Þjóðviljinn - 04.04.1989, Síða 9

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Síða 9
Framhald af bls. 5. hefur einnig styrkt aðra starfsemi sem heyrir kannski ekki beint undir tónlistarskólana en er skyld starfsemi þeirra, eins og t.d. org- anistastörf við kirkjur, ýmiskon- ar kórstarfsemi, leiklistarstarf- semi, tónmenntarkennslu í grunnskólum og danshljóm- sveitir og annað samspil. Váleg tíðindi Fyrir nokkuð mörgum misser- um var skipuð nefnd til að gera tillögur um breytta verkskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ein breyting sem nefndin gerði til- lögu um var að sveitarfélögin tækju alfarið að sér rekstur og fjármögnun tónlistarskólanna. Þessari tillögu var mótmælt af flestum tónlistarskólum, þ.e. starfsmönnum þeirra og foreldr- um nemenda þegar taka átti frumvarp til laga um þessi efni til umræðu á Alþingi starfsárið 1987-88. Ákvarðanatöku var því frestað um ár samkvæmt opin- berum yfirlýsingum, en margir alþingismenn og tónlistarskóla- menn töldu að það orðalag þýddi í reynd að málið væri úr sögunni og að það myndi ekki verða tekið upp aftur. En því miður þá er það enn á ný til umræðu í mennta- málaráðuneytinu og í nefnd þeirri sem ræðir tillögur um breytta verkaskipan ríkis og sveitarfélaga. Tilvist skólanna í hœttu Af fenginni reynslu vita tón- listarskólamenn að lögin um fjár- hagslegan stuðnings ríkisins við tónlistarskólana voru og eru sú lágmarkstrygging sem gerir okk- ur kleift að reka tónlistarskóla vítt og breitt um landið. Tilvist flestra tónlistarskóla er í hættu ef ríkissjóður hættir beinum fjár- stuðningi við þá og mun starf sumra skólanna fljótlega leggjast niður. Því er svo farið með grunnskólastarfið í landinu að ef sveitarfélögum hefði ekki verið skylt að halda uppi skólastarfi lögum samkvæmt þá væri enginn grunnskóli á mörgum stöðum þar sem hann er nú. Og jafnvel þó svo að uppbyggingarstarfi grunnskólanna sé víða að mestu lokið þá er það ríkissjóður sem tryggir að starfsemin fari þar fram því hann borgar mest öll laun kennaranna, burtséð frá því hvort skólinn er stór eða lítill, hagkvæmur í rekstri eða ekki. Og það er alveg ljóst að grunnskól- akennara fýstir ekki að sveita- stjórnir taki að sér að sjá um launagreiðslur. Barátta ríkis og sveitarfélaga Oft hefur réttlæting minni sveitarfélaga fyrir fjárframlagi til tónlistarskólareksturs verið sú að ríkissjóður legði fram sömu upp- hæð á móti. Þessi skoðun á sér eflaust djúpar rætur í sam- skiptum hinna opinberu stofn- ana, en hún er eitt dæmi um það að framlag ríkisins er trygging fyrir því að um tónlistarskóla- rekstur sé rætt hjá sveitastjórn- um. Ef það á alfarið að vera á hendi sveitarfélaganna að fjár- magna tónlistarskólarekstur er komin upp sú staða að sveitarfé- lag sem er ekki úlltof vel statt fjárhagslega hefur í sjálfu sér engum fjármunum að tapa þó svo tónlistarkennsla leggist niður. Þessi togstreita á milli sveitarfé- laganna og ríkisins er á margan VIÐHORF hátt lýjandi, en hún hefur samt tryggt tilvist tónlistarskólanna og sparnað í rekstri. Atvinnuöryggi Allur fjöldi tónlistarkennara býr og starfar við þær aðstæður að geta átt von á því á hverjum vetri að að ári sé ekki lengur þörf fyrir þá við tónlistarkennara - störf. Kemur þar margt til.Dutt- lungar menntamálaráðuneytisins um hámark kennslustunda á komandi starfsári, duttlungar sveitastjórnar um fjármagn til skólans á næsta almanaksári, duttlungar náttúrunnar þegar nemendum fækkar skyndilega í skólanum og fleiri óáran gerir það að verkum að á sumum stöð- um er varla búandi við tónlistar- störf. Tónlistarkennarar eru rétt- indalausir