Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 11
FRÉTTIR Rauði krossinn Fjórir til Asíu og Afríku íslendingar á vegum Rauða krossins til Thailands. r * Ibyrjun þessa árs fara fjórir Is- lendingar til hjálparstarfa í Asíu og Afríku á vegum Rauða kross Islands. Þrír hjúkrunar- fræðingar fara til starfa í sjúkra- húsum Alþjóðaráðs Rauða kross- ins fyrir flóttamenn og stríðs- særða í Thailandi, Pakistan og Afghanistan og sjálfboðaliði fer til að vinna við sameiginleg verk- efni Rauða kross íslands og Eþí- ópíska Rauða krossins í Gojjam- héraði í Eþíópíu. Vigdís Pálsdóttir er þegar lögð af stað til Thailands þar sem hún tekur við af Kristínu Davíðsdótt- ur um miðjan janúar. Vigdís er 22. íslendingurinn sem vinnur við hjálparstörf á vegum RKÍ til að- stoðar flóttamönnum í Thailandi og er þetta hennar fyrsta ferð sem , sendifulltrúi RKÍ. í flóttamannabúðum við landamæri Kamputseu eru um 300 þúsund flóttamenn. Alþjóð- aráð Rauða krossins hefur star- frækt skurðsjúkrahús þarna frá árinu 1979 og frá upphafi hafa nær óslitið verið þar íslenskir sendifulltrúar við hjálparstörf, einkum hjúkrunarfræðingar. Þarna starfa að jafnaði 9 erlendir læknar og hjúkrunarfræðingar auk innfæddra starfsmanna og el- lefu sjúkrabifreiðar annast um flutninga á sjúklingum til sjúkra- hússins. Verndun vatnsbóla í Eþíópíu Jónas Valdimarsson, eðlis- fræðingur, leggur af stað til Eþí- ópíu 11. janúar. Jónas mun dvelja a.mk. 6 mánuði í Eþíópíu og vinna þar meðal annars við verndun vatnsbóla og uppbygg- ingu ungmennastarfs í Rauða- krossdeildinni í Gojjamhéraði. Aðalstöðvar Rauðakrossins í Gojjam eru í bænum Bahar-Dar Eþíópíu og Pakistan og þar er fyrir einn íslenskur sj álf- boðaliði við störf á vegum RKÍ, Sigríður Sverrisdóttir, sem hefur dvalið í Eþíópíu síðan í júlí sl. Sigrfður hefur kennt skyndihjálp og frumheilsugæslu auk ung- mennastarfsins og verndunar linda. Hennar dvöl í Gojjam lýk- ur um mitt þetta ár. í Eþíópíu starfa auk íslensku sjálfboðaliðanna bæði finnsk og sænsk ungmenni. Allt vinnur þetta unga fólk að uppbyggingu á starfi Rauða krossins, verndun vatnsbóla, trjárækt og heilbrigð- isfræðslu en þetta eru einmitt þau verkefni sem brýnust eru meðal almennings í þorpum og sveitum landsins. Á undanförnum mánuðum hefur verið mikið um bardaga á landamærum Afghanistan og Pakistan. Mikill fjöldi fólks sem særst hefur í átökunum hefur ver- ið fluttur til sjúkrahúss Alþjóða- ráðs Rauða krossins í bænum Qu- etta í Pakistan. Til að taka á móti þessum fjölda hafa verið reist tjöld við sjúkrahúsið sem hefur rúm fyrir 100 sjúklinga. Reynst hefur nauðsynlegt að fjölga erlendu hjúkrunarliði til að sinna þessum aukna sjúklinga- fjölda og Lilja Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til sex mánaða starfa í sjúkrahúsinu í Quetta frá febrúar nk. Þetta er önnur ferð Lilju til hjálparstarfa á vegum RKf. í fyrstu ferð sinni starfaði hún 6 mánuði í sjúkrahúsinu í Khao-I- Dang í Thailandi. í bænum Peshawar í Pakistan starfrækir Alþjóðaráð Rauða krossins einnig sjúkrahús með 100 rúmum fyrir fjórnarlömb stríðsins í Afghanistan og á landamærunum eru 10 neyðar- hjálparstöðvar þar sem starfs- menn Rauða krossins veita skyndihjálp og sjá um að flytja særða til sjúkrahúsanna í Quetta og Peshawar. Nýtt sjúkrahús í Kabul Hinn 1. októbersl. opnaði Al- þjóðaráð Rauða krossins skurð- sjúkrahús með