Þjóðviljinn - 04.04.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Page 12
 SPURNINGIN Hvaða áhrif mun verk- fall kennara hafa á þig? Ingibjörg Jónsdóttir nemi á þriðja ári í MR: Það lokast skólinn og þá verður maður að reyna að læra sjálfur. Verst er með náttúrufræði og svoleiðis þung fög því námsefnið verður alveg jafn mikið þó svo að við missum einhverjar vikur úr kennslu. Ingibjörg Valsdóttir nemi í MR: Ég hef nú mestar áhyggjur af sumarvinnunni minni. Eg ætla til útlanda 15. maí og vinna á veg- um Nordjobb þannig að ég kvíði því að verkfallið dragist á langinn. Ingvi Kristinsson nemi: Það fer eftir því hvað það verður langt. Dögg Baldursdóttir nýnemi í MR: Það tefur bæði utanlandsferð og sumarvinnu hjá mér og svo verð- ur náttúrlega próflesturinn erfið- Óskar Svavarsson nemi MR: Þetta verður bara algert rugl og fall. Prófin verða liklega þéttuð og svo er ekki hægt að byrja að vinna fyrr en einhvern tímann. þlÓÐVIUINN Þrlðjudagur 4. apríl 1989 64. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN eoi040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Herœfingar í Kanada Indíánaþjóðflokkur í hættu Rœtt við kanadíska mannfræðinginn Peter Armitage, sem gersthefur liðsmaður Innuindíána í baráttu þeirra gegn herumsvifum Nató á Labrador Hérlendis er staddur þessa dag- ana Peter Armitage, kanadískur mannfræðingur, og mun hann flytja ávarp á baráttufundi Sam- taka herstöðvaandstæðinga í Háskóiabíói á morgun og ræða við Steingrím Hermannsson, for- sætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, um ný viðhorf í hermálum í heiminum og innan Atlantshafs- bandalagsins. Armitage er einn margra Kanadamanna, sem beita sér gegn auknum herumsvifum á austanverðum Labradorskaga, en kanadíski herinn hefur þar bækistöð að Goose Bay. Undanfarin ár hafa flugherir Natóríkja stundað á þessu svæði lágflugsæfingar og hafa þær upp á síðkastið orðið mjög umfangs- miklar. Nú eru á döfinni fyrirætl- anir um að Atlantshafsbanda- lagið sem slíkt taki við rekstri stöðvarinnar og er gert ráð fyrir að því muni fylgja auknar æfingar af þessu tagi, auk æfinga á loftá - rásum.Búist er við að endanleg ákvörðun um hvort Nató taki við Goose Bay eður ei verði tekin seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Frumbyggjar austanverðs La- bradors eru indíánar, sem sjálfir nefna sig Innu, en eru þekktastir undir heitinu Montagnais- Naskapi. Sennilegt er að norræn- ir menn hafi hitt fyrir forfeður þjóðflokks þessa, þegar þeir komu fyrst til Norður-Ameríku fyrir nærri þúsund árum. Tungu- mál Innu er af algonkinska stofn- inum. Þeir eru nú um 10.000 tals- ins, voru til skamms tíma einung- is veiði- og fiskimenn, búa nú meirihluta ársins í smáþorpum en eru enn nokkra mánuði árlega á „faraldsfæti á skógum úti eða við sjó fram við veiðar. Niður í 30 metra hœð Goose Bay er miðsvæðis á búsetu- og veiðisvæði Innu og óttast þeir að herumsvif þarna til frambúðar hafi alvarleg áhrif á lífsskilyrði þeirra, sem ekki eru of góð fyrir. Armitage, sem er sér- fróður um Innu, beitir sér fyrir réttindum þeirra í þessu máli og hefur viðleitni hans og annarra bandamanna Innu fengið allveru- legan hljómgrunn