Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 2
þJÓOVILIINN Málgagn sósíallsma, þjóðfrelsls og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvfk Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýslngastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 125 krónur Dagur samstöðunnar Fyrsti maí, alþjóölegur baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar, er öðru fremur dagur samstöðunnar, dagur bræöralagsins, hvort sem tímarnir krefjast þeirrar samstööu sem sýnd er með krepptum hnefa eða telja mesta þörf samstöðu viðræðunnar og hins gagn- kvæma skilnings. Fyrsti maí er alþjóðlegur dagur, og þegar fylkt er liði þann dag erum við um leið að sýna samstöðu með ófrjálsri alþýðu og kúguðum þjóðum um heimsbyggðina, erum að taka þátt í sorgum þessa fólks og deila gleði þeirra, erum að leggja lóð okkar dálítið á vogarskálina. A mánudaginn er víst að mönnum verður ofarlega í huga hin langvinna og blóði drifna barátta svarta meirihlutans í Suður- Afríku gegn tvlþættu ofbeldi kynþáttakúgunar og hrárrar gróða- hyggju, en um leið fagna verkalýðshreyfingar um allan heim þejm frelsisáfanga sem virðist í nánd í grannríkinu Namibíu. Samtök verkamanna hafa síðustu ár tekið forystu í þessari baráttu í tengslum við almennar mannréttindahreyfingar. Því er ekki síður aó fagna í dag að frægustu verkalýðssamtök síðustu áratugi hafa unnið mikilvægan sigur á síðustu vikum, - Samstaða í Póllandi hefur fengið opinbera viðurkenningu og um leið knúið fram þáttaskil í pólskri sögu með lýðræðisumbótum eftir alltoflangt ofurveldi spilltra skriffinna. Fyrsti maí gefur tækifæri til þessarar alþjóðlegu samstöðu, og hann gefur einnig færi á að taka á íslenskri tungu undir alþjóðlegar kröfur um frið og afvopnun. í göngum, á fundum og öðrum sam- komum dagsins hljóta menn þó fyrst og fremst að beina sjónum að baráttunni hér heima. Og einnig þar spyr fyrsti maí sérstaklega um samstöðu. Hversu heil er hreyfing launafólks og hversu langt nær sá samhugur sem lofaður verður úr ræðustólum dagsins? Hvernig duga hlutar hreyfingarinnar hver öðrum þegar á reynir, og hvernig ríma kröfur frá degi til dags við sameiginleg heildarmarkmið? Þessar spurningar verða enn áleitnari en ella þegar staðan virðist ætla að verða þannig fyrsta maí í ár að samtök launafólks standa í kjaradeilum án þess nokkur lína tengi þá hópa sem mest mæðir á. BHMR-menn eru að meirihluta á fjórðu viku í verkfalli og bera fram kröfur sem kjarni Alþýðusambands-félaganna í VMSI segir um sem allra minnst, og forystumenn háskólamanna hafa aftur kallað „ógimilega" nýgerða samninga BSRB og fleiri sam- taka. Svo er komið samstöðumálum í hreyfingu launamanna að stær- stu heildarsamtökin hafa ekki náð saman í Reykjavík þarsem háskólamenn í opinberri þjónustu verða með fund og göngu utan- við samstarf ASI-félaganna og BSRB. Það er ástæða til að óska BHMR-félögunum þess að þau nái viðunandi árangri í sinni ströngu deilu, og nýi samningurinn við háskólakennara hlýtur að geta orðið fyrirmynd annarra samninga. Samúð með allflestum félögum BHMR í sinni kjarabaráttu á hinsvegar ekki að draga úr því að hreyfing launamanna glími við þann vanda að taka sameiginlega á í þjóðfélagi þarsem glímt er við sterka andstæðinga. Kjaradeilan má ekki verða til þess að menn taki að lifa í