Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJONVARPS Saurar á Skaga. Sauraundrin Rás 1 kl. 21.00 Sjálfsat muna ýmsir eftir „reimleikunum“, sem vart varð við á Saurum á Skaga í Austur- Húnavatnssýslu fyrir um það bil aldarfjórðungi. Hvað var þar á ferðinni? Kannski hefur þeirri spurningu aldrei verið svarað svo að öllum þyki viðhlítandi. Ýmsir komu þarna við sögu, heimilis- fólkið að sjálfsögðu, miðlar, menn frá Sálarrannsóknarfé- laginu, fréttamenn o.fl. Og nú hefur Steingrímur St. Th. listmálari tekið saman þátt, sem hann nefnir Sauraundrin, þar sem hann rifjar upp þessa at- burði, og flytur hann þáttinn á Rás 1 kl. 21.00 í kvöld. . -mhg Úti að aka Stöð 2 kl. 20.30 í þættinum Heil og sæl í kvöld verður fjallað um ýmiss konar slys og varnir gegn þeim, en þau eru þriðja algengasta dánarorsök íslendinga næst á eftir krabba- meini og hjartasjúkdómum, - og algengasta dánarorsök barna og unglinga. Sennilega eru margs- konar slys algengari en menn al- mennt vita, þrátt fvrir allan áróður og viðvaranir. Álitið er að fjórði hver íslendingur leiti að- stoðar vegna einhverskonar slysa á ári hverju. - Umsjónarmaður þáttarins er Salvör Nordal. -mhg Svíða sætar ástir Sjónvarp kl. 22.10 Þessi rómantíska ævintýra- mynd er nokkuð komin til ára sinna en hún er frá árinu 1953. Hún gerist í frumskógum Afríku og þarna er á ferð hinn margum- talaði ástarþríhyrningur, þar sem tvær konur togast á um einn mann. Vic Marswell (Clark Ga- ble) er villidýrasérfræðingur og vinnur sem leiðsögumaður leiðangurs, sem þarna er á ferð. í leiðangrinum eru m.a. tvær kon- ur, sem báðar heilla sérfræðing- inn. Önnur, Eloice Kelly (Ava Gardner), er fyrrum dansari og skemmtikraftur. Hin er kona leiðangursstjórans (Grace Kelly). Petta er auðvitað allt hálf- gert vandræðamál en fær þó far- sælan endi áður en yfir lýkur. -mhg Einsöngvarar og kórar Rás 1 kl. 14.30 Þeir, sem unna sönglistinni, og þeir eru sem betur fer margir, ættu að leggja eyrun við Rás 1, kl. 14.30 í dag. í>á syngur Kristinn Hallsson lög eftir Árna Thor-; steinsson, Þórarin Jónsson, Sig- fús Einarsson og Pál ísólfsson. Ámi Kristjánsson leikur með á píanó. Einnig syngur Einsöngv- arakvartettinn nokkur lög í út- setningu Magnúsar Ingimars- sonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. -mhg SJÓNVARPIÐ 16.30 Fræðsluvarp 1. Eyjahafsmenn- ing. I myndinni er stiklað á stóru um tvö helstu skeið Eyjahafsmenningarinnar, mínóska skeiðið og það skeið sem kennt er við borgina Mýkenu á Pelóps- skaga. Myndin hentar i tengslum við mannkynssögu í 8. - 9. bekk grunn- skóla og á framhaldsskóiastigi. (14 mín). 2. Umræðan - Aðalnámsskrá grunnskóla. Þáttur um skólamál. Um- sjón Sigrún Stefánsdóttir. (23 mín). 3. Alles Gute. Þýskuþáttur fyrir byrjendur. (15 mín). 4. Entráe Libre. Frönsku- kennsla fyrir byrjendur. (15 mín). 18.00Töfragluggl Bomma. Umsjón:Árný Jóhannsdóttir. 18.50 Táknmálsfróttlr. 19.00 Poppkorn - Umsjón Stefán Hilm- arsson. 19.25 Föðurlelfð Franks (16). Bandarísk- ur gamanmyndaflokkur. 19.54 Ævintýri Tinna. Ferðin tll tungls- ins (8). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn. Bein út- sending úr Sjónvarpssal þar sem Her- mann Gunnarsson tekurá móti gestum. Stjórn upptöku Björn Emilsson. 21.40 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjón: Örlygur Richter. 22.10 Svíða sætar óstir. (Mogambo). Rómantísk ævintýramynd frá 1953 meö Clark Gable, Ava Gardner og Grace Kelly. 23.00 Seinni fréttlr. 23.10 Svíða sætar ástir, framhald. 00.10 Dagskrárlok. STÖÐ 2 15.45 Santa Barbara. 16.30 #William Randolph Hearst og Marion Davies. 18.05 #Ameriski fótboltinn. 19.19 19:19 20.30 Heil og sæl. Úti að aka. Umsjón: Salvör Nordal. 