Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 6
VIÐHORF AFMÆLI Guðlaugur Ágústsson vélgæslu- maður til heimilis að Garðavegi 3 Keflavík er 70 ára á morgun 2. apríl. Guðlaugur er fæddur að Brekku- borg í Breiðdal í S-Múlasýslu 1919. 16 ára gamall gerðist hann vélstjóri til sjós og gegndi því starfi til 1963 þegar hann réðst til starfa sem vélgæslu- maður hjá íshúsfólagi Vestmanna- eyja þar til hann flutti til Keflavíkur 1986 og starfar nú sem vólgæslu- maður hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Eiginkona Guðlaugs er Svanhild Jenssen Ágústsson. ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ ABK Spilakvöld hefjast hjá Alþýðubandalaginu í Kópavogi mánudaginn 3. apríl í Þing- hól, Hamraborg 11,3. hæð. Allir eru velkomnir en keppt verður í þrjú kvðld, 3. og 17. apríl og 8. maí, alltaf kl. 20.30. Vegleg verðlaun. Stjórnln Abl. Húsavík Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 2. apríl kl. 14.00. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra mætir. Félagar fjölmennið. Stjórnln. Abl. Akureyri Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 1. apríl kl. 16.00 i Lárusarhúsi. Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundinn. Félagar fjölmennið. Stjórnln. Kaupmátt eða lífsgæði? Hörður Bergmann skrifar Næstu vikur eigum við von á hörkuumræðu um kaupmátt og sanngjarna kjarasamninga. Þung orð munu falla um skilningsleysi atvinnurekenda og stjórnvaida og hvernig þau þumbast við að samþykkja sanngjarnar og eðli- legar kröfur um að launþegar endurheimti ákveðinn kaupmátt. Efasemdir mínar um að sæmandi sé að láta kjarabaráttu snúast um „kaupmátt“ og áhugi á að skoða þjóðmál í viðeigandi samhengi eru tilefni þessa greinarkorns. Og bak við eyrað hafði ég áskorun Gests Guðmundssonar í kveðju- pistli sínum hér í Þjóðviljanum á skírdag. Undir lokin kemst hann svo að orði: „Jafnframt þarf að eiga sér stað mun víðtækari og almennari umræða en hingað til um þjóðfélagssýn félagshyggju- afla og leiðir til umbóta og bar- áttu.“ Ríkidæmi eða neyð? Þau vistfræðilegu vandamál sem æpa núorðið á viðbrögð og endurmat pólitískra markmiða hljóta að verða félagshyggjufólki tilefni til að endurmeta þjóðfé- lagssýn sína og stefnumið. Eftir því sem þessi vandi skýrist og fleiri gera sér grein fyrir tvísýnum framtíðarhorfum uppvaxandi kynslóðar vegna rányrkju á landi og í legi og ógna sem steðja að gróðri, vatni og lofti, óumdeilan- legum grundvelli nauðsynlegustu lífsgæða alls sem anda dregur, þeim mun fáránlegri þykir mér sú lífsgæðaviðmiðun sem nefnd er kaupmáttur. Sú viðmiðun um lífsgæði er augljóslega ekki að- eins úrelt, heldur beinlínis vara- söm. Hún miðar að því að festa hug almennings frekar en orðið er við þann þrönga skilning að lífsgæði felist einkum í því sem hægt er að kaupa. Ýtir undir neysluþrýsting markaðsafla sem eiga sér engan tilverurétt sé hann skoðaður frá kröfum um ábyrgð gagnvart náttúrunni, jafnrétti og heildarsýn. Gleymum því ekki að við erum í hópi þess fjórðungs mannkyns sem notar árlega 85% af því fé sem fer í skólahald, 94% af því sem fer í launaða heilsu- gæslu og 95% af því sem vísindi og tækni fá. Og við eigum víst tiltölulega fleiri bfla og fermetra af húsnæði en gerist hjá ríkustu þjóðum heims. Förum því var- lega með frasana um „neyðará- stand á heimilunum" eða „gjald- þrot heimilanna.“ Aukinn kaupmáttur getur því aðeins talist eftirsóknarverður að hann horfi til framfara. Vonandi sækir einhver efi um það mál að þeim sem lesa þessar línur. En ég viðurkenni þó að í þjóðfélagi þar sem svo til allt er orðið markaðs- vara er erfitt að hugsa um hag sinn án tengsla við svokallaðan kaupmátt. Og aukinn jöfnuður er brýnt pólitískt verkefni. Sjálfsagt þykir flestum lesend- um ósanngjarnt að setja launa- samninga í hinu smáa og ríka samfélagi okkar hér á skerinu í samhengi við lífskjör mannkyns- ins og framtíð þeirra sem eru að vaxa úr grasi. Er ekki hver sjálf- um sér næstur í kapítalísku sam- keppnisþjóðfélagi eins og því sem við búum í? Er ekki eðlilegt og réttmætt að launamenn leitist við að tryggja sér sem hæst verð fyrir vinnuafl