Þjóðviljinn - 29.03.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Side 1
Miðvikudagur 29. mars 1989 59. tölublað 54. árgangur Herœfingar „Móðgun við lslendinga“ Viðamesta herœfing Bandaríkjahers á íslandi á að hefjastáþjóðhátíðardaginn 17.júní. SteingrímurHermannsson: Tímaskekkja. ÓlafurRagnar Grímsson: Móðgun viðlslendinga. Jón Baldvin hefur ekki veitt leyfi til œfingarinnar Sérstök íslandsdeild banda- ríska landhersins, ARICE, hefur á síðastliðnu ári undirbúið umfangsmestu hcræfingu sem Bandaríkjaher hefur haldið hér á landi og kynnt hana í tímariti er- lendis. Leyfi til æfingarinnar hef- ur ekki verið veitt í utanríkis- ráðuneytinu. Æfingin, sem ber heitið „Nor- ræni víkingurinn ‘89“, á að hefj- ast 17. júní og standa í tvær vikur. Ráðgert er að hingað komi á ann- að þúsund hermenn með fullum búnaði og taki þátt í samhæfðri æfingu landvarna, loftvarna og sjóvarna. Kapteinn Nelson, blaðafulltrúi heræfingarinnar. staðfesti í samtali við Jón Ásgeir Sigurðsson fréttaritara Ríkisút- varpsins, að fyrirhugað væri að hefja æfinguna á þjóðhátíðardegi íslendinga. Ráðherrar Alþýðubandalags- ins mótmæltu á ríkisstjórnarfundi í gær þessum áformum, og ljóst er að aðrir ráðherrar eru lítt hrifnir. Utanríkisráðherra sagði þó í sjónvarpsfréttum í gær að heræf- ingarnar væru minniháttar og venjulegar, en í samtali við Þjóð- viljann sagði forsætisráðherra að æfingarnar væru „algjör tíma- skekkja" sem ekki þjónaði „neinum tilgangi á tíma slökunar í heiminum". „Það er hrein móðgun við ís- lendinga af Bandaríkjaher að til- kynna að hér á landi eigi að fara fram umfangsmestu heræfingar í sögu hernámsins og að þær eigi í þokkabót að hefjast á þjóðhátíð- ardaginn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson við Þjóðviljann í gær. Sjá síðu 3 og leiðara -óig/ks. Kjarasamningarnir Ríkið á næsta leik Beðið eftirskýrari línurn milli ríkisins og BSRB. Ríkið íhugar1500—2500 króna flata launahœkkun handaBSRB. Ögmundurjón- asson: Óraunsœi og vanþekking á stöðu heimil- anna. Minni kauphœkkun til umrœðu í VMSÍ Samninganefndir ASÍ og VSÍ komust að þeirri niðurstöðu að réttast væri að bíða með frek- Hafskipsmálið Þingfesting 17. apríl Sverrir Einarsson saka- dómari: Kæmi mér ekki á óvart þótt málsmeðferð og yfirheyrslur byrjuðu ekki fyrr en í september Hafskipsmálið svokallaða verður þingfest í Sakadómi Reykjavíkur þann 17. apríl. Þá verða málsskjöl lögð fram og sak- borningum birtar ákærur fyrir dómi, sem reyndar hafa birst frá sérstökum ríkissaksóknara, Jónatan Þórmundssyni, fyrir all nokkru. Sverrir Einarsson, for- seti dómsins segir hins vegar að Ijóst sé að það geti dregist fram í september að málsmeðferð byrji fyrir alvöru. „Ég hef ekki haft þetta mál nema rétt í hálfan mánuð og þetta eru 6000 síður í 25 bindum. Það segir sig sjálft að það tekur tíma fyrir okkur að lesa í gegnum þetta. Ég treysti mér ekki til að segja um hversu langan tíma ég þarf til þess, en ég er hræddur um að málið fari ekki á fullt fyrr en nokkuð löngu eftir 17. apríl. Svo fara sumarfrí að byrja þannig að það kæmi mér ekkert á óvart þótt það yrði komið fram í september þegar málsmeðferð kemst á fulla ferð, án þess að ég vilji nokkuð fullyrða um það,“ sagði Sverrir Einarsson. Meðdómendur Sverr- is í málinu eru þau Ingibjörg Ben- ediktsdóttir og Arngrímur ís- berg. -phh ari viðræður sín á milii þar til línur hefðu skýrst í samningavið- ræðum opinberra starfsmanna og ríkisins, og er staðan mjög óljós. Forysta BSRB tekur mjög illa hugmyndum ríkisins um gagntilboð, en heimildir Þjóðvilj- ans herma að innan VMSÍ íhugi áhrifamenn að sætta sig við lægri krónutölu en BSRB ræðir um gegn því meðal annars að ríkis- stjórnin lofi að standa gegn kröf- um atvinnurekenda um meiri- háttar gengisfellingu. í hugmyndum SFR sem Starfs- mannafélag ríkisstofnana hefur lagt fram er gert ráð fyrir að lág- markslaun félaga verði 50 þúsund krónur og að flöt krónutölu- hækkun upp á 6500 krónur komi á öll laun. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans þýðir þetta meðal- hækkun launa hjá SFR um 13,1%. Már Guðmundsson efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra staðfesti hins vegar í samtali við Þjóðviljann að ríkið íhugaði mót- tilboð um flata krónutöluhækkun á bilinu 1500-2000 krónur. Ög- mundur, Jónasson, formaður BSRB sagði í samtali við Þjóð- viljann að þessi hugmynd lýsti „botnlausu óraunsæi og van- þekkingu á stöðu heimilanna.