einvíðum veruleik þröngra eiginhagsmuna og missi sjónar á því að fagleg barátta og pólitísk eru tvær hliðar sömu myntar, að kjarakröfur eru ekki róttækar í sjálfu sér heldur einungis í afstöðu við samhengi sitt og aðstæður. Það þarf ekki lengra en á vígstöðvar Alþýðusambandsfé- laganna til að skynja þann sannleik. Þar hefur VSÍ-forystan barist pólitískri baráttu gegn ríkisstjórninni síðan viðræður voru fyrst orðaðar og vilja því aðeins að samningaborðinu að vinstristjórnin samþykki efnahagsúrræði kjaraskerðinga sem eiga að redda fyrirtækjunum útúr vanda sínum án tillits til verðskuldunar eða hagkvæmni. Margt bendir til þess að afl samstöðunnar sé smám saman að koma vitinu fyrir VSÍ: „Hersýningin" sem Dagsbrún efndi til í Austurbæjarbíói í vikunni og fóstbræðralag Dagsbrúnar og Hlífar í þágu allra VMSÍ-félaganna hefur ásamt staðfestu lykilmanna í ríkisstjórninni komið hreyfingu á viðræðurnar. Þessa samstöðu þarf að sýna enn öflugri 1. maí. Það er lag, - með samtökum launafólks í víxlverkun við vinstriöflin á þingi og í ríkisstjórn er hægt að skapa öfluga fylkingu sem setur sér bæði fagleg markmið og pólitísk, þau fyrst að tryggja til frambúðar mannsæmandi lífskjör handa öllum og þau önnur að búa í hag fyrir alþýðuvöld í samfélagi framtíðarinnar. Þau villuljós sem hafa togað ýmis samtök launafólks hver frá öðrum undanfarnar vikur, mánuði og ár, og saga þjóðfé- lagsþróunar á íslandi þann áratug sem nú er að Ijúka ætti að sýna glögglega að slík samstaða er að verða lífsnauðsyn þeim grund- vallarhugmyndum og eldlegu hugsjónum sem verið hafa eldsneyti verkalýðshreyfingarinnar á fyrsta maí. Þjóðviljinn hvetur til víðtækrar þátttöku og samstöðu í göngum og fundum á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. _m 1. MAÍ Kjarasamningar Samninganefnd ASÍ er nú sest að samningaborðinu á nýjan leik eftir að ríkisstjórnin gaf vilyrði um að hún myndi liðka fyrir samning- aviðræðum með þvf að koma á móts við sérkröfur ASl og VSÍ. Samningaviðrœður ASÍ og VSÍkomnar áfullt. At- vinnurekendur vilja miljarð ískattalœkkanir. ASÍvill tryggingar og sérmál ef samið er lengur en til haustsins. BHMR telur samning háskólakennara hafa opnað ákveðna mögu- leika. Formaður ogvara- formaður BHMR áttu óformlegan fund meðfjár- málaráðherra ígœr. Páll Halldórsson: Gefur tilefni til bjartsýni efmenn ræða saman Snögg lending um helgina? Nú hafa samninganefndir ASÍ og VSI sett allt á fullt í tilraun til að ná samningum fyrir 1. maí eftir að ríkisstjórnin lýsti sig reiðubúna til að koma í nokkru á móts við kröfur deiluaðiia sem þeir töldu forsendur fyrir að samningaviðræður gætu hafist á nýjan leik. Ríkisstjórnin hefur enn sem komið er ekki gefið nein skuldbindandi loforð um það á hvaða hátt hún kemur á móts við sérkröfur VSÍ og ASÍ, en Þórar- inn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ hefur lýst því yfir að eftir slíkum bindandi lof- orðum verði gengið áður en hægt verði að undirrita samninga. Kröfur VSÍ kosta miljarð Sambandsstjórn VSÍ lýsti því yfir í vikunni að ekki væri nokk- urt svigrúm fyrir „atvinnuvegina“ að semja á BSRB-nótunum nema að ríkisstjórnin skapaði nauðsyn- legt svigrúm sem gerði fyrirtækj- um það kleift. Meðal þeirra krafna sem VSÍ lagði fyrir ríkis- stjórnina var að skattur á skrif- stofu - og