sitt? Taki sem stær- stan hlut af gróða fyrirtækjanna? Selji ríkisvaldinu vinnuafl sitt á markaðsverði og meira til ef þess er nokkur kostur? Sá tími er liðinn að þessum spumingum sé hægt að svara ját- andi með góðri samvisku. Það arf ekki sérstaklega djúpan jóðfélagsskilning til að viður- kenna að hærri laun til opinberra starfsmanna almennt fást því að- eins að þeir sem starfa utan geir- ans, opinberir starfsmenn sjálfir, og atvinnuleysingjarnir, borgi brúsann. Borgi hærri skatta og/ eða hærra verð fyrir þá opinberu þjónustu sem þeir kaupa á hluta raunverðs eða á fullu verði. Menn vita að peningarnir til að greiða útgjöld hins opinbera falla ekki af himnum ofan þótt oft sé það gefið í skyn af þeim sem vilja meira af þeim í sinn hlut. „Það er löngu tíma- bærtaðfara að rœða hverjirhafi ofmikið, hverjir hafi nóg og hverjir oflítið. Ræða í alvöru um launa- jöfnuð og leiðir að því marki. “ En er þá ekki eðlilegt að launa- menn leitist við að ná til sín hlut af gróða fyrirtækjanna? Við venju- leg skilyrði í kapítalísku þjóðfé- lagi er auðvitað ekkert við það að athuga. Nú höfum við hins vegar étið upp rekstrargrundvöll margra útflutningsfyrirtækja með fastgengisstefnu svo að víða er ekki af neinu að taka. Vegna þeirrar stefnu fáum við launþegar vörur á lægra verði en ella en út- flutningsfyrirtækin minna fyrir afurðirsínar. Við getum auðvitað látið þau borga hærra kaup og fellt svo gengið. En þá er eftir að sjá hvort einhver hefur aukið kaupmátt sinn þegar upp er stað- ið. Er þá e.t.v. svo komið að launþegar eigi ekki von á neinum bótum vegna þeirrar kjararýrn- unar sem þeir hafa orðið fyrir síð- ustu mánuði? Það skýra þeir sem standa í baráttunni væntanlega næstu daga. En ég held að fleiri en ég eigi erfitt með að sjá á hvaða mið á að sækja almennar kjarabætur eftir að ákveðið er að draga nú úr fiskveiðum vegna of- veiði á undanfömum ámm - og með hverjum mánuði sem líður verður ljósara að ekki er beinlínis slegist um það sem við höfum að selja á erlendum mörkuðum. Vaxtarbroddur í atvinnulífinu eru óburðugir; fiskeldi þarf meiri lán og aðstoð úr ríkissjóði hvað þá annað. Ríkissjóði'er nú ætlað að greiða kostnaðinn við gjald- þrot frjálsrar samkeppni í flugi ekki síður en í siglingum og margs konar þjónustustarfsemi, sem hefur lagt upp laupana og lætur ríkissjóð greiða vangoldin laun en leyfir sér þó að stela söluskatt- inum. Em ekki fleiri en ég sem vorkenna þessum sameiginlega sjóði okkar? Telja hann eiga samúð skilið ekki síður en eiginn vasi? Meiri alvöru í umræðuna Þeir sem ætla að berjast fyrir kjarabótum ættu því að fara að hyggja að einkennum þjóðskipu- lagsins og hvort æskilegt sé að breyta því. Einhverjir kynnu að athuguðu máli að vilja hverfa frá kapítalísku þjóðskipulagi úr því að vaxtarmöguleikar þess virðast tæmdir og aukinn kaupmáttur ekki lengur í boði. Það mundi áreiðanlega hafa frjó áhrif á þjóðmálaumræðuna ef verka- lýðsleiðtogar færa nú að viðra að nýju hugmyndir um nýtt þjóð- skipulag eftir þá fjölþættu reynslu sem fengin er í veröldinni af tilraunum til að breyta því. Ýmist með sósíalisma að leiðarljósi - eða nýfrjálshyggju. Einkum ef hin nýju leiðarljós hjálpa okkur til að hafa vistfræði- legan vanda okkar og annarra þjóða með í myndinni - og und- anbragðalausa jafnaðarhugsjón. Á meðan við bíðum eftir slík- um ljósum skulum við hins vegar horfa á þjóðfélagslegan veraleika raunsæjum augum. Líta upp úr básunum og til samhengis hlut- anna. Nærtækustu verkefni ríkis- stjórnarinnar mætti skoða. Við hljótum að viðurkenna það sem verðugt verkefni ríkisstjómar, sem kennir sig við félagshyggju, að draga úr launamismun. Ríkis- stjórn, sem lætur tífaldan launamun innan heilbrigðiskerf- isins viðgangast, þarf t.d. að taka sér tak. En ríkisstjórn, sem beygir sig fyrir kröfum um meira handa öllum, er ekki traustvekj- andi. í raun ógnar slík stjóm framtíðarhorfum þjóðarinnar. Skapar skammvinna gervivelferð með áframhaldandi eyðingu fiskistofnanna, hallarekstri á rík- issjóði og erlendum neyslulán- um. Kröfur stéttarfélaga, sem stefna að launajöfnuði, ber að taka alvarlega. Aðrar