Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 7
1, MAÍ 1. maí Kröfugöngur og baráttufundir Eins og venjulega á alþjóð- legum baráttudegi verkalýðsins 1. maí standa fulitrúaráð verka- lýðsfélaga í stærstu bæjarfélög- unum fyrir kröfugöngum og bar- áttufundum til að leggja áherslu á kröfur sínar um betri kjör. Þó er svo ekki alls staðar t.d. á Sauðár- króki og Vestmannaeyjum þar sem lítið sem ekkert hefur farið fyrir baráttudegi verkaiýðsins í fjölda ára. í Reykjavík eru það Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna, Banda- lag starfsmanna ríkis og bæjar og Iðnnemasamband íslands sem standa fyrir hátíðarhöldum í borginni þann 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm klukk- an 13,30 og gengið niður Lauga- veginn að Lækjartorgi þar sem fundur verður haldinn. Lúðra- sveit verkalýðsins og Lúðra- sveitin Svanur munu leika fyrir göngunni. Ræðumenn dagsins verða Örn Friðriksson annar varaforseti ASÍ og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Auk þeirra kom fram á fundinum þau Sigrún Valgerður Guðjónsdóttir og Sigursveinn Magnússon sem munu syngja og leika á píanó. Fundarstjóri verður Hildur Kjartansdóttir varaformaður Iðju, félags verksmiðjufólks. Samtök kvenna á vinnumark- aði hafa undanfarin ár staðið fyrir sérstökum útifundi 1. maí en svo verður ekki núna. í ár verður sá háttur hafður á að safnast verður saman við Hlemm eins og áður klukkan 13,30 og gengið undir merkjum og kröfum Samtaka kvenna á vinnumarkaði sem eru: Dagvinnulaun dugi til framfærslu - Verðtryggingu á umsaminn laun. Eftir útifund Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna verða Sam- tökin með kaffisölu á Hallveigar- stöðum. Félagar í Bandalagi háskólam- enntaðra ríkistarfsmanna Leikfélag Dalvíkur Dysin flutt suður Dalvíkingar þekkja fleira en snjó, hvað sem sjónvarpsmenn segja, og þeir hafa því til sönnun- ar lagt land undir fót suður til höfuðborgarinnar með leikinn „Dysina" eftir Böðvar Guð- mundsson, og sýna í kvöld, laugardagskvöld, í Félagsheimili Kópavogs. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, tónlist samdi Lárus H. Grímsson, og leikarar eru tíu. Leikrit Böðv- ars byggir á fornum sögum nyrðra og hefur undirtitilinn „úr aldaannál". Sýningin í kvöld hefst 20.30. Norræni sumarháskólinn Hvert stefna her- tröllin? Árni Bergmann og Vigfús Geirdal ræða um austur og vestur „Horfur í alþjóðamálum - hvert þróast hernaðarbanda- lögin?“ verður spurt á fundi í Norræna húsinu á sunnudag og hefja þeir Árni Bergmann og Vig- fús Geirdal svör. Það er íslandsdeild Norræna sumarháskólans sem heldur fundinn, en þar er meðal annars verið að velta fyrir sér breyttum aðstæður í evrópskum stjórnmál- um og viðskiptalífi. Árni fjallar í framsögu sinni um samfélagsbreytingar í austur- vegi og hugmyndir Gorbatsjovs um „Evrópuhús“, en Vigfús ræðir um ísland í ljósi evrópskra örygishagsmuna, um stöðu hern- aðarbandalaganna, ágreining innan Nató og leiðir til afvopn- unar. Þá verður fjallað um þá hugmynd að nota íslensk öryggis- mál í þágu bættra viðskipta við EB. Að lokinni framsögu verða al- mennar umræður, en fundurinn hefst klukkan tvö. (BHMR) safnast saman við Hlemm klukkan 13,30 og fylkja liði niður Laugaveginn og verða aftast í göngunni. Að henni lok- inni verður haldinn sérstakur baráttufundur á Hallærisplaninu þar sem Páll Halldórsson formað- ur BHMR, Guðrún Ögmunds- dóttir félagsráðgjafi og fuiltrúi frá HÍK munu flytja ræður. Þá verður hið árlega 1. maí kaffi Samtaka herstöðvaand- stæðinga haldið að morgni 1. maí að Mjölnisholti 14. Húsið opnar klukkan 10 og verður kaffi og meðlæti á boðstólum til klukkan 13. Allir herstöðvaandstæðingar eru hvattir til að mæta og ræða málin ma. vegna fyrirhugaðra heræfinga bandaríska hersins í júní auk þess sem tilvalið er að mæta í fyrstu liðskönnun heima- varnarliðsins. í Hafnarfirði