Þjóðviljinn - 18.01.1989, Síða 4
þJÓÐVILllNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Efnahagslegar
Selfossmeldingar
Þorsteinn Pálsson og kó í forystu Sjálfstæðisflokksins virð-
ast loksins hafa rankað við eftir rothöggið sem þeir greiddu
sjálfum sér í haust leið þegar Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi
upp eigin ríkisstjórn.
Forystumenn flokksins eru nú meira að segja farnir að tala á
opinberum fundum, og stundum líka í sjónvarpi, og er full
ástæða til að óska flokknum til hamingju með að hafa braqqast
þó þetta vel.
Að vísu eru enn vönkunarmerki á formanninum og nánustu
vinum hans, einsog sást ágætlega á Selfossmeldingu Þor-
steins Pálssonar á Stöð tvö um daginn, þegar hann vitnaði í
nafngreindan atvinnurekanda austanfjalls um vonsku núver-
andi ríkisstjórnar. Selfyssingurinn sá sig tilneyddan að mæta
kvöldið eftir í fréttatíma og leiðrétta formann Sjálfstæðisflokks-
ins. Það varð nefnilega smávægilegur misskilningur hjá Þor-
steini Pálssyni. Atvinnurekandinn hafði ekki verið að hnýta í þá
stjórn sem nú situr heldur hina sem varð sjálfdauð, nefnilega
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar.
Þá hlógu allir nema þeir gamlir og grónir íhaldsmenn sem
enn eru eftir. Þeir gripu fyrir augun og hugsuðu um stekkinn
Snorrabúð og hina fornu foringja Ólaf Thors og Bjarna Bene-
diktsson.
Svipaða sögu er að segja af framlagi Þorsteins Pálssonar og
pólitískra lagsbræðra hans á þinginu og í kerfinu. Efnahags-
stefna Sjálfstæðisflokksins þessar vikurnar er ein allsherjar
Selfossmelding. Vankaðir forystumenn virðast vera að reyna
að svindla sér með loddarabrögðum inní umræður í samfé-
laginu um alvörumál.
Hvert er inntakið í efnahagsstefnu gamla íhaldsflokksins?
Þeir Þorsteinn hafa mótmælt nær öllum tekjuöflunarleiðum
ríkisstjómarinnar án þess að benda á aðrar leiðir og án þess að
benda á heppilegan niðurskurð útgjalda. Þetta þýðir auðvitað
ekki annað en að þeir vilja halda áfram bullandi hallarekstri á
ríkissjóði, einsog í tíð síðustu stjórnar þegar Þorsteinn Pálsson
var forsætisráðherra og þeirrar næstsíðustu þegar Þorsteinn
Pálsson var fjármálaráðherra.
Lýðskrum Þorsteins og félaga hans verður einkar sérkenni-
legt þegar haft er í huga að stjórn hans var einhver mesta
skattastjórn síðustu áratuga, - og þegar menn rifja upp tillög-
urnar sem sprengdu þá stjórn, tillögur frá Þorsteini Pálssyni
sem meðal annars gerðu ráð fyrir stórauknum tekjusköttum.
Áframhaldandi hallarekstur á ríkissjóði a la Þorsteinn Páls-
son kyndir undir aukinni verðbólgu og erlendri skuldasöfnun.
Þetta tvennt hefur einmitt einkennt efnahagsstjórn Sjálfstæðis-
manna síðustu ár ásamt harðvítugri hávaxtastefnu.
Aukin verðbólga og háir vextir eru ekki bestu ráðin til að bæta
hag heimilanna eða rétta við atvinnufyrirtæki á gjaldþrotsbrún-
inni.
En til þess hefur Sjálfstæðisforystan annað gott ráð. Það er
glænýr kínalífselexír og heitir gengisfelling, helst uppá tuttugu
eða þrjátíu prósent. Rétt er að rifja enn upp þau meðmæli
Halldórs Blöndals með lyfinu í Morgunblaðinu fyrir nokkrum
vikum að eftir nógu stóran skammt
„mun aftur birtatil í íslensku þjóðlífi, uppbyggingin mun halda
áfram en samdrátturinn hverfa eins og dalalæða á sólbjörtum
sumardegi."
í þessari Ijúfu bæn gleymist það aðeins að gengisfellingu af
því tæi sem hér er ákölluð fylgir annarsvegar gríðarleg kjara-
skerðing og hinsvegar úttútnun verðbólgu. Ætli það séu heimil-
in og atvinnufyrirtækin sem eiga að hafa gott af þeim traktering-
um?