ekki. Það gæti orðið skynsamleg niðurstaða að hækka í þetta skipti þá sem eru neðan við miðju í launastiga ríkisins en láta hina sitja hjá. Og styðja svipaða stefnu utan ríkis- geirans. Launakröfur verður að ræða og rökstyðja frá nýjum forsend- um. Koma þeim niður á jörðina og hætta að horfa til skýjanna. Það er eiginlega ekki hægt að taka mark á kröfum annarra en þeirra sem skýra með skilmerki- legum rökum hvaðan eigi að taka peningana. Hverjir eigi að borga. Hverjir eigi að fá minna til þess að einhver fái meira. Viðurkenna að við höfum ekki meira handa öllum. Og að það er meira segja ekki lengur æskilegt markmið. Kjaraumræðan krefst alvöra. Við höfum fengið nóg af yfir- borðsröksemdum. Það er löngu tímabært að fara að ræða hverjir hafi of mikið, hverjir hafi nóg og hverjir of lítið. Ræða í alvöra um launajöfnuð og leiðir að því marki. í slíkri umræðu er mark- laust að miða við hefðbundnar hugmyndir um neyslu sem vani er orðið að kalla „þarfír“. Sér- hagsmunarökum um meira handa ákveðnum hópum ber að taka með fyrirvara. Ekki síst þeg- ar þar er skírskotað til almanna- heilla með innantómu orða- gjálfri. Það verður að taka mið af því sem er til. Ekki innantómri óskhyggju. Við þurfum nýja skilgreiningu á þörfum sem mótast af ábyrgð- arkennd og heildarsýn en ekki skammsýnum neysluóskum sem rýra lífsgrandvöll þjóðarinnar þegar til lengri tíma er litið. Þær óskir hvfla á þeim fölsku forsend- um að endalaus vöxtur geti átt sér stað í heimi takmarkaðra auð- linda. Við þurfum ekki að álykta af reynslu annarra þjóða í þessu efni. Nærtæk era dæmin af eigin ofveiði og fjárfestingarsukki sem einhverntíma verður að greiða með öðra en lánaframlengingu. Víxlum sem falla á böm okkar. Þeir eru þegar of margir. Hörffur er fræðslufulltrúi í Reykjavík Rafveita Hafnarfjarðar Hverfisgötu 29 - 220 Hafnarfirði Útboð/Forval Byggingaverktakar Rafveita Hafnarfjarðar lýsir eftir verktökum til að taka þátt í forvali útboðs vegna byggingar að- veitustöðvar við Öldugötu í Hafnarfirði. Verkefnið er að byggja og afhenda Rafveitu Hafnarfjarðar fullbúið hús. Verktíminn er mjög skammur. Afhenda skal spennasal x eigi síðar en 15. júlí 1989. Rofasal eigi síðar en 10. september 1989 og húsið fullbúið að innan eigi síðar en 1. nóv- ember 1989. Aðal magntölur eru Steypa...................... ca. 500 m3 mót......................... ca. 3500 m2 stál ............... /......ca. 42000 kg Athygli er vakin á að undirsláttur undir plötur er allt að 7-8.5 m hár. Væntanlegir verktakar skulu senda skriflega umsókn þarum til Tækniþjónustu Sigurðar Þor- leifssonar Strandgötu 11 Hafnarfirði. Fyrir mið- vikudaginn 5. apríl 1989. í umsóknum skal gerð grein fyrir tækjaeign fyrirtækisins ásamt fjár- hagslegri og tæknilegri getu fyrirtækisins til að takast á við verkefnið. Valdir verða 6 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði. Rafveita Hafnarfjarðar Hafnarfjörður sumarstörf Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Flokkstjóra við Vinnuskólann. 2. Leiðbeinendur í skólagarða. 3. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið. Lágmarks aldur umsækjenda í ofangreind störf er 20 ár. Garðyrkjustjóri óskar jafnframt eftir að ráða starfsfólk ekki yngri en 16 ára til garðyrkjustarfa í eftirtalda flokka: 1. Sláttuflokk. 2. Gróðursetningar og viðhaldsflokk. 3. Nýbyggingaflokk við uppbyggingu á skólalóðum og nýj- um opnum svæðum. Umsóknarfrestur rennur út á föstudaginn 14. apríl. Um- sóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Æskulýðsfull- trúa að Strandgötu 8. (Inngangur frá Linnetstíg). Upplýs- ingar eru veittar í síma 53444 hjá Æskulýðs- og tóm- stundafulltrúa og garðyrkjustjóra. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1989 hefst í A-riðli mánudaginn 3. apríl kl. 20. og í B-riðli miðvikudaginn 5. apríl kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur að Grensásvegi 44-46. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í A-riðli verður sunnudaginn 2. apríl kl. 14-17 en í B-riðli þriðjudaginn 4. apríl kl. 20-22. Tafifélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44-46, Reykjavík Símar: 8-35-40 og 68-16-90 Sérkennarar Sérkennara vantar við Barnaskóla Húsavíkur næstáskólaár. Upplýsingar veitir Halldór Valdi- marsson skólastjóri, vs. 96-41660 og hs. 96- 41974. 