verslunarhúsnææði yrði lækkaður, skattur á erlendar lán- tökur yrði afnuminn, eigna- skattur yrði lækkaður, breytingar yrðu gerðar á tekjuskatti fyrir- tækja sem og á vörugjaldi á að- föngum til málm- og tréiðnaðar. Loks var gerð krafa um 5% geng- issig á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er áætlað að þessar kröfur þýði um eins miljarðs tekjutap fyrir ríkissjóð, sem yrði þá færður til fyrirtækj- anna. Ekki er þó talið líklegt að gengið verði að þessum tillögum VSIóbreyttum og að ríkið muni reyna að draga úr tekjutapi sínu með aukinni álagningu á öðrum póstum, til komi nýjar hækkanir á tollum og hugsanlega aðflutn- ingsgjöldum. Spurningin er því hverja þær breytingar hitta fyrir en ljóst má vera að kröfur VSÍ þýða nánast að ríkið mun með beinum eða óbeinum hætti fjár- magna a.m.k. hluta þeirra launa- hækkana sem nýir samningar hafa í för með sér. Hverjar verða tryggingar ASÍ? Skiptar skoðanir eru hins vegar innan ríkisstjórnarinnar um gildi gengisfellingar og hefur verið bent á að fyrsta hækkun sam- kvæmt BSRB-samkomulaginu sem kæmi til ASÍ-félaga gæfi ekki tilefni til nema um 1% gengisfell- ingar hvað frystinguna varðar. BSRB-samningnum fylgdu eins og á hefur verið bent, fremur haldlitlar kaupmáttartryggingar og eru BSRB-félagar ber- skjaldaðir fyrir áhrifum gengis- fellingar. Ólíklegt má því telja að ASÍ gangi að BSRB-samningn- um óbreyttum, sérstaklega ef gengisfelling er talin yfirvofandi. Má í því sambandi minna á sam- þykkt fiskvinnsluhóps ASÍ frá í janúar, en formaður hans ítrek- aði þá skoðun sína að 7-8% gengisfelling væri óhjákvæmileg. Má búast við að ASÍ gangi því hart fram í að fá fullnægjandi tryggingar frá ríkisstjórninni um að kaupmáttur umsaminna launa verði með einhverjum hætti tryggður. Verði það gert með yfirlýsingum um harða verð- stöðvun, lækkun vaxta eða aðrar almennar aðgerðir af svipuðu tagi. Spurningin er hversu langt ASÍ nær í því efni fram yfir það sem náðst í BSRB-samkomu- laginu, en það er ekki launungar- mál að forystumenn ASÍ telja þær tryggingar alls ófullnægj- andi. Áhersla ASÍ liggur nú á að samningstíminn verði til haustsins til samræmingar við iðnaðarmenn en verði samið til lengri tíma, stríkkar á kröfum þeirra um tryggingar. í BRENNIDEPLI „Hvað annað kann að koma út úr verkfalli BHMR þá er það víst að fylgi Alþýðubandalagsins meðal félaga BHMR á eftir að hrynja ef það er ekki þegar hrun- ið,“ sagði einn viðmælanda Þjóð- viljans úr forystusveit BHMR í samtali við blaðið í gær. Hann bætti því við að sér þætti það sárt, en framkoma ríkisvaldsins í samningaviðræðunum undir for- ystu Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra og formanns Álþýðubandalagsins hefði verið með „slíkum endemum" að nú ræddu BHMR-félagar sem hing- að til hafi stutt Alþýðubandalag- ið sín á milli í hvaða flokk þeir ættu að ganga í. Segja BHMR- félagar að fjármálaráðuneytið hafi ekki haggast um þumlung frá Engir formlegir fundir hafa verið milli samninganefnda rikisins og BHMR um nokkra hríð, en vinnu- hópar hafa verið í gangi undan- farna daga og í gær áttu formað- ur og varaformaður BHMR ó- formlegan fund með fjármálaráð- herra. Myndir Jim Smart því fyrir sex vikum og eru óhress- ir með að þeim sé sífellt stillt upp sem hinum óhagganlegu, því þeir hafi marglýst því yfir að þeir