þar vestra. T.d. hefur Nýi lýðræðisflokkur- inn, jafnaðarmannaflokkur Kan- ada og þriðji stærsti stjórnmála- flokkurinn þarlendis, krafist þess að stjórnin banni allar lágflugsæf- ingar Nató í Kanada. Einnig hef- ur flokkurinn lýst sig andvígan Peter Armitage - óvinsældir lágflugs yfir Vestur-Evrópu stuðla að því að það er flutt til strjálbýlla svæða eins og Labradors. Mynd Jim Smart. Austurhluti Labradorskaga, sem skiptist á milli kanadísku fylkjanna Nýfundnalands og Québec. Yfir dökku svæðunum fara fram æfingar á lágflugi eða þá að slíkar æfingar eru fyrirhugaðar þar. LABRADOR GulfqfSt Umrcnce OMiiea 100 r V ! NírASSINAN ' idiafer- Gtx®eBay QUEBEC því að Nató fái aðstöðu að Goose Bay. I viðtali við Þjóðviljann sagði Armitage að á bakvið æfingar flugherja yfir Labrador lægi sú fyrirætlun Atlantshafsbandalags- ins að mæta sovéskri árás ofurefl- is liðs og skriðdreka með flug- árásum á varalið, samgönguleiðir o.s.frv. langt inni á yfirráðasvæði óvinarins. Flugvélar sem gerðu slíkar árásir myndu fljúga mjög lágt, eða allt niður í um 30 metra hæð. Það segir sig sjálft að mikla þjálfun þarf til, ef slíkar aðgerðir eiga að framkvæmast með ein- hverjum árangri. Að sögn Armi- tage hafa hersérfræðingar Atl- antshafsbandalagsins áhuga á Austur-Labrador til þessara af- nota sökum þess, að þeir telja að staðhættir þar séu líkir því sem er í Austur-Evrópu (sem er hæpið, nema þá ef væri norðanvert í Finnlandi og Rússlandi), en einn- ig komi hér inn í myndina vax- andi gremja Vestur-Þjóðverja o. fl. Vestur-Evrópumanna út af lágflugsæfingum yfir löndum þeirra. Armitage skýrði okkur frá nið- urstöðum kanadískrar stofnunar um heilbrigðismál o.fl. aðila, sem rannsakað hafa líklegar afleið- ingar heræfinga þessara yfir La- brador. Eru niðurstöðurnar á þá leið að æfingamar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa á svæðinu, einkum Innu. Stöðugur hávaði af flugvélum í lágflugi og brestir er þær fara gegnum hljóðmúrinn muni valda einkum börnum hræðslu og leiða af sér sálræn vandmál. Veiðidýr, sem em Innu mikilvæg, muni og fælast á brott vegna hávaðans. Þar sem sprengjuárásir verði æfð- ar muni stórtjón hljótast af á skógi og öðru jurtalífi og auk þess muni aukin hemmsvif á svæðinu raska félags- og efnahagslífi indí- ánanna enn meira en orðið er. 20 fangelsaðir Armitage sagði ennfremur að Innu hefðu stofnað til víðtækra mótmælaaðgerða gegn herstöð- inni að Goose Bay og lágflugsæf- ingunum. S.l. haust stóðu þær að- gerðir yfir í þrjá mánuði sam- fleytt og eru nú hafnar aftur. Um 20 Innu eru eins og sakir standa í fangelsi vegna mótmælanna. Armitage sagði að lokum að hann og baráttufélagar hans gerðu sér nokkrar vonir um, að viðræðurnar um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar í Vínar- borg myndu leiða til þess, að dregið yrði úr herumsvifum á Austur-Labrador og hætt við að láta Nató taka við stöðinni að Goose Bay. Enda væri erfitt að sjá að neitt mælti með stórfelld- um umsvifum af því tagi, sem auk annars hefðu alvarlegar afleið- ingar fyrir fjölda fólks, nú á tím- um batnandi samskipta milli risa- veldanna. dþ. m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.