rúmum fyrir 60 manns í Kabul, höfuðborg Afg- hanistan Jón Karlsson hjúkrunarfræð- ingur mun fara til 6 mánaða starfa á þessu sjúkrahúsi í byrjun mars. Það verður fjórða ferð Jons til hjálparstarfa erlendis á vegum RKI og þriðja ferð hans til að hjúkra særðum Afghönum. Hann fór fyrst til 6 mánaða starfa íKhao-I-DangíThailandi. Næsta dvöl hans við hjálparstörf var á sjúkrahúsi Alþjóðaráðsins í Qu- etta, Pakistan, þar sem hann starfaði 6 mánuði sem yfirmaður sjúkrahússins. Nokkrum mánuð- um síðar fór hann aftur þangað til tveggja mánaða dvalar með 15 tíma fyrirvara þegar sjúkrahúsið skyndilega yfirfylltist af særðu fólki í kjölfar vaxandi óeirða í Afghanistan. Islenskir hjúkrunarfræðingar sem unnið hafa á sjúkrahúsum Alþjóðaráðs Rauða krossins undanfarin ár hafa gefið sér mjög gott orð og verið Rauða krossi Islands til mikils sóma jafnframt því sem þeir hafa aukið til muna framlag íslands til alþjóðlegs hjálparstarfs. FLÓAMARKAÐURINN Til sölu Cortina '76, sjálfskiptur, skoðaður '88, útvarp, góð snjódekk, nýtt pústkerfi, nýr rafgeymir. Verð 30-35 þús. Einnig Cortina 1600 '71, skoð- aður '88. Verð 20.000 kr. Upplýs- ingar í síma 45196. Til sölu Grundig supercolor litsjónvarp "22. Verð 20.000 kr. Einnig Marantz hljómtæki, magnari 2x80w, segul- band og plötuspilari og Pioneer há- talarar og hvítur hljómtækjaskápur frálKEA. Upplýsingarísíma45196. Gefins Bamarúm fæst gefins. Heimasmíð- að, stærð ca. 150x60 sm. Upplýs- ingar í síma 671953 eftir kl. 17.00. Hákojur Óska eftir að kaupa góðar hákójur. Upplýsingar í síma 681333, Jó- hanna. Reiðhjól 2 fullorðinskvenreiðhjól til sölu. Upplýsingar í síma 10869. Óskast Ungan námsmann vantar s/h. sjón- varpstæki. Helst gefins. Upplýsing- ar í síma 40667 eða 77596. Blekfjölritari til sölu fremur ódýr. Upplýsingar í síma 79564. Vantar þig að láni? Við viljum lána barnarimlarúm og vöggu til lengri tíma með því skilyrði að við getum hugsanlega fengið það aftur ef við þurfum á því að halda seinna. Upplýsingar í síma 79564. Dekk til sölu - bfll í kaupbæti Sumar- og vetrardekk fyrir Saab 99 til sölu. Bíll fylgir. Upplýsingar í síma 28186. Sjónvarp óskast svart/hvítt eða iit, ódýrt eða gefins. Sími 23234, Gummi. Orgel til sölu Gamalt, fótstigið orgel til sölu. Hljóðfæraverslun Pálmars Árna, Ármúla 38, sími 32845. Bílskúr óskast til leigu undir hreinlega vinnu. Upplýsingar í síma 675807 eftir kl. 18. Eldhús-hornbekkur óskast Vel með farinn eldhús-hornbekkur úr tré óskast. Helst með geymslu- sökkli undir. Upplýsingar í síma 43188 á kvöldin. Óskast keypt - gefins Óska eftir stórum, ódýrum svala- vagni og Hókus Pókus stól. Á sama stað fæst gefins taustóll. Upplýs- ingar í síma 18589, Ragnhildur eða 12068, Helga. Til sölu stór, blásvartur Silver Cross barna- vagn með dýnu og innkaupagrind. Aðeins notaður af einu barni. Verð kr. 17.000. Upplýsingar í síma 611829. Til sölu Nýr hnakkur til sölu á kr. 10.800. Á sama stað er til sölu ekta „sessa- long", ca. 160-170 ára gamall. Einnig eirrör og „fittings" og skíða- skór nr. 39. Upplýsingar I síma 26069. Píanóbekkur óskast helst úr dökkum viði (hnota). Sími 672630 eftir kl. 16.00. Rúm óskast Skólastúlka óskar eftir eins manns rúmi, ódýrt eða gefins. Vinsam- legast hafið samband I síma 31680 kl. 4-7 á föstudag eða 42683 um helgina. ísskápur (sskápur 1,35x60 sm fæst fyrir lítið. Sími 43304 eftir