séu sveigjanlegir um öll atriði sinnar kröfugerðar og hafi reyndar þeg- ar gefið mikið eftir. Vanefndir Reyndar telja ýmsir félagar BHMR óeðlilegt að Ólafur Ragnar virðist einn ætla axla þær byrðar sem þeir telja að vanefnd- ir ríkisins í þeirra garð hafi skapað ríkisvaldinu í hugum BHMR-félaga. Til að minna á þær vanefndir gengu nokkrir for- ystumenn BHMR til fundar með Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðnerra þarsem þeir báru upp á hann loforð ríkisstjórnarinnar vegna vinnudeilna 1985 og 1987. í bréfi sem þeir afhentu forsætis- ráðherra sl. fimmtudag er minnt á að eftir uppsagnir kennara í HÍK 1985 hafi ríkisstjórnin bókað að framkvæma skyldi rannsóknir er tryggi „eðlilegt samræmi í kjörum milli ríkis- starfsmanna og manna á hinum almenna vinnumarkaði." Er Steingrímur minntur á að hann , hafi sjálfur fylgt þessu eftír með eftirfarandi bókun: „Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar ber að skilja sem svo að ætlunin er að tryggja ríkisstarfsmönnum sömu heildar- kjör og menn hafa við sam- bærileg störf og ábyrgð." Sambærileg loforð hafi verið gef- in 1987. Segir síðan í bréfinu að „þrátt fyrir þr j ár skýrslur er sty ðj i mál okkar“ hafi settar nefndir „ekkert skilað okkur áleiðis.“ Þó deila BHMR og ríkisins hafi öðrum þræði þróast út í hreint áróðursstríð og mörg orð séu látin falla í hita leiksins, megi eðlilega búast við að deilan eigi eftir að hafa hliðaráhrif eins og þau að verkfallsmenn eigi eftir að verja atkvæðum sínum á annan hátt en fyrr og að sú tilhneiging eigi eftir að styrkjast þeim mun lengur sem deilan stendur. Hvort það eigi eftir að hafa einhver áhrif á lausn deilunnar er ekki séð fyrir um enn, en í dag virðist sem samstaða verkfallsfélaga BHMR hafi síst minnkað. Það léttist vissulega í pyngju háskólamanna eftir því sem verkfallið dregst og spurningin er nú hvaða áhrif samningar Félags Háskólamanna eiga eftir að hafa á framvindu mála. Varaflugvöllur fundinn? Páll Halldórsson, formaður BHMR hefur lýst því yfir að það samkomulag hafi sprengt þann ramma BSRB-samkomulagsins sem fjármálaráðuneytið hafi hingað til VeH'ð til viðræðu um, og i telnr að þáð géfi aúkria áátíéðu til bjartsýni.' Ffáfckölakenharar hafi ná þessum samningum vegna þess þrýstings sem verkfall BHMR hefur skapað. Samkomu- lagið er að grunni til byggt á BSRB-munstrinu en að auki fá háskólakennarar 16 miljónir króna á samningstímabilinu sem sérstakan rannsóknarstyrk og vil- yrði fyrir 30 miljónum til sömu hluta á næsta ári. Sagði Páll í sam- tali við Þjóðviljann að sé þessum fjármunum dreift jafnt á fjölda stöðugilda háskólakennara og framlög í vinnumatskerfi þýði þetta um 7000 krónur í launaum- slagið í hverjum mánuði, ofan á samninga BSRB. Ekkert reikningslegt mat hefur enn fengist á hvað sambærilegur samningur og háskólakennarar fengju þýddi fyrir BHMR-félögin en fljótt á litið virðist gæti orðið um einhvers konar millilendingu að ræða. Má kannski segja að BHMR hafi fundið sér varaflug- völl til að lenda á, en auðvitað á eftir að útfæra þessar hugmyndir sem kröfugerð BHMR, sé vilji til þess innan félagsins á annað borð. Páll Halldórsson ítrekaði reyndar að þessi 17% hækkun sem samningur háskólakennara þýddi, dygði engan veginn til að vega á móti því kaupmáttarhruni sem BHMR-félagar hefðu