Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Orrustan um vextina Nú fyrir helgina lauk enn einni lotu í þeirri langvinnu orrustu um vextina sem hér hefur staðið samfellt mörg ár, en harðnað einkum síðustu mánuði og vikur. Lotunni lauk með einskonar jafntefli. Bankar hækkuðu vexti lítillega, en ríkisstjórninni tókst að koma í veg fyrir þá hækkun sem æstustu hávaxtasinnar Sjálfstæðisflokksins í bankakerfinu höfðu boðað. Þær faglegu ástæður sem stjórnendur bankanna færðu fyrir vaxtahækkuninni voru að verðbólga ykist heldur nú í upphafi árs og því yrði að fylgja eftir með nafnvaxtahækkun. Þetta er út af fyrir sig ekki nema rétt. Hitt hefur vakiðfurðu að bankastjórnendur hafa loftvogina fullkomlega stillta þegar útlit er fyrir að verðbólga aukist en eru hinsvegar bæöi daufir og dumbir þegar verðbólga minnkar og vilja þá halda hávöxtunum sínum. Það er einnig lenska að bera fyrir sig hagsmuni sparifjár- eigenda, og víst þurfa sparifjáreigendur að fá nokkuð fyrir sinn snúð. Það er þáttur í heilbrigðri efnahagsstefnu að búa í haginn fyrir sparnað, bæta þannig innlendan lánamarkað og draga úr óhófseyðslu og offjárfestingum. Þegar rætt er um hagsmuni sparifjáreigenda verður hinsvegar einnig að hafa í huga að það geta ekki talist þeirra hagsmunir að atvinnufyrirtæki og venjuleg heimili heilla kynslóða séu sett í úlfa- kreppu vegna hávaxtastefnunnar. Sjálf tryggingin sem sparifjár- eigandi hefur fyrir varðveislu og ávöxtun síns fjár er einmitt að það nýtist til ágóða í atvinnulífinu. Meðal annars þessvegna er ankannalegt að sjá stjórn nýstofn- aðra Samtaka sparifjáreigenda ganga sérstaklega á fund flokks- bankastjóra eins ríkisbankans og þakka honum fyrir að halda fram ónáttúrlegri hávaxtastefnu. Það er sérlega nöturlegt að það skuli hafa gerst nokkrum dögum eftir að í Ijós kom að fjöldi sparifjár- eigenda hafði misst 60-70% fjár síns í hávaxtaævintýri eins af gráu fjárávöxtunarfyrirtækjunum, en um þann atburð hefur stjórn Samtakanna enn ekki séð ástæðu til að fjalla, ef til vill vegna þess að í forsvari fyrir samtökin er framkvæmdastjóri annars fyrirtækis á gráa markaðnum. I umræðuþætti í útvarpinu á laugardag benti ritstjóri Þjóðlífs á að ef hérlendir hávaxtamenn hefðu sitt fram hlyti að vera rökrétt að opna atvinnufyrirtækjum og einstaklingum erlendan lánsfjármark- að þarsem kostur gæfist á lánum með lægri vöxtum. Innlendir bankar og grámarkaðsstofur yrðu þá í þeirri ágætu samkeppni sem þeir segja aðal sitt-vextir mundu þá loksins lúta þeim lcgmái- um framboðs og eftirspurnar sem talin eru alfa og ómega á fjármagnsmarkaðnum. Þetta er að því leyti athyglisvert að þegar slíkar hugmyndir eru orðaðarferóttaskjálfti um þá menn sem hérlendis ráða bankamál- um. Þeir vita sem er að hér fer fjármagnsmarkaður eftir brautum fákeppni, sem er næsti bær við einokun, að kostnaður við íburðar- mikið úthald bankanna er fjarri allri skynsemi, og að hætt er við því að hinn háborni íslenski fjármagnsmarkaður mundi hrynja saman einsog spilaborg ef hann hætti að njóta sérstakrar verndar frá alvöru lífsins útí heimi. Enda vita það allir sem vilja vita að andstaðan við þá heilbrigðis- stefnu ríkisstjórnarinnar að ná vöxtunum niður er fyrst og fremst af pólitískum toga og ekki faglegum. Sjálfstæðismenn telja það andstætt náttúrulögmálunum að halda