Þessi efnahagsstefna er slík tímaskekkja, slík rassbaga, að
sjálfur Jóhannes Nordal, æðstiprestur Sjálfstæðisflokkshag-
spekinga síðustu áratugi, sá ástæðu til að koma fram í hádegis^
fréttum útvarps í gær og minna á að grundvöllur sæmilegs
“heilbrigðis í efnahagslífi er jafnvægi í ríkisbúskap og aðhald í
gengismálum. Og hefur Nordal þótt nokkuð liggja við fyrst hann
varð sjálfur til að segja félögum sínum svo einfaldar staðreyndir
í gegnum útvarpið
Hér ber allt að sama brunni.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins innan og utan ríkiskerfis
eru þessa dagana svo heillum horfnir að þeir reyna að redda
sér og flokknum á einföldum Selfossmeldingum. En einsog í
fréttatímunum á Stöð tvö er þjóðinni það afar bersýnilegt að
flokkurinn hefur rangt við. ^
KLIPPT OG SKORIÐ
ísland í
fararbroddi
Davíð Á. Gunnarsson, for-
stjóri Ríkisspítalanna, skrifar
mjög athyglisverða og fróðlega
grein um heilbrigðiskerfið á Is-
landi og heilbrigðisþjónustu í
Bretlandi og Bandaríkjunum, í
nýútkomið blað Almannatrygg-
inga, sem Tryggingastofnun
ríkisins gefur út.
„ísland er í fararbroddi hvað
varðar jafnrétti til heilbrigðis-
þjónustu," segir Davíð í yfirskrift
greinar sinnar og sýnir glögglega
fram á réttmæti þeirrar fullyrð-
ingar. Hann bendir m.a. á að sl.
10-15 ár hafi þróun i uppbyggingu
sjúkrahúsa hérlendis verið mjög
hröð og að við fetum hratt í fót-
spor Norðurlandaþjóðanna sem
standa framarlega og taka fljótt
upp nýjungar bestu sjúkrahúsa í
Bandaríkjunum.
Jafngóð þjónusta
„Það sem einkennir á hinn
bóginn sjúkrahús á íslandi borið
saman við önnur lönd er hversu
þjónusta þeirra er jafngóð. Hér
eru engin léleg sjúkrahús og
þjónustan hvar sem er á lándinu í
góðu lagi. Hjá fjölmennum þjóð-
um eins og í Bandaríkjunum eru
til sjúkrahús sem eru hrein tækni-
undur með heimsþekkt nöfn
meðal starfsmanna. Þar finnast
líka spítalar sem varla eru nema
nafnið,“ segir Davíð Á. Gunn-
arsson.
Hann heldur samanburðinum
við Bandaríkin áfram og leggur
áherslu á að það sem við íslend-
ingar getum verið stoltastir af í
okkar heilbrigðiskerfi séu sjúkra-
tryggingarnar.
„Hér eiga allir landsmenn jafn-
an rétt á heilbrigðisþjónustu án
tillits til búsetu eða efnahags. Það
eru ekki mörg lönd í heiminum
sem geta í raun státað af þessu.
Við ættum auðvitað að reyna að
flytja út þekkingu okkar á sjúkra-
tryggingum. Ef aðrar þjóðir vissu
af ágæti okkar kerfis væri örugg-
lega næg eftirspurn,“ segir for-
stjóri Ríkisspítalanna.
Þetta eru orð að sönnu og ekki
vanþörf á að minna landsmenn á
hversu ótrúlega öflugt og öruggt
heilbrigðis- og tryggingakerfi við,
þessi smáþjóð norður í Dumbs-
hafí, höfum byggt upp á undan-
förnum áratugum. Kerfi sem
margir hafa því miður lýst yfír í
ræðu og riti að þeir vilji feigt,
kerfi sem fæstir gera sér grein
fyrir hvaða öryggi veitir, fyrr en á
reynir fyrir hvern og einn per-
sónulega.
Allt of dýrt!
