Þjóðviljinn - 05.07.1989, Page 7

Þjóðviljinn - 05.07.1989, Page 7
MENNING Lífgað upp á menningarlíf Reykjavíkur með listadögum í ágúst Hunda- dagar ’89 Andersen, en sýningin heitir H. C. Andersen, manneskjan og ævintýraskáldið, og verður flutt þrisvar á listadögunum, tvisvar á dönsku og einu sinni á ensku. Ný ópera eftir Karólínu Eiríks- dóttur verður flutt í fyrsta sinn hér á landi, en óperan, sem heitir Mann hef ég séð var frumflutt í Vadstena í Svíþjóð í fyrra. Ein- söngvararnir, íeikstjórinn og hljómsveitarstjórinn eru allir sænskir og tóku þátt í frumflutn- ingi óperunnar, en um undir- leikinn sér hátíðarhljómsveit Hundadaga, tuttugu og fimm ungir hljóðfæraieikarar, sem safnað var saman að þessu tilefni. Nýja búninga og leikmynd fyrir óperuna gerir Messíana Tómas- dóttir. Átta tónleikar eru nú þegar fyrirhugaðir á dagskrá Hunda- daga, og verða þeir í Listasafni Sigurjóns, í fslensku Óperunni og í Kristskirkju. í Listasafni Sig- Nokkrir af starfsmönnum og skipuleggjendum Hundadaga fyrir framan hluta af leikmynd Gunnars Arnar: Sverrir Hólmarsson, Ulriqa Bengtson, Ingunn Ásdísardóttir, Gerla, Inga Bjarnason, Hákon Leifsson, Viðar Eggertsson og Leifur Þórarinsson. Mynd - Jim Smart. urjóns spilar jasspíanistinn Cat Kaye ásamt tríói eigin tónsmíðar og söngva, auk þess David Tutt, píanóleikari verður þar með tón- leika. I Kristskirkju verða orgel - tónleikar Bjöms Sólbergssonar, sem mun flytja verk eftir franska tónskáldið og orgelleikarann Oli- vier Messiaen. Fimm tónleikar eru fyrirhug- aðir í íslensku Óperunni og eru píanótónleikar Martins Berkof- skys þar fyrstir í röðinni. Miami Stringquartet, sem er skipaður þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Cathy Robinson, Ásdísi Valdi - mars -dóttur og Keith Robinson, verður með tónleika um miðjan mánuðinn, og á eftir þeim kemur röðin að Tríó Kauniainen frá Finnlandi, en þar er fiðluleikari Petri Sakari, aðalstjórnandi Sin- fóníunnar. Manuela Wiesler, Einar Jó- hannesson og Þorsteinn Gauti Sigurðsson verða með íslenska Kiarvalsstaðir Steinn og strigi Haukur Dór og Preben Boye sýna guði og djöfla og höggmyndir í granít Myndlistarmennirnir Haukur Dór og Preben Boye sýna nú verk sín í Vestursal og Vesturgangi Kjarvalsstaða. Þeir Haukur og Boye eru hingað komnir með verk sín frá Frederiksværk í Dan- mörku, þar sem þeir eru báðir bæjarlistamenn, og sýnir Haukur um 70 málverk, teikningar og grafíkmyndir og Boye 17 granít- skúlptúra. Haukur Dór segir sýninguna á Kjarvalsstöðum vera eðlilegt framhald sýningar sem hann hélt hér á landi fyrir ári. - Það er svosem ósköp lítið um þetta að segja, segir hann. - Fyrirmyndirnar eru meira og minna sóttar hingað til íslands, í náttúruna og í það sem ég hef lesið. Það má kannski segja að þetta séu einhvers konar sálar- lífslýsingar, þetta eru guðir og djöflar að takast á, - slagurinn í okkur öllum. Nú hefur þú verið búsettur í Danmörku undanfarin ár. Finnst þér mikill munur á að starfa sem myndlistarmaður þar eða hér á landi? - Ég er fyrst og fremst í Dan- mörku vegna þess að ég hef enga möguleika til að starfa eingöngu að málverkinu hér á landi. Hefði ég getað það hefði ég aldrei farið. En ég er heldur ekki í neinni út- legð. Mér líkar vel við Dani og finnst gott að vera í Danmörku. Preben Boye, höggmyndir þín- ar eru sagðar vera undir áhrifum af list frumstæðra þjóða og þá einkum Grænlendinga... - Það hefur margt verið skrif- að um það, segir hann, - og það er ég ánægður með, því ég hef eytt löngum tíma í að garfa bæði í grænlenskri og eins fornri nor- rænni list. - Ég starfaði á Grænlandi í el- lefu ár og