Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN Ertu búinn að fá sumarvinnu? Telma Rós Sigfúsdóttir 14 ára: Já, í fiski í Garðinum. Ég var þar í fyrra þannig að það var ekkert erfitt að fá vinnu aftur. Elín Arna Heimisdóttir 14 ára: Já, ég fer í vist að passa eitt barn. Hilmar Brynjar Bjarnason 15 ára: Já, ég er eiginlega með tvær vinnur í takinu. Fiskvinna á Hell- issandi og byggingavinnu í bæn- um, en ég held ég skelli mér frek- ar í byggingavinnuna þótt hitt sé betur borgað. Niels Rúnar Harðarson 14 ára: Já, ég er búinn að fá vinnu í Svartadal sem verkamaður. Það er rétt hjá Blönduósi. Kristín Hlín Pétursdóttir 14 ára: Ég fer til Danmerkur að vinna á bóndabæ. Þetta er rétt hjá Es- bjerg á Jótlandi og ég vinn þar við öll sveitastörf. \ blÓÐVIUINN Fimmtudagur 18. maí 1989 89. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CQ4Q4Q ÁLAUGARDÖGUM 681663 Fegrunarátak Láttu ekki þitt eftir liggja Herferð til að breyta viðhorfum Reykvíkinga til umgengni og umhirðu Reykjavík er uppeldisstpð feg- ursta fólks veraldar. I þessu umhverfí velkjast karamellubréf, pylsubrauðsstúfar og annað óyndislegt um götur og torg. Þetta gengur ekki lengur. Það er kom- inn tími til að taka til, ekki bara í þetta eina skipti heldur fá fólk til þess að temja sér aðra siði varð- andi meðferð á úrgangi. „Láttu ekki þitt eftir liggja" er slagorð hreinsunarátaks í Reykjavík sem hófst síðastliðið haust og mun standa yfir fram í september. Markmiðið er að laða fram nýtt hugarfar gangvart umgegni og umhirðu utan dyra í Reykja- vík. Það var í kjölfar samkeppni um gerð ruslailáta og slagorða sl. sumar sem Borgarráð Reykjavík- ur ákvað að standa fyrir öflugu hreinsunarátaki í borginni með því lokamarkmiði að koma á slíkri snyrtimennsku að orð færi af. Þessa dagana bruna öskubíl- arnir um með stórar auglýsingar á langhliðum búka sinna: GÖTUR ERU EKKI RUSLAFÖTUR. Eins eru vélsópar skreyttir þessu smellna slagorði. Aukin hreinsunar- þjónusta í maí og júní verður aukin áhersla lögð á hreinsun í hverfum borgarinnar í samvinnu við íbúðasamtök, foreldra- og kennarafélög. Borginni verður skipt í 4 hluta og stendur átakið í eina viku í hverjum borgarhluta. Fyrirhuguð skipting er þessi: 13.-19. maí verður fegrað í Vesturbæ og Miðbæ að Kringlu- mýrarbraut. 20.-26.maí verður fegrunarað- gerðum haldið áfram í Austurbæ, þ.e. frá Kringlumýrarbraut að Elliðaám. 27. maí-2.júní verður allt tekið í gegn í Breiðholtinu, og 3-9. júní munu íbúar í Árbæ, Selásnum og Grafarvogi leggja sitt af mörkum í þessari vortiltekt. Mikill áhugi á átakinu kom fram á fundi með forsvarsmönn- um íbúasamtaka og félaga sem haldinn var í Gerðubergi 2. maí. Gripið verður til margvíslegra ráða til þess að ná settu marki, verður m.a. stóraukin hreinsun- arþjónusta á vegum borgarinnar. Fyrirtækjum á vegum borgar- innar er ætlað að sýna gott for- dæmi með frágangi á mannvirkjum og bættri umhirðu á lóðum. Undirbúningsnefndin skorar á einkafyrirtæki að gera slíkt hið sama. Að sögn Ólafs Jónssonar upp- lýsingafulltrúa átaksins eru beinar aðgerðir boraryfirvalda þær að bæta gatnahreinsun og gangstéttasópun, auka eftirlit með flutningi á rusli og fjölga verulega ruslaílátum á almanna- færi. Ruslagamar 600 nýjum ruslastömpum verð- ur komið fyrir víðs vegar um borgina. Auk þeirra getur fólk gengið að ruslagámum vísum á eftirtöldum stöðum: við Meist- aravelli, við Sigtún, við Sléttu- veg, við Jaðarsel og við Rofabæ. Árangur áróðursherferðarinn- ar er að koma í ljós. Vesturbær- inn er að komast í sparibúning eftir mjög góða þátttöku íbúa um síðustu helgi við hreinsunarað- gerðir. Eftir að hafa safnað rusli og sópað saman glerbrotum komu íbúar saman við Melaskóla á laugardaginn var og grilluðu pylsur og nutu samvista. Gert er ráð fyrir því að slík fjöl- Öllum brögöum beitt til aö vekja athygli á boðskapnum. Mynd: ÞÓM. Liöur í átakinu er aö prýöa og fegra opinberar byggingar. Hér er verið að leggja drög að nýjum faröa fyrir Dómkirkjuna. Mynd: Jim Smart. skyldusamkoma verði á hverjum Iaugardegi að aflokinni tiltekt hvers hverfis. Á laugardaginn kemur verður grillveisla við Hvassaleitisskóla. Skilagjöld og sektir Mestur hluti af því drasli sem liggur á víð og dreif innan borg- armarkanna eru umbúðir utan af neysluvörum. Dósir, gler og fern- ur undan svaladrykkjum eru mest áberandi en sælgætisum- búðir, plastpokar og sígarettu- stubbar gefa drykkjarílátunum lítið eftir. Einangrunarplast, pappi, spýtnabrak, naglar og fleiri fylgi- fiskar byggingaiðnaðarins eru líka til ama þó að hreinlæti hafi aukist verulega í þeim efnum. Sumt af því rusli sem hent er út um allt er hreinlega hættulegt börnum eins og t.d. glerbrot, úðabrúsar, einnota kveikjarar og ýmisskonar eiturefni. Eitt af því sem borgin beitir sér fyrir núna er að koma á skilagjöldum fyrir ein- nota plast- og málmílát. Einnig hefur komið til álita að eigendur starfsleyfisskyldra fyrir- tækja missi starfsleyfið takist þeim ekki að halda umhverfinu hreinu og sömuleiðis verði ein- staklingar látnir sæta sektum kasti þeir rusli utan sorpíláta. Sem sagt, láttu ekki þitt eftir liggja! eb Það eru ekki eingöngu sælgætisumbúöirsem lendafyrirfótum borgar- anna í görðum og húsasundum. Mynd: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.