Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 11
Þjóðviljinn
— Frá lesendum
Síðumúla 6
108 Reykjavík
'*
er þjjóðar-
nauðsyn
Það er margt skrýtið í kýr-
hausnum, sagði kerlingin. Eins
og alþjóð veit, var ráðist af mikilli
heift á dagskrárþáttinn Þjóðar-
sálina, þann 21. feb.Árásaraðil-
inn var - haldið ykkur nú, enginn
annar en málgagn alþýðunnar,
Þjóðviljinn! Ekki er nóg að fólk
sem hringir í Þjóðarsálina eigi að
vera leiðindafólk sem enginn
nennir að hlusta á, heldur
heimskt og fákunnandi, jafnvel
öryrkjar og karlægt fólk! Ég vona
bara að Guð verði góður við
Guðmund Andra og geri aldrei
úr honum aumingja karlægan
karl að ég nefni nú ekki öryrkja!
Hin djúpa vanmetakennd mín,
fyrir að frábiðja mér skræka tölv-
umúsík og annað þessháttar, má
liggja hérna milli hluta. Það var
naumast að það fór fyrir hjartað á
manninum að almenningur vog-
aði sér að láta uppi sína vanþókn-
un og yfir höfuð vera nokkuð að
hafa fyrir því að gagnrýna
eitthvað sem það hefur ekki vit
á!... Annars er það á hans mæli-
kvarða þetta vit, sem meirihluti
þjóðarinnar virðist gersneyddur!
Svo við hverfum nú frá þessari
yfirgengilegu háfleygu, hátt upp
yfir sauðsvartan almúgann hafinn
menningarviðburð, og snúum
'okkur að því sem máli skiptir í
þessu sambandi, þá finnst mér
undarlegt í meira lagi ef að fólk
má ekki viðra sínar skoðanir um
eitt eða neitt án þess að vera
brennimerktur sem nöldrari,
heimóttungur. Höfundurinn
sjálfur, að þessari umdeildu ný-
list sýndi engan slíkan ruddaskap
í útvarpsþættinum. Og sýndi þar
með alþjóð að hann var ekki með
neina minnimáttarkennd
gagnvart sínum verkum. Van-
metakenndin sem kemur fram í
hroka og oflæti Guðmundar
Andra er ekki nýlistinni í neinu
formi til gagns.
Ég var ein af þeim sem hringdi í
þennan þátt. Einn aulinn til, í
Aulaþættinum. Var mín ástæða
sú, að ég var að mótmæla einmitt
þessari áráttu margra hér á landi
að stimpla fólk fyrir að gagnrýna
það sem þeim finnst miður fara.
Ekki er það til þess að ýta undir
það, að fólk beri hönd fyrir höfuð
sér, að það fái það á sig að þeir
séu sér og öðrum til athlægis ef
þeirra skoðanir eru ekki þær
sömu og fjölmiðlamanns.
Engar leiðbeiningar
Til dæmis má nefna hér að það
fylgja engar leiðbeiningar lyfjum
í þessu landi. Jafnvel ekki þær
sem öðrum þjóðum er gert skylt
að láta fylgja sínum lyfjum á
tungumálum þeirra, þessu er
hent hér! Nú, af hverju haldið þið
að það sé gert? Eftir sérfræðingi
hér í útvarpi að dæma er það
vegna þess að þessar leiðbeining-
ar eru m.a. á arabísku og íslend-
ingar skilja ekki það mál! Meir að
segja Arabar sýna þegnum sínum
þá virðingu að láta upplýsingar
um lyf fylgja því! Þessar
leiðbeiningar eru líka á ensku,
þýsku, dönsku og spönsku... En
nei, ekki aldeilis fyrir íslendinga.
Þeir þurfa ekkert um það að vita
að ekki má drekka vín ofaní sum
meðöl og ekki má taka sum með-
öl saman. Þetta er hrein lífsnauð-
syn oft úti á landi.
Sérfræðingurinn ráðlagði fífl-
unum að glugga í doðrant sem
lægi fyrir í apótekum á meðan
þau biðu eftir lyfinu! Ég sé nú
fólk í anda, gamalt eða hrædda
^•^.^J^MWÍS?"'
I DAG ^
Starfsmenn Dægurmáladeildar
horf þjóðarinnar.
foreldra leitandi að einhverju lyfi
í slíkri bók og skrifandi upp var-
úðarreglurnar sem gilda með
flestum lyfjum og á að vera sjálf-
sagður hluti af pakkningunni í
öllum löndum heims! Hér aftur
er fólk vænt um heimsku og að
þetta bara komi því ekkert við!
Þessum yfirgengilega hroka ráð-
andi manna verður að linna áður
en verra hlýst af. Þetta er ekkert
nema mannfyrirlitning. Þess
vegna finnst mér það vera há-
mark lýðræðis á íslandi að hafa
þennan þátt í útvarpinu og bið
fólk um að láta ekki þagga niður í
sínum mjög svo áríðandi málefn-
um og hræða sig til þagnar og
kúgunar með niðurlægjandi
stimplum. Ef þessi þáttur fer í
taugarnar á stjórnmálamönnum
og öðrum ráðamönnum, þá því
betra! Þeir þurf a að bera ábyrgð á
sínum gjörðum engu síður en
aðrir þegnar þessa lands.
