Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hvað heitir Spánar- drottning? Kolbeinn Guðjónsson, sjómaður Ég veit það ekki. Þetta ferðalag konungshjónanna er eins og hvert annað, því skyldu þau ekki gera víðreist eins og okkar fólk? Linda Gunnarsdóttir, nemi Ég hef ekki hugmynd um það og veit reyndar ekki heldur hvað konungurinn heitir. ÞlÓÐVIUINN Mlðvikudagur 5. júlí 1989 116. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Hér má sjá grjótfyllingar í forgrunni en flotbryggjurnar eru í baksýn. Mynd-Jim. Guðbjörg Benediktsdóttir, aðstoðarráðskona Ég man það nú ekki en ég var einmitt að lesa það í blöðunum í morgun. Bjarni Þór Jakobsson, sjómaður Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ábyggilega heyrt hennar get- ið en ég hef ekki nafnið. Sísí Ingadóttir, verslunarmaður Hún heitir Soffía og konungurinn Juan Carlos en ég þori nú ekki að fara með það hvaðan drottningin er. Hafnarfjörður Góð aðstaða fyrir smábáta Nýjcir flotbryggjur, dýpkanir og fyllingar gera höfnina að einnibestu smábátahöfn landsins Um þessar mundir er unnið að miklum endurbótum á smá- bátahöfninni í Ilafnarfírði en notkun smábáta hefur aukist síð- