Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Leikurinn er vinna og nám. Þetta eru einbeittir og eljusamir listamenn. Bara - af því við erum íslendingar í Æfingaskólanum í Reykjavík er málinu leyft að blómstra. Þar er Iögð áhersla á það frá upphafi að láta börnin hugsa, tala og skrifa, vegna þess að málið er undirstaða alls náms og skilnings. Kennarar yngstu barnanna grípa hvert tækifæri sem gefst til að láta krakkana segja frá, túlka, mynd- gera og skrifa um það sem þau hafa lifað. Daginn eftir rafmagns- leysið teiknuðu þau myndir af því sem þau höfðu verið að gera þeg- ar rafmagnið fór af - með litkrít á svartan pappír auðvitað! Eftir páskafríið teiknuðu þau og skrif- uðu um það sem þau gerðu í frí- inu; þar áður höfðu þau skoðað snjóinn í smásjá og skráð rann- sóknir sínar í stílabækur. Þegar blaðamenn Þjóðviljans bar að voru þau í vali. Sum voru að mála, önnur voru að spila, einn hópur var að lesa og mörg voru að vinna myndir úr leir. Þar settumst við hjá fimm kátum stelpum og fórum að ræða um mál mála. Af hverju eigum við að tala íslensku? Aðvífandi piltur yppti öxlum og sagði „I donf know!!“ Svo fannst honum það svar ekki nógu gott og bætti við: „Bara - af því við erum fslendingar." Spurningin kveikti ýmsar hug- myndir hjá stelpunum sem ekki voru alveg samkvæmt reglunum! Væri ekki sniðugra að tala dönsku? Eða ítölsku? Það var vissara að spyrja hvernig gengi í skólanum... Auður Ösp Ólafsdóttir sagði að það væri æði að vera í þessum skóla, kennararnir væru alltaf að grínast og krakkarnir væru oftast ágætir. Henni finnst mest gaman að lesa - en hvernig bækur? „Helst langar sögur um dýr, ég er nefnilega kattavinur. Mér finnst líka skemmtilegt að sjá kálfa fæðast og svoleiðis. Um daginn vorum við að skoða snjó í smásjá og mér finnst gaman að rannsaka. Ég sá sextán sýkla í Áður fyrr voru það ekki síst ömmurnar sem kenndu börnunum málið. Þær sögðu þeim sögur, kenndu þeim að vinna og sögðu þeim til á bókina. Nú er ekki algengt að afi og amma búi hjá barnabörnunum. mínum snjó og ætla aldrei að borða snjó aftur. Svo finnst mér gaman að reikna. Þegar mér leiðist heima læt ég mömmu búa til erfið dæmi handa mér.“ Það er ekki amalegt að vera móðir slíkrar dóttur. Kristín Soffía Jónsdóttir var að búa til pott úr leir, lyfti lokinu og bauð í mat. Hún sagði að þau lærðu að búa til mat í skólanum, baka pönnukökur og heilsuboll- ur, það væri skemmtilegt. „Ég fæ líka að sjóða pylsur heima handa mér og systur minni og svo hjálpa ég til að sjóða kartöflur heima hjá afa og ömmu og ég er búin að læra að skræla sjálf.“ Vinkonur henn- ar umhverfis borðið tóku undir þetta og sögðust allar vera löngu búnar að læra að skræla sjálfar sínar kartöflur. En Kristín hafði merkilegri fréttir að færa: „Ég á að erfa upphlutinn eftir langömmu mína, hún er löngu dáin. Ég fæ húfuna og mylluna líka. Mér finnst að konur og stelpur ættu að vera oftar á upp- hlut.“ „Amma mín dó áður en ég fæddist," upplýsir þá ungur lista- maður hinum megin við borðið sem er að búa til stórt, blátt blóm úr leir. „Afi minn fékk gall- steina,“ bætir önnur við alvarleg í bragði, „en aðgerðin mistókst og hann dó.“ Segja afi og amma þeim frá því sem gerðist í gamla daga? „Amma er alltaf að reyna að segja mér frá ættinni," segir Kristín svolítið mæðulega, „en ég nenni ekki alltaf að hlusta. Svo spyr hún mig um eitthvað og þá segi ég allt vitlaust!" Nú er skólinn að verða búinn í dag og kennarinn kallar börnin saman á fund áður en þau skilja. Þar er ekki rúm fyrir utanskóla- fólk, en við erum líka búin að læra heilmikið á þessum morgni. SA Málið er tæki til að koma skipan Rœtt við Guðmund B. Kristmundsson Guðmundur B. Kristmunds- son, nýr verkefnisstjóri í mál- ræktarátaki menntamálaráðu- neytisins, er önnum kafinn yfir- kennari við Æfíngaskóla Kenn- araháskólans. Á degi hverjum sinnir hann fleiri tugum mála sem upp koma eða bíða í tölvunni sem aldrei sofnar á skrifborði hans. „Það er miklu meira en nóg að gera,“ viðurkenndi Guðmundur, „og kannski var óskynsamlegt af mér að segja „já, ráðherra" við nýju embætti ofan á þau sem fyrir eru! En hér er gott og hjálplegt starfsfólk. Aðstaðan í skólanum er slæm að vísu, hér situr hver á öðrum í þrengslunum, en ég er dálítið montinn af bæði starfs- mönnum og nemendum." Venjulegur grunnskóli hefur það eina en stóra hlutverk að sjá bömum í ákveðnu hverfi eða hér- aði fyrir menntun. Það hlutverk hefur Æfingaskólinn líka, en að auki gegnir hann tveim öðrum hlutverkum. Hann sér um æf- ingakennslu kennaranema og þar er reynt að finna og prófa nýjar leiðir í kennslu og skólastarfi. Hann er ekki tilraunaskóli í há- vísindalegum skilningi en margt af því sem þar er reynt nýtist um allt land þó að starfsmenn hans hafi lítinn tíma til að gefa út skýrslur. „Hingað koma þar að auki margir gestir," sagði Guðmund- ur, „foreldrar, kennarar, fólk úr Reykjavík og nágrenni og fólk utan af landi. Amerískar konur í fræðslustörfum líta við hjá okkur og Raisa Gorbatsjov kom hingað í kaffi! Okkur þykir vænt um þennan áhuga þó að mikið sé að gera.