hef kynnt mér bæði íslenskar sögur og grænlenskar og norrænar þjóðsögur, og hef fundið ýmis tengsl í menningu þessara þjóða. Er ekki menning Grænlend- inga eða inúíta talin tengd menn- ingu indíána? Haukur Dór og Preben Boye við eina af höggmyndum Boyes, guðir og demónar takast á á bak við Hauk. Mynd - Jim Smart. - Jú, það er talið að svo sé, en það er samt ýmislegt sem tengir norræna menningu og Græn- lenska. - Og frásagnir ís- lendingasagnanna eru oft réttar, þar er til að mynda sagt frá því að víkingar hafi séð úlfa við komuna til Grænlands. Það sagði mér líf- fræðingur að væri ómögulegt, en fyrir nokkrum árum fannst haus- kúpa af úlfi á Grænlandi, svo sag- an var rétt, þrátt fyrir allt. Eitthvað ákveðið sem ræður þínu efnisvali? - Já, í granítinu er viss eilífð, hvert einasta strik sem ég dreg í steininn verður þar um aldur og ævi. Ég byrjaði á að nota granít fyrir mörgum árum og hef ein- göngu unnið í það undanfarin fimm ár. Granítið er varanlegt og ég öfunda alls ekki málarann af penslunum og striganum. - Enn einn kosturinn við gran- ítið er að náttúran er svo góð við mig að leggja mér til efnið ókeypis, og er þar að auki stund- um búin að móta fyrir mig steininn, svo það eina sem ég þarf að gera er að leggja síðustu hönd á verkið. - Þessi verk sem ég sýni hérna tónleika í Óperunni, og þar verða einnig lokatónleikar Hundadaga, en þá leikur hátíðarhljómsveitin undir stjórn Pascal Verrot. Besti vinur ljóðsins mun einnig leggja sitt að mörkum á Hunda- dögum og standa fýrir kynningu á nýjabrumi í ljóðum, leikritun og lifandi myndum á Hótel Borg. Ef vel tekst til með Hundadaga að þessu sinni er ætlunin að standa að svipuðum uppákomum á hverju ári, - þó með auknum áherslum annað hvert ár. Þeir sem að listadögunum standa leggja áherslu á að ekki sé ætlun- in að græða á hátíðinni og sé mið- averð því ekki hærra en nauðsyn krefji; á bilinu 900 til 1300 krón- ur, og er veittur 20% afsláttur ef keyptir eru miðar á þrjá eða fleiri viðburði. Skrifstofa Hundadaga er í Hlaðvarpanum, en miðasala í Óperunni. eru mjög lítil miðað við það sem ég vinn til dæmis fyrir opinbera aðila. Þau eru yfirleitt eitthvað um tíu til fimmtán tonn á þyngd. Og sem stendur er ég að gera sex metra háan gosbrunn fyrir bæjar- yfirvöld í Frederiksværk. Hvaða fríðindi eða skyldur fylgja því að vera bæjarlistamað- ur í Frederiksværk? - Það að vera bæjarlistamaður þýðir að við fáum góðar vinnu- stofur til afnota, endurgjalds- laust. Það fylgja þessu engar kvaðir, - það eina sem farið er fram á er að maður sé starfandi myndlistarmaður. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað tekur við að þessum sýn- ingum loknum? - Til að byrja með vorum við að hugsa um að setja upp skúlp- túr einhvers staðar hér inni á miðhálendinu, - og segja engum hvar. En annars sýnum við næst í Árósum, eftir það í Kaupmanna- höfn og síðan í Frakklandi. Og ég sýni hjá Túborg verksmiðjunum í haust, bætir Boye við. Sýningar þeirra Prebens Boyes og Hauks Dórs standa til sunnu- dagskvöldsins 9. júlí. Miðvikudagur 5. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Skáldakvöld á Borginni Besti vinur ljóðsins efnir til skáldakvölds á Hótel Borg í kvöld kl. 21. Verða þar meðal annars kynntar ljóðabækur sem komið hafa út í sumar eða eru væntanlegar með haustinu. Þau skáld sem lesa úr verkum sínum eru Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson, Ólafur Haraldsson, Jón Hallur Stefánsson, Gunnar Hersveinn, Birgitta Jónsdóttir, Steinunn Ásmundsdóttir, Jónas Skagfjörð Þorbjarnarson, Sig- urður Pálsson og Nína Björk Árnadóttir. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Ljósmyndir Yousuf Karsh í austurforsal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning á verkum Yousuf Karsh, og er sýningin af- mælissýning, sem opnuð var á síðasta ári í tilefni að áttræðisaf- mæli Karsh. Yousuf Karsh er fæddur í Arm- eníu 1908 og upplifði hörmungar þjóðarmorðsins á Armenum. Hann komst til Kanada fyrir til- stilli frænda sfns, þá 16 ára gam- all, og hóf nám í ljósmyndun hjá John Garo í Boston. Árið 1932 opnaði hann stofu í Ottawa og öðlaðist þegar mikla viðurkenningu fyrir verk sín. Mynd hans af Winston Churchill frá 1941 aflaði honum heimsfrægðar og aðrar myndir hans er víða að finna í merkum listasöfnum, svo sem í Metropo- litan í New York, Listasafni Fíla- delfíu, Listasafninu í Chicago og í alþjóðlegu Ijósmyndastöðinni í New York. Sýningin, sem er á vegum Ljós- myndarafélags íslands, stendur til 30. júlí. Alþýðuleikhúsið, Tónlistarfé- lag Kristskirkju og Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar standa fyrir listadögum í ágústmánuði og kenna við Hundadaga. Á þeim þrjátíu dögum sem Hundadagar ‘89 standa verður mikið um að vera í menningarlífi Reykjavík- ur, sýnd leikrit, ópera og mynd- list, haldinn fjöldi tónleika, og kynnt nýjabrum í ljóðum, leikrit- un og lifandi myndum. Aðstand- endur Hundadaga segjast á þenn- an hátt vilja lífga upp á menning- arbrag borgarlífsins að sumarlagi og sameina listgreinarnar; allt of mikið sé um að þær einangrist hver á sínum bási. Listadagarnir hefjast með há- tíðarmessu í Kristskirkju sunnu- daginn 30. júlí, en verndari dag- anna er dr. Alfreð Jolson SJ, biskup. Seinna sama dag verða Hundadagar formlega settir, þegar opnuð verður sýning á and- litsmyndum eftir Kristján Da- víðsson í Listasafni Sigurjóns. Um kvöldið frumsýnir Alþýðu- leikhúsið Macbeth í íslensku Óperunni og er leikritið í nýrri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Leikstjóri er Inga Bjarnason, leikmynd eftir Gunnar Örn, sent þreytir frumraun sína á þeim vettvangi, tónlistin er eftir Leif Þórarinsson og búninga gerir Gerla. Danskur gestaleikur er einnig á dagskrá Hundadaga. Er það dagskrá leikaranna Susse Wold og Bent Mejding um H. C. Djassað á Egilsstööum Djasshátíð Egilsstaða ‘89, verður haldin að Valaskjálf, Eg- ilsstöðum um næstu helgi, dag- ana 7.-9. júlí. Djassklúbbur Eg- ilsstaða stendur fyrir hátíðinni, sem hlotið hefur styrk frá Menntamálaráði, Egilsstaðabæ og fyrirtækjum á Austurlandi og í Reykjavík. Þeir sem fram koma á hátíðinni eru meðal annarra Tríó Guð- mundar Ingólfssonar ásamt Rún- ari Georgssyni saxófónleikara, Árni Elfar, Tómas R. Einarsson og Friðrik Theódórsson. Auk þeirra mæta til leiks Djassband Hornafjarðar, Bláa blúsbandið frá Stöðvarfirði með Garðari Harðarsyni gítarleikara og söngvara. Guðgeir Björnsson blúsari frá Egilsstöðum tekur þátt í hátíðinni, Viðar Alfreðsson kemur norðan úr Mývatnssveit og dixiland hljómsveit Þórarins Óskarssonar frá Reykjavík. Meðal söngvara verða Pálmi Gunnarsson og Pálína Vagns- dóttir, djassballett verður á staðnum og þar að auki geta menn fengið sér snúning að tón- leikum loknum. Heiðursgestur hátíðarinnar verður Vernharður Linnet og kynnir básúnuleikar- inn Friðrik Theódórsson. Þá verður Árni Elfar með málverk- asýningu, meðal annars með myndum úr djasslífinu. Málverk í Þrastarlundi Þessa dagana heldur Þórhallur Filipusson sumarsýningu í Þrast- arlundi við Sog, og er þetta þriðja sumarið sem Þórhallur sýnir í Þrastarlundi. Á sýningunni, sem stendur til 16. júlí, eru olíumálverk, og kennir þar ýmissa grasa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.