Þjóðviljinn - 05.07.1989, Síða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Af sameiningu
banka
Staksteinar Morgunblaösins eru í gær aö skemmta sér
yfir því, aö Framsóknarmenn viti ekki í hvora löppina þeir eigi
aö stíga yfir þau tíöindi aö þrír bankar kaupa Utvegsbank-
ann. I Tímanum hefur ekki ríkt beinlínis fögnuöur yfir þeim
kaupskap eins og duglegir blaöalesendur hafa mátt sann-
prófa - samt er ekki beinlínis kveðið upp úr meö þaö aö
bankasameiningin sé af hinu illa. Þetta allt saman verður
svo dálkahöfundi Morgunblaðsins tilefni til aö gefa frá sér
þetta skot hér: „Hitt er jafnljóst aö framsóknarmenn kjósa aö
hafa tvær skoöanir í þessu máli eins og ýmsum öörum."
Nú er þaö ekki nema rétt, aö Framsóknarmenn hafa oft
brugðið yfir sig þokumekki þegar spurt var um afstööu í
stærri og smærri málum: þeir sitja hjá og segja nei og síðast
já viö öllu, orti ágætur hagyröingur úr þeirra rööum. Gera
menn einatt ráö fyrir því aö slíkt sé eðli miöjuflokka, sem ekki
mega halla sér um of á annan veginn til að fylgi hrynji ekki af
þeim hinum megin. En í þessu dæmi hér er Framsóknar-
mönnum nokkur vorkunn - til eru þau mál sem kalla á
gagnrýna skoðun plúsa og mínusa frekar en aö menn rjúki
upp í hrifningu eöa fordæmingu. Slíkt mál er sameining
fjögurra banka eins og hún hefur axlast til.
Gagnrýni á hana kemur úr ýmsum áttum og byggist á
misjöfnum forsendum. Heyrst hefur um byggöarlög sem
hafa átt margt undir öflugu útibúi Útvegsbankans og eru
uggandi nokkuö um sinn hag, vita ekki hvaö þau hreppa. Þá
hafa heyrst, m.a. hér í blaöinu, raddir verklýösforingja sem
eru andvígir því aö Alþýðubankinn gangi inn í nýjan stór-
banka - mest vegna þess, aö því er best verður séö, aö þeir
heföu heldur kosiö sér annað föruneyti en lönaöarbanka og
Verslunarbanka. En sá hvunndagsþegn sem utan viö þessa
og þvílíka hagsmuni stendur, hann hlustar vitanlega mest
eftir þeirri gagnrýni sem fram hefur komiö í greinum eins af
fyrrverandi bankastjórum Útvegsbankans, Halldórs Guö-
bjarnasonar. En af henni hafa menn dregið þá niðurstöðu aö
ríkiö gefi í rauninni stórfé nýjum eigendum bankans meö
alltof lágu söluveröi. Kannski sé verið aö gefa meö banka-
sameiningunni miljarö, kannski meir. Sverrir Hermannsson
landsbankastjóri glottir meinfýsinn yfir þessu í grein í Morg-
unblaðinu nýlega, þar sem hann hrósar Alþýðuflokksforingj-
anum Jóni Sigurðssyni bankaráöherra fyrir þann „kjark sem
í því felst aö taka ríkiseign upp á 2,5 miljaröi króna og selja
hana einkaframtakinu fyrir um 1,5 miljarö króna“. Menn vita
aö sjálfsögöu hvaö Sverri gengur til - en ekki getur þaö verið
beinlínis lystisemd aö sitja undir flími hans. Og vitanlega
getur ekki hjá því farið að menn óttist, að í þetta söludæmi
geti menn síðar sótt afleitar fyrirmyndir um einkavæðingu
svonefnda.
Á móti öllu þessu koma svo röksemdir bankamanna og
Jóns Sigurðssonar ráöherra sem eru í stystu máli þær, aö
lengi hafi menn kvartað yfir því að íslenskt bankakerfi væri
alltof þungt og dýrt - nú geti tilkostnaður minnkað, hag-
kvæmni aukist, vaxtamunurinn freki lækkaö. Þetta er að
sjálfsögðu veigamikil röksemd og fer langt með aö réttlæta
ávirðingar sameiningarinnar. Ef-já ef þessi fyrirheit ganga
eftir svo um munar. Sá fyrirvari er hér hafður meðal annars
vegna þess, aö þaö var ekki sérlega uppörvandi aö á fyrstu
dögum eftir sameiningarfréttir skutust inn á umræðuvöllinn
vangaveltur um það, hvar ætti aö reisa nýja byggingu sem
væri veröug þess aö geyma aöalstöðvar hins nýja stór-
banka! Einhverjum hafði dottiö í hug sú firra að slík
steinsteypuveisla væri brýnt mál, svo undarlegt sem þaö nú
er.