orðið fyrir. Hann og varaformaður BHMR Wincie Jóhannsdóttir hittu fjármálaráðherra á óform- legum fundi í gær og sagði Páll að það gæfi alltaf tilefni til ákveðinn- ar bjartsýni að menn töluðu sam- an. Nú eru vinnuhópar aðila í gangi og sagði Páll að vissulega væru möguleikar á að htéyfing kærriist á málin á næstunni, það væri ekki hægt að útiloka slíka þróun mála. Aðrir forystumenn BHRM eru svartsýnni og telja að verkfallið geti varað margar vik- ur enn, niðurstaðan verði ein- hvers konar magalending fyrir báða aðila en hinar pólitísku af- leiðingar séu ófyrirséðar, sér- staklega hvað Alþýðubandalagið varðar. phh KLIPPT OG SKORIÐ Brynjólfur var lika bókmenntamaður í mörgum og löngum minning- argreinum um Brynjólf Bjarna- son í Þjóðviljanum var þess ekki getið að hann fékkst líka við bók- menntir. Þó að ekki sé venjulegt að skrifa minningarorð í Klippt og skorið ætla ég að misnota að- stöðu mína og segja stuttlega frá því sem ég veit um þá hlið hans. Þegar til stóð að gefa út í stór- bók úrval ævintýra eftir H.C. Andersen og Zakarias Topelius hjá Máli og menningu barst mér til eyrna (auðvitað norðan úr Þingeyjarsýslu) að undir lok þriðja áratugarins hefðu komið út tvö kver með ævintýrum Andersens í Reykjavík og þýð- andinn, sem ekki léti nafns síns getið á bókunum, væri enginn annar en Brynjólfur Bjarnason. Erfitt reyndist að hafa uppi á kverum þessum því Landsbóka- safn átti þau ekki, en með hjálp góðra vina f fornbókasölunni Bókinni tókst að fá þau lánuð til lestrar og ljósritunar hjá „ævin- týrasafnara" nokkrum í borginni. Þýðingin var afbragðsgóð, og Brynjólfi var skemmt þegar hringt var til hans til að fá hjá honum leyfi til að birta þau í stór- bókinni. Hann var löngu búinn að gleyma þessum kverum, hafði þýtt sögurnar á sínum tíma til að bæta úr sárri fátækt og átti ekki rifrildi af þeim sjálfur. Nafnleysið á þýðingunni var vitanlega því að kenna að útgefandanum fannst óráðlegt að bendla barnavininn Andersen við þennan stórháska- lega mann Brynjólf. Brynjólfur gekk að því með sinni venjulegu atorku að fara yfir þýðinguna, bera hana saman við frumtextann - og hæg heima- tökin því hann var við það verk hjá dóttur sinni í Danmörku. Hann gerði margar breytingar enda orðinn betri í dönsku á þeim sextfu árum sem liðin voru síðan hann þýddi sögurnar. Þegar kom að prófarkalestri var hann ná- kvæmari og athugulli en ungt og sprækt fólk, en það kemur engum á óvart sem þekkti hann. Það var óvænt ánægja að fá að vinna með Brynjólfi á þessum vettvangi og gott til þess að hugsa að honum skyldi vinnast tími til að skila hugviti sínu og málgáfu til barnanna í landinu líka. Hvað má skrifa og hvað ekki? Einn gesturinn á málþingi um list og listgagnrýni um síðustu helgi var Asger Lund Sörensen lögfræðingur og ráðgjafi dönsku stjórnarinnar um siðfræði fjöl- miðla. Á eftir erindi hans kom einn af aðstandendum þingsins, Lisa von Schmalensee í pontu og sagði frá heitu máli í listumræðu í Danmörku um þessar mundir. Það hófst með því að dönsk óp- erusöngkona, fastráðin við kon- unglegu óperuna í Kaupmanna- höfn, svipti sig lífi ásamt manni sínum. Síðan gerðist það að Hans Georg Lenz, tónlistargagnrýn- andi Information og einhver sá vandaðasti á dönsku blaði, skrif- ar grein þar sem hann gefur var- færnislega í skyn að óperan