Þjóðviljinn - 05.07.1989, Qupperneq 5
VIÐHORF
Atvinnuvegimir styrktir!
Hver greíoir styrkina?
Talsvert hefur verið rætt um
þörf atvinnuveganna fyrir styrki.
Einkum er þó horft til sjávarút-
vegsins. Stofnaðir eru sjóðir til að
sinna þessu styrkjahlutverki. En
hvaðan kemur féð - styrktarféð?
Hver borgar í þessa sjóði? Og
hvað fá þeir, sem með vinnu sinni
halda og hafa haldið atvinnuveg-
unum gangandi? Eiga þeir ekki
rétt til framlaga úr þeim sjóði,
sem þeir hafa myndað með fram-
lagi starfsorku sinnar?
Hvernig væri að þeir fengju
eitthvað af þeim hlutabréfum
sem svonefndur Hlutabréfasjóð-
ur fær til ráðstöfunar?
Og hvernig færi ef þeir fengju
lagalegan rétt viðurkenndan til
þess að eiga fulltrúa í stjórnum
atvinnufyrirtækjanna sem fást
við framleiðslu og sölu afurða?
Margir launamenn hafa
auðvitað farið gálauslega með
hýruna sína, sjá það líka fyrir sér,
eru kannski ekki nægilega vel á
Guðjón B. Baldvinsson skrifar
Vœri ekki eðlilegtað oftnefndir A-flokkar
hefðu hugsun ogsjón á nauðsyn þess að vinn-
andi fólk fái íhlutun um stjórn atvinnufyrir-
tœkjanna?
verði gegn auglýsingaflóðinu. En
það er samt vitað mál að alþýða
manna hefur lært að reikna. Og
oft hefur hún séð betur hvar þörf
var að stinga við fótum, heldur en
þeir sem annast forsjá atvinnu-
rekstrarins.
Væri ekki eðlilegt að oftnefnd-
ir A-flokkar hefðu hugsun og
sjón á nauðsyn þess að vinnandi
fólk fái íhlutun um stjórnun at-
vinnufyrirtækjanna, eða amk.
fengju nokkra fræðslu um rekstur
og stjórnun? Hvenær á að koma á
atvinnulýðræði, á það að bíða þar
til fulltrúar auðmagns og atvinnu-
rekenda ná meirihluta á löggjaf-
arþinginu?
Námskeið hafa verið auglýst
fyrir konur sem vilja fást við sjálf-
stæðan atvinnurekstur. En hvers-
vegna ekki fyrir konur sem vinna
við framleiðsluna sem launþeg-
ar? Hversvegna ekki fyrir fólkið
sem heldur þjóðfélaginu uppi
með vinnuframlagi sínu, og
leggur að auki fram sparifé í ein-
hverjum mæli?
Er sjálfbirgingshátturinn og
hrokinn enn við lýði, og því litið á
verkafólkið sem annars flokks
þegna?
Hvar er áhuginn á jafnréttinu í
samfélaginu? Er hann aðeins
kynbundinn og þó mest með
sýndarmennsku?
Við erum í biðstöðu, þessar
hræður sem ekki erum alveg bún-
ar að gleyma hugtökum eins og
samvinnu, jafnrétti, frjálslyndi,
hugtökum sem virðast nú orðið
aðeins geymd í blaðhausum. Við
teljum það verkefni A-flokkanna
miðað við orðagjálfur þeirra í
stefnuskrám, að reyna að skapa
umbjóðendum sínum nokkra fót-
festu við j afnréttisstallinn, þá fót-
festu sem fylgir stjórnun í
atvinnu- og fjárhagslífi þjóðar-
innar.
Eiga þessar vonir að verða sér
til skammar?
Við spyrjum alþingismenn og
ráðherra flokkanna sem vilja
reikna sér fylgi alþýðunnar í
landinu.
Guðjón B. Baldvinsson er for-
maður Sambands lífeyrisþega
ríkis bæja og ritari Öldrunar-
ráðs íslands.
Staöa Islands
í helgarblaði Þjóðviljans 30.
júní er viðtal við Jón Baldvin. Þar
skýrir hann afstöðu sína og flokks
síns til hermála á heldur
grunnfærinn hátt, en spyr síðan
um afstöðu Alþýðubandalagsins,
sem flokks á breytingaskeiði:
„Hvenær kemur að því að hann
sætti sig formlega við aðild ís-
lands að NATO? Það er orðið
nokkuð langt síðan ítalski
Kommúnistaflokkurinn gerði
þetta upp við sig. Við munum
ekki eiga neina aðild að afvopn-
unarmálum nema með aðild að
NATO.“
Hvernig dettur nú manni í
stöðu utanríkisráðherra í hug að
bera saman svo ólíka hluti? ís-
land er vopnlaust ríki. Staða okk-
ar sem vopnlausrar smáþjóðar er
framlag okkar til afvopnunar-
mála. Hún er skylda okkar við
málstað þeirra sem um aldir hafa
með vaxandi þunga reynt að
afvopnun
Helgi Jónsson skrifar
Staða okkarsem vopnlausrarþjóðar erfram-
lag okkar til afvopnunarmála. Hún erskylda
okkar við málstað þeirra sem hafa með vax-
andi þunga reynt að hamla gegn vígbúnaði
hamla gegn stríðum og vígbún-
aði. Hún er afvopnunin sjálf.