Fólkið á að ráða
Það er fólkið í landinu sem
ræður! Það er fólkið í landinu
sem er ekkert hrifið af því að líf-
eyrissjóðaráðamenn eru að
braska með 60 miljarða af þeirra
fé og okra á lánum til þess fólks
sem á þessa peninga til þess að
byrja með. Að lífeyrissjóðirnir
skuli vera að fara í mál útaf því að
fá ekki að okra nóg er til
skammar! Jafn mikið til skammar
og að gamalt fólk sem ekki á stór-
hýsi til skiptanna, ber skarðan
hlut frá borði þegar um þjónustu-
íbúðir aldraðra er að ræða. Þetta
fólk má híma aleitt og yfirgefið í
kjallaraholum borgarinnar á
meðan ráðhús og skoppara-
kringlur rísa og lífeyrissjóðirnir
þeirra velta sér í peningum í allra
handa braski. Þetta gamla fólk á
betra skilið en vera hæðst að, ef
það vogar sér að kvarta yfir sín-
um kjörum. En á meðan eru út-
hlutaðir styrkir í nýlist og þetta
fólk er kallað nöldrarar.
Dóttir mín á fiðlu. Hvernig
mundi fólki líka það ef ég, í nafni
réttlátrar samkeppni, heimtaði
að garga á þessa fiðlu í útvarp og
móðgaðist bara ef fólk tæki þetta
ekki með þökkum? Eða þá að ég
setti tvær rúllur af heimilispappír
á borð og færi með það í sjón-
varpið með mikla list, hátt yfir
alla gagnrýni hafna? Og réttlætti
þetta svo með því að ég hefði
hangið í frægum listaskóla í
Timbuktu! Nei, ég áskil mér og
öðrum rétt til gagnrýni án þess að
vera svipt ærunni fyrir! Nú, í
Rúv á faraldsfæti að kanna við-
fyrsta skipti á f slandi verður þetta
stóra fólk að bíta í það súra epli
að verða að standa fyrir sínu máli
og hlusta, ef það kærir sig um, á
almenningsálitið í landinu.
Það sem komið hefur fram í
Þjóðarsálinni er þetta: Fólk vill
ekki að ísland sé notað sem her-
hreiður, fólk vill byggja sína eigin
flugvelli. Fólk vill ekki að aðrar
þjóðir séu að skipta sér af innan-
ríkismálum landsins, nóg er nú
samt! Fólk erþreytt á einskisnýtu
(bruðli á allar hliðar. Og fólk vill
fá að lifa mannsæmandi lífi í sínu
eigi landi. Og þrýstingur almenn-
ings er sterkur, almenningur í
Bandaríkjunum stöðvaði Víet-
Nam-stríðið! Og á meðan einn
öryrki í þessu landi á ekki fyrir
mat og á meðan fólk deyr aleitt í
skúmaskotum Reykjavíkur, á
meðan aðrir dansa í kring um
gullkálfinn, á þáttur eins og Þjóð-
arsálin fullan rétt á sér. Ekki bara
það, hann er oft eina tólið sem
fólk á til, svo í því heyrist, og eiga
aðstandendur þessa þáttar allar
þakkir skilið fyrir að þora að vera
með lýðræðis- og jafnréttisþátt
sem þennan. Annað eins hefur
aldrei heyrst í þessu landi!
Áfram, Þjóðarsál!
Svana R. Guðmundsdóttir
Fjarðargötu 6
Þingeyri
Stöndum vörð
um Þjóðviljann
Vegna frétta af slæmri stöðu
Þjóðviljans og hugmyndum um
að draga saman seglin og minnka
blaðið vil ég hvetja alla velunnara
blaðsins til að standa vörð um
það.
Mér verður hugsað til hina lífs-
eigu, stríðöldu dagablaða auð-
valdsins - ævintýrablaðanna. Al-
þýðan verður að eiga voldugt
málgagn. Ef vel á að vera á blað
alþýðunnar að skipa æðsta sess
íslenskra dagblaða, því verka-
maðurinn er grundvöllur þjóðfé-
lagsins, sá sem brauðfæðir fólkið
í landinu.
Ég vil hvetja alla alþýðu þessa
blessaða lands til að taka höndum
saman um að efla málgagn sitt
Þjóðviljann og hvet einnig áskrif-
endur til að safna fleiri áskrifend-
um. Þjóðviljinn verður að vaxa
og bera ávöxt. Við þörfnumst
Þjóðviljans, málgagns sósíal-
isma, þjóðfrelsis og verkalýðs-
hreyfingar.
Einar Ingvi Magnússon
Skin og
ii«
/ Skuggabjörgum skollar eiga bæli
og skuggabaldrar lifa þar í náðum,
þar okrararnir eiga tryggast hæli
með útsmognum og grimmdarlegum ráðum.
Þar fleipra menn um fjármagnskostnað mikinn
en fást ei til að minnast neitt á okrið,
sem veldur því, að sérhver þykist svikinn
í samskiptum við aurasálarhokrið.