hafi ef til vill átt sinn þátt í að hrekja hjónin út í dauðann. Rök hans fyrir því voru þau, að árum sam- an hefði söngkonan verið fast- ráðin hjá óperunni án þess að fá nokkurn tíma að sýna hvað hún gat. Þetta var Wagner-söngkona, sagði hann, en konunglega óper- an setur helst ekki upp verk eftir Richard Wagner. Aðeins einu sinni á ferli sínum fékk söngkon- an að njóta sín almennilega í heimalandinu, það var þegar hún söng Wagner við jósku óperuna! í stað þess að setja upp verk þar sem stórkostleg rödd hennar fengi að hljóma sem vert var, fékk hún að syngja lítil sæt hlut- verk hér og þar í verkum sem hæfðu henni hreint ekki. Stjórn óperunnar kærði gagnrýnandann fyrir skrifin og hann fékk ámæli frá siðfræði- nefnd fjölmiðla. Það er í fyrsta skipti sem það gerist vegna list- umræðu í Danmörku. En var rétt að ámæla honum fyrir skrifin, spurði Lisa. Sér- fræðingurinn svaraði því til að sjálfsvíg væru bannvara í opin- berum skrifum. Ef gagnrýnand- inn hefði skrifað þessar hörðu ák- úrur meðan söngkonan var enn á lífi hefði enginn dæmt hann fyrir það. En það eru skráð og óskráð lög að vegna aðstandenda megi alls ekki skrifa eða tala opinber- lega um þá sem svipta sig lífi. Það var svo eins og ofurlítill eftirmáli, að snemma í apríl las Lisa í Information að gagnrýn- andinn hefði verið rekinn. Þá þótti henni of langt gengið og ætl- aði að minnsta kosti að segja upp blaðinu fyrir að hafa ekki staðið við hliðina á sínum krítíker í þess- um raunum. En þegar hún var búin að hafa mjög hátt um hneykslun sína varð henni litið á dagsetninguna á blaðinu. Það var frá 1. apríl. Fram skal bera fánann rauða Þann 1. maí árið 1955 var ný- lokið hörðu sex vikna verkfalli með ótvíræðum sigri verkalýðs- ins og fagnaðarópin dynja á síð- um Þjóðviljans. 30. apríl er klausa um annars konar ávinning verkfallsins en launahækkun. I samningum þetta vor fékkst fram eitt mesta baráttumál til margra ára, rétturinn til atvinnuleysis- trygginga, sem sósfalistar fluttu ár eftir ár á þingi. Grípum niður í Þjóðviljann fyrir 34 árum: „Það má vel vera að ungir verkamenn átti sig ekki í fljótu bragði á mikilvægi atvinnuleysis- trygginga. Yngri kynslóðin hefur sem betur fer lítið komist í kynni við vágest átvinnuleysisins, þessa óhugnanlegu og óhjákvæmilegu fylgju auðvaldsskipulagsins. En eldri kynslóðin og þeir sem eru á miðjum aldri þekkja atvinnu- leysið. Fullorðnir verkamenn muna enn áratuginn 1930-1940 þegar atvinnuleysið herjaði svo grimmilega að alþýðuheimilin bjuggu v*ð hinn sárasta skort. Heimilisfaðirinn hafði kannski ekki nema 900-1500 króna árs- tekjur, og eina björg margra var klakahögg í atvinnubótavinnu. Menn mega ekki láta sér sjást yfir mikilvægi atvinnuleysistrygg- inganna þótt atvinna sé næg hér sunnanlands eins og sakir standa. ... Það er engin tilviljun að verka- fólk út um land, þar sem atvinnu- leysi hefur gert meira og minna vart við sig flest síðustu ár fagnar alveg sérstaklega þeim árangri hinnar nýloknu vinnudeilu sem felst í stofnun atvinnuleysistrygg- ingasjóðsins. Þeir sem þekkja af- leiðingar atvinnuleysisins skilja best hvflíku stórvirki verkalýðs- hreyfingin hefur hrundið í fram- kvæmd með því að tryggja fram- gang þessa mikilsverða öryggis- og menningarmáls.“ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.