Þjóðviljinn - 04.04.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Síða 3
FRETTIR Bankakerfið Enn hækka vextir Fátt bendir til þess að bankarn- ir hyggist lækka raunvexti af verðtryggðum lánum þótt útlán hafi dregist saman en innlán aukist. Raunvextir eru nú að meðaltali hinir sömu og voru í desember síðastliðnum. Hinsveg- ar hækka nafnvextir jafnt og þétt og nú síðast á laugardag 1. apríl. Hækkuninn er nokkuð misjöfn eftir bönkum. Til að mynda hækkuðu vextir af skuldabréfum úr 20,9% í 24,8% hjá flestum bankanna nema Landsbankan- um. Stjórnendur hans hækkuðu úr 18% í 24%. Taka ber fram að þeir létu hjá líða að hækka nafnvexti síðast eða 21. mars. Það er alkunna að bankar hafa heimild til þess að hækka nafnvexti 1., 11. og 21. hvers mánaðar. Á laugardag hækkuðu enn- fremur víxlavextir úr 24,3% í 24,7% og yfirdráttarlán úr 27,9% í 28,5%. Innlánsvextir almennra sparisjóðsbóka hækkuðu úr 12,6% í 13,4% og skiptikjara- reikninga (1 árs sparisjóðsbók) úr 24 í 25,6%. Innlánsvextir af almennum tékkareikningum hækkuðu hinsvegar ekkert þann 1. apríl. í desember voru raunvextir banka að meðaltali 8,1% og þótti nauðsynlegt að þeir færu lækk- andi. Síðan hefur all mikið vatn runnið til sjávar, fjöldi fyrirtækja orðið gjaldþrota og margmenni misst atvinnu sína. Eftirspurn eftir dýrum lánum hefur minnkað í efnahagssamdrættinum en innlán aukist. Rökrétt afleiðing þessa ætti að vera raunvaxta- lækkun, eftirspurn minnkar stór- um - varan (féð) lækkar í verði. Og sú hefur orðið raunin á gráa markaðinum; þar hafa raunvextir lækkað um 1,5 af hundraði. ks Aprílgabb Bjórkönnun og selavernd í stórblaði Lescndum Þjóðviljans varð heldur betur brugðið þegar þeir fengu blaðið í hendur laugardag- inn 1. aprfl. Þjóðviljinn hafði stækkað um helming og var orð- inn á cinni nóttu stærsta dagblað landsins. En það var fleira sem kom á óvart í stórblaðinu. Á forsfðu blaðsins bauð Höskuldur Jóns- son forstjóri ÁTVR íbúum höf- uðborgarsvæðisins í bjórdrykkju í útsölu Áfengisverslunarinnar að Stuðlahálsi. Þar var fólki boðið að smakka 24 tegundir af bjór og gefa þeim síðan einkunn eftir gæðum. Eithvað mun hafa verið um að fólk kæmi við að Stuðlahálsi enda gekk aprflgabb Morgunblaðsins út á svipaða uppákomu á Stuðla- hálsi, en samkvæmt því gátu landsmenn fengið smyglbjór á út- söluverði hjá ÁTVR. Þá var Tím- inn einnig með smyglbjór á Stuðl- ahálsi en hann átti þó ekki að selja fyrr en eftir helgi. Á baksíðu stórblaðs Þjóðvilj- ans var sagt frá heimsókn sels í Tjörnina og að samtök græningja hefðu boðað til fundar við vökina í norðurenda Tjarnarinnar til verndar selnum. Hér var vita- skuld einnig um aprílgabb að ræða. Við vonum að engum hafi sárnað skensið þótt hann hafi verið látinn hlaupa apríl. Þá þökkum við Höskuldi Jónssyni fyrir hans hlut í gabbinu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Frá síðasta miðstjórnarfundi flokksins í nóvember. Afstaða Steingríms og Svavars ræður mestu um átök á fundinum annað kvöld. Alþýðubandalagið Olafur Ragnar í kröppum dansi Tekistá um kjarastefnu á miðstjórnarfundi á annað kvöld. Gamlir andstœðingar formannsins íforystu uppreisnarmanna, en óánœgja með BHMR-launin nœr langt inní raðir Ólafsmanna. Maraþon líklegt en sennilegast að niðurstaðan verði nokkurnveginn status quo, meðal annars vegna þess að stjórnarþátttakan þolir ekkiflokksstyrjöld Margir Aiþýðubandalags- menn búa sig undir langan og strangan miðstjórnarfund annað kvöld, og renna sumir hug- anum til maraþonfundarins sumarið ‘86 um svokölluð Guð- mundarmál, sem ekki lauk fyrren undir morgun. Sennilegt er þó að átakalínur á fundinum líkist frek- ar öðrum frægum miðstjórnar- fundi í flokknum, margradaga- fundinum í haust meðan verið var að mynda stjórnina. Aðalhlutverkið á fundinum annað kvöld er öruggt fyrirfram. Það verður í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar flokksfor- manns og fjármáiaráðherra. Til fundarins er boðað að kröfu um 30 miðstjórnarmanna í þeim til- gangi „að ræða afstöðu flokks- ins“, fyrst og fremst formannsins, í kjaradeilunum og „sérstaklega“ ákvörðun Ólafs Ragnars um að borga BHMR-mönnum ekki laun í verkfallinu. Ljóst er að þessi ákvörðun fjár- málaráðherra er mjög umdeild í flokknum. Margir telja að Al- þýðubandalagsmanni hafi verið skylt að túlka vafaatriði á borð við þetta stéttarfélögunum í hag hvernig sem staðan var að öðru leyti, - og margir telja einnig að hvað sem líður grundvallarstefnu hafi Ólafur hreinlega leikið af sér, - með þessari einu ákvörðun sinni þjappað BHMR saman utanum Pál Halldórsson og fé- laga hans í forystu sem áður hafi verið að einangrast í óbilgjarnri kröfustefnu, og þar að auki kom- ið BSRB-forystunni í óþægilega stöðu gagnvart háskólamönnum. Tilfinningar Þessi óánægja á sér talsmenn víða í flokknum og nær langt inní þær raðir sem hingaðtil hafa stillt sér að baki Ólafi Ragnari - enda margt um opinbera starfsmenn og BHMR-félaga í því liði. Það hvessir síðan tóninn í garð for- mannsins að hart var deilt um einmitt þetta í stóra verkfallinu 1984? og hefur því málið tilfinn- ingagildi langt umfram raunveru- lega vigt. En stuðningur við ákvörðun Ólafs er einnig talsverður. Þá er sagt fráleitt að ætlast yfirhöfuð til launa í verkfalli og kórrétt af ráð- herra verkalýðsflokks að taka ekki þátt í slíkri útþynningu verk- fallsréttarins. Þessarar skoðunar eru margir verkalýðsforingjar úr ASÍ, og skýrast hefur Guðmund- ur J. Guðmundsson orðað hana opinberlega, en hún á sér einnig talsmenn í þingflokknum og meðal landsbyggðarmanna. Þáer einnig bent á að BHMR hafi ekki sýnt vott af samningsvilja og stefni útúr öllu korti í samningun- um: af hverju ætti formaður Al- þýðubandalagsins í ráðherrastóli að hjálpa BHMR með verkfall sem beinist rakleitt gegn þeirri kjara- og efnahagsstefnu sem er forsenda og grundvöllur fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins? í BRENNIDEPLI Þessi skoðanamunur fer ekki eftir armaskiptingu síðustu miss- era í flokknum einsog sjá má til dæmis á nafnalistanum undir kröfunni um miðstjórnarfund, en þar eru í hópi nokkrir einarðir „Ólafsmenn" sem sumir skrifuðu raunar undir með fyrirvara um orðalag. Sú armablöndun á sér meðal annars skýringar í því að innan flokksins er upp komin óþreyja í stjórnarsamstarfinu. Mönnum finnst miða hægt, og spyrja eink- um um árangur í samningamálum og vaxtamálum auk ókyrrðar vegna hermála ýmissa og allskyns ævintýra á gönguför utanríkis- ráðherra. ímyndarbreyting? Þá þykja oddvitar flokksins þrír hafa nálgast ískyggilega þann ráðherrasósíalisma úr til dæmis Thoroddsen-stjórninni, að ráða í fyrsta lagi flestu einir og sjálfir og taka í öðru lagi meira tillit til framhaldslífs stjórnarinnar en til stefnu flokksins og lýðræðislegra ákvarðana innan hans. Þannig hafa ýmis stórmál í stjórnarsamstarfinu hvergi verið rædd í flokknum utan ráðherra- og þingmannafunda, til dæmis Arnarflugsmálið, hlutafjársjóð- ur, útvarpsmál, og fleira og fleira. Á það er svo bent líka að stjórnarþátttakan hafi um margt styrkt flokkinn verulega, og hugsanlega „bjargað“ honum úr eymd og volæði. I skoðanakönn- unum hefur flokkurinn eflst á marktækan hátt, og ríkisstjórnar- þátttakan hefur gjörbreytt stöðu hans gagnvart Kvennalistanum, eytt minnimáttarkennd og upp- gjafartónum innan flokksins og breytt neikvæðum þáttum í ímynd hans útávið. Hver talar lengur um Alþýðubandalagið sem verðbólguflokk? Einmitt þarna finna ýmsir vörn fyrir Ólaf Ragnar í BHMR- launamálum, og segja þarft að koma fyrir kattarnef því áliti á flokknum að þar fari óábyrgur veisluflokkur sem í ríkisstjórn opni gullkisturnar og bjóði gest- um og gangandi að sækja sér hnefa, og fari svo í stjórnarand- stöðu þegar allt er komið í klandur. Ólafi sjálfum er kært að hafa á lofti þá kenningu að framtil 1971 hafi tímarnir sett það mark á flokkinn að hann hafi verið orð- inn eðlislægur stjórnarandstöðu- flokkur og þessvegna gengið erf- iðlega með ábyrgðina og mála- miðlanirnar, - hluti af hræringun- um síðan í flokknum stafi af átök- um milli afla sem telja flokkinn neyddan til eilífrar stjórnarand- stöðu - til alþýðubyltingar eða dómsdags - og afla sem vilja að flokkurinn geti orðið burðar- flokkur landstjórnar, einn eða með öðrum eða í nýrri uppröðun fylkinga. Tvöföld andstaða Flestir þeirra sem kröfðust miðstjórnarfundarins koma raunar úr þeirri deild flokksins sem kenna mætti við tvöfalda stjórnandstöðu, innri og ytri, - fólk sem barðist hatrammlega gegn formannsframboði Ólafs Ragnars haustið ‘87 og greiddi at- kvæði gegn stjórnarþátttöku flokksins í septemberlok. Meðal stuðningsmanna Ólafs- einnig þeirra sem ekki hrópa húrra fyrir afstöðu hans í BHMR- deilunni - er fundurinn því gjarna túlkaður sem tilraun til að koma höggi á formanninn og stuðnings- fylkingu hans, og þannig settur í beint samband við átökin í Al- þýðubandalaginu undanfarin ár. Því má búast við að harðsnúin sveit komi á fundinn annað kvöld og freisti þess að snúa honum uppí einhverskonar stuðningsyf- irlýsingu við almenna stefnu fjár- málaráðherra, með áherslu á kjaramálin í heild sinni og af- stöðu flokksins til þeirra. Enn er flest óljóst um málatil- búnað og fylkingar á miðstjórn- arfundinum, og í gærkvöldi var ekki ljóst hvernig forystumenn tillögunnar um fundinn ætluðu að reka sín mál, en fastlega má búast við einhverskonar fordæmingar- tillögu, sem hugsanlegt er að samþykkt yrði að lokum út- vötnuð og tvíræð. Einnig er til í dæminu að fram komi van- trauststillaga á Ólaf Ragnar, og yrði þá sennilegast mætt með til- lögu um fullt traust til formanns- ins. Sennilegast er í bili að upp- reisnin fjari út í ræðuhöldum - og það mun ætlun sumra þeirra sem undir skrifuðu. Þótt fundartími sé ekki sem heppilegastur væru slíkar umræður í flokknum alls ekki óeðlilegar. Aðeins einn mið- stjórnarfundur hefur verið hald- inn síðan ríkisstjórnin komst á laggir, og þeim fundi varð af ýms- um ástæðum ekki mikið úr verki. Svavar situr hjá Útfjörun er einkum sennileg vegna þess að engin sókn gegn Ólafi Ragnari í formannsstóli á nokkurn möguleika á árangri án fulls stuðnings og þátttöku ráð- herranna Svavars Gestssonar og Steingríms Sigfússonar og án þess að hafa á bakvið öflugan meiri- hluta í þingflokknum. Þar líta hinsvegar flestir á miðstjórnar- fundinn sem mjög óþarfa truflun á versta tíma, og þótt þeir Svavar og Steingrímur þjáist ekki af of- urást í garð Ólafs Ragnars og helstu rnanha þaríkring er þeim fráleitt í hug að ráðast gegn hon- um nú. Það væri að leggja undir hvorttveggja, viðkvæmt valda- jafnvægi innanflokks og sjálft líf ríkisstjórnarinnar sem þeir sitja í og einmitt nú má ekki við nokkru minnsta áfalli. Vísast er að á miðstjórnarfund- inum verði fyrst og fremst loftað út, blásið fram þeirri óánægju sem um sig hefur grafið, skýrðar þær línur sem uppi eru um stefn- una. Formanninum og fjármála- ráðherranum gæti orðið þessi uppreisn holl lexía um samráð og vinnustíl, en sennileg niðurstaða einsog staðan er nú er að enn styrkist það taktíska forystu- bandalag sem myndaðist í flokknum við stjórnarþátttökuna í haust þarsem stjórnarsinnar úr „flokkseigendafélaginu“ tóku höndum saman við Ólafsmenn gegn andstæðingum stjórnarþátt- töku, sem best er lýst með nöfnum leiðtoganna Ásmundar Stefánssonar og Álfheiðar Inga- dóttur. En auk þess að dagur getur gjörbreytt stöðunni í pólitík er Álþýðubandalagið óútreiknan- legt og áreiðanlegast að skrifa um það fréttaskýringar eftirá og ekki fyrirfram. Kannski miðstjórnin lýsi yfir stuðningi við BHMR gegn fjármálaráðherranum? Kannski verður Ólafur Ragnar settur af og Birna Þórðardóttir kosin til forystu f staðinn? Kannski formaðurinn krefjist traustsyfirlýsingar og hóti ella landsfundi strax? Eða þingkosn- ingum? Kannski verða meirihátt- ar tíðindi í samningunum á morg- un og húrrahróp á fundum annað kvöld? Á sinn hátt felur krafa um miðstjórnarfund í sér ögrun við áhrifavald formannsins og setur stöðu fjármálaráðherrans í tíma- bundna óvissu. Hitt er svo al- þekkt í herfræði og stjórnmálum að atlaga sem geigar er alltaf þeim í hag sem fyrir verður. Eða einsog sagði í frægum söngleik um önnur átök og deilur fyrr í sögunni: Ó, ó, ó, — þetta er indælt stríð. -m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.