Þjóðviljinn - 04.04.1989, Qupperneq 1
Þriðjudagur 4. apríl 1989 64. tölublað 54. órgangur
Stefán Ögmundsson
Ogmundsson
látinn
í fyrrinótt lést Stefán Ög-
mundsson prentari, um iangt
skeið einn af ágætustu forvígis-
mönnum verklýðshreyfingar og
sósíalískrar hreyfingar hér á
landi.
Stefán var tæplega áttræður,
fæddur 22. júlí 1909. Hann lauk
prentnámi 1929 og starfaði sem
prentari í Reykjavík lengst af síð-
an. Hann átti lengi sæti í stjórn
Hins íslenska prentarafélags og
var formaður þess um árabil.
Varaforseti Alþýðusambands ís-
lands var hann um sex ára skeið
og stjórnarformaður Menningar-
og fræðslusambands alþýðu í
meira en áratug. Stefán var
prentsmiðjustjóri í Prentsmiðju
Þjóðviljans um tíu ára skeið.
Hann átti lengi sæti í miðstjórn og
framkvæmdanefnd Sósíalista-
flokksins, skrifaði margt um
verklýðsmál og önnur stjórnmál.
Stefán hlaut þyngstan dóm þeirra
sem- ákærðir voru fyrir andmæli
gegn inngöngu íslands í Nató
1949.
Þjóðviljinn sendir aðstandend-
um Stefáns einlægar samúðar-
kveðjur vegna fráfalls hans.
Alþingi
Hnakkrifist
um heræfingar
Lýgur herforinginn eða
hefur utanríkisráðherra
gefið grœnt Ijós nú þegar?
Miklar umræður urðu um fyrir-
hugaðar æfingar bandarísks her-
liðs á alþingi í gær og utan dag-
skrár. Páll Pétursson hóf um-
ræðuna og lagðist gegn vopna-
skakinu ásamt forsætisráðherra,
Kristínu kvennalistakonu Ein-
arsdóttur og Hjörleifi Guttorms-
syni. Meðmæltur var hinsvegar
Þorsteinn Pálsson en utanríkis-
ráðherra var tvístígandi og þó
hlynntur mjög.
Utanríkisráðherra segist eiga
eftir að ákveða hvort hann heim-
ilar heræfinguna en annað segir
Eric McVadon yfirmaður setu-
liðsins á Miðnesheiði, allt annað!
Sjá síðu 2
Glæsilegur baráttufundur. Háskólabíóvarfulltútúrdyrum ingumBandaríkjahersermótmæltharðlega. Einnig varboðuðstofnun
á baráttufundi sem Samtök herstöðvaandstæðinga efndu til á sunnu- heimavarnarliðs til að stöðva yfirgang erlends hervalds í landinu. Sjá
daginn. Tilefnið var að 30. mars voru liðin 40 ár frá inngöngu Islands í síðu 2 og baksíðu. Mynd: Jim Smart.
Nató. Á fundinum var samþykkt álvktun þar sem fyrirhuguðum heræf-
Stjórnar- og samningarnefnd-
armenn BSRB áttu í gær og
gærkvöldi fundi með fulltrúum
samningarnefndar ríkisins þar
sem lögð voru drög að kjara-
samningi er gildi fram á næsta
haust. Forsendur slíks samnings
eru af hálfu BSRB, flöt krónu-
töluhækkun, lækkun raunvaxta
og verðstöðvun á samningstíma-
bilinu. Auk þess er rætt um sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
nokkra hækkun á orlofs-
grciðslum og úrbætur í félags-
legum málefnum.
Á sama tíma og opinberir
starfsmenn voru komnir á skrið í
samningaviðræðum í gær, fóru
viðræður ASÍ og VSI í strand
eftir að vinnuveitendur höfnuðu
alfarið hugmyndinni um 40 daga
samning. Þórarinn V. Þórarins-
son sagði í gærkvöldi að slíkur
samningur gerði ekki annað en
að tefja fyrir gerð alvörusamn-
ings til lengri tíma. Vinnu-
veitendur væru enn tilbúnir að
ræða gerð skammtímasamnings
fram á haustið.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASf sagði að sú ákvörðun foryst-
usveitar atvinnurekenda að neita
alfarið að leggja til verðstöðvun
og vaxtalækkyn samhliða gerð
samnings til 40 daga kæmi sér á
óvart. - Það er ekki annað að
gera en taka aftur upp þráðinn
þar sem við vorum, en við ótt-
umst eftir þessi samtöl að at-
vinnurekendur vilji láta okkur
sitja í nokkrar vikur án þess að
nokkuð hreyfist. Ef ekkert mjak-
ast á næstunni þá eigum við ekki
annars úrkosta en béita frekari
þrýstingi, sagði Ásmundur.