21.00 #Undirfölsku flaggl. Charmer. Úr- vals breskur framhaldsmyndaflokkur. 22.00 #Dagdraumar. Yesterday’s Dreams. 22.55 #Viðskipti. Umsjón: Sighvatur Blöndahl og Ólafur H. Jónsson. 23.25 #Lost. Kicks. Bandarísk bíómynd. Ekki við hæfi barna. 01.05 Dagskrárlok. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 06.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur. 07.00 Fréttir. 07.03 í morgunsárið með Randveri Þor- lákssyni. Fréttayfirlit, fréttir og veður- fregnir. Tilkynningar. 09.00 Fréttir. 09.03 Litli barnatiminn „Mömmustrákur" Guðni Kolbeinsson les sögu sína (7). 09.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 09.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og sam- starfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 09.40 Landpósturinn - Frá Vestfjörð- um. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón Bergþóra Jónsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 yeðurfregnir. Tilkynningar. 13.051 dagsins önn - Börn og foreldrar. Þáttur um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti, þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sálfræð- ingarnir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm Norðfjörð svara spurningum hlustenda. Umsjón Lilja Guðmundsdóttir. 13.35 Mlðdeglssagan: „Blóðbrúðkaup" eftir Yann Queffeléc. Þórarinn Eyfjörð les þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur (5). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Norrænir tónar. 14.30 íslenskir einsöngvarar og kórar. Kristinn Hallsson syngur lög eftir Árna Thorsteinsson, Þórarin Jónsson, Sigfús Einarsson og Pál Isólfsson, Árni Krist- jánsson leikur með á píanó. Einsöngv- arakvartettinn syngur nokkur sænsk lög í útsetningu Magnúsar Ingimarssonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. 15.00 Fréttir. 15.03 Visindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Debussy og Franck. „ En blanc et noir“, verk fyrir tvö píanó eftir Claude Debussy. Martha Ar- gerich og Stephen Bishop leika. Píanó- kvintett i f-moll eftir Cesar Franck. John Bingham leikur á píanó með „Medici" strengjakvartettinum. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá - Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatiminn. „Mömmustrákur" Guðni Kolbeinsson les sögu sína (7). 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörns- son kynnir verk samtímatónskálda. 21.00 Saura-undrin á einmánuði 1964. Þáttur í umsjón Steingríms St. Th. Sig- urðssonar. 21.30 Kennsla btindra i Álftamýrar- skóla. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Æg- isdóttir les 9. sálm. 22.30 Samantekt - Evrópubúinn. Síðari þáttur. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. 23.10 DJassþáttur. - Jón Múli Árnason. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. Endurtekinn frá morgni. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarplð Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. 9.03 Stúlkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsypra Evu Ás- rúnar Albertsdóttur með afmæliskveðj- um kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Mar- grét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum i mannlífsreitnum. (Frá Akureyri). 14.00 Á milli mála - Óskar Páll Sveinsson leikur nýja og fína tónlist. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Sig- ríður Einarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, hlustendaþjónustan kl. 16.45. Bréf frá landsbyggðinni berst hlustendum á sjötta tímanum. Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin Umsjón: Iþróttafrétta- menn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdótt- ur. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi I næturútvarpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 endurtekinn frá f fyrra þáttur syrpunnar „Gullár á gufunni'' 6. í umsjá Guðmundar Inga Kristjánssonar. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veður- stofu kl. 1.00 og 4.30. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands BYLGJAN FM 98,9 07.30 Páll Þorsteinsson. Þægileg morg- untónlist - upplýsingar um veður og færð. Fréttir kl. 08 og Potturinn kl. 09. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Allt í einum pakka - hádegis og kvöldtónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13- Potturinn kl. 11. Brá- vallagatan milll kl. 10 og 11. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Síðdegis- tónlist eins og hún gerist best. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór milli kl. 17 og 18. 18.00 Fréttir. 18.10 Reykjavík síödegis - Hvað finnst þór? Steingrímur Oiatsson spjallar við hlustendur. Síminn er 61 11 11. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson Meiri mússik - minna mas. 20.00 Islenski listinn - Ólöf Marín kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson Þægileg kvöldtónlist. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. STJARNAN FM 102,2 07-09 Morgunj>áttur Þorgeirs Ástvalds- sonar og fréttamenn láta heyra í sér með nýjustu fréttir. (vaknaðu við Stjörnufréttir klukkan átta). 09-13 Gunnlaugur Helgason setur uppá- halds plötuna þína á fóninn. (Klukkan tólf Stjörnufréttir). 13-17 Slgurður Helgi Hlöðversson tekur það rólega fyrst um sinn en herðir takt- inn þegar líða tekur á daginn. (Klukkan tvö og fjögur Stjörnufréttir). 17- 18 Blandaður þáttur með léttu spjalli og góðri músik. (Og í lok dagsins, Stjörnufréttir klukkan sex). 18- 19 íslensku tónarnir. 19- 21 Létt blönduð og þægileg tónlist. 21-01 Lögin í rólegri kantinum og óskalög í gegnum síma 68-19-00. 01 -07 Ókynnt tónlist fyrir hörðustu nætur- hrafnana. ÚIVARP RÓT FM 106,8 13.00 Úr Dauðahafshandritunum. Har- aldur Jóhannsson les 3. lestur. 13.30 Nýi tíminn. Bahá'ísamfélagið á Is- landi. E. 14.00 Á mannlegu nótunum. Flokkur mannsins. E. 15.00 Úr ritverkum Þórbergs Þórðar- sonar Jón frá Pálmholti les. E. 15.30 Kvennalistinn. Þingflokkur Kvennalistans. E. 16.00 Samband sérskóla. E. 16.30 Umrót Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslíf. 17.00 Laust. 18.00 Elds er þörf. Umsjón: Vinstrisósíal- istar. Um allt milli himins og jarðar og það sem efst er á baugi hverju sinni. 19.00 Opið 19.30 Heima og heiman. Alþjóðleg ung- mennaskipti. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. Umsjón: Nonni og Þorri. 21.00 Barnatfmi. 21.30 Úr Dauðahafshandritunum. E. 22.00 Við og umhverfið. Þáttur í umsjá dagskrárhóps um umhverfismál á Út- varpi Rót. 22.30 Alþýðubandalaglð. 23.00 Laust. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Hausaskak. Þungarokksþáttur f umsjá Guðmundar Hannesar Hannes- sonar. E. 02.00 Næturvakt til morguns með Baldri Bragasyni. Fjölbreytt tónlist og svarað f sfma 623666. .>•>. ’« Orm l fMNM Ég fer ekki í þetta baövatn. Þaö er sjóðandi heitt. Ég myndi skaðbrenna mig. Ertu kannski að reyna að sjóða mig lifandi? Gleymdu því. Ég fer ekki ofan í. Þegar þú ert búinn að æpa og veina, kvarta og kveina, hátta þig og farinn ofan í þá verður vatnið mátulega heitt. f \ Sú þ út 0( ekkir inn T' mig } -I- — i á o ° o 12-27 tUBÖk Herbergiö mitt er ekki lengur' mitt herbergi. Bróðir minn hefur verið fluttur inná mig. Ægilegt. Hann kastaði sér á gólfið og grét og vildi vera hjá beim áfram En þau gera bara það sem þeim sýnist. Við börnin fæðumst ekki fyrren foreldrarnir eru búnir að taka völdin á heimilinul! Q 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 1. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.