ekki um stjórnartauma á íslandi og eru staðráðnir í að leggja allt undir við að koma vinstri- stjórninni frá. Það eitt skiptir þá máli. Raunverulega hagsmuni sparifjáreigenda telja þeir smáatriði, og það skiptir þá engu þótt atvinnufyrirtækin séu ein rjúkandi rúst: hér skal hin rótspillta yfir- stéttarklíka hafa völdin og hananú. Það má þá alltaf pína einhverja aura útúr Kananum. Það skiptir miklu að menn átti sig á því hvaða máli orrustan um vextina skiptir. Það skiptir máli að sparifjáreigendur láti ekki blekkj- ast af fagurgala fákeppnisstjóranna, og það skiptir einnig miklu að þeir sem fara með sparifé launafólks í lífeyrissjóðunum líti eftir heildarhagsmunum launamanna og atvinnulífs. Fáir mæla lengur með því að ákvarðanir í peningamálum séu teknar á einum stað í ráðuneyti eða seðlabanka. Hinsvegar eru stjórnvöld kjörin til að stjórna, og þegar um það er að ræða, einsog nú, að hávaxtamenn í valdastöðum í kerfinu leggja á samráðin í nánum tengslum við heiftarstríð Sjálfstæðismanna -þá ber ríkis- stjórninni að taka í taumana. -m KLIPPT OG SKORIÐ Rík borg, blankt ríki Morgunblaðið skrifaði leiðara á laugardaginn var um saman- burð á fjárhagsstöðu ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar. Þar var vitnað í ræðu Davíðs Oddssonar um fjárhagsáætlun borgarinnar. En þar stærir borgarstjórinn sig af því, að Reykjavíkurborg hækki ekki sína skatta meðan rík- ið hækki sínar álögur verulega til að geta komið saman sínum fjár- lögum. Morgunblaðið svarar síðan á sinn hátt þeirri spurningu, hvern- ig á því stendur að borgin stendur betur að vígi fjárhagslega en rík- ið. „Það getur ekki verið náttúru- lögmál“ segir blaðið. Síðan byrja sígildar pólitískar æfingar sem leiða til þess skjótt og auðveld- lega að það er sannað sem sanna átti: Reykjavík er efnuð borg vegna þess að þar stjórnar Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkur- inn „samhentur meirihluti undir öruggri forystu". En ríkinu stjórnar samsteypa vinstriflokka og þá er voðinn vís. Handónýtur samanburður Vitaskuld mætti lengi tína til stærri og smærri röksemdir gegn samanburðarfræðum af þessu tagi. Ríkissjóður íslands á í vök að verjast og leggst í erlendar lán- tökur og þessháttar, hvort sem forsætisráðherrann heitir Þor- steinn Pálsson eða Steingrímur Hermannsson. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er blátt áfram það að höfuðborg er ekki ríki. Rekstrarvandinn allur annar, skyldurnar við þegnana meiri, gróði, tekjur og töp önnur. Það er kannski ekki „náttúru- lögmál" að höfuðborgir séu ríkari miklu en landið sem er bakhjarl þeirra - en það lætur nærri að það sé að minnsta kosti markaðs- lögmál á okkar dögum. Þróun at- vinnuhátta um alla Evrópu er með þeim hætti, að stærstu borgir í hverju landi vaxa og eflast - þar eru peningarnir og framkvæmd- irnar. En jafnvel í litlum ríkjum og þéttbýlum eins og Belgíu hnignar „dreifbýlinu", smærri bæjum og sveitum. Það kemur síðan í hlut ríkisins á hverjum stað að bera þann mikla og marg- víslega félagslega kostnað sem af þessari þróun leiðir, meðan höfu- ðborgirnar geta fleytt rjómann af þeim auði sem til verður í landinu og þeirri tækniþróun sem arðbær- ust er hverju sinni. Gikksháttur En þegar Morgunblaðið ýtir fyrirhafnarlaust frá sér málavöxt- um af þessu tagi, þá er ekki bar- asta á ferðum