Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 7
Á laugardaginn var haldin ráð- stefna um börn og menningu í Norræna húsinu á vegum Barna- bókaráðs. Átta erindi voru hald- in, um bókmenntir, leiklist, tón- list, dans, kvikmyndir, myndlist, fjölmiðla og sagnahefðina ís- lensku. Ný öld upplýsinga í erindi um bókmenntir sagði Harpa Hreinsdóttir að ef marka mætti útkomuna 1988 færi fagur- bókmenntum handa börnum fækkandi en fræðibókum fjölg- aði. Þetta er í samræmi við kröfu- na um upplýsingar sem sett er fram á kostnað skilnings, sagði Harpa. Bömin eiga sem fyrst að Iæra að viða að sér gögnum, það þykir merkilegra en að lesa bók- menntir, en reyndar fá börn meiri Iífsskilning úr góðri sögu, auk fræðslu og upplýsinga. Harpa var harðorð í garð gagnrýnenda á dagblöðum, fannst engin bókmenntagrein njóta eins lítillar virðingar og bamabækur. Þær væru spyrtar saman eftir ýmsum reglum, meintum aldri lesenda, forlagi og jafnvel skyldleika höfunda, og þeim væri sleppt í yfirlitsgreinum um bókauppskeruna. Fyrirlesara fannst nær að fjalla ekkert um barnabækur en gera það með hangandi hendi. Ásdís Skúladóttir sagði að börn væru sólgin í að horfa á og upplifa leiklist, það hefði leiksmiðja Leikfélagsins sýnt sl. vor og aðsóknin að Þjóðminja- safninu í desember þegar jóla- sveinarnir komu í heimsókn þangað. „Börnin koma þegar boðið er upp á eitthvað gott.“ Móðir listanna Börn fara að tjá sig með hreyf- ingum mjög ung, sagði Ingibjörg Björnsdóttir skólastjóri. Maður- inn skapar með líkamanum áður en hann fer að nota efni til að skapa með, dansinn er móðir list- anna. Dansarnir við ýmsa barna- leiki sem vinsælir voru áður en fjölmiðlarnir gerðu börn stillt og óvirk eru ævafornir, sporin má rekja allt aftur til forn-Grikkja. Það er ekkert vit að mati Ingi- bjargar að kenna litlum bömum, 3-5 ára, flókna samkvæmisdansa. Þau eiga að fá að skynja tónlist og hreyfa sig frjálst eftir henni áður en farið er að aga þau skipulega. Ólík aðstaöa Fólk hugsar aldrei skapandi ef það fær ekki að vinna að frjálsri sköpun í bernsku og æsku, sagði Kristín Hildur Ólafsdóttir mynd- menntakennari. Þómnn Björns- dóttir tónlistarkennari sagði skemmtileg dæmi þess að börn þyldu stóra skammta af list áður en þau misstu lystina. En skólar Miðvikudagur ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7 MENNING Böm vilja menningu Vilborg Dagbjartsdóttir: Við eigum að leggja snemma grundvöllinn að mannskilningi barna með því að tala við þau, lesa fyrir þau og hlusta á þau. GuðrúnÁgústsdóttir: alhliða listauppeldi inn í skólana þaðan, mamma sagði þjóðsögur og ævintýri frá heimaslóðum, pabbi sagði frá fólki sem hann hafði kynnst eða hitt, bræðurnir sögðu sögur af svaðilförum á rjúpnaveiðum og við fiskveiðar, systumar drukku í sig þulur, gát- ur og sögur. Vilborg sagði að það væri mik- ils um vert að leggja snemma grundvöllinn að mannskilningi barna með því að segja þeim frá, tala við þau, lesa fyrir þau og hlusta svo á þau, leyfa þeim að segja ævintýri úr sínum samtíma. Þegar menn fyrir austan töluðu um að vanda mál sitt þýddi það að segja rétt frá, sagði Vilborg. Það var hin eina sanna málvönd- un. SA Þríþætt bylting Þorbjöm Broddason fjallaði um fjölmiðla sem áhrifaríkan og mótandi þátt í tilveru nútíma- fólks og talaði um þrjár byltingar í fjölmiðlanotkun og -neyslu: sjónvarpið, hljóðsnælduna og myndbandið. Mikil breyting varð á lífi ung- menna þegar hljóðsnældurnar eða kasettutækin komu. Þau gerðu þeim kleift að velja eigin tónlist til að hlusta á, setja hana saman að vild og hlusta í friði. Þetta varð sjálfsuppeldi unglinga í tónlist sem þau fengu litla að- stoð við. Þegar myndböndin gerðu innrás sína, snögga og óvænta og með gullgrafarabrag, höfðu þau svipuð áhrif á sjón- varpsnotkun. Fólk gat allt í einu ákveðið sjálft hvað það vildi horfa á og hvenær. Þetta frelsi notfæra unglingar sér í vaxandi mæli, enda hafa þeir reynsluna af hljóðsnældunum. Þeir kunna að búa til eigin dagskrár. Samband milli bóklesturs og sjónvarps- og myndbandanotk- unar er greinilegt, sagði Þor- björn. Sjónvarpsnotkun vex úr 13 klukkustundum á viku 1979 í 16 1985 og 27 árið 1988. Á sama tíma fækkar bókum úr 6,9 á mán- uði 1979 í 4,4 1985 og 3,7 1988. Við höfum æ meira vald yfir fjölmiðlanotkun okkar, þó að aldrei verði það meira en mark- aðurinn leyfir, sagði Þorbjörn. En miklu sjónvarpsglápi