Þjóðviljinn - 05.07.1989, Side 9

Þjóðviljinn - 05.07.1989, Side 9
FRETTIR Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir maímánuö 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 3. júlí. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið 4. júlí 1989 Byggðastofnun RAUÐARARSTlG 2S • SlMI 25133» PÓSTHÚLF 5410 • I25REYKJAVIK Miðstöð Byggðastofnunar á ísafirði Nú stendur yfir undirbúningur að stofnun mið- stöðvar Byggðastofnunar á (safirði og stofnunin leitar að starfsmanni til að taka að sér starf forstöðumanns. Miðstöð Byggðastofnunar á ísafirði er ætlað að annast samskipti stofnunarinnar við fyrirtæki, sveitarfélög og aðra aðila á Vestfjörðum auk þess sem þar verður unnið að ýmsum verkefn- um sem ná til landsins alls. Starf forstöðumanns býður upp á möguleika til að starfa að lausn á byggðavanda á Vestfjörð- um með eflingu atvinnulífs og á ýmsan annan hátt. Um er að ræða krefjandi en jafnframt gef- andi starf á sviði sem er þjóðarbúinu afar mikil- vægt. Uppbygging miðstöðvarinnar hvílir á herðum forstöðumannsins og þeirra starfs- manna sem með honum/henni veljast en reiknað er með að starfsmenn verði 3 í upphafi. Því er hér um að ræða afar mikilvægt starf. Stofnunin setur ekki ákveðnar menntunarkröfur en gerir ráð fyrir að starfsmenn hennar hafi margs konar menntun. Launakjör eru sam- kvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Þeir sem hafa hug á að sækja um þetta starf eru beðnir um að senda umsókn sína ásamt upp- lýsingum um menntun og starfsreynslu til Guð- mundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, sem veitir nánari upplýsingar, fyrir 1. ágúst nk. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Þingmúli í Skriðdal einn af áningarstöðum í ferðinni. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingúr, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórlsson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til Ferðamlðstöðvar Austurlands, Egils- stöðum, sfmi (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördæmisráð. r Fararstjórn Islenskur skóli Með samstarfi sem tekist hefur milli íslenskra aðilja og spænskra ferðayfirvalda verður starfræktur íslenskur ferðamála- og fararstjóraskóli 30. október til 20. desember næsta vetur í Palma á Mallorca. Kennd verða ýmis undirstöðuatriði almennrar ferð- aþjónustu svo sem farseðlaútgáfa og hótelstörf, auk spænsku, sögu Spánar og menningar Miðjarðar- hafslanda, leiðsagnar ferða- manna á Spáni og margra fleiri greina. Náminu lýkur með prófum. Kennt verður fimm stundir á dag alla virka daga. Þar af eru tvær kennslustundir í spænsku fyrir byrjendur og er miðað við að nemendur nái á þessum tíma nægilega góðu valdi á málinu til að geta bjargað sér á eftir. Skólastjóri verður Örnólfur Árnason rithöfundur sem m.a. mun kenna spænska sögu og leið- sögn. Halldór Þorsteinsson MA, skólastjóri Málaskóla Halldórs, kennir spænsku. Jónas Hvann- berg aðstoðarhóltelstjóri á Hótel Sögu kennir grundvallaratriði á Spáni hótelstarfa. Gunnar Eyjólfsson leikari kennir framsögn og fram- komu. Sérfræðingur frá Flug- leiðum hf. kennir farseðlaútgáfu og störf á flugvöllum. Sérfræð- ingar fjalla um heilsufar, heilsu- gæslu og mataræði o.fl. Gabriel Ferrer hæstaréttarlögmaður leiðbeinir um spænsk lög og rétt- arstöðu útlendinga á Spáni. Nánari upplýsingar um skólann eru veittar á skrifstofu Transa í síma 91-22525 eða hjá Örnólfi Árnasyni í síma 91- 27514. Doktorsnafnbót Áverkar á ökkla og liðböndum ann 8. maí sl. varði dr. Jón Karlsson doktorsritgerð sína við Læknadeild Gautaborgarhá- skóla í Svíþjóð. Ritgerðin nefnist „Charonic lateral instability of the ankle joint. A clinical, radiol- ogical and experimental study“. Ritgerðin fjallar um áverka á ökklalið og viðgerðir á þeim, einkum liðbandaáverka utanvert á ökklanum, sem er algengasti áverki sem íþróttamenn verða fyrir. Sýnt er fram á að nýjungar í skurðaðgerðum gefa betri og ör- Félag skólastjóra og yfirkenn- ara mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Alþingis við gerð síð- ustu fjárlaga að ríkisútgjöld skuli skorin niður án þess að tillit sé tekið til þess hver þróun útgjalda á ýmsum sviðum hefur verið und- anfarin ár. Stjórnin bendir á aö í tvo ára- tugi hefur hlutfall menntamála í ríkisútgjöldum haldist óbreytt, veriö