gamalkunn hróp úr pólitíkinni og fótboltanum: Okk- ar menn eru bestir, ykkar menn geta ekki neitt. Hér er enn einu sinni á ferðinni sá einkennilegi hroki íslenska íhaldsins, sem gengur út frá því sem vísu að Sjálfstæðisflokkurinn sé hrygg- lengjan, hjartað, heilinn og sam- viskan í íslenskum þjóðarskrokk, en allar aðrar pólitískar hræring- ar heimska og misskilningur, rétt eins og hver annar botnlangi (nema ef vera kynni einstaka sinnum hæfilega lítill Alþýðu- flokkur í friðsamlegri sambúð við Flokkinn sjálfan). Það er einmitt í þessum anda að leiðaranum í Morgunblaðinu er valið nafn: hann heitir “Borg á bjargi, ríki á sandi“. Og honum lýkur með þessum orðum hér: „Munurinn á stjórn Reykja- víkur annars vegar og ríkisins hins vegar er skýr og afdráttar- laus. Borgin stendur á bjargi en ríkið á sandi.“ Guðsborg Davíðs Eins og sjá má er Morgunblað- ið að vitna í helga bók þar sem segir frá húsum tveim (hér er rifj- að upp eftir minni): annað var reist á sandi og féll þegar steypi- regn og flóð skullu á því og fall þess var mikið, hitt var reist á bjargi og stóð allt af sér. Lúther hélt svo áfram með þetta stef í frægum sálmi: Vor guð er borg á bjargi traust. Bjargið, sú undir- staða sem ekki bilar, er Drottinn, trúin, hið rétta samband við guð- dóminn. Og leiðarinn segir, beint og óbeint: þetta náðarbjarg hafa Reykvíkingar fært undir sitt hús með því að kjósa Davíð Odds- son, þeir hafa áttað sig á því að guð er í Sjálfstæðisflokknum. En ef landsmenn allir fara ekki að þeirra skynsamlega fordæmi þá er, samkvæmt bíblíutilvísunum Morgunblaðsins, fullljóst hvern- ig fara mun: þjóðarhúsið, sem reist er á kviksandi vinstrisam- skrulls einhverskonar, það er náð fírrt, það mun sannarlega hrynja í sviptibyljum vaxtakreppu og sölutregðu og fall þess verður mikið og maklegt. Tilbrigði við sálm Það er líklega ókurteisin ein- ber að mæta þessum biblíuteng- ingum Morgunblaðsins með öðr- um tilvitnunum : Sælir eru hóg- værir. Við lifum í þeirri mótmæl- andahefð að hver og einn er sín Biblía, það er að segja: les hana eins og honum sýnist og kemur upp með það sem þægilegast er fyrir hann sjálfan. En ein- hvernveginn sýnist þessum klipp- ara hér að Þórbergur Þórðarson hafí kveðið nokkuð svo spám- annlega um ofangreinda tilburði til að tengja Davíðsborg Reykja- vík við heilög mannvirki ritninga, þegar hann sneri út úr fyrr- greindum sálmi Lúthers með þessum hætti hér: Vor guð er borg á bjargi traust sem bilar ekki í hríðum þótt alltaf snjói endalaust og öll séu fífl á skíðum, Hann skrýðir oss í skraut, hann skreytir hól og laut, hann gefur okkur graut og greiðir syndaþraut svo lánstraust vex hjá lýðum. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: DagurÞorleifsson.GuðmundurRúnarHeiðarsson, Heimir Már Pétursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjón- arm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Utlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pótursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrif stofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. AuglýsingastjórLOIgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarbla ð: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SlÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 24. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.