ÁB.
Talsmenn
landbúnaðarmafíu?
í Alþýðublaðinu var á dögun-
um vitnað í Þjóðviljaleiðara sem
fjallaði um landbúnaðarmál. Og
komist að þeirri niðurstöðu að
ÁB væri kannski orðinn „nýr
talsmaður landbúnaðarmafíunn-
ar“ eins og það var kallað. Og á
öðrum stað stóð að Þjóðviljinn
„hefur landbúnaðarmafíuna til
skýjanna en Mogginn ræðst til at-
lögu gegn hagsmunaaðilum
bændastéttarinnar“.
Ekki gott reyndar að vita hvað
Alþýðublaðið á við með „mafíu"
í þessu samhengi. Vissulega hafa
Þjóðviljaskrif ekki verið sett
saman til stuðnings alltof mörg-
um sláturhúsum, dýru verslana-
kerfi, ekki heldur háum sölu-
skatti á matvælum (ein-
hvernveginn er matarskatturinn
dottinn upp fyrir í umræðu um
hátt verð á mat á íslandi, hvernig
sem nú á því stendur). Ekki höf-
um við heldur tekið málstað
rekstraraðila í tiltölulega nýjum
greinum matvæla-
framleiðslunnar eins og kjúkling-
aframleiðenda, sem eftir mikið
innbyrðis verðstríð sneru við
blaði og komu sér upp samræmd-
um einokunarprísum. Við höfum
í matvælaskrifum líka gert ráð
fyrir því að breytinga væri þörf í
hefðbundnum búskap með það
fyrir augum að losna við útflutn-
ingsbætur og laga t.d. fram-
leiðslustýringu á kjöti að neyslu-
þróun í landinu.
Patentlausnir
eru ekki til
Hinsvegar höfum við andmælt
þeirri kollsteypu sem t.d. Morg-
unblaðið hefur tekið með því að
slá því fram í sínum skrifum um
landbúnaðarmál að undanförnu
að eina leiðin út úr þessum
vanda, já og eina leiðin til að
bæta lífskjör í landinu, væri sú að
flytja inn matvæli. Jón Baldvin
utanríkisráðherra er í viðtali við
Morgunblaðið um helgina að
vara við mönnum sem trúa á
„patentlausnir" - m.a. þá sem
telja að samningar (eða
innganga) íslendinga í Evrópu-
bandalagið verði „einhver alls-
herjarlausn á þeim vandamálum
sem okkur hefur hingað til ekki
tekist að leysa“. Innflutningsboð-
skapurinn er að minni hyggju ein-
mitt slík „patentlausn“ - hann er
fólginn í mikilli einföldun sem
reiknar landbúnaðardæmið ekki
nema til hálfs og varla það (þeas
miklar það fyrir sér hve snarlega
mætti lækka verð á matvælum
með innflutningi, en sleppir því,
hvað það kostar í peningum og
mannraunum að íslenskur land-
búnaður hrynji mestallur). Með
öðrum orðum: við höfum andæft
því, að hinni „ósýnilegu hönd“
markaðarins sé fengin mikil
sveðja til að skera bændur niður
við trog skyndilega - eftir að ráð-
andi pólitísk öfl í landinu hafa
sameinast um að hvetja þá til
hámarksframleiðni áratugum
saman. Ef það á að heita stuðn-
ingur við „mafíu“ að lýsa hlut-
skipti og hag þessara manna, ís-
lenskra bænda, með nokkurri
samúð - þá er velkomið að Þjóð-
viljamaður gangist við þeim
glæp.