“ En af hverju sagðirðu þá já við ráðherrann? „Ég er búinn að kenna íslensku lengi, bæði nemendum í skólum og kennurum á námskeiðum, og ég hef verið námstjóri í íslensku. Þetta málræktarstarf er orðið að áráttu! Ég hef verið að leika mér að því smátt og smátt undanfarin ár að búa til skipulag móðurmáls- náms sem miðar að því að rækta málnotandann sem manneskju og nemanda, og allt þetta vona ég að nýtist í þessu nýja verkefni. Það hafa verið þrenns konar sjónarmið uppi um íslensku- kennslu. Meginatriðið frá upp- hafi var að koma menningu þjóð- arinnar frá kynslóð til kynslóðar gegnum málið og íslensku- kennslu, en á síðasta áratug fóru menn að líta á móðurmálið sem félagslegt tæki - það voru svo- leiðis tímar þá. Menn komust að því að börn gátu lært hvert af öðru og létu þau ræða í hópum. Málið varð miðill. Á síðustu árum hefur svo örlað á því sjónar- miði að málið sé tæki til að koma skipan á hugsun sína, ráða betur við umhverfi sitt og hafa áhrif á það. Ég get skrifað undir þetta allt! Hvað vitum við um hvers nem- endur okkar þurfa með árið tvö þúsund og eitthvað? Hvað getum við gert til að búa einstaklingana undir óræða framtíð? Við getum kennt þeim að læra. Og besta ráðið til þess er að efla móður- málskennslu. Við þurfum að gera fólk læst. Það þarf að geta lesið hægt eða hratt, nákvæmlega eða yfirborðslega, geta leitað í les- máli og lesið af skilningi. Lært af því að lesa. Hinn svokallaði almenni borg- ari, hver sem hann er nú, hann skrifar ekki mikið. Ættum við kannski að einbeita okkur að því að kenna fólki að fylla út eyðu- blöð? Nei, rithefð þarf að efla í skólum. Við þurfum að þjálfa bæði börn og unglinga í að skrifa og kenna þeim að njóta þess að skrifa. Við þurfum líka að bjóða fullorðnum upp á námskeið í að skrifa. Hjálpa fólki til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það styrkir lýðræðið.“ Uppbyggingarstarf Hvernig líst þér á verkefnið sem þú átt fyrir höndum? „Það er stórt og viðamikið og ég geri lítið einn. Allir verða að vinna saman. Ef átakið leiðir til þess að menn fari að hugsa um málið sitt þá stöndum við vel. Við þurfum að hvetja menn til dáða og byrja á börnunum. Málrækt hefst um leið og barn fæðist og foreldrar eru fyrstu máluppal- endur þess. Það er brýnt að tala við börn alveg frá upphafi; og það þarf að fræða okkur foreldra um máluppeldi og málrækt. Fræðslu- efni ætti að liggja frammi á fæð- ingardeildum og heilsugæslu- stöðvum! Svo fara mörg börn á dagvistarheimili, þá taka fóstrur á hugsun og aðrir starfsmenn við þeim; það fólk verðum við líka að fá í lið með okkur.“ í lið til hvers? „Hver maður á að spyrja sig að því! Það þarf að rækta orðaforða og setningaþroska barnanna, og það þarf að efla frásagnargleði þeirra. Það verður best gert með því að takast á við fjölbreytt við- fangsefni með þeim og tala um þau, láta bömin segja frá því sem þau em að fást við. Ekki segja „mikið er þetta dædur bangsi" heldur spyrja barnið hvað það sé með, hvað bangsinn heiti og hvernig honum líði. Það er gott að lesa fyrir börn, en það er ekki nóg heldur þarf að tala við þau um það sem lesið er.“ Hvað með jjóð? (Spyr ég í anda forsetans.) Eiga börn að læra kvæði? „Það er ekkert athugavert við að læra ljóð utanbókar, en allt verður að hafa tilgang í augum barna. Þau verða að fá að vinna með ljóðin, tala um þau, teikna við þau, en fyrst og fremst eru ljóð tónlist og best er að börn fái að syngja sem mest. Svo hafa þau gott og gaman af að yrkja sjálf og gera býsna mikið að því ef þau eru hvött til þess. Ég er hér með nokkrar ljóðabækur... Góðar? Það er varla hægt að tala um gott og vont í þessu sambandi en hér eru ótrúlegir hlutir, óvæntar myndir, endálaust hugmyndaflug og sköpunargleði. Það er óhemjumikill máttur í máli bama sem kemur manni alltaf á óvart. Við ræktum ekkert ef við ein- blínum á illgresið; við verðum að fylgjast með plöntunum í vexti og umfram allt þurfum við að bera á! Villuleitin hefur aldrei verið góð nautn, við eigum að ganga ötul að uppbyggingarstarfi og líta á björtu hliðarnar.“ SA Laugardagur 1. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.