Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 4
þfOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Að finna sér sökudólg Kalda stríðið fræga, sem menn eru nú að vona að sé loksins dautt, hefur um langan aldur mótað málflutnjng flestra þeirra sem hafa fjallað um alþjóðamál. Og þá með þeim hætti að öll mál eru dregin undirtvískiptingu heimsins milli austurs og vesturs. Síðan finna menn sér einn sökudólg sem ber ábyrgð á allri svívirðu og hafa um leið sterka til- hneigingu til að leysa andstæðinga sökudólgsins undan allri synd, til að þau deilumál sem uppi eru falli með þægilegum hætti að einfaldri heimsmynd. Morgunblaðið hefurtil að mynda verið mikið tvíhyggjublað og er það enn. Þar hefur gilt sú þumalfingursregla, að á bak við hver ótíðindi í heiminum glitti í Sovétríkin, „heimsveldi hins illa“, sem Reagan kallaði svo áður en hann ákvað að bæta orðstír sinn í sögunni. Þangað má rekja böl heimsins. Enn eitt dæmi um þessa heimssýn er leiðari sem birtist í blaðinu á laugardaginn var og fjallar um Afganistan og Nik- aragúa. Þar er minnt á miklar hörmungar sem langvarandi hernaður hefur leitt yfir þjóðir þessara landa og þar með mikið flóttamannavandamál. Og allt er þetta rakið til þess, að í þessum löndum hafi Sovétríkin beitt fyrir sig byltingar- seggjum til að þröngva upp á þjóðirnar „einræði og ofríki“. Tvíhyggjan er söm við sig: hún einfaldar alla hluti svo mjög að allur skilningur fer úr skorðum og margt fleira í leiðinni. Hún gerir í þessu dæmi hér engan greinarmun á því, að þótt Sovétmenn beri ótvíræða ábyrgð á langvarandi og blóðugum ófriði í Afganistan, þá var það fráleitt að þeirra frumkvæði að Sandinistar í Nikaragua gerðu löngu tíma- bæra byltingu gegn illræmdum einræðisherra, Somoza, skjólstæðingi Bandaríkjamanna. Það er heldur ekki þeim að kenna að síðan hefur verið ófriður í landinu: það eru Banda- ríkjamenn sem hafa haldið úti frá Honduras þeim málaher sem hefur bæði staðið fyrir blóðbaði í landinu og komið í vegí fyrir viðreisn efnahagslífs þar í landi. Það er ekki nema rétt að byltingar skapa flóttamanna- vandamál. Það gerðu líka bandaríska byltingin gegn breska heimsveldinu fyrir tveim öldum (Bretavinir flúðu til Kanada) og franska borgarabyltingin sem nú á tveggja alda afmæli. Byltingar gerast vegna þess fyrst og fremst að tiltekið stjórnkerfi er bæði ranglátt og vanmáttugt, því er sópað burt með ofbeldi sem sækir sér réttlæti í þá kúgun sem valdhafar beittu áður. Þetta dregur svo langan slóða á eftir sér - m.a. verður hluti þeirra sem tapa pólitískir flóttamenn, aðrir flýja blátt áfram sjálfan þann ófrið sem í landi geisar. Borgara- stríð, með eða án erlendrar íhlutunar, gera alltaf mikinn fjölda fólks flóttamenn í eigín landi - hvort sem væri í Súdan, Eþíópíu, Líbanon. Samkvæmt því lögmáli tútnaði Saigon mjög út af flóttafólki úr sveitum á seinni dögum Vietnam- stríðsins, rétt eins og Kabúl, höfuðborg Afganistans, nú um stundir. Fólk er ekki að velja pólitískan kost með slíkum flótta heldur blátt áfram að leita sér skjóls þar sem það ekki lendir í skotlínu. Skilji menn þessar athugasemdir ekki sem svo, að með þeim sé verið að drepa hörmungum og þá flóttamannavand- amálum svo mjög á dreif að engan megi lengur sækja til ábyrgðar. Öðru nær: Bandaríkin bera sína sekt, Sovétríkin sína, arfur nýlendustefnu, gamallar og nýrrar kemur mjög við sögu - einnig pólitísk spilling og valdseinokun í mörgum ríkjum þriðja heimsins, þaðan sem flóttamannastraumar helst koma. Þessir þættir blandast saman með mismunandi hætti í hverju dæmi. Það ætti svo að vera hlutverk þeirra sem um