2 # 1 Útboó Fógetaembætti í Keflavík Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á skrifstofuhúsnæði bæjarfógetans í Keflavík að Vatnsnesvegi 33. Húsið er tveggja hæða steinhús 300 m2 að grunnfleti. Verkefnið er að endurinnrétta alla efri hæð hússins og breyta innréttingum á um helmingi neðri hæðar. Á verktímanum mun embættið hafa hluta af starfsemi sinni í þeim hluta hússins sem ekki er verið að vinna við eða lokið verður við. Efri hæð hússins skal skila fullgerðri 18. ágúst 1989 en neðri hæð 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent frá kl. 14.00 þriðju- daginn 4. apríl nk. til og með fimmtudags 13. apríl gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður tii sýnis væntanlegum bjóðendum 6. apríl og 13. apríl nk. milli kl. 16.00 og 17.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 18. apríl 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Verkamaimafélagið Hlíf Umsóknir um orlofshús Þeir félagar Hlífar sem hafa hug á að dvelja í sumar í orlofshúsum félagsins í Ölfusborgum og Húsafells- skógi eða í íbúðunum á Akureyri, eru beðnir að sækja um það fyrir 15. apríl nk. Gert er ráð fyrir vikudvöl hverju sinni. Ef fleiri um- sóknir berast en hægt verður að sinna, munu þeir ganga fyrir sem sækja um í fyrsta sinn. Umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, símar 50987 og 50944. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13.00- 16.30. Söluskattur Viðurlög faila á söluskatt fyrir febrúar mánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 3. apríl. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknastdráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Forstöðumaður - skóladagheimili Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa stöðu forstöðumanns við skóladagheimilið Dal- brekku frá 1. júní nk. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Upplýsingar veitir dagvistar- fulltrúi í síma 45700. Félagsmálastjóri fp Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskár éftir til- boðum í gatnagerð, lagningu holræsa og jarð- vinnu vegna vatnslagna í nýju íbúðahverfi norðan núverandi byggðar í Grafarvogi. Verkið nefnist Borgarholt I, 2. áfangi. Heildarlengd gatna er um 1,2 km og lengd hol- ræsa alls um 2,2 km. Verklok eru 1. nóvember 1989. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 4. apríl 1989, gegn kr. 15.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 18. apríl 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAyi.lÁÚRBORGAR ___________FriKirkjuvegi 3 Simf 25800 9 Alútboð - forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings og dag- vistar barna auglýsir eftir verktökum sem hefðu áhuga á að hanna og byggja 2 leikskóla í Reykjavík, annan við Dyrhamra en hinn við Mal- arás samkvæmt alútboði. Þeir verktakar, sem áhuga hafa, leggi inn nafn og símanúmer ásamt nöfnum yfir hönnuði, fyrir fimmtudaglnn 6. apríl 1989, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi/3 Simi 25800 Átöppun á öli Óskað er tilboða í átöppun á öli, á dósir, flöskur og barkúta fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11.00 f.h. mánudag- inn 17. apríl nk. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 1 Hafnarfjöröur - tæknimaður Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til að veita forstöðu hönnunardeild við embætti bæjarverkfræðings, jafnframt því að vera staðgengill bæjarverkfræðings. Menntun í þéttbýlistækni og skyldum fögum er áskilin. Veruleg reynsla í þróun skipulags og hönnun gatna og veitukerfa er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veita bæjaraverkfræðingur og bæjarritari, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Umsóknir skulu berast á sama stað eigi síðar en 18. apríl nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði ifl 6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Laugardagur 1. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.