menn, hafa engin fag- leg og lögskráð réttindi og búa við vægast sagt lítið atvinnuör- yggi. Það er sjálfsagt að aðstand- endur tónlistarskólanna réttlæti það á hverjum tíma fyrir sveitarstjórnum að fjármunum sé eyðandi í tónlistarskólarekstur. Það höfum við líka gert og verður ekki annað sagt en að tónlistar- skólarnir fái mikið aðhald um reksturinn enda hæg heimatökin. Ríkissjóður hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af því að fjármun- um tónlistarskólanna væri illa varið. En verði sú breyting að sveitarfélögin sjái ein um tónlist- arskólareksturinn, má búast við því, að margir tónlistarkennarar gefist hreinlega upp vegna þess álags og öryggisleysis sem fylgir starfinu. Nóg er álagið fyrir á marga þeirra af öðrum orsökum og þá sérstaklega á fámennari stöðum þar sem þeir eru allt í öllu enda ekki mikið tónlistarkennar- aval allsstaðar. Skref afturábak Þær tillögur sem til umræðu eru um það að sveitarfélögin sjái alfarið um rekstur tónlistarskól- anna eru skref 26 ár aftur í tím- ann. Mjög mörg sveitarfélög hafa hvorki fjárhagslegt bolmagn eða nógu einarðan vilja til að reka tónlistarskóla án stuðnings ríkis- ins. Því miður þá hefur það gerst ennþá einu sinni að í nefnd til að ræða alvarleg málefni samfélags- ins eru nær eingöngu skipaðir menn úr stærri kaupstöðum eða af höfuðborgarsvæðinu, og við vitum það að þeir eiga oft í erfið- leikum með að setja sig í sporin okkar sem byggjum landið utan þéttbýlisins og skilja ekki hagsmuni okkar. Ráðuneytis- menn eru líka sama marki brenndir, og nú hefur mennta- málaráðuneytið ruglað þessa um- ræðu með því að blanda saman við hana málefnum tón- menntakennslu í grunnskólum, en hún er víða í miklum ólestri. Fagleg vandamál tónmennta- kennslu grunnskólanna verða ekki leyst af tónlistarskólunum. Það væri þá helst að slík mál væru leyst í samvinnu við tónlistar- skóla á hverjum stað. Tón- menntakennsla er innanhúsmál í grunnskólanum og er hluti af þeim aðferðum sem skólinn not- ar til að koma nemendum sínum til þroska. Hér eru menn í menntamálaráðuneytinu að rugla saman umræðum um fjár- hagslega verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og svo faglegum málefnum skóla almennt. Skrefin áfram Nánustu framtíðaráform í þró- un skólastarfsins komu fram í 12. gr. laganna frá 1985 um fjárhags- Auglýsing um sumarafleysingastörf Sumarafleysingafólk óskast til starfa við fang- elsin á höfuðborgarsvæðinu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkis- ins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 20. apr- íl nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 30. mars 1989 legan stuðning ríkisins. En þau áform hafa algjörlega brugðist hingað til. Þó er ennþá hægt að bæta úr og tónlistarskólamenn þurfa nú að standa saman og hrinda tilraunum þeim sem gerð- ar eru til að kippa undirstöðunum undan fjárhagslegum rekstri tónlistarskólanna. Við þurfum að fá menntamálaráðuneytið til að framkvæma þær hugmyndir sem 12. gr. laganna kveður á um. Gleymum því ekki að ráðuneytið er til að þjónusta okkur, en stundum dettur manni í hug að það sé einhverskonar kóngsríki og við skólafólkið þrælar sem ekki skipti máli hvernig farið er með. Ef menntamálaráðuneytið hefði séð sóma sinn í því að koma í reglugerð þeim áformum sem um gat í 12. gr. laganna þá stæð- um við mörgum skrefum framar í þróuninni, - þróun sem hlýtur að verða. Við eyðum hundruðum milljóna í tónlistarskólarekstur, en menntamálaráðuneytið virðist ekki geta hugsað sér að ráða mann í eina stöðu (eitt fullt starf) námsstjóra tónlistarskólanna sem hefði það sem verkefni að