Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Málsókn Flugleiða Farið fram á frestun réttarhalda Ragnar Aðalsteinsson verjandi VSferídag fram á tveggja viknafrestun á málflutningi. ASÍ, BSRB, BHMR og SÍB semja ekki við Flugleiðir en rœða við Arnarflug ídag gyj álflptningi í máli Flugleiða- VSÍ á hendur Verslunar- mannafélagi Suðurnesja sem átti að hefjast í dag verður að öllum líkindum frestað um tvær vikur. Háskóli íslands Undan duttlungum ráðherra Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, mælti í gær fyrir frum- varpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Háskóla íslands, breytingar sem færa eiga veitingavald embætta prófessora, dósenta og lektora úr ráðherra- höndum og yfir til háskóladcilda. Nýmæli þessi varða 11. grein háskólalaganna og þó einkum og sér í lagi 4. málsgrein hennar. Síðasta setning hennar er svo- hljóðandi í frumvarpinu: Engum manni má veita prófessorsemb- ætti, dósentsstarf eða lektorsstarf við háskólann, nema meiri hluti dómnefndar telji hann hæfan og meiri hluti deildarfundar mæli með honum í embættið eða starf- ið. ks. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi VS, hefur beðið um tveggja vikna frestun á málflutningi og er venj- an sú að orðið er við slíkri beiðni. Tíminn verður notaður til frekari gagnaöflunar. Fulltrúar ASÍ, BSRB, BHMR og SÍB héldu í gær fund þar sem ákveðið var að kanna ferða- möguleika með öðrum flugfé- lögum en Flugleiðum vegna mál- sóknar Flugleiða á hendur VS. Samtökin telja hins vegar mikil- vægt að samið verði við íslenskt flugfélag og hafa þau óskað eftir því við Samvinnuferðir-Landsýn að ferðaskrifstofan athugi með það. í framhaldi af þessu hefur verið ákveðinn fundur með Arn- arflugi og hefst hann klukkan 11 í da§ phh Er þetta hægt Ingi Ú.? Snjórinn gerir mönnum líflð leitt í höfuðborg- inni þessa dagana. Það er ekki nóg með að snjókoman angri gangandi vegfarendur; starfs- menn Inga U. Magnússonar gatnamálastjóra gera það líka. Þótt það sé aðdáunarvert hvað Inga Ú. og starfsmönnum hans gengur vel að sjá til þess að fólk komist leiðar sinnar á bflum eru þeir að sama skapi leiðinlegir við gangandi fólk. Víða má sjá snjóhrúgur sem starfsmenn gatnamálastjóra hafa ýtt saman upp á gangstéttar. Á horni Síðumúla og Ármúla hefur verið mokað þannig að nærri útilok- að er að komast yfir Ármúlann á gönguljósi. Á Bræðraborgarstíg er annað dæmi um að gangstéttar séu notaðar undir snjó sem hefur verið fyrir bflunum. Á nokkrum stöðum höfðu þó gangstéttar verið ruddar en látið hjá líða að moka frá við umferðarljós. Þannig mátti sjá að búið var að hreinsa snjó af gangstéttum á Laugaveginum fyrir ofan Nóatún. Það sem gleymdist var að hreinsa burt snjóskaflinn sem ruðningstækin skildu eftir við umferðarljósin. Þeir sem leið áttu yfir Laugaveginn á horni Nóatúns urðu að klöngr- ast yfir snjóskafl sem starfsmenn Inga höfðu búið til þegar þeir hreinsuðu snjóinn af gangstéttinni. Er þetta hægt Ingi Ú.? _sg Efnahagsaðgerðir Leysa ekki vandann ASÍ: Gamalt vín á nýjum belgjum. Ekki traustvekjandi að keyra undirstöðuatvinnugrein landsmanna á erlendum lánum Það sem snýr að okkur í þess- um efnahagsaðgerðum er að mestu neikvætt og þá sér í lagi að kaupmáttur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs skuli vera viðmiðun við gerð næstu kjarasamninga. Að öðru leyti eru tillögurnar gamalt vín á nýjum belgjum sem því mið- ur leysa ekki vanda útflutnings- greinanna, segir Ari Skúlason hagfræðingur Alþýðusambands Islands. Engu að síður segir Ari margt athyglisvert að finna í efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á Alþingi í fyrra- dag, ss. lækkun raunvaxta. En því miður séu þetta nánast sömu Kvennalisti/Sjálfstœðisflokkur „Það er mikill ágreiningur“ Kvennalistinn vill gengisfellingu (óvíst hve mikla) án þess að heimilin beri skarðan hlutfrá borði. Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti ekki í tilhugalífinu Þótt Kvennalistinn sé hlynntur gengisfellingu sem efnahags- úrræði í þágu sjávarútvegs hefur hann ekki mótað tillögur um það hve mikil hún þurfi að vera. Kvennalistinn mun meta það eftir málefnum hverju sinni hvort hann greiðir atkvæði með eða á móti efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti eru á öndverðum meiði í grundvallaratriðum, ekki síst í efnahags- og fjármálum, og má einu gilda þótt Halldór Blöndal ímyndi sér annað. Segir einn af þingmönnum Samtaka um kvennalista, Málm- fríður Sigurðardóttir, í spjalli við Þjóðviljann. Hún var sem kunn- ugt er málsvari listans í umræð- unni um efnahagsyfirlýsingu for- sætisráðherra í fyrradag. Og var tekin tali í gær. Málmfríður segir talsmenn sjávarútvegs á því að einvörð- ungu gengisfelling geti bætt rekstrargrundvöll hans og við því sé ekki hægt að skella skolla- eyrum. En sagði Kvennalistann ekki hafa tillögur á reiðum hönd- um um það hve mikið þyrfti að fella gengið, slíkt væri matsatriði. Hún ítrekaði það skilyrði „Halldór getur sagt hvað sem hann vill en það er fjarstæða að Kvennalisti og Sjálfstæðisflokkur séu jafn samstiga og hann vill vera láta. Þvert á móti er mikill ágreiningur, grundvallará- greiningur, á milli okkar í veiga- miklum málum, ekki síst í efnahags- og fjármálum." ks. háleitu markmiðin og þegar ríkis- stjórnin var mynduð. Ari sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu lítið væri bitastætt í efna- hagsaðgerðunum, sérstaklega með tilliti til hins langa tíma sem stjórnarflokkarnir hefðu haft til að móta þær. í efnahagsaðgerðunum er gert ráð fyrir að greiðslur úr Verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins nægi til greiðslu verðbóta á fram- leiðslu freðfisks og hörpudisks fram til maí, en sem kunnugt er var tekið 800 miljón króna erlent lán til þess arna í haust. Ari sagði það ekki traustvekjandi þegar þyrfti að keyra undirstöðuat- vinnugrein landsmanna á erlend- um lánum. - Ég fæ ekki betur séð en að þessar efnahagsaðgerðir séu enn ein bráðabirgðaaðgerðin og áður en langt um líður má búast við öðrum. Ef svo fer sem horfir fara þessar bráðabirgðaaðgerðir að verða vandamál í sjálfum sér án þess að efnahagsvandinn sé leystur með raunhæfum aðgerð- um, sagði Ari Skúlason. -grh Efnahagsaðgerðir Að pissa í vettlinginn Málmfríður: Halldór má segja það sem hann vill. Kvennalistans fyrir gengisfell- ingu að jafnhliða henni yrði grip- ið til hliðarráðstafana til varnar alþýðuheimilum, ss. lækkunar eða afnáms matarskatts og hækk- unar tekjutryggingar. Málmfríður kvaðst gera ráð fyrir því að Kvennalistakonur myndu iáta málefni ráða þegar að því kæmi að greiða atkvæði um efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- Halldór Blöndal - haldinn ranghug- myndum? arinnar, einstök málsatriði yrðu vegin og metin hverju sinni. Ekki var örgrannt um að Málmfríði hitnaði í hamsi þegar talið barst að „stjórnarmyndun- arbónorði“ Halldórs Blöndals í síðasta laugardagsmogga. Nú mætti ætla að grundvallará- greiningur ríkti milli kjósenda þessara flokka. Væri ekki líkt á komið fyrir þingmönnum þeirra? Satt best að segja fatta ég ekki menn sem standa að aðgerð- um sem þessum. Efnahagsað- gerðirnar leysa ekki vanda sjáv- arútvegsins og valda mér afar miklum vonbrigðum. Þetta er eins og að pissa í vettlinginn sinn til að halda volgu, sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands í samtali við Þjóðviljann. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar sem kynntar voru á Al- þingi í fyrradag til lausnar ma. á vanda sjávarútvegsins þykja rýr- ar og valda sjómönnum miklum vonbrigðum. Sérstaklega í ljósi þess hversu langan tíma stjórnin hefur haft til að möndla með efnahagsráðstafanirnar, og að sögn Óskars er niðurstaðan eins og þegar fjallið tók jóðsótt og fæddi mús. - Það er búið að vísa ákvörðun um nýtt fiskverð til yfimefndar og í ljósi þessara efna- hagsráðstafana munum við ekki gefa neitt eftir við að ná fram við- unandi hækkun á fiskverði," sagði Óskar Vigfússon. -grh Miðvikudagur 8. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.