gengst Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna fyrir kröfugöngu í ár en í fyrra var eng- in. Safnast verður saman við Ráðhúsið klukkan 13,30 og gengið að íþróttahúsinu. Lúðra- sveit Hafnarfjarðar leikur fyrir göngunni og aðalræðumaður dagsins verður Gylfi Már Guð- jónsson varaformaður Trésmið- afélags Reykjavíkur. Aðrirræðu- menn verða jpau Þorbjörg Samú- elsdóttir varaformaður Framtíð- arinnar og Sigurður T. Sigurðs- son formaður Verkamannafé- lagsins Hlífar. Þá mun kór Flens- borgarskóla taka lagið auk þess sem kaffiveitingar verða í sam- komusal íþróttahússins. Baráttufundur Fulltrúráðs verkalýðsfélaganna í Keflavík verður haldinn í Stapa og hefst hann klukkan 14. Aðalræðumað- ur dagsins verður Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra, 1. maí ávarpið flytur Guðrún Ól- afsdóttir varaformaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og þá mun Hólmar Magnússon frá Starfsmannafé- lagi Keflavíkurbæjar flytja ávarp. Aldraðir baráttumenn verða heiðraðir auk þess sem Leikfélag Keflavíkur mun skemmta og Bjöllukórinn úr Garðinum. Boð- ið verður uppá kaffiveitingar og ennfremur verður börnum og unglingum boðið uppá ókeypis kvikmyndasýningu i Félagsbíói klukkan 14. Á Höfn í Hornafirði verður 1. maí með hefðbundnum hætti og hefst dagsskráinn með Verka- lýðsdansleik á sunnudagskvöld. Þann 1. maí verður svo safnast saman við hús verkalýðsfélagsins og gengin kröfuganga og að henni lokinni útifundur þar fyrir utan þar sem ræður dagsins verða fluttar. Kvikmyndasýning verður fyrir börnin og kaffiveitingar fyrir þá eldri að loknum baráttufund- inum. Þriggja daga dagskrá verður á Eskifirði sem byrjar með ung- lingadansleik frá klukkan 19 - 21 á laugardagskvöldið og fyrir þá eldri frá klukkan 23 - 03. Á sunn- udag verður svo kvikmyndasýn- ing fyrir börn og unglinga. Á sjálfan baráttudag verkalýðsins 1. maíverðurfunduríValhöll þar sem Birna Þórðardóttir blaða- maður flytur aðalræðuna en 1. ávarpið flytur Guðrún Óladóttir verkakona. Þá mun Karlakór Fljótsdalshéraðs og Fiskvinnslu- kórinn taka lagið. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið við Skip- agötu klukkan 13,30 1. maí og genginn smáhringur en baráttu- fundur Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna verður síðan haldinn í sal félaganna í Alþýðuhúsinu. Aðal- ræðumaður dagsins verður Guð- mundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverksfólks en ræðumenn auk hans verða þeir Valdimar Gunnarsson kennari í MA, Björn Snæbjörnsson vara- formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri og Ármann Helgason varaformaður Iðju fé- lags verksmiðjufólks á Akureyri. Lúðrasveit Akureyrar mun blása auk þess sem Passíukórinn mun taka lagið. Kaffiveitingar verða jafnframt því sem verkalýðsfé- lögin verða með opið hús hjá sér. Á Siglufirði hefur ekki verið farið í kröfugöngu 1. maí síðustu 40 árin eða svo. í ár verður hald- inn baráttufundur í Alþýðuhús- inu þar sem Jóhann G. Möller mun flytja ræðu en í ár heldur Verkalýðsfélagið Vaka upp á 70 ára afmæli sitt. Boðið verður uppá kaffiveitingar, söng og enn- fremur mun Lúðrasveit Siglu- fjarðar spila. Á ísafirði hefst baráttufundur í Alþýðuhúsinu klukkan 16, en klukkan 14 verður kvikmyndas- ýning fyrir börnin. Á fundinum munu þau Sigríður Gísladóttir og Gísli Hjartarson flytja ávörp en aðalræðumaður dagsins er leyninúmer sem síðan mun koma í ljós hver er. Ýmislegt verður þar til skemmtunar auk þess sem Lúðrasveit ísafjarðar mun spila. Á Akranesi verður safnast saman við hús verkalýðsfélag- anna við Kirkjubraut klukkan 14 og gengið að Hótel Akranesi þar sem baráttufundurinn verður haldinn innandyra. Aðalræðu- maður dagsins verður Ari Skúla- son hagfræðingur ASÍ auk þess sem 2-3 fulltrúar stéttarfélag- anna munu flytja ávörp. Þá mun Skagaflokkurinn koma í heim- sókn en börnunum verður boðið frítt í bíó í Bíóhöllinni klukkan 15. -grh Flugleiðir Nýja þotan afhent í gær var fyrsta Boeing 737 - 400 flugvél Flugleiða formlega af- hent í Seattle í Bandaríkjunum. Vélinni verður flogið heimleiðis 5. maí og 6. maí verður henni gefið nafn en daginn eftir fer hún í sína fyrsta áætlunarferð. Nýja þotan ber einkennisstafina TF- FIA. Við afhendingu vélarinnar greiddu Flugleiðir Boeing verk- smiðjunum eftirstöðvar 30 milj- ón dollara kaupverðs vélarinnar um 27 miljónir dollara eða sem svarar til tæplega 1,5 miljarði ís- lenskra króna. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 SAMSUNG Pilili iliii iildii Samsung örbylgjuofnar eru traustir og öruggir, en samt á fróbæru verði. Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað mörgum eldamennskuna. ||| RE-211. Lítill og nettur 500 watta _____örbylgjuofn, 11,4 Itr. innanmál, eldun, afþíðing og 30 mín. klukka. I2.950;$tgi. |i||j t\ \ Hvergi betra verð Hvergi meira úrval 16 GERÐIR Fyrir minni fjölskyldur og einstaklinga ER-5420 18 lítra ofn, 500 wött. 9 hitastillingar. 45 mín. klukka Örbylgjudreifing og snúningsdiskur (má nota án disks) Verð kr. 18.900.- Stgr. kr. 17.900 BETRI RE-553T. Vinsæll fjölskylduofn, 500 watta, 17 Itr. innanmál, 5 hitastillingar og snúningsdiskur. Fjölhæfur en sérstaklega auðveldur í notkun. 15.950,-stgr. BESTUR RE-630/ME. Fullkominn tölvu- stýrður 650 watta örbylgjuofn, 27. Itr. innanmál, sjálfvirk upphitunarkerfi, stafræn klukka og snúnings- diskur. Aðeins kr. 19 950,-stgr. Fullkominn íslenskur leiðbeiningarbæklingur fylgir. JAPISS BRAUTARHOLTI 1 KRINGLUNNI AKUREYRI ■ STUDIO KEFLAVlK Umboösaðilar: Bókaskemman Akranesi / Kaupfélag Borgfiröinga Borgarnesi / Einar Guöfinnsson hf„ Bolungarvík / Póllinn ísafirði / Rafbúð Jónasar Þórs Patreksfirði Radíólínan Sauðárkróki / Radíóvinnustofan Akureyri / Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði / Mosfell Hellu / Vöruhús K. Á. Selfossi Kjarni Vestmannaeyjum / Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavlk / Tónspil Neskaupsstað ER-5720 18 lítra ofn, 500 wött. Tölvustýrður. 9 hitastillingar 99 mínútna tfmastilling. Sekúndu nákvæmni Klukka. Hraðþíðing. Verð kr. 22.900.- Stgr. kr. 21.700 Fyrir venjulegar fjölskyldur ER-7720 27 lítra ofn, 650 wött. Hápólerað stál að innan. Deltaware örbylgjudreifing. Snúningsdiskur (Nota má ofninn án disksins) Tölvustýrður. Hraðþíðing Verð kr. 33.900.- Stgr. kr. 32.200.- ER-7820 27 lítra ofn, 650 wött. Hápólerað stál að innan. Tölvustýrður. Hraðþíðing. Tímastilling fram í tímann. Deltaware örbylgjudreifing. Klukka. Sekúndu nákvæmni Verð kr. 35.900.- Stgr. kr. 34.100.- Fyrir þá sem hafa lítið pláss en vilja stóran ofn ER-8830. Surfa touch. Nýjasta í örbylgjuofnum. 27 lítra ofn, 650 wött. 9 hitastillingar. Tölvustýrður. 99 mínútna og 99 sekúndna stilling. Hápólerað stál að innan. Hraðþíðing. Snúningsdiskur. Verð kr. 38.900.- Stgr. kr. 36.955.- ER-8930. Surfa touch. Nýjasta í örbylgjuofnum 27 lítra ofn, 650 wött. Tölvustýrður. Fullkomin vigt er í ofninum. Lyktarskynjari ákveður hvenær matreiðslu er lokið. Hraðhitun. Hraðþíðing. Verð kr. 46.900.- Stgr. kr. 44.900.- Fyrir þá sem vilja grill og blástur er þetta ofninn ER-9630 - ER-9530 Örbylgjuofn með innibyggðum ® hitablæstri og grilli. ( þessum ofnum má baka og steikja og fá samskonar brúningu og í venjulegri eldavél. Sjálfhreinsibúnaður. Verð ER-9530 kr. 46.900.- ~ - * Verð ER-9630 kr. 52.900.- ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR OG FJÖLDI UPPSKRIFTA FYLGJA Og þér er boðið á kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestvelt hússtjórnarkennara sérmenntaðri í matreiðslu í örbylgjuofnum án aukagjalds. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði KYNNTU ÞÉR TOSHIBA ÞÁ SÉRÐU MUNINN. Einar Farestveit&Co.hf BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆQ BILASTÆOI V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.