alþjóðamál skrifa að greina þá í sundur, reyna að bæta ögn við skilning í stað þess að forherða menn í þeirri fordómafullu heimsmynd, sem arfur kalda stríðsins hefur eftir skilið. ÁB KLIPPT OG SKORIÐ Hvað skiptir máli? í viðtali í blaðinu í dag vitnar Eiríkur Guðjónsson í orð Gra- hams Greene þegar hann sagði að stjómmál á vesturlöndum skiptu ekki máli miðað við stjórnmál í Suður-Ameríku því au væru ailtaf upp á líf og dauða. framhaldi af því má velta fyrir sér hvort eitthvað er í stjórnmálum héma hjá okkur sem skiptir máli upp á líf og dauða. Varla staðnæmist maður við efnahagsmálin þó að þau veki langmesta ólgu hjá fólki. Sumum finnst menningarmálin vera upp á líf og dauða og rökstyðja það með því að við deyjum út ef menning okkar og tunga farast. En alvarlegasta málið í íslenskum stjórnmálum er vera bandarísks setuliðs hér á landi og vera ís- lendinga í hernaðarbandalagi. Þar getur verið um líf og dauða að tefla. „Hvers vegna Varðberg?“ Nú er verið að dreifa bæklingi í framhaldsskólum um Nató þar sem þrír stjórnmálaforingjar ávarpa æskulýðinn, Þorsteinn Pálsson, Jón Baidvin og Steingrímur Hermannsson. Allir mæla þeir með félagsskapnum en Þorsteinn þó mest, enda fær hann mest rými. Það kemur ekki á óvart hvað Þorsteinn Pálsson er hrifinn af Nató, en hins vegar virðist hann ekki fara hárrétt með orðið Varð- berg. Hann segir í upphafi máls síns: „Orðið Varðberg merkir að hafa gætur á - að vera á verði.“ í íslenskri orðabók Menning- arsjóðs er þessi skýring við orðið varðberg: „1 vaðberg, berg sem gægjumaður við bjargsig er á. 2 gægjur, njósn; vera á varðbergi: vera á verði, hafa gætur á; varð- bergsmaður: köguður, gægju- maður.“ Friðarhreyfing Þorsteinn heldur áfram: „Varnarsamstarf vestrænna ríkja var stofnað til að sporna við út- þenslu Sovéíríkjanna eftir heimsstyrjöldina síðari. Þetta samstarf hefur tryggt frið í Evr- ópu í fjóra áratugi. Atlantshafs- bandalagið er því í raun friðar- hreyfing. Það er varnarbandalag og stofnar því ekki til ófriðar, en árás á eitt ríki skoðast sem árás á öll. í því felst öryggi smáþjóðar eins og íslands.“ Má þá með sama rökstuðningi kalla Varsjárbandalagið friðar- hreyfingu? Og hvað gerði Nató þegar Breska heimsveldið stríddi við íslendinga í landhelgisdeilun- um? Og kemur Nató Norður- frum að gagni í baráttunni við sama heimsveldi? Manni finnst eiginlega ástæðu- laust að laða ungmenni að hern- aðarbandalagi þegar „menn eru að taka sundur vopn á megin- landi Evrópu,“ eins og Guðrún Agnarsdóttir komst að orði á fundi Kvennalistans um vígvæð- ingu. Við sendum bömin okkar og unglingana til að keppa við aðrar þjóðir í íþróttum, spila fyrir þær og syngja fyrir þær, sem skiptinema og venjulega ferða- langa. Börnin okkar eiga lítið erindi við hershöfðingja og þeirra nóta. Aldrei fleiri göt! „Það birtir í Evrópu,“ segir norska blaðið Ny tid í fyrradag og er sammála Guðrúnu Agnars- dóttur, „niðurstaða Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu markar bæði endalok og nýtt upphaf í sögu Evrópu. Aldrei hafa múrarnir og járnt- jöldin verið eins götótt síðan þeim var komið upp eftir seinni heimsstyrjöld.