Þjóðviljinn - 04.04.1989, Page 11

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Page 11
UÓSVAKINN Vorboðinn leiði Síðastliðið miðvikudagskvöld missti ég af myndinni Ævintýra- maðurinn frá árinu 1952, með Gregory Peck og einhverjum öðrum. Á fimmtudagskvöldið varð ég af Eurovison keppninni sem við vinstri menn og félags- hyggjuöflin í landinu köllum Evr- óvisjón. Pað sama kvöld lét ég mynd um Kristján fjórða Dana- konung fram hjá mér fara. Föstu- dagskvöldið urðu ýmis atvik til þess að ég sá mér ekki fært að horfa á myndina Týnda flugvélin og varðandi laugardagskvöldið skal það játað að mér var beinlín- is fjarri skapi að horfa á gaman- mynd með Katharine Hepburn og svo maður tali bara púrt upp úr pokanum: mér var gersamlega um megn að horfa lengur en tvær mínútur á bíómyndina sem fylgdi og skartaði John Wayne. Samt var hann með Davy Crockett húfu og allt. Kóngulóarvefurinn læsir sig um dagskrá ríkissjónvarpsins um þessar mundir. Fólkið sem þar ræður ferðinni telur við hæfi að bjóða okkur upp á amerískar kvikmyndir með John Wayne í aðalhlutverki. Um dagskrá stöðvar tvö kann ég ekki að dæma því ég á ekki apparat, en í fljótu bragði sýnist manni þar vera að öllu jöfnu ameríska sjón- varpið - kannski ekki John Wa- yne, en ameríska sjónvarpið engu að síður, með þeirri ein- hæfni sem það einkennir. Þvílík eyðimörk! getur maður sem hæg- ast hugsað, þvflíkt ástand! Ó vei! En það er óþarfi því reyni maður að skyggnast dýpra ög hafi jafnvel hugsanir bandaríska heimspekingsins Normans Vinc- ents Peale að leiðarljósi - en eins og kunnugt er samdi hann ritið The power of positive thinking - þá skilst mannig að þessi ömur- lega dagskrá er framar öðru til vitnis um að nú fer að vora. Sumardagskrá stöðvanna beggja einkennist nefnilega framar öðru af uppgjöf ráðamanna fyrir þeirri staðreynd að fólk nennir ekkert að horfa á sjónvarp þegar hlýnar í lofti og túnin grænka og fuglar taka að tísta. Og kannski kemur vorið bráðum - það er að minnsta kosti farið að láta á sér kræla í gömlum amerískum bíómyndum og öðru andleysi dagskrárhönn- uðanna. Við verðum bara að vona að Guð taki meira rnark á Páli Bergþórssyni en hann gerði nú um síðustu helgi, þegar Páll var búinn að spá hláku en við fengum eina snjódembuna til yfir okkur. Þeir hjá sjónvarpinu eru allavega tilbúnir undir sumarið, það votta bíómyndirnar. Allir hressir Það var samt ekki allt lélegt sem sjónvarpið bauð upp á. Þátt- ur Egils Helgasonar var eins og fyrri þættir hans snöfurlega gerð- ur. Hann hefur vit á að velja sér hæfilega vítt svið sem andríkt fólk getur síðan vaðið elginn um, þannig að skemmtilegt er á að horfa og sjálfur er hann ágætlega sposkur - myndskreytingar eru líka valdar af húmor og kostgæfni. Þættir hans virðast hugsaðir, en ekki er bara vaðið áfram með eitthvað, eins og raunin er stundum með íslenska þætti í sjónvarpinu. Það er líka annað sem lýtir ís- lenska þætti gjarnan og það er framkoma fólksins sem stjórnar þeim. Hún er nefnilega oft til vitnis um að það leggur sig of mikið fram, reynir um of að geðj- ast áhorfendum. Ég er til dæmis sannfærður um það að Hallur Hallsson verður nýtur fréttamað- ur um leið og hann hættir að flíra svona mikið og baða út höndun- um, því hvort tveggja virðist til- lært. Það er heldur ekkert vafa- mál að ég mun horfa afslappaðri á lottóið um leið og stúlkurnar sem þar stýra vélinni hætti að setja upp þessi óttaslegnu bros í tíma og ótíma, þær átta sig ekki á því að augun vitna um skelfingu meðan munnurinn hamast við að vera í vinnunni við að brosa. Og úr því maður er að þessum góð- fúslegu ábendingum: Hermann Gunnarsson hefur margt til brunns að bera og getur verið mjög skemmtilegur þegar hann gleymir því stundarkorn að tala um hvað allt sé skemmtilegt og gaman. Hann virðist ekki átta sig á því að þrálátar yfirlýsingar um að maður sé hress vitna einatt um hið gagnstæða. Það er allt í lagi að vera hress - fyrir alla muni - en það að vera hress felst ekki í því að tala um hve maður sé hress. Það nægir ekki. Kannski er þetta þjóðareðlið, þörf okkar að öðrum líki við okk- ur. Landkynningarmasið gengur út á það. Hin eilífu bros og hlátra- sköll af litlum tilefnum vitna um það. Skortur á lítilþægni? Það væri skemmtilegt ef ís- lenskir sjónvarpsmenn gætu gert þátt á borð við Matador - fram- haldsflokk úr íslenskri sögu. En sennilega