Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 10
1. MAÍ Mætum á útifundinn á Lækj- artorgi 1. maí. Safnast verður saman kl. 13.30 við Hlemm. Gangan leggur af stað kl. 14.00 Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík Jámiðnaðarmenn Fjölmennið í kröfugöngu verkalýðsfélaganna og takið þátt í hátíðahöldum dagsins. Gleðilega hátíð! Félag jámiðnaðarmanna Opið hús og kaffisala í MÍR í tilefni aiþjóðlegs baráttu- og hátíðardags verkalýðsins verður opið hús og kaffisala í fé- lagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, frá kl. 14 - tvö síðdegis - 1. maí. Að venju verður boðið upp á ríkulegt hlaðborð á vægu verði, en að auki verða í húsinu Ijósmyndasýningar, kvikmynd- asýningar, hlutavelta, basar, sýning á sjón- varpsmyndum frá hátíðahöldunum 1. maí í Moskvu, kynning á MÍR-ferðum 1989, Sovésk- um dögum í haust ofl. Allir velkomnir Félagsstjórn MÍR Sendum launafólki um land allt árnaðaróskir á hátíðisdegi verkamanna, 1. maí. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. UPPBOÐ Ósótiar vörur scm komu til landsins 31. desember 1986 eða fyrr verða boðnar upp á almennu uppboði þann 27. maí 1989. í Tollhúsinu v/Tryggvagötu kl. 13:30. FLUGLEIDIR ^ Móðir okkar Helga Finnsdóttir er andaðist 25. apríl verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 3. maí kl. 10.30 Fyrir hönd aöstandenda Finnur Sígurjónsson Henný D. Sigurjónsdóttir Ólöf Sigurjónsdóttir Páiína Sigurjónsdóttir Jóhanna S. Ellerup Útför föður okkar, tengdaföður og afa Jóns Gunnars Árnasonar, myndlistarmanns verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. maí kl. 15. Helga Jónsdóttir Erling Árnason Þorbjörg Jónsdóttir Terry Gunnell Ólöf Anna Jónsdóttir og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við útför Brynjólfs Bjarnasonar Elín Brynjólfsdóttir Godtfried Vestergaard 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fram til sigurs undir einu merki Ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna íReykjavík, BSRB og INSÍ 1. maí, baráttudagur verka- lýðsins, er að þessu sinni haldinn í skugga mikilla átaka á vinnu- markaði. Fjölmennustu samtök launafólks, Alþýðusamband ís- lands, hafa mundað verkfalls- vopnið til að knýja fram sann- gjarnar hækkanir launa, en harð- vítugt atvinnurekenda og pen- ingavald hafnar öllum kröfum verkalýðsfélaganna um launa- hækkanir. Það tók BSRB félögin á fjórða mánuð að ná samkoulagi um hóf- legar launahækkanir. Alþýðu- sambandsfélögin hafa staðið í samningaþófi hátt á annan mán- uð án þess að atvinnurekendur hafi tekið undir réttmætar kröfur þeirra. Stund samninga er runnin upp - ella stefnir í harðnandi átök, sem ríkisvald og atvinnu- rekendur bera einir ábyrgð á. Það eru hrópandi andstæður, sem blasa við íslensku launafólki á baráttudegi verkalýðsins. At- vinnurekendur halda því fram að 10% launahækkun muni valda efnahagslegri kollsteypu þjóðfé- lagsins. En þetta sama þjóðfélag framleiðir mat sem ekið er á ruslahauga eða selt nágranna- þjóðum á niðursettu verði. Á sama tíma og fjöldaatvinnuleysi hefur haldið innreið sína í ís- lenskt þjóðfélag eru fiskafurðir fluttar í miklum mæli úr landi óunnar. Á sama tíma og sagt er að 10% launahækkun setji allt á annan endann, hefur ýmsum ráðamönnum þótt sjálfsagt að þiggja sex mánaða biðlaun þó að þeir gangi beint úr fyrra starfi inn á nýjan vinnustað. Meðan fjár- glæframenn setja átölulaust gervigjaldþrot fyrirtækja á svið og ávísa launareikningum á ríkið, er sagt að ekki sé hægt að hækka launin. Er von þó almennu launa- fólki blöskri? Er ekki rétt að rifja upp hin gullnu orð eins af braut- ryðjendum verkalýðsbaráttunn- ar. „Fremjið ei rangindi- þolið ei rangindi.