Davíð minnir lesendur á að
fróðlegt sé að skoða hvemig
heilbrigðiskerfíð sé rekið og
fjármagnað í öðrum löndum. í
Bandaríkjunum séu t.d. flestir
spítalar í einkaeign og sjúklingar
greiði þar ýmist sjálfir fyrir þá
þjónustu sem þeim er veitt eða
tryggi sig gegn skakkaföllum með
persónulegum slysa- og sjúkra-
tryggingum. Stjómmálamönnum
þar vestra finnst hins vegar flest-
um sjúkrakostnaður allt of hár og
komið hefur verið á sérstöku op-
inberu verðstýringareftirliti og
demókratar flestir hverjir vilja
koma á opinberri sjúkratrygg-
ingu fyrir alla landsmenn.
i I Bretlandi em hins vegar opin-
berar tryggingar og þar eiga allir
rétt á sem næst ókeypis þjónustu
þegar þeir veikjast. Þetta fínnst
Thatcher allt of dýrt kerfi og hún
vill spara og taka upp aðferðir
Bandaríkjamanna með einka-
væðingu í heilbrigðiskerfinu sem
þarlendir eru nú flestir sammála
um að sé orðið allt of kostnaðar-
samt.
Fátækir settir hjá
„Sameiginlegt vandamál
beggja þessara þjóða er, að þar er
mikið misrétti hvað varðar notk-
un á heilbrigðisþjónustu. Fátækir
og þeir sem hafa orðið undir í
þjóðfélaginu fá ekki þá þjónustu
sem þeir eiga rétt á. Virðist engu
skipta hvort heilbrigðiskerfið er
einkarekið eða því félagslega
stýrt. Fátæka fólkið er sett hjá,
sama hversu falleg orð eru sett í
heilbrigðislöggjöf þessara
landa,“ segir forstjóri Rlkisspít-
alanna og hann heldur áfram:
„Almenn menntun fólks virð-
ist vera undirstaða þess hvar-
vetna í heiminum, að fólk fái not-
ið heilbrigðisþjónustu. Það er til
lítils að auglýsa í prentuðu máli
eða birta viðvörunarorð fyrir þá
sem eru ólæsir og óskrifandi.
Þjóðfélög, þar sem góð menntun
er ennþá forréttindi hinna ríku,
standa því frammi fyrir þeim
vanda að þurfa að bæta menntun
hinna fátæku áður en hægt er að
tryggja þeim heiibrigðisþjónustu
og þegar því er lokið verður starf-
semin ennþá dýrari."
Fjárfesting í
sérmenntuðu fólki
Davíð Á. Gunnarsson varar
við öllum hugmyndum um sam-
drátt í heilbrigðisþjónustunni í
grein sinni. „Ríkið getur frestað
ýmsu, en þjóð sem er í farar-
broddi hvað varðar jafnrétti til
heilbrigðisþjónustu getur ekki
komið málum svo fyrir að það
skipti sköpum fyrir sjúkling hvort
hann veikist í áferði með afla-
bresti og verðfalli eða í góðæri.“
Hann bendir á að hagræðing í
rekstri sjúkrahúsa gangi nú fyrst
og fremst út á það að afgreiða
sjúklinga sem hraðast í gegnum
spítalakerfið. Þannig sé hægt að
taka á móti fleiri sjúklingum.
Mótsögnin í þessari hagræðinu sé
hins vegar sú að fljótari afgreiðsla
kalli á meira vinnuálag og þörf
fyrir fleira starfsfólk, en það sé
einmitt sérmenntað og þjálfað
starfsfólk sem er dýrasti þáttur-
inn í rekstri heilbrigðisþjónust-
annar.
„Fjárfesting í spítölum er í
raun hvorki í húsnæði né tækjum.
Þumalfingurreglan segir að rekst-
ur kosti á þrem árum svipað og
heildarfjárfesting í sjúkrahúsi,“
bendir Davíð á. Það sé fyrst og
fremst spítalaþjónusta við þá al-
varlega og lífshættulega veiku
sem sé stærsti kostnaðurinn í
heilbrigðiskerfinu. „Við erum öll
að taka á okkar útgjöld fyrir þau
okkar sem eru svo ólánsöm að
verða mikið veik. Það er fyrir
þessa þjónustu sem hvert manns-
barn í landinu greiddi á árinu
1987 u.þ.b. 55 þús. kr. eða svipað
og kostar að kaupa ábyrgðar-
tryggingu og húftryggingu á
fólksbíl“, segir Davíð í niðurlags-
orðum sínum. _i„
ísland er í fararbroddi
hvað varðar jafnrétti
til heilbrigðisþjónustu
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 ' 108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pótursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason,
ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson(Umsjón-
arm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmy ndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson.
Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson
Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson.
Skrlf stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýslngastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Utbrelöslu- og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Ipnhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
4 SfÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 18. janúar 1989