er það borin von. Pen- ingaleysið er eitt með öðru, en ekki síður virðingarleysi okkar nútímafólks fyrir fortíðinni, skilningsleysi okkar, það hversu við blygðumst okkar fyrir það hvaðan við erum og hvernig. Og kannski höfum við heldur ekki eignast nógu „lítilþæga" kvik- myndahöfunda. Matador er nefnilega gert af mjög hóflegum listrænum metnaði, það myndi seint kallast „myndljóð“, þetta er framar öðru yfirlætislaus alþýð- uskemmtun. Og eitt í viðbót: hér er landlæg meðal listamanna tor- tryggni í garð realismans, hvort sem um er að ræða rithöfunda, leikhúsfólk ellegar kvikmynda- menn. Allir treysta á fantasíuna - ef til vill sökum þess hversu þægi- legt skálkaskjól hún getur verið óskýrri hugsun og hvers kyns vaðli. En það yrði gaman ef Matador yrði til þess að íslenskir sjónvarpsmenn færu að hugsa sinn gang og jafnvel láta sér detta í hug að búa til eitthvað sem ein- hver hefði hugsanlega gaman af - og listamenn hér almennt færu að hyggja að fortíðinni, ekki til að dorga þaðan aðhlátursefni, ekki til að sýna fólk að éta ofsalega ógeðslega ofsalega ógeðslegan mat, ekki til að gylla eða falsa, heldur til að átta okkur á hver við erum, hvaðan við komum, hvers vegna við séum eins og við erum. Þá gæti kannski runnið upp fyrir okkur ljós og þá fer okkur kann- ski að líka sæmilega við sjálf okk- ur og hættum að spekúlera í hvernig öðrum líkar við okkur. Matador er fyrst og fremst yfirlætislaus alþýðuskemmtun: í aðdraganda mislukkaðs hjónabands. þlÓDVILJINN FYRIR50ÁRUM Afturhaldsflokkarnir þrír hafa í nótt lagt um 12 millj. kr. byrði á alþýðuna. Engin trygging er fengin fyrir að taprekstri útgerð- arinnar sé með þessu lokið, né að núverandi gengi verði fest. Lögþvinguð kauplækkun hjá öllum launþegum. Chamberlain vildi ekki láta stuðning Breta við Pólverja nátil kröfunnar um Danzig og pólska hliðið. I DAG 4. APRÍL þriðjudagur í tuttugustu og fjórðu viku vetrar, fimmtándi dagur ein- mánaðar, 94. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.35 en sest kl. 20.28. T ungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Ambrósíusmessa. Hið íslenska prentarafélag stofnað 1897. ÞjóðhátíðardagurSenegal. Mart- in Luther King myrtur 1968. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 31. mars-6. apríl er í Garös Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............simi 1 84 55 Hafnarfj................simi 5 11 66 Garðabær................simi 5 11 66 Slökkvilið og sjukrabilar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 L/EKNAR Læknavaktfyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- allnn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítaians: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- 8pitalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi21500, simsvari. Sjáif shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Ópið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameirissjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 3. aprfl 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 53,28000 Sterlingspund............. 89,58200 Kanadadollar.............. 44,71900 Dönsk króna............... 7,25390 Norsk króna............... 7,76220 Sænsk króna................ 8,28870 Finnsktmark............... 12,53940 Franskurfranki............ 8,36290 Belgíski,rfranki.......... 1,34720 Svissn. franki............ 32,15060 Holl. gyilini............. 25,01470 V.-þýskt mark............. 28,20610 Itölsk líra............... 0,03844 Austurr.sch................ 4,01040 Portúg. escudo............ 0,34210 Spánskur peseti............ 0,45300 Japansktyen................ 0,40280 Irsktpund................. 75,24500 KROSSGÁTA 1 2 n 4 8 I 7 ■ 9 10 L3 11 12 7 13 14 • 18 18 ' | | r^ l j vý LJ 10 20 □ 22 iá □ 24 • 28 ' Lárétt: 1 karldýr4andi 8daunninn9trylltaf1 eyðimörk 12 sínkan 14 átt 15 fis 17 tvístígur 19 okkur21 spíra22ham- ingjusamt24 samtals 25kjáni Lóðrétt: 1 skaöi 2 raddar3reika4virki5 fæðu 6 hóps 7 ella 10 smár13eðju 16höfuð 17stóra18frost- skemmd20eldstæði 23 áköf Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 kusk4slök8 kostina9óþol11óður 12kerlur14gg15 unun17skari19aur21 auð 22 Raf n 24 gras 25 andi Lóðrétt: 1 klók 2 skor 3kollur4stóru5lið6 önug 7 kargur 10 þekk- ur13unir16nafn17 | sag 18 aða 20 u nd 23 AA Þriðjudagur 4. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.