá listsköpun sem er grundvallarþáttur þeirrar menn- ingar sem sjálfsmynd þessarar þjóðar er ofin úr. Nær væri okkur einnig að huga að því hvernig staðið er að menningaruppeldi barnanna okkar. Þar verður hvert þjóðfélag og hver einstak- lingur að rækta sinn garð eins og Birtingur lagði til forðum. Menn- ing verður aldrei sköpuð aðeins af fáum þó að sumir kunni að skara framúr með náðargáfu sinni og snilld, valda straumhvörfum og auðga um- hverfi sitt, gefa því nýjar viðmið- anir. Öllu máli skiptir þéttni þeirrar menningar sem þrífst í hverju þjóðfélagi, grasrótin og uppeldi fólks til að bera skyn- bragð á þau menningarverðmæti sem völ er á og ekki síður, tæki- færi til að taka þátt í sköpun menningar. Það kann að vera að Fimmtudagur 12. janúar 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.