“ Það er bjartsýnn maður sem þetta skrifar, en hann segist hætta á að láta hlæja að sér, því þetta samkomulag í Vínarborg sé eins merkilegt og samkomulagið um að útrýma meðaldrægum eld- flaugum úr Evrópu. Nú hafi nefnilega fengist inn ákvæði um marinréttindi en fyrra samkomu- lagið hafi ekki breytt daglegu lífi neins beinlínis. Mannréttindi fyrir miljarð Öll Evrópulönd nema Albanía og bæði Bandaríkin og Kanada tóku þátt í ráðstefnunni. Samsan- lagt býr um miljarður manna í þessum ríkjum sem nú standa að veigamestu mannréttindayfirlýs- ingu austurs og vesturs sem gerð hefur verið. Um er að ræða með- al annars ferðafrelsi, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og rétt- indi fanga. Ny tid hvetur norska vinstri- menn til að sýna Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu meiri áhuga en hingað til: „Evrópa er til umræðu núna. Efnahagsbandalagssinnar reyna að takmarka Evrópumenn við þjóðirnar tólf í Efnahagsbanda- lagi Evrópu. En Ráðstefna um öryggi og samvinnu er raunveru- legur vettvangur fyrir alla Evróp- ubúa. Gegnum hana liggur leiðin til haftalausrar álfu. Umhverfis- mál þurfa að verða næsta megin- mál Ráðstefnunnar. Hér er tæki- færið fyrir Norðmenn til að hafa áhrif á evrópsk stjórnmál." Arvakir embættismenn Hvernig skyldi árvekni ís- lenska útlendingaeftirlitsins sam- rýmast réttindum manna til að ferðast um heiminn? Tíminn segir frá því með stóru letri í gær að ísland sé komið inn á landa- kort landflótta frana, íraka og Sri Lankabúa sem hingað koma frá öðrum Evrópulöndum, einkum Norðurlöndunum. Ekki virðist útlendingaeftirlitið fagna þessari uppgötvun fjarlægra þjóða manna því þeim virðist umsvifa- lítið snúið til baka áður en þeir komast almennilega innfyrir. Embættismennirnir hika ekki við að lýsa því hvernig menn eru yfirheyrðir og leitað á þeim hátt og lágt: „Nýverið kom írani í Leifs- stöð. Þegar Útlendingaeftirlitið fór að grennslast fyrir um hvaðan hann kom, sagðist hann vera að koma frá Pakistan. „Við yfir- heyrðum manninn hvað eftir annað og spurðum meðal annars út í það hvar hann hefði keypt dýr og vönduð ítölsk föt sem hann var í. Við fundum út að hann hafði komið í gegnum Amsterdam og tilkynntum hollenskum yfirvöld- um um að við hygðumst senda hann til baka. Hann gaf sig ekki fyrr en við vorum að skrá hann í flug til Hollands. Hann reyndist vera á snærum sextíu manna hóps írana, er búið hafði í Álaborg í i tvö ár.““ Ekki segir Tíminn frá því í hvaða búð í Álaborg megi fá þessi dýrindis ítölsku föt. Annar maður kom frá Svíþjóð en sagðist koma frá Sri Lanka, en „...eftir að við höfðum skoðað hann nákvæmlega fundum við í öðrum sokknum hans kvittun frá sænska útlendingaeftirlitinu þar sem kom í ljós að hann var í tíma- bundnu leyfi þar...“ Ætli það sé álíka erfitt að kom- ast inn í ísland og Austur- Þýskaland? SA 60 manna hópur íranskra flóttamanna send- ir mann til íslands tíl að kanría aðstæður: Árvekni Útlendinga- eftirlitsins Ljóst er að ísland er komið inn á landakort landflótta Irana, íraka og Sri Lankabua, en um nokkurn tíma hafa hin Norðurlöndin einkum verið vinsæll áfangastaður þessa fólks. Á sama tima og hin Norðurlöndin herða löggjöf sína varðandi fióttamenn, eykst ásóknin í að komast «1 Islands. Nýlegt dæmi sýnir þessa þróun en þá var írönsk- um manni snúið aftur í Leifsstöð þar sem upr komst um lygasöqu sem hann hafði sounn:' Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Frétta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Kristófer Svavarsson, Maanús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjón- arm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjömsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljóamyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingaatjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsia: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjóm: Síðumúia 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarbiað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN, Miftvlkudagur 1. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.