Það eru ekki valdhafar
heimsins sem berjast fyrir af-
vopnun. Hervald hefir um alla tíð
verið þeirra tæki. Þeir láta hins-
vegar undan vaxandi kröfum
þjóðanna, sumir af heilum huga,
aðrir nauðugir viljugir. Hvort
valdhafar heimsins voga sér enn
einu sinni „að varna okkur
máls“0 er þeirra mál. Gerist það
þarf sýnilega meiri bóg en Jón
Baldvin til að standa uppréttur á
grunni þjóðarsögunnar og krefj-
ast réttar smáþjóðar til að lifa í
friði fyrir vígbúnaði „vina“ sinna.
Afstaða ítalska kommúnista-
flokksins skiptir að sjálfsögðu
1) Tilvitnun í Davíð Stefánsson: Ti!
Friðarráðstefnu í London 1946.
engu máli í þessu sambandi. En
hún er mjög skiljanleg. Ítalía er
herveldi sem var m.a.s. alræmt á
fyrri hluta aldarinnar. ítalir þurfa
þvt' sjálfir að taka þátt í afvopnun.
Afvopnun hefur verið eitt helsta
baráttumál kommúnista um langt
skeið (enda hafa þeir mjög orðið
fyrir barðinu á hervaldi víða um
heim). Það er því höfuðnauðsyn
fyrir ítalska kommúnistaflokkinn
að eiga aðild að viðræðum um
afvopnun. Staða íslands sem
vopnlausrar þjóðar er í sjálfu sér
miklu öflugri stuðningur við mál-
stað ítalskra kommúnista og ann-
arra er krefjast afvopnunar held-
ur en þó að Jón Baldvin eða aðrir
færu að taka þátt í slíkum við-
ræðum í anda NATO.
Hvort Alþýðubandalagið sam-
þykkir einhverntíma formlega
aðild að NATO skiptir ekki öllu
máli, en er afar ótrúlegt. And-
staða gegn þátttöku Islands í
hernaðarsamvinnu er til í öllum
flokkum. Davíð Stefánsson orti
kvæðið „Til Friðarráðstefnu í
London 1946“, í heilagri reiði yfir
þeirri óskammfeilni hernaðar-
velda í garð íslendinga, sem Jón
Baldvin virðist nú telja eðlilegt
að komi til greina.
Helgi Jónsson er járnsmiður og
starfar á Teiknistofu Rarik.
Háskinn er Ijúfur
og freistandi
Ekkert er skemmtilegra en sumarfrísemfer úrskeiðis með sögulegum hœtti
Þegar ferðaskrifstofur auglýsa
sig leggja þær náttúrlega sem
mesta áherslu á að hjá þeim séu
ferðalangar óhultir. Allt muni
fara á hinn besta veg í hinum
besta allra heima.
En þegar að er gáð, þá er eins
víst að í raun og veru ali hvunn-
dagsferðalangurinn einmitt með
sér leynda ósk um að lenda í
óhappi, einhverju slysi. Það má
náttúrlega ekki vera mannskætt,
en nálægð háskans er ein-
hvernveginn boðin velkomin í sál-
artetrið.
Þessi von um sálarhásar kom
m.a. fram á dögunum þegar sov-
éska skemmtiferðaskipið Maxím
Gorkí sigldi á rekís á leið til Sval-
barða með nær þúsund manns
innanborðs. Og kom svo mikill
leki að skipinu að vel mátti búast
við því að það sykki í vota gröf
eins og hvert annað Titanic áttat-
íu árum fyrr.
Allt fór það vel að lokum, eins
og menn vita. Og farþegar og sá
hluti áhafnar, sem viðleitni til að
halda skipinu á floti mátti án
vera, fóru í björgunarbáta og
voru teknir upp af norskum
skipum eða hífðir upp af ísnum í
þyrlur. Rekjum það ekki lengur,
en þegar farið var að spyrja far-
þegana út úr um þetta ævintýri,
voru þeir flestir himinlifandi.
Eða eins og roskin hjón frá Berlín
(flestir farþeganna voru þýskir)
sögðu við blaðamenn:
„Við vorum reyndar mjög glöð
yfir að lenda í þessu - annað eins
les maður bara um í blöðum."
Semsagt: hér fer þetta tvennt
saman - upplifun háskans og að
komast í blöðin og vera af báðum
orsökum maður með mönnum.
Mörg dæmi fleiri mætti tína til í
þessa veru. Fyrir þrem árum eða
svo rofnaði hringvegurinn á
tveim stöðum í miklum vatnavöx-
tum í Skaftafellssýslum. Á Hofi í
Öræfum voru um hundrað ferða-
langar, flestir útlendingar, inn-
lyksa í tvo-þrjá daga og var það
þröng seta eins og nærri má geta
og úrhellisrigning úti fyrir. En að
sögn datt engum í hug að kvarta:
Farþegar af Maxím Gorkí komnir í björgunarbát: svona lagað les
maður bara um í blöðunum......
þetta var að sönnu ekki beinlínis
lífsháski, en þó einskonar slys,
sem einangraði fólk frá um-
heiminum og svipti það hvunn-
dagsfriði og þægindum og opnaði
nýja vídd í sálinni.
Ekki nema von að sá klóki
blaðamaður Gúnther Wallraff
hafi ætlað sér að gera tilraun með
lífsháskann: hann ætlaði að aug-
lýsa rándýra ævintýraferð til k-
lands (upp á Vatnajökul), smala
þangað þýskum auðkýfingum og
forstjórum og skelfa þá síðan
með enn meiri háska en þeir gátu
nokkru sinni búist við.... áb
Miðvikudagur 5. júli 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5