“ Hinn forni fjandi íslensks launafólks - atvinnuleysisdraug- urinn - hefur verið vakinn upp að nýju. í tvo áratugi höfum við ekki kynnst langvarandi atvinnuleysi nema úr fréttum. Vert er að vekja athygli á því að þetta eru móðuharðindi af mannavöldum, sem koma í kjölfar eins mesta góðæris íslandssögunnar. Þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit, hefur ríkisvaldið alltof litlar ráðstafanir gert til að draga úr atvinnuleys- inu. Ákveðinn vandi er fyrir hendi í fiskvinnslu og sjávarútvegi, en sá vandi skapast ekki af launum verkafólks heldur fyrst og fremst af óráðsíu í peningamálum, vondri stjórn margra fyrirtækja, háum fjármagnskostnaði og röngum fjárfestingum. Er það ekki umhugsunarvert, að fjármagnskostnaður margra fyrirtækja er orðinn hærri en launakostnaður? Er það ekki umhugsunarefni, að sækja má sama sjávarafla og vinna hann með miklu minni fjárfestingu en nú er í sjávarútvegi og fisk- vinnslu? Er það ekki umhugsun- arefni, að þrátt fyrir stöðugar gengisfellingar síðustu misseri, er enn hrópað á gengislækkun sem allsherjarlausn? Er það ekki um- hugsunarefni, að allar tilraunir opinberra aðilja í peningamál- um, þ.á m. aukið vaxtafrelsi eiga nú stóran þátt í hruni fyrirtækja og vaxandi fjölda gjaldþrota. Þessar staðreyndir sýna, að verkalýðshreyfingin þarf í auknum mæli að leita eftir áhrif- um í stjórnun fyrirtækja, tryggja aðgang að upplýsingum um rekstur og afkomu þeirra til að geta betur varið kaup og kjör. Verkalýðshreyfingin bendir á þá óheillaþróun, sem kemur fram í vaxandi fjölda gjaldþrota og því siðleysi, sem ýmsir atvinnurek- endur sýna við þær aðstæður. Al- varlegast er þegar eigendur gjald- þrota fyrirtækja skilja launafólk eftir og ávísa öllum kröfum á rík- ið en stofna síðan ný fyrirtæki á rústunum eins og ekkert sé. Við þetta verður ekki unað. Við fögnum því að aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafa náð samningum fyrir félagsmenn sína. Ljóst er að ann- að launafólk mun ekki sætta sig við rýrari hlut. Eitt brýnasta verkefnið um þessar mundir er að lækka verð á matvælum og halda almennu verðlagi í skefjum. f því efni virk- ar gengisfelling, eins og aðrar verðhækkanir sem opinberir aðil- ar beita sér fyrir, eins og olía á eld. ÁSKORUN í alþjóðamálum fögnum við bættum samskiptum stórþjóð- anna beggja vegna Atlantshafs- ins. Nú þegar friðvænlega horfir í heiminum þá eigum við íslend- ingar að styðja alla þá aðila hvar sem er sem vilja draga úr og beita sér gegn vígbúnaðarkapphlaupi og hernaðarumsvifum og þar eigum við sjálfir ekki að vera undanskildir. í heimi þar sem hungur er ríkj- andi á stórum svæðum er það sið- ferðleg skylda verkalýðshreyf- ingarinnar í öllum löndum að styðja baráttuna gegn hungri og sjúkdómum. Ef eitthvað af öllu því fjármagni sem ausið er í víg- vélar og hernaðarbrölt væri varið til baráttu gegn hungri, sjúkdóm- um, kúgun og misrétti - þá byggðum við bjartari heim. A síðustu vikum og mánuðum hefur íslensk verkalýðshreyfing verið minnt á það enn á ný að samheldni og samstaða er aflið sem öllu skiptir þegar tekist er á um lífsafkomu fólks. Hinn raun- verulegi andstæðingur okkar er hið grimma og harðsvíraða pen- ingavald í landinu, sem neitar að verða við hóflegum kröfum launafólks um kjarabætur til að mæta því mikla kaupmáttarhrapi sem orðið hefur síðustu misseri. Við þessar aðstæður er hollt að horfa til fortíðar og draga lærdóm af því hvernig hugsjónaeldur og órofa samstaða í verkalýðshreyf- ingunni á fyrri tíð varð afl til breytinga fyrir íslenskt launafólk. Við skulum minnast þess að verkalýðshreyfingin hefur mótað þetta samfélag, kjarabaráttan hefur aldrei unnist nema með órofa samstöðu og þau mikilvægu réttindamál sem allt launafólk nýtur í dag eru afrakstur af ára- tugastarfi félaga okkar í hreyfing- unni. Það er því brýnna nú en nokkru sinni fyrr að allt launafólk sam- einist á baráttudegi verkalýðsins 1. maí um að koma fram gegn atvinnurekendavaldinu sem ein órofa fylking. Notum því daginn til að fylkja okkur undir einu merki - fram til sigurs. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Iðnnemasamband Íslands Ólafur Ragnar Grímsson: Sýnum samstöðu „Fœ ekki að tala við kennarana“. (Þjóðviljinn 28. apríl 1989.) Við viljum tala við þig. Fáum við það? Viö bjóðum þér áfund í Baráttumiðstöðinni á þriðjudag klukkan 16.00. Komdu endilega og talaðu við okkur. Kennarar í HÍK Undanfarin ár hafa stjórnvöld ógilt kjarasamninga hvað eftir annað. Ekki hefur verið staðið við umsamdar kauphækkanir. Góðæri undanfarinna ára hefur leitt til verri afkomu alþýðuheim- ila. Auðnum hefur verið sólund- að af fjármagnseigendum og at- vinnurekendum sem hafa byggt sér hvert minnismerkið á fætur öðru. Ráðhúsið og hringleikahús hitaveitunnar eru skýrustu dæm- in. Á sama tíma eru skorin niður framlög til félagslegrar þjónustu sem sem skóla, sjúkrastofnana og dagvistarheimila. Niðurskurður á samfélagslegri þjónustu bitnar harðast á konum, bæði vegna þess að þær vinna þau störf sem verið er að skera niður og eins er þeim ætlað að taka á sig ábyrgð á þeim sem ekki fá lengur þjónustu á stofnunum. Veik staða verkalýðshreyfing- arinnar stafar ekki síst af inn- byrðis sundrungu og tortryggni. Verkalýðshreyfingunni mun ekki takast að snúa undanhaldi í sókn fyrr en hún ber gæfu til að sækja fram á sameinaðari í fylkingu. Sýningar einstakra herfylkja duga akki nema heildin sé sam- stæð. Barátta hvers starfshóps verður að vera barátta allra, launafólk á sameiginlegra hagsmuna að gæta gegn ríkisvaldi og atvinnurekendum. Nú er launafólk kallað til ábyrgðar vegna atvinnuleysis, við erum kölluð til ábyrgðar vegna fjármagnskostnaðar, við erum kölluð til ábyrgðar vegna útgerð- ar á hausnum, við erum sögð bera ábyrgð á fjárfestingarfylleríum. Við eigum að borga: Hafskip, Útvegsbankann, Avöxtun og Sigló og alla hina gjaldþrotagæj- ana sem fengið hafa að vaða í almannafé á undanförnum árum. Um ákvarðanir vorum við hins- vegar aldrei spurð. Þess vegna eigum við að neita að borga fyrir sukk og bílífi eignastéttarinnar. Þess vegna eigum við að krefj- ast réttar okkar án nokkurs tillits til þess hvað Þórarinn Vaff og fé- lagar segja um „slæma stöðu at- vinnuveganna“. Þess vegna eigum við að taka mið af okkar eigin heimilishaldi og þörfum barna okkar. Samtök kvenna á vini^imark- aði krefjast þess: - að dagvinnulaun nægi tilríram- færslu - að umsamin laun séu verð- tryggð - að vinnuþrælkun verði aflétt - að þau sem hafa skerta starfs- orku eða hafa lokið starfsdegi geti framfleytt sér á mannsæmandi hátt. Samtök kvenna á vinnumark- aði gera ennfremur þá kröfu til heildarsamtaka launafólks að þau gæti réttar farandverka- manna. Á 1. maí hvetja Samtök kvenna á vinnumarkaði heildar- samtök launafólks, hvern og einn launamann til að sýna samstöðu í verki og vera reiðubúin að grípa geirann í hönd. Samtök kvenna á vinnumarkaði sýnir verkalýðshreyfingin samtakamátt sinn og sigurvilja með því að fylkja einhuga liði í kröfugöngum og á fundum verkalýðsfélaganna. Höfnum sundrungu, treystum raðirnar og búumst til baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum. Berum kröfur samtaka okkar fram til sigurs. Laugardagur 29. apríl 1989 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.