hádegi. Saumavél Vil selja fyrir lítið vel á sig komna eldri Raff saumavél í borði. Upplýs- ingar í síma 32185. Barnabakburðagrind óskast verður að vera vel með farin. Upp- lýsingar í síma 32185. Húsnæði óskast Reglusamur maður óskar að taka á leigu litla íbúð eða rúmgott her- bergi. Upplýsingar í síma 75847 á kvöldin. Til sölu lítið notuð snjódekk á felgum fyrir Chevrolet Monsa á 12.000 kr., á sama stað er óskað eftir þrekhjóli. Sími 53586 eða 18115 í Reykjavík. Yamaha DX7 II FD til sölu. Hljóðfærið er í góðri tösku og er eins og nýtt. Verðtilboð. Upp- lýsingar í síma 10154 frá kl. 17-20. Guðmundur. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 14-18. Endalaust úrval af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDÍ, Hafnarstrætl 17, kjallara. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABK Morgunkaffi ABK Laugardaginn 13. janúar frá kl. 10-12, verður Heimir Pálsson bæjarfuiltrúi með heitt á könnunni I Þinghóli, og leiðir umræðu um bæjarmálin. Þær Svandís Skúladóttir fulltrúi í lista- og menning- arráði og Sigríður Hagalínsdóttir fulltrúi í jafnréttis- nefnd, munu mæta í kaffið. Aliir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Heimir Pálsson Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót Þorrablót ABK verður haldið laugardaginn 4. febrúar I Þinghóli. Nánar auglýst síðar. ABK 5 kvölda spilakeppni Spilakeppnin hefst nk. mánudagskvöld 16. janúar kl. 20.30 í Þinghóli, - Hamraborg 11. Spilað verður annan hvern mánudag I fimm kvöld. Kvöld- verðlaun og ein heildarverðlaun. Mætum öll hress á nýju ári. Stjórnin Höfn í Hornafirði Stuðningsmannafundur Alþýðubandalagið A-Skaftafellssýslu boðar til fundar fyrir stuðningsfólk Alþýðubandalagsins í Miðgarði á Höfn, sunnudagskvöldið 15. janúar kl. 20.30. Á fundinum ræða Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður, landsmálin og stjórnarsamstarfið og svara fyrirspurnum. Allt stuðningsfólk Alþýðu- bandalagsins velkomið. Stjórn Alþýðubandalagsins A-Skaftafellssýslu. Hjörleifur Steingrímur Neskaupsstaður Aðalfundur ABN Alþýðubandalagið í Neskaupsstað heldur aðalfund miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Hjörleifur Guttormsson ræðir þingstörf og landsmálin. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórn ABN. Alþýðubandalagið Suðurlandi Opinn fundur Hvoli Alþýðubandalagið 'I boðar til opins fundar í Hvoli, Hvolsvelli, föstu- daginn 13. janúar kl. 20.30. Steingrímur J. Sigfús- so, landbúnaðar- og san.iönguráðherra og Marg ét Frímannsdótt- ir alþir, tismaður mæta Steingrímur J. á fundii n. Bændur jru sérstaklega hvattir til að mæta. Margrét AB Suðurlandi Alþýðubandalagið Suðurlandi Opinn fundur Vík í Mýrdal Alþýðubandalagið boðar til opins fundar í Brydebúð í VÍk í Mýrdal, laugardaginn 14. janúar kl. 13.30. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra og Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mæta á fundinn. Bændur eru sérstaklega hvattir til að mæta. AB Suðurlandi Alþýðubandalagið Skagafirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Skagafirði verður haldinn í Villa Nova, mánudagskvöldið 16. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ragnar Arnalds ræðirum stjórnarsamstarfið og möguleika Alþýðubandalagsins til að rétta hlut landsbyggðarinnar. 3) Önnur mál. Stjórnin. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.