Alþjóðlegur vandi
Patentlausnir á þeirri einföldu
staðreynd að bændur í vélvædd-
um og ríkum þjóðfélögum geta
afkastað miklu meira en þegnar
þessara þjóða fá með góðu móti
torgað, þær eru ekki til. Allra síst
hafa þær komið fram í því Evr-
ópubandalagi sem menn horfa
mjög til þessi misseri til fyrir-
myndar um markaðsvisku - og
hafa menn þó gefið sér ærinn
tíma og fyrirhöfn til að leita
þeirra, ekki vantar það. Og
prófað sig með verðtryggingu
afurða og að borga bændum fyrir,
að framleiða ekki og útsölur út
fyrir bandalagssvæðið og margt
fleira. Samt sitja menn uppi með
smjörfjöll og vínfljót og mikla
gremju út af peningum sem milli-
liðir í kerfinu sjúga til sín.
Allt verður þetta svo hluti af
þeim smánarlega vanda að í rík-
um löndum henda menn óseljan-
legum matvælum í stórum stíl -
meðan hungursneyð ríkir víða
um heim. Við honum hafa menn
heldur ekki nein svör sem þeir
treysta sér til að byggja á aðgerðir
- enda lifum við í heimi sem hafn-
ar „hugsjónaglamri" með fyrir-
litningu og trúir á endanlega
blessun sérgæskunnar: hver mað-
ur fyrir sig og andskotmn hirði
þann aftasta.
í stríð við
sveitavarginn?
Nújæja, hvað er fleira sagt um
þessi mál í daganna rás? Jón
Baldvin, sem fyrr var nefndur,
átti annað viðtal við Alþýðublað-
ið um helgina. Þar bryddar hann
upp á flasi sem ekki er til fagnað-
ar, svo vægt sé til orða tekið. En
þar sekkur hann í þann vafasama
pópulisma að blása til stríðs milli
vinnandi fólks í þéttbýli og
dreifbýli. Hann hristir saman
vangaveltur sínar um möguleika
á að lækka matvælaverð (ekki síst
með innflutningi) og breyta
flokkakerfinu með þessum hætti
hér: „Það er ekki á þessu landi
nægilega öflug stjórnmálahreyf-
ing sem fyrst og fremst styðst við
fylgi launþega, neytenda og
skattgreiðenda í þéttbýli til að
tryggja þeirra hagsmuni. Það
vantar í þetta land sósíaldemókr-
atíska fjöldahreyfingu, sern hefur
nægilegt fylgi og nægan styrk til
að tryggja hagsmuni meirihluta
þjóðarinnar fyrir framleiðslu-
hagsmunum minnihlutahópa."
Jamm. Menn skilji fyrr en
skellur í tönnum. Ekki sýnist
manni það gæfulegt fagnaðarer-
indi að einn helsti sameiningar-
mótor „sósíaldemókratískrar
fjöldahreyfingar" eigi að vera
heilagt stríð launafólks við þá
sem framleiða kjöt og mjólk. Var
því kannski aldrei haldið fram af
oddvitum verkalýðshreyfingar,
að mikil nauðsyn væri að verka-
fólk og bændur næðu að stilla
saman sína hagsmunastrengi? Er
sú hugmynd kannski jafnúrelt að
dómi formanns Alþýðuflokksins
og sjálft hugtakið „félagslegt rétt-
læti“ sem karlar eins og Hayek
segja að sé ekki til og geti ekki
verið til? Eitt í viðbót: um meiri-
hluta og minnihluta. Að sjálf-
sögðu byrjar öll jafnréttisbarátta
á því að hnekkja forréttindum og
kúgun yfirstéttaminnihluta á
meirihluta þegnanna. En það er
ekki síður mikilvægt í jafnaðar-
stefnu að meirihlutinn stilli sig
um að þjarma að minnihlutum -
sem eru, nota bene, ekki endi-
lega yfirstéttarpakk. Eins og
dæmin sanna. ÁB.
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjóri: Árni Bergmann.
Frótta8tjóri: LúðvíkGeirsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.),
Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslasorj. Sigurður Á. Friðþjófsson
(umsjm. Nýs Heigarblaðs), Þorf innur ómarsson (íþr.), ÞrösturHar-
aldsson.
Framkvœmdastjóri: HallurPáll Jónsson.
Skrif8tofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
AuglýsingastjórhOlgaClausen. '
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Erla Lárusdóttir
Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 90 kr.
NýttHelgarblað: 140kr.
Á8kriftarverðámánuði: 1000kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júlí 1989