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að veruleg hreyfing hefði verið á viðræðum hjá opin- berum starfsmönnum um páska- helgina, enda hefðu þeir verið með lausa samninga í einn og hálfan mánuð. Samningar helstu félaga ASÍ yrðu hins vegar ekki lausir fyrr en eftir hálfan mánuð. „Ég geri ekki ráð fyrir því að okk- ar gagnaðilar muni gera okkur mikil tilboð meðan staðan er svona óljós og tel að því muni lítið þokast í okkar viðræðum fyrr en staðan skýrist á vettvangi op- inberra starfsmanna, en það ætti Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari á rökstólum með Karvel Pálmasyni í Borgartúninu í gær. Fundahöldum þar hefur nú verið frestað þangað til tíðindi berast af vígstöðvum opinberra starfsmanna. (Mynd: Jim) ekki una því ef bjóða ætti upp á ' semstaðaníkjaramálunumverð- hins vegar að skýrast á næstu tveimur eða þremur dögum“ sagði Ásmundur. Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bands Samvinnufélaga sagði stöðuna einfalda: „Við höfum ekkert að bjóða og ASÍ veit það. Við höfum gengið út frá 4-5% verðbólgustigi í okkar viðræðum en þær hækkanir sem BSRB er að tala um þýða verðbólgu upp á 20- 30%. Því verðum við að bíða og sjá hvað ríkið og BSRB semja um svo að við getum tekið mið af því.“ Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB sagði að fólk mundi 1500-2500 króna launahækkanir. „Það hafa orðið verulegar verð- hækkanir að undanförnu og það lýsir botnlausu óraunsæi að bjóða upp á þetta. Ef þetta verður eina tilboðið frá ríkinu er hætt við að fljótlega komi annað og harðara hljóð í strokkinn, því ég á ekki von á að nokkurt félag muni sam- þykkja svona hugmyndir." Sagði Ógmundur að hugmyndum um skammtímasamninga og flata krónutöluhækkun hefði verið tekið all vel í flestum félögum og ekkert félag hefði lagst beint gegn þeim. Á fimmtudag verður bandalagsráðstefna BSRB þar ur á dagskrá. Samningamálin virðast því komin í hnút og eins og oft vill verða eru aðilar farnir að halda að sér höndum til að sjá hver framvindan verði hjá öðrum. Hugleiðingar ríkisins um 1500 króna tilboð gengur greinilega illa í BSRB og á meðan bíða ASÍ og VSÍ. Það á einnig eftir að skipta BHMR-félögin verulegu máli hvort aðrir hafi samið áður en til verkfalls BHMR kemur 6. apríl. Samninganefndir BHMR og ríkisins hittust í gærkvöldi en fyrir fundinn áttu fulltrúar BHMR ekki von á stórtíðindum. phh/-m Sterling Airways Flugráð á móti flugleyfi Steingrímur J. Sigfússon: Hef ekkifengiðformlega niðurstöðuflugráðs, en erfitt fyrir mig að standa gegn niðurstöðu flugráðs og flugmálastjórnar Prátt fyrir heilsíðuauglýsingar um orlofsferðir samtaka launafólks á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar með flugfé- laginu Sterling Airways hefur fé- lagið enn ekki fengið flugleyfi á leiðinni Reykjavík- Kaupmannahöfn og nú hefur flugráð lagst gegn því að það leyfi verði veitt. Endanleg ákvörðun um fluglcyfi er hins vcgar í hönd- um Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra og sagði hann að enn hefði sér ekki borist form- leg niðurstaða flugráðs. Honum kæmi hins vegar ekki á óvart ef flugráðið legðist gegn þessari leyfisveitingu, þar sem lög og reglugerðir heimiluðu að leyfisumsókn til leiguflugs væri synjað ef áætlunarflug væri á sömu leið og sætaframboð nægi- legt og hefðin væri sú að það væri gert. Steingrímur sagði að hann gæti ekki sagt til um á þessu stigi máls- ins hver ákvörðun hans varðandi Sterling Airways yrði, en það væri ljóst að hann ætti nokkuð erfitt með að standa gegn niður- stöðu flugráðs og flugmálastjórn- ar, ef þeir aðilar væru sammála. Það er ljóst að verði Sterling Airways synjað um flugleyfi á þessari Ieið setur það strik í reikninginn um orlofsferðir sam- taka launafólks. Þá virðast sam- tökum launamanna ekki settir aðrir kostir en þeir að semja við Flugleiðir, eigi að fljúga til Kaupmannahafnar á annað borð. Gæti það orðið erfiður biti að kyngja fyrir samtök launamanna, sem öll hafa lýst yfir að þau muni ekki skipta við Flugleiðir á með- an á deilu fyrirtækisins við Versl- unarmannafélag Suðurnesja stendur fyrir dómstólum. -phh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.