Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 3
Albvðubanki oz Verslunarbanki Sanieining kostar ASI300 miljónr Alþýðubanki setur skilyrði umjafnrétti bankanna. Verslunarbanki seturskilyrði um að eigið fé bankanna verði jafnmikið og að Alþýðubanki afliþess á innlendum markaði. Alþýðubanki í óformlegum viðrœðum við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina Þrátt fyrir fréttir ákveðinna fjölmiðla þess efnis að upp úr við- ræðum Alþýðubanka og Verslun- arbanka um sameiningu hafi slitnað, er staðreyndin önnur. Enn er mikill áhugi á sameiningu innan beggja þessara banka og sagði Gísli V. Einarsson, formað- ur bankaráðs Verslunarbankans í viðtali við Þjóðviljann að þessi möguleiki yrði fullreyndur áður en aðrir kostir yrðu teknir tU at- hugunar. Áreiðanlegar heimUdir Þjóðviljans herma að Alþýðu- bankamenn séu þegar farnir að þreifa fyrir sér, þó á óformlegan hátt sé, um hvort verkalýðshreyf- ingin og lífeyrissjóðir henni tengdir séu tUbúnir að styrkja Al- þýðubankann vegna yfirvofandi sameiningar og að undirtektir hafi almennt verið jákvæðar. Verslunarbanki hefur sett Al- þýðubankamönnum ákveðin skilyrði ef af sameingu á að verða og segja að að þeim uppfylltum sé ekkert því til fyrirstöðu að ganga til viðræðna við ríkið um kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka. Heimildir Þjóðviljans í Alþýðu- banka segja að ef undirtektir verkalýðshreyfingar séu já- kvæðar um styrkingu bankans og ef Verslunarbanki setji ekki skil- yrði um að hann verði stærri að- ilinn í sameinuðum banka, þá sé bjart um framhaldið. Eftir því sem Þjóðviljinn hefur fregnað er útlit fyrir að öllum helstu skiiyrð- um verði fullnægt af beggja hálfu og spurningin snúi fyrst og fremst að verkalýðshreyfingunni með framreiðslu fjár og lífeyrtesjóð- anna með lánafyrirgreiðslu. „Það má segja að boltinn sé hjá Alþýðubankamönnum. Síðast þegar við töluðum saman voru nokkur atriði sem þeir ætluðu að taka afstöðu tiKog skoða. Það fer því eftir þeirra viðbrögðum hvernig þetta æxlast en við ætlum að skoða þennan möguleika að fullu áður en við snúum okkur að öðru,“ sagði Gísli V. Einarsson, formaður bankaráðs Versiunar- bankans í samtali við Þjóðviljann í gær. Gísli sagði að það sem allt snerist um og væri útgangspunkt- urinn í þessum viðræðum, væri kaup á hlutabréfum ríkisins í Út- vegsbankanum. „Við viljum kaupa öll bréf ríkissjóðs í Útvegs- bankanum því við viljum ekkert ríkisapparat á okkur.“ „Alþýðubankinn hefur gert það að skilyrði að gengið sé til þessara viðræðna á jafnréttis- grundvelii og þá vantar þama upp á eigið fé í Aiþýðubankan- um, sennilega um 300 miljónir til að nefna einhverja tölu. Því kom upp hugmyndin um samstarf er- lendra banka við Alþýðubank- ann en við gerðum það að skilyrði að það yrðu engir erlendir bankar í þessu dæmi. Við viljum að Al- þýðubankinn afli þess hlutafjár sem vantar á innlendum markaði og teljum að það sé vel hægt, sé vilji fyrir hendi,“ sagði Gísli. Hann sagði að ákveðinn ótti væri meðal hluthafa Verslunar- bankans um að ef erlendur banki kæmi í spilið þá næði hann ein- hvers konar oddaaðstöðu „og það vilja menn ekki. En ef menn koma sér niður á sanngjarnar og ákveðnar matsreglur þá hef ég engar áhyggjur af þessu" Um viðræður Verslunarbanka og Iðnaðarbanka sagði Gísli að þær hefðu verið í gangi af og til lengi og menn myndu hittast bráðlega til að skiptast á skoðun- um. Iðnaðarbankamenn hefðu opinberað einhverja dagsetningu á þeim fundi, en enn sem komið væri hefði ekki verið fallist á hana af hendi Verslunarbankans. En fyrst yrði fullreynt á könnunar- viðræður Alþýðu- og Verslunar- banka. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans líta Alþýðubankamenn varla á það sem skilyrði af hálfu Verslunarbankans að aukins hlutafjár verði leitað innanlands, þar sem Alþýðubankinn hafi þeg- ar afskrifað erlenda banka sem þátttakendur í þessum aðgerð- um. Alþýðubankamenn líta hins vegar til eigenda bankans, sem eru fyrst og fremst verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir tengdir þeim. Þá er litið fyrst til verkalýðsfélag- anna sem hlutafjárkaupenda en til lífeyrissjóðanna sem lán- veitenda. Þegar séu farnar af stað mjög óformlegar viðræður milli einstaklinga úr röðum stjórnenda bankans annars vegar og verka- lýðshreyfingunni hins vegar og samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru viðbrögð hinnar síðar- nefndu jákvæð. Eða eins og einn áhrifamaður Alþýðubankameg- inn komst að orði: „Ef Versl- unarbankinn setur ekki sem skil- yrði að vera í meirihluta og verk- lýðshreyfingin treystir sér til að leggja fram þessar 300 miljónir, þá getur þetta orðið." Er reiknað með að fyrir aðal- fund Alþýðubankans sem verður næsta laugardag muni liggja klárt fyrir hvort aðstandendur Alþýð- ubankans eru tilbúnir til þessara hluta eða ekki og þá komi það fram í ályktunum aðalfundarins. í næstu viku þar á eftir hefjist síðan opinberar og formlegar við- ræður milli Verlunar- og Alþýðu- bankans og síðan taki við við- ræður við ríkið um hlutabréfa- kaup í Útvegsbankanum hf. phh |||1 Þröng var á þingi þegar K-byggingin var vígð í gær. Mynd: Jim Smart. Landspítalinn Hátækni í K-byggingunni Fyrsti áfangi K-byggingarinnarformlega tekinn í notkun ígœr. Hýsir nýjan línuhraðal sem markar þáttaskil í geislameðferð krabbameinssjúklinga Ný álma við Landspítalann, hluti svonefndrar K-bygg- ingar, var formlega opnuð í gær að viðstöddu fjölmenni. Hið nýja húsnæði verður lagt undir sn. geislameðferðareiningar Krabbameinsdeildar. Aðeins 2/5 hlutar K-byggingar- innar eru risnir en fullreist á hún að verða sjálft höfuðból Iæknis- listarinnar á íslandi. Eða með orðum Davíðs Gunnarssonar. forstjóra Ríkisspítalanna: „I byggingunni verður miðstöð rannsókna, skurðlækninga, krabbameinslækninga, mynd- greiningatækni, röntgenrann- sókna, gjörgæsíu og annarrar há- tækni læknisfræði. Þar verður í framtíðinni hjarta Landspít- alans.“ Nýr tölvustýrður línuhraðall mun valda straumhvörfum í geislameðferð krabbam- einssjúklinga á íslandi. Aðeins tvö tæki af þessari tegund eru til í Evrópu. Kaupin á tækinu voru að drjúgum hluta fjármögnuð af Lionshreyfingunni á íslandi en oddviti hennar, Svavar Gests, sagði að í útskýringu sem hann fékk á ágæti línuhraðals hefði komið fram að tækið gæti bjargað allt að 50 mannslífum á ári. ks Alþýðubandalagið Ólga kringum Ólaf Miðstjórnarfundur eftir helgi að kröfu 30 félaga um kjaradeilurnar og BHMR-launin Talsverð ólga er komin upp í Alþýðubandalaginu vegna kjara- deilnanna og einkum þeirrar af- stöðu fjármálaráðuneytisins að borga BHMR-félögum ekki laun í væntanlegu verkfalli. Verður miðstjórnarfundur um málið í næstu viku að kröfu um 30 mið- stjórnarmanna. Áskorunin barst skrifstofu flokksins síðdegis í gær og er þar krafist fundar í síðasta lagi þann 5. apríl um afstöðu Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjóm í yfir- standandi kjaradeilum og sér- staklega afstöðu Ólafs R. Gríms- sonar til launagreiðslna BHMR- félaga. Þótt stuttur fyrirvari sé á fund- arboði, munu vera fordæmi fyrir slíku, til dæmis við stjórnarmynd- unina. Samkvæmt flokkslögum dugar undirskrift 20 miðstjórn- arfélaga til þess að miðstjómar- fundur verði haldinn. Svanfríður Jónasdóttir formaður miðstjórn- ar sagði í gærkvöldi að ekki væri ákveðið hvenær fundurinn yrði haldinn, en nefndi þriðjudags- eða miðvikudagskvöld. I fyrrakvöld var samþykkt harðorð yfirlýsing í lok félags- fundar ABR um 30. mars þarsem lýst er þeirri skoðun að afstaða fjármálaráðherra til launa- greiðslna BHMR-félaga „sam- rýmist ekki stefnu og starfshátt- um Alþýðubandalagsins". Krafan um miðstjómarfund var undirrituð af önnu Hildi Hildibrandsdóttur, Ammundi Backman, Álfheiði Ingadóttur, Ármanni Ægi Magnússyni, Ást- ráði Haraldssyni, Birnu Þórðar- dóttur, Dagnýju Haraldsdóttur, Erlingi Sigurðarsyni, Gísla Þór Guðmundssyni, Gísla Gunn- arssyni, Glóeyju Finnsdóttur, Hansínu Stefánsdóttur, Ingi- björgu Jónsdóttur, Jóhanni Eyfjörð, Jóhönnu Leópoldsdótt- ur, Kristni H. Einarssyni, Kristni H. Gunnarssyni, Maríu Krist- jánsdóttur, Ólafi H. Sigurjóns- syni, Ragnari Stefánssyni, Rík- harði Brynjólfssyni, Sigríði Stef- ánsdóttur, Stefaníu Traustadótt- ur, Steina Þorvaldssyni, Sveinþóri Þórarinssyni, Unni S. Bragadóttur, Valgerði Eiríks- dóttur, Vilborgu Harðardóttur, Þorbjörgu Samúejsdóttur og Þór- dísi Tinnu Aðalsteinsdóttur. Nokkrir miðstjómarmenn munu hafa bæst í hópinn í gær- kvöldi. - phh/-m Fylgiskönnun Stjómin í Aðeins um þrfr af hverjum tfu styðja ríkisstjórnina þessa daga ef marka má fylgiskönnun sem DV birti í gær. Helmingur spurðra segist andvígur stjórn- inni, og einn fimmti hluti tekur ekki afstöðu. Af þeim sem afstöðu taka eru um 63% á móti stjórn- inni. Þetta eru svipaðar tölur og f könnun Skáís fyrir Stöð tvö um miðjan mánuð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samkvæmt könnunum verið í mikilli sókn frá áramótum, og nær hjá DV besta árangri sínum í könnun frá þingkosningum. Sú sókn virðist nú helst koma niðrá fylgi Alþýðuflokks og njóta góðs af niðursveiflu Kvennalista. Framsókn og Alþýðubandalag geta hinsvegar unað sæmilega við sitt. Tölur DV eru þessar: Alþýðu- bamingi flokkur 8%, Framsókn 17,8%, Sjálfstæðisflokkur 46%, Alþýðu- bandalag 10,1%, Borgaraflokkur 2,4%, Kvennalisti 14,2%. Flokk- ur mannsins, Þjóðarflokkur og Stefánsmenn fá samtals 1,5%. Ríkisstjómin naut f upphafi ferils síns yfirburðastuðnings í könnunum, fékk 65,1% af af- stöðu í september, og síðan meirihluta í þremur könnunum frammað áramótum: 52,4%, 56% og 57,6%. Eftir áramót hef- ur hinsvegar sigið á ógæfuhliðina: 39,4%,36,1% og37,l%. Athygl- isvert er að þessi saga er nánast endurtekning á fylgisþróun síð- ustu ríkisstjómar, sem einmitt hafði góðan vind í könnunarsegl út árið ‘87 en lenti f vondum veðr- um um áramót og hraktist undan vaxandi mótbyr firammeftir ári og loks uppá sker um haustið. -m Orlofsferðirnar Vil miðla málum Flugmálastjóri: Enginn óvinur launamanna. Málamiðlun um Malmö? Ég mun beita mér fyrir mála- miðlun í þessu máli, þvf ég er eng- inn óvinur verkalýðshreyfingar- innar, miklu frekar umboðsmað- ur hennar, sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri um orlofsferða- málin, og gæti málamiðlunin ver- ið fólgin í því að Sterling fái flug- leyfi á staði