Ágreiningur hefur verið innan
forystusveitar ASÍ um leiðir að
nýjum samningi en eftir fundinn í
gær er ljóst að samningamálin eru
í sama farvegi og þegar viðræðum
var frestað fyrir páska.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari boðaði í gær forystu-
menn BHMR á sinn fund og
einnig fulltrúa samninganefndar
ríkisins. Boðað verkfall 11 félaga
háskólamanna tekur gildi á
fimmtudag hafi samningar ekki
náðst fyrir þann tíma. Guðlaugur
sagði í gærkvöldi að hann myndi
ákveða í dag hvort hann tæki
formlega yfir kjaradeildu þessara
aðila. -|g.
Ölduselsskólamálið
Mistökin að ráða Sjöfn
BjarniP. Magnússon: Mistök afBirgi ísleifi ogfrœðsluráði að ráða Sjöfn ístöðuna.
Borgarmálaráð Alþýðuflokksins hótar slitum á vinstrasamstarfi í borgarstjórn
Borgarmálaráð Alþýðuflokks-
ins samþykkti um helgina að
taka ekki þátt í sameiginlegu
framboði vinstriflokkanna til
næstu borgarstjórnarkosninga
nema menntamálaráðherra
afturkalli auglýsingu á lausri
skólastjórastöðu Olduselsskóla
sem Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
gegnir nú. Borgarmálaráðið hef-
ur þannig tekið undir þær ásak-
anir Sjafnar að um pólitískar of-
sóknir sé að ræða á hennar hend-
ur frá menntamálaráðherra,
kennararáði og stjórn foreldrafé-
lags skólans.
Bjarni P. Magnússon borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins var að
því spurður, hvaða hagsmuna Al-
þýðuflokkurinn teldi sig vera að
verja í þessu máli.
Við teljum okkur vera að gæta
hagsmuna allra Reykvíkinga,
sagði Bjarni, og ég veit ekki betur
en að skólastarf í Ölduselsskóla
h^fi gengið með prýði í vetur.
Það lá hins vegar fyrir í upp-
hafi, þegar Sjöfn tók við starfinu,
að kennarar og foreldrar vildu
annan mann í starfið, og með til-
liti til þeirra erfiðu aðstæðna þá
teljum við að hún hefði átt að fá
meiri tíma til þess að sanna sig í
starfi. Ég fæ ekki séð að allt hafi
verið í hers höndum innan
skólans eins og sagt hefur verið.
Við erum búin að kynna okkur
alla þætti þessa máls, og í þessu
sem öðru gildir, að sjaldan veldur
einn þá tveir deila.
Ef við einhvern er að sakast í
þessu máli, þá er það fyrrverandi
menntamálaráðherra, fræðslu-
ráð og borgarstjórn, sem réðu
Sjöfn í þetta starf í trássi við vilja
kennara og foreldra. En meðan
við búum við núgildandi lög þá á
fræðsluráð að vera umsagnaraðili
um ráðningu og skipan í skóla-
stjórastöður, og þar sem fræðslu-
ráð óskaði ekki eftir að staðan
yrði auglýst, þá teljum við að lög-
in hafi verið brotin.
Nú ætlar foreldraráðið að
funda um málið á morgun. Mun
niðurstaða þess fundar hafa áhrif
á afstöðu ykkar?
Ég get ekkert um það sagt nú,
en við munum sjálfsagt ræða
hana í okkar hópi. -ólg.
Sjá síðu 2
Kjarasamningar
Reynt til þrautar
Óformlegirfundirforystumanna BSRB ogfulltrúa ríkisins í gœrkvöld um samning
út október. Alþýðusambandið: Verðum að byrja aftur upp á nýtt.
Tekur ríkissáttasemjari yfir BHMR - deiluna ?