fylgir doði. Við rífum í okkur kvöld- matinn meðan fólk er að deyja úr hungri á skjánum. Athuganir sýna að sjónvarp breytir ekki mótuðum skoðunum fólks, en gleymum því ekki að það mótar skoðanalaus börn. Það besta síöast Síðasti fyrirlesarinn var Vil- borg Dagbjartsdóttir skáld sem sagði frá íslenskri sagnahefð með því að lýsa með frásögnum og dæmum aðstæðunum sem hún ólst upp við á Austurlandi. Á stóru heimili varð náttúruleg verkaskipting milli fólks um það sem það sagði börnum. Amma að norðan kunni kvæði og ljóð, amma og afi frá Suðausturlandi og Vestmannaeyjum sögðu sögur sinna skapandi listum af vanefn- um og fólk hefur vægast sagt mjög mismunandi aðstöðu til að senda börnin sín í sérskóla til að læra að leika á hljóðfæri, teikna, syngja, dansa, leika. Maður þarf að hafa peninga, sagði Ásdís Skúladóttir, líka tíma og helst eigin bíl, og það er erfítt að vera einn með barn sem þarf að kom- ast langt í sérskóla. Því má bæta við að fólk má ekki búa langt utan þéttbýlis. Guðrún Ágústsdóttir, fulltrúi menntamálaráðherra, sagði að skapandi listir þyrftu að verða hluti af venjulegu skólastarfi, til að tryggt yrði að öll börn hefðu sömu aðstöðu til námsins. Skól- arnir yrðu að sjá börnum fyrir al- hliða listauppeldi, og þá væri einnig átt við forskóla, barnahei- mili og leikskóla. Ein af myndum Brians Pilkingtons á sýningunni í Norræna húsinu. Barnabækur Komast þær ekki til barna? Ritstjóri þeirrar deildar hjá Penguinbókum sem sér um Puff- inbækurnar handa börnum skrif- ar grein í nýjasta hefti Bookseller og kvartar undan því að bóksalar standi sig illa við að selja barna- bækur. Barnadeildir bókabúða séu í kjallaranum þangað sem erfitt er að komast með kerrur, viðvaningar séu settir í af- greiðslustörf þar og „færðir upp“ þegar þeir hafi öðlast reynslu, og meðan þeir séu við störf í þessum deildum lesi þeir sér lítið til um fagið. Þrátt fyrir þetta varð mikil söluaukning hjá Puffinbókum, en hún varð ekki í venjulegum bókabúðum heldur í skólabóka- búðum. í Bretlandi eru víða í grunnskólum litlar bóksölur, stundum bara söluborð sem sett er upp á gangi einu sinni eða tvisvar í viku, þar sem börnin geta keypt gamlar og nýjar barnabækur. Þetta er stundum „fornsala“ líka því krakkarnir leggja inn gamlar bækur og fá nýjar í staðinn, og mikill fjöldi nýrra lesenda verður til sem þess- ar bóksölur geta aldrei sinnt til fulls. Samt verður ekki söluaukning í venjulegum bókaverslunum og Liz Attenborough giskar á að það stafi af lágu verði barnabóka. Verslunarmenn telji sér ekki hag að því að gera barnabókum hátt undir höfði og halda þeim fram. Þetta sé slæmt vegna þess að áhugi á barnabókum hafi aldrei verið meiri meðal barna. „Hér er blómstrandi barnabókaútgáfa og geysilegur fjöldi áhugasamra les- enda, en á milli er gjá áhugalítilla bóksala svo að þessir tveir aðilar ná alltof sjaldan saman.“ Liz spyr hvort lausnin sé að hækka verð á barnabókum. Við metum hluti eftir því hvað þeir kosta og lágt verð á barnabókum miðað við verð á bókum handa fullorðnum er lýsandi dæmi um lágt mat á börnum og því sem þau varðar í samfélagi okkar, og kannski lágt mat á bókum líka, til dæmis í samanburði við leikföng. Þessu má breyta með sameigin- legu átaki útgefenda og bóksala til að hækka gengi barnabóka. SA Ný ljóðabók Upphafið Bjami Bjamason hefur sent frá sér ljóðabókina Upphafið, sína fyrstu bók. Hún geymir 36 ljóð á 66 blaðsíðum og er gefin út í 100 tölusettum eintökum. Skólasöfn Mette Newth fékk verðlaunin Samband skólasafnakennara á Norðurlöndum hefur veitt barna- bókaverðlaun árlega síðan 1984. Nú síðast hlaut þau norski rit- höfundurinn Mette Newth fyrir skáldsögu sína „Bortförelsen“. Mette er fædd 1942 og hefur skrifað og myndskreytt fjölda bóka handa börnum en verð- launabókin er saga handa ung- lingum. Hún gerist fyrr á öldum og fjallar um tvo Inúíta, dreng og stúlku, sem eru flutt nauðug til Noregs. Sagan kemur út á ís- lensku hjá Iðunni í haust. Ferðafélag íslands Myndir frá Breiðafjarðar- eyjum Næsta Árbók F.í. fjallar um Breiðafjarðareyjar og í kvöld, 8. febrúar, verður myndakvöld í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, þar sem Grétar Eiríksson segir frá ferðum sínum um eyjamar í sumar og sýnir myndir. Ennfrem- ur verður fyrsta sumarleyfisferð- in í ár skipulögð um Breiðafjarð- areyjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.