nálægt Kaupmanna- höfn, til Malmö eða Arósa til dæmis. Hins vegar taldi Pétur að mikið fjölmiðlafár hefði risið út af þessu máli og að ófyrirsynju þar sem það væri mjög stutt á veg komið. Samkvæmt sínum upplýsingum hefði Sterling t.d. enn ekki sótt um flugleyfi í Danmörku þrátt fyrir fréttir um annað í fjölmiðl- um. Þótt enn sé óvíst um úrslit mála hyggjast samtök launamanna selja flugmiðana einsog ekkert hafi í skorist, og er meðal annars vísað til þess að þar sem kveðið er á um sem minnst leiguflug á áætl- unarleiðum í reglugerð er ráðu- neyti gefin heimild til að tak- marka eða banna slíkt leiguflug en ekki gert það skylt. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mun áhugi hafa aukist á farsælli lausn mála f flestum her- búðum sem við sögu koma. phh/-m Islenskusnældur til Vatikansins Páll páfi er þekktur fyrir margt annað en að mæta illa undirbúinn í opinberar heimsóknir. Páfinn í Róm er mikill tungu- málamaður og er sagður eiga létt með framburð hinna ýmsu mála. fslenska er þó eitt þeirra mála sem hann á eftir að fullnema sig í, en til þess að honum verði ekki á neinar framburðarskyssur hafa trúbræður hans hérlendis látið út- búa hljóðsnældu þar sem okkar fremsti talkennari Gunnar Eyjólfsson leikari les Maríubænir á íslensku. Einnig er að finna upptalningu helstu mannanafna íslenskra á snældunni góðu. „Gyðingahóra" og geðhrjáður konungur Á morgun kl. 16.00 frumflytja félagar í Islensku hljómsveitinni tvö tónverk eftir Þorkel Sigur- bjömsson og Atla Heimi Sveins- son á einsöngstónleikum í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta em fimmtu tónleikar hljómsveitarinnar á áttunda starfsári hennar. Verk Þorkels heitir Ballade og er samið við samnefnt ljóð Bert- holds Brechts frá 1935 um „gyð- ingahóruna" Marie Sanders sem var ofsótt í Danmörku fyrir að eiga í ástarsambandi við gyðing. Elísabet F. Erlingsdóttir sópran- söngkona flytur verkið ásamt Gunnari Gunnarssyni flautu- leikara, Kjartani Má Kjart- anssyni lágfiðluleikara og Páli Eyjólfssyni gítarleikara. Verk Atla Heimis heitir Vögguvísa Katrínar Mánadóttur yfir Eiríki XIV og er samið við ljóð Zachariasar Topelius um hinn geðhrjáða konung og drott- ninguna sem ein gat sefað hann með söng sínum. Það er Jóhanna V. Þórhallsdóttir altsöngkona sem flytur verkið ásamt Gunnari Gunnarssyni, Birki Þór Braga- syni saxófónleikara, Páli Eyjólfs- syni og Eggert Pálssyni slagverks- leikara. Snjóflóð féll á gröfu Snjóflóð féll í gær á vélgröfu við Patreksfjörð og fylgdust heimamenn þá og í nótt með framvindu mála á Bíldudal og í Tálknafirði. Að sögn Guðjóns Petersens hjá Almannavörnum ríkisins fylgdust heimamenn á Patreks- firði einnig með rennsli í Langadals- og Geirlaugsá með tilliti til þess hvort það myndi minnka. Ef það gerist er hætta á klakastíflu. Áð öðru leyti er búist við að draga muni úr vindi og kólna í veðri nema einna helst á láglendi á Austfjörðum. Á þeim stöðum þar sem snjófl- óðahætta er á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austfjörðum fylgjast almannavarnanefndar- menn vel með öllum breytingum á veðurfari og meta ástandið hverju sinni. Þá verða almanna- varnamenn innan handar í þeim Einstæður leiklistarviðburður á sér stað í dag á sviðinu f Há- skólabíó þegar frumfiutt verður leikritið „Réttvísin gegn RÚV“ sem byggt er á sannsögulegum viðburðum í íslandssögunni. Leikritið verður aðeins flutt þetta eina sinn, en það fjallar um hið