Þar búa menn til gildrur fyrir grannann
og grafa undan hrekkjalausum mónnum,
og ósómann þeir telja sóma sannan
og svíkja jafnt og þétt í dagsins önnum.
Upp nú rísi íslands þjóð í vanda
gegn okrurum og leiðu flærðardóti
og urði bráðast þessa fúlu fjanda,
þá fá þeir aldrei litið sólu móti.
En sólin skíni björt á frónið fríða
og fagurt mannlíf blómstri hér um síðir.
Megi ei lengi þuría þess að bíða
að þroska nái landsins æskulýðir. HG
þJOÐVILJINN
FYRIR50ÁRUM
Friður Chamberlains. Tékkó-
slóvakía innlimuð í Þýzkaland.
Þýzki herinn veður yf ir landið og
setur upp fasistiska harðsfjórn.
— Ungverskur her tekur Rúthen-
íu herskildi. Stjórnir Frakklands
og Bretlands er ábyrgð tóku á
landamærumTékkóslóvakíu, í
vitorði með Hitler.
16.MARS
fimmtudagur (tuttugustu og
fyrstu viku vetrar, tuttugasti og
sjötti dagurgóu, 75. dagurárs-
ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl.
7.43 en sest kl. 19.32. Tungl vax-
andiáöðmkvartili.
VIÐBURÐIR
Gvendardagur (dáinn Guðmund-
urbiskup Arason 1237). Fædd
Nína Tryggvadóttir málari 1913.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöavikuna
10.-16. mars er í Laugarnesapóteki og
IngólfsApóteki.
Fyrrnof nda apótekiö er opiö um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Sí&arnefnda apótekiö er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur......................sími 4 12 00
Settj.nes.........................simi 1 84 55
Hafnarfj..........................simi 5 11 66
Garðabær.......................simi 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabilar:
Reykjavík.......................sími 1 11 00
Kópavogur......................sími 1 11 00
Seltj.nes.........................sími 1 11 00
Hafnarfj..........................sími 5 11 00
Garðabær.......................sími 5 11 00
LÆKNAR
Lœknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjar narnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dogum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir f síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafaheimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Haf narf jöröur: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Koflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJUKRAHUS
Heirnsoknartímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspitall: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Bamadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspitali Hafnarf irði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spftalinn:alladaga15-16og 18.30-19.
Sjúkrahúslð Akureyri: alladaga 15-16
og 19.19.30. Sjúkrahúsið
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alladaga 15.30-16 og 19-19.30.Sjúkra-
húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum.Sími 687075.
MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagaf rá
kl. 10-14. Sími688800.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími 21500, símsvari.
Sjálf sh jálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari.
Uppl ýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing
ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjaf arsíma félags lesbia og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Símsvari áöðrum timum. Síminn er
91-28539.
Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim-
um, Sigtúni 3, aíla þriðjudaga, fimmtudaga
ogsunnudagakl. 14.00.
Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s.
27311. Rafmagnsveita bilanavakts.
686230.
Vinnuhópu r um sifjaspellamál. Simi
21260 alla virka daga kl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 áfimmtudagskvöldum.
„Opið hús" krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimnrrtudogumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand-
ann vilja styðja við smitaða og sjúka og
aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -
224400 alla virka daga.
GENGIÐ
Gengisskráning 15. mars 1989 kl.
9.15.
Sala
Bandaríkjadollar.............. 52,64000
Sterlingspund.................. 90,88600
Kanadadollar................... 44,03000
Dönskkróna.................... 7,25320
Norskkróna..................... 7,77150
Sænskkróna................... 8,26110
Finnsktmark................... 12,13180
Franskurfranki................ 8,34560
Belgískur,ranki................ 1,35090
Svissn.franki................... 33,02070
Holl.gyllini....................... 25,06670
V.-þýsktmark.................. 28,27370
Itölsklíra.......................... 0,03853
Austurr.sch....................... 4,01940
Portúg. escudo................ 0,34380
Spánskurpeseti............... 0,45440
Japansktyen................... 0,40450
Irsktpund........................ 75,51500
KROSSGATA
I Lárétt:1loga,4róa8
T ..... 2 3 ? 4 t • 7 fastbundið9hótall kvittur12þrep14sýl15 peninga17land19 svefn21 einnig22sál 24bindi25þref Lóðrétt:1ragn2ljá3 myndar 4 totur 5 ellegar 6 spik 7 þátttakendur 10 kjökrar 13 erf iða 16 þylgja17hvíldi18kúga 20 morar 23 umdæmis-stafir Lausnásiðustu krossgótu Lárétt:1sýta4móka8
# ¦
• 10 • 11
12 - 12 # 14 •
# m 1B 1« •
if^ r*T. # ie 20 aðfalls 9 rögg 11 smáa 12oflæti14mn15týra 17gufan19rám21agi ,22auði24samt25 mana Lóðrétt: 1 skro2tagl3
21 # 22 SST #
2« • 2« - ¦ aðgæta 4 masir 5 ólm 6 klám7asanum10
17gas18fim20áin23 um
Fimmtudagur 16. mars 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11