milli 14 og 15 af hundraði. Aukin útgjöld sem nema aukningu þjóðartekna hafa öll farið í uppbyggingu framhalds- skóla og háskóla. Það er því uggari langtíma árangur, en eldri aðferðir. Nýrri aðferðir til við- gerða eru jafnframt einfaldari en eldri og líkur á fylgikvillum mun minni. Talið er að þetta muni einkum hafa áhrif fyrir íþrótta- menn, en ökklaáverkar hafa yfir- leitt verulega þýðingu fyrir íþróttaiðkendur. Dr. Jón Karlsson er fæddur 1953, sonur hjónanna Láru M. Benediktsdóttur og Karls M. Jónssonar frá Klettasíu í Norður- árdal. Hann lauk stúdentsprófi næsta ósanngjarnt að skera niður útgjöld til menntamála í sama mæli og til annarra þátta í ríkis- kerfinu sem þanist hafa út síðustu ár. Sérstaklega er það ósann- gjarnt gagnvart grunnskólanum. Niðurskurður þessi er í algerri mótsögn við boðaða stefnu nú- verandi menntamálaráðherra í þróun í skólamálum og vandséð hvernig hægt er að nálgast hana þegar svona er staðið að málum. Reynslan hefur sýnt að skerð- ing sem einu sinni hefur verið framfylgt verður viðvarandi í kerfinu og getur því haft langvar- andi áhrif á þróun skólamála. frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1972 og kandidatprófi frá Læknadeild Háskóla íslands 1978. Hann hefur síðan 1981 dvalið við framhaldsnám í bækl- unarskurðlækningum við Östra sjúkrahúsið í Gautaborg og við Gautaborgarháskóla. Hann hlaut sérfræðiréttindi í bæklunar- skurðlækningum bæði í Svíþjóð og á íslandi 1986. Hann hefur fyrir utan doktorsritgerð sína rit- að fjölmargar vísindagreinar um bæklunarskurðlækningar bæði í íslensk og erlend læknatímarit. Hann starfar nú sem sérfræðing- ur við bæklunardeild Östra sjúkrahússins í Gautaborg. Hann hefur að auki í frístundum verið ötull starfskraftur við íþrótta- lækningar í Svíþjóð og hefur m.a. verið læknir sænska knattspyrn- ulandsliðsins síðan 1985. Skólastjórar Niðurskurði mótmælt ___LESENDABRÉF Söluskattur Hávaðinn og gauragangurinn út af söluskattsinnheimtunni er í hámarki þessa dagana, þegar fjármálaráðuneytið er að kalla inn þennan skatt er hin ýmsu fyr- irtæki í landinu hafa svikist um að borga í lengri og skemmri tíma. Menn eru með ýmisskonar vífi- lengjur og fyrirslátt, en bæjar- stjórar og framkvæmdamenn eru þó á harðahlaupum þegar á að fara að loka hjá þeim, og borga upp í topp. En hvemig stendur á öllu þessu brambolti og írafári? Hvað hefur gerst? Ekkert annað en það að menn eiga að greiða skuldir sínar og engar refjar. Á það vilja þessir auðmenn ekki fallast. Við erum engir auðmenn segja þeir ríku, við tökum áhættuna af að reka fyrirtæki okkar til að halda uppi atvinnu í landinu og við verðum að hafa hagnað af starfi okkar, þessvegna hefur það vafist fyrir okkur að greiða þenn- an bölvaða söiuskatt sem alls- staðar er að þvælast fyrir okkur athafnamönnum á þessum ræka- lsins tölvutímum sem menn eru hættir að botna í, þessum apparö- tum sem eru að reyna að koma okkur á vonarvöl. Við viijum fá að vera í friði, þannig getum við best þjónað þjóðfélaginu. (Þetta var úr samtali þeirra ríku í heita pottinum.) En það ríkir skeggöld og skálm- öld í innheimtunni, og Sjón- vörpin bæði velta sér upp úr þess- um hasar og birta viðtöl við þrút- in og reið andlit sem heimta rétt- læti þegar búið er að innsigla fyr- irtæki þeirra vegna vanskila. Það er engu líkara en að andi Jónasar frá Hriflu svífi hér yfir vötnum, en Jónas var sem kunn- ugt er dirffjöðrin í bolsastjórn- inni frægu er var við völd í landinu á árunum 1927-31 og var ein besta stjórn er starfað hefur í landinu. Jónas sprengdi mörg graftarkýli í spillingu þeirra tíma, enda var hann hataður af auð- mönnum og átti að koma honum fyrir kattarnef eins og frægt er orðið. Nú reynir á stjórn Steingríms Hermannssonar að taka harða af- stöðu í þessu söluskattsmáli og refsa þeim sem sekir eru og hætta að láta þessa náunga vaða í bankakerfinu til að stofna fyrir- tæki er fara svo á hausinn koll af kolli og stofna svo önnur á 10 m. eins og skýrt hefur verið frá í fjöl- miðlum. Ef Ólafur Ragnar og félagar hans hafa kraft og þor til að stöðva þennan ljóta leik í sam- bandi við söluskattinn þá mun birta til í stjórnmálum þjóðarinn- ar, af þessum aðgerðum og öðr- um er á eftir kæmu. Með kveðju Páll Hildiþórs Miðvikudagur 5. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.