samræma starf skólanna, skipu- leggja námsskrárútgáfur, að- stoða við útgáfu íslenskra kennslubóka, undirbúa útgáfu á reglugerð um starfsréttindamál kennara tónlistarskólanna svo og þeirra nemenda sem útskrifast úr tónlistarskólanum og fleira og fleira. Það var framtíðarverkefni að fá ríkissjóð til að vera sveigjanlegri í fjárveitingum sín- um til skólanna því umfang þeirra ræðst af nemendafjöldanum og hann sveiflast upp eða niður frá ári til árs. Eins og allir vita hefur því verið haldið fram að það sé eðliiegt og óhjákvæmilegt að eitthvert tregðulögmál einkenni rekstur opinberra stofnana. En það er rugi og ekkert lögmál, heldur aðeins gamall arfur úr- eltra starfshátta sem við þurfum að útrýma og hverfur kannski ekki fyrr en ný kynslóð hefur tekið við hjá hinu opinbera. Það kannast margir tónlistarskólar við það að reksturinn hafi dregist svo saman einhver árin vegna nemendafæðar að þeir hafi ekki nýtt fjárveitingu ríkissjóðs og sveitarfélagsins að fullu. En þeg- ar nemendafjöldinn önnur ár var óvenjulega mikill þá var alveg vonlaust að fá starfsmenn hinna opinberu sjóða til að taka tillit til óvenjulegra aðstæðna og hlusta með skilningi á nokkur rök. Því miður kannast nær allir tónlistar- skólar við þetta og hafa þurft að sætta sig við þetta, en lifa þó í voninni um að þessu megi breyta. Að lokum Það sem hér að framan er skráð éru vandamálin eins og þau blasa við mér. Nefnd sú sem gerði þær tillögur að sveitarfélögin tækju alfarið við rekstri tónlistarskól- anna hefur búið til stóra hluta þessara vandamála. Við skulum minnast þess að það hefur enginn haldið því fram að tilgangurinn með breytingunum sé að spara í rekstri tónlistarskólanna. Verka- skipting ríkis og sveitarfélaga hefur tryggt sparnað í rekstri og það fjármagn sem í skólana hefur verið lagt hefur nýst mjög vel. Athugum það að þó svo nefnd skipuð af menntamálaráðherra, sveitarstjórnum eða alþingi geri tillögur um breytta skipan mála, þá þurfa þær ekkert endilega að vera algóðar, eru jafnvel ósköp einfaldlega til bölvunar og ætti því að vera vísað frá. Nefndar- menn eru jú bara venjulegir menn eins og við og jafn ó- fullkomnir. Það að berjast á móti þessum tillögum er ekki íhalds- semi, heldur aðeins eðlileg við- brögð þess sem þekkir vel til þess verkefnis að halda uppi tónlistar- starfsemi með fingurna um alla þá þræði sem samfélag í dreifðri og fámennri byggð krefst. Búðardal, 21. mars 1989 Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: faggreinum hársnyrtibrautar, íslensku, faggreinum rafiðnaðar- brautar, sögu, stærðfræði, tölvufræði, vélritun (hálf staða) og vélstjórnargreinum. Þá vantar stundakennara í myndlistargreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 26. apríl. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara sem veitir allar nánari upplýsingar. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ FLÓAMARKAÐURINN Hjónarúm óskast Vil kaupa hjónarúm ca 160 cm á breidd. Þarf að vera hvítt eða úr beyki og með góðum dýnum. Upp- lýsingar í síma 681310 kl. 9 og kl. 5 og 675862 eftir kl. 20.00. Til sölu fyrir byrjendur sófasett, 2 sófaborð og 4 eldhús- kollar. Upplýsingar í síma 671364. Ódýrt Smith-Corona rafmagnsritvél til sölu. Einnig 4 góð 15“ vetrardekk á felgum og 3 aukafelgur. Upplýsing- ar í síma 681748. Til sölu þrekhjól með digital klukku og mæli. Einnig bílskúrshurð úr plasti með járnum. Upplýsingar í síma 32101. sos Óska eftir að kaupa notuð, vel með farin barnaskíði með bindingum ca. 1,10-1,20. Upplýsingar í síma 44218. Óskast keypt Góð barnakerra og hár barnastóll (ekki Hokus Pokus) óskast. Upp- lýsingar