dularfulla mál sem ýmist er kennt bæjar- og sveitarfélögum þar sem asahláka gæti ógnað hýbýlum manna sem eru á kafi í snjó. Hvikið hvergi Fjölmenni var á baráttufundi Alþýðubandalagsins í Neskaup- stað fimmtudagskvöldið 30. mars og var þar samþykkt ályktun þar- sem skorað var á herstöðvaand- stæðinga og friðarsinna að hvika hvergi frá markmiðum sínum um herlaust ísland og úrsögn úr Nató. Kjörorðin ísland úr Nató - herinn burt eru enn í fullu gildi. Málþing um byggðasögu Sagnfræðingafélagið stendur fyrir almennu málþingi um byggðasögu í Odda, húsi félags- vísindadeildar Háskólans, í dag 1. apríl og hefst umræðan kl. 14.00. Framsögu á fundinum hafa þeir: Ásgeir Ásgeirsson um við Stefán Jóhann, Tangen eða Whitehead. Á baráttufundi herstöðvaand- stæðinga í Háskólabíó á morgun flytur einnig ávarp mannfræðin- gurinn kanadíski Peter Armitage sem dvalið hefur með indjánum í baráttu gegn Nató-heræfingum, og þar syngja bæði Bubbi, helstu einkenni byggðasögu síð- ustu ára, Eirfkur Guðmundsson fjallar um samspil þjóðarsögu og byggðasögu, Hrefna Róberts- dóttir um byggða- og borgarsögu. Halldór Bjarnason fjallar um möguleika sagnfræðigreiningar, Þórhallur Vilmundarson um ör- nefni og byggðasögu og að sfð- ustu fjallar Friðrik G. Olgeirsson um verksamninga við ritun byggðasögu. Verðstöðvun Rfkisstjómin hefur ákveðið að framlengja sérstakar verðstöðv- unamiðurgreiðslur á landbúnað- arafurðum um einn mánuð vegna þeirra aðstæðna sem nú em í verðlags- og kjaramálum. Verð búvara mun því haldast óbreytt út aprílmánuð og ákvarð- anir um niðurgreiðslur eftir þann tíma verða teknar í tengslum við niðurstöður kjarasamninga og markmið í verðlagsmálum. Bjartmar og þjóðkórinn nýi undir stjóm Didda fiðlu. Fundurinn sem hefst klukkan tvö á morgun markar hápunkt hálfsmánaðar dagskrár her- stöðvaandstæðinga í tilefni af af- mæli atburðanna á Austurvelli 30. mars 1949. Herœfingar Krían hafi frið Steingrímur J. svarar Starra: Heflagt til að þeir hœtti við Steingrímur J. Sigfússon hefur beðið Þjóðviljann fyrir eftirfar- andi svar til Starra í Garði vegna spuminga í blaðinu frá honum um heræfingar í sumar: Heill og sæll Starri minn, Það er eins og við vitum báðir, ósiður að svara ekki bréfum og á það við hvort sem mönnum em svörin ljúf eða leið. Ég vil því ekki draga að svara spumingum þínum fyrir mitt leyti, eins þó svörin verði ekki nákvæmlega þau sem best ættu við þitt skap. Þú spyrð hvort við ráðherrar Alþýðubandalagsins munum sitja áfram í ríkisstjórn ef „ráð- herrar hernómsflokkanna leyfa eða lóta afskiptalaust að fram fari boðaðar heræfingar Bandaríkja- manna hér á landi í sumar“, eins og það er orðað. Svar mitt er að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hindra þennan ósóma og hef þeg- ar lagt það til í ríkisstjóminni að hætt verði við æfingamar. ____ Málið er ekki útkljáð í ríkis- stjórninni og ég mun ekki í þessu máli frekar en yfirleitt endranær, lýsa neinu yfir fyrirfram um það, hvort lyktir þessa tiltekna íriáls, geti ráðið úrslitum um þátttöku mína í stjórnarsamstarfi. Með von um að krían, hinn nýi íslenski landvættur, megi hafa annað að sýsla í sumar en skíta á erlenda hermenn. Bestu kveðjur. Steingrímur J. Sigfússon Laugardagur 1. aprfl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3 ' 1949-1989 Réthrísin gegn Rfldsútvaipinu Baráttufundur herstöðvaandstœðinga í Háskólabíó á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.