í síma 28372. Kommóða gefins Eldgömul kommóða fæst gefins. Kommóðan er með 4 skúffum, ágæt hirsla og mætti gera fina með lagfæringum. Upplýsingar í síma 45367 eftir kl. 21.00. Leturhjólsprentari (Daisy wheel), lítið notaður með matara til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 91-45155 á skrifstofutíma. Gefins 3 pottofnar fást gefins. Upplýsingar í síma 675551 eða bílasími 985- 25509 eða á Ljósvallagötu 24, 1. hæð. Fuglabúr til sölu Vandað fuglabúr til sölu með ýms- um fylgihlutum. Selst á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 681455. Kommóða 6 skúffu kommóða til sölu á kr. 2.000. Upplýsingar í síma 622084. Heilsudýnur 2 Bay Jacobsen heilsudýnur til sölu á verði einnar. Upplýsingar í síma 79008. Ryksuga óskast Óska eftir nothæfri ryksugu. Sími 27738. Silver Cross barnavagn Til sölu Silver Cross barnavagn, stærri gerð á kr. 6.000 og frístand- andi baðborð, mjög vel með farið á kr. 7.000. Upplýsingar í síma 685679 eftir kl. 16.00. Við höfum not fyrir útsaumaða púða, klukkustrengi, saumaðar stólsesstur, kross- saumsmyndir og þvíumlíkt. Má vera óhreint, sem illa farið. Hendið ekki, hafið samband við Völu í síma 16714 eða 12992. Til sölu Ariston kæliskápur með sér frysti að ofan og með nýjum mótor. Verð kr. 20.000, Grundig útvarpsfónn á kr. 10.000 og Cortina 1600 árg. '77, skoðaður '89. Gott gangverk, sumar- og vetrardekk fylgja. Verð kr. 50.000. Þeir sem hefðu áhuga hringi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Þjóðviljans, sími 681310 eða 681331. Ýmislegt ódýrt Armstóll með háu baki og skemill (skemmtilegt áklæði), barnarimla- rúm (einnig nothæft sem leikgrind), toppgrind á bíl, mjög ódýr svigskíði og gönguskíði og nýlegir skíðaskór nr. 41 og 42. Upplýsingar í síma 41289. Húshjálp Óska eftir að taka að mér húshjálp. Upplýsingar í síma 12706 kl. 9-17. Mig bráðvantar isskáp helst mjög ódýran. Upplýsingar í síma 42754. Til sölu rúm, stærð 190x90 með 2 skúffum og svampdýnu. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 686254. Scháffer hundur Af sérstökum ástæðum fæst Scháffer hundur, 11/2 árs gamall gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 30659. Húsnæði óskast Fertugur maöur óskar eftir rúm- góðu herbergi með baðaðstöðu eða lítilli íbúð í Reykjavík eða Kópa- vogi. Tilboð sendist auglýsinga- deild Þjóðviljans merkt „Húsnæði ’89“. Mótatimbur óskast 1x6 og 2x4. Upplýsingar í síma 25647 eftir kl. 17.00. Emmaljunga kerruvagn með dýnu til sölu á kr. 15.000 (tæp- lega ársgamall). Sími 17133. Óskast keypt 2 hægindastólar óskast, einnig ódýrt gólfteppi 15-20 fm. Upplýs- ingar í sima 23159. Til sölu Nýr apaskinnsgalli nr. 12 til sölu á kr. 4.800. Upplýsingar í síma 24866. Leíguskipti Reykjavík - Selfoss Eg á 150 fm einbýlishús á Selfossi og óska eftir leiguskiptum á því og 3-4 herbergja íbúð á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Leigutíminn er eitt ár frá ca. 1. júní. Upplýsingar í símum 91-90363 og 91-43862. Flygill til sölu Nýuppgerður flygill til sölu. Get tekið píanó upp í sem greiðslu. Upplýsingar í síma 35054. fsskápur óskast ísskápur í góðu standi óskast, hæð 140 cm. Einnig vantar þvottavél og hjónarúm. Upplýsingar í síma 42397. Tll sölu Sófasett til sölu 3+2+1, sófaborð getur fylgt. Verð kr. 10.000. Á sama stað er til sölu Bond prjónavél. Upp- lýsingar í síma 686901. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Rússneskar vörur í miklu úrvall m.a. tehettur, matrúskur, ullarklút- ar- og sjöl og ýmsar trévörur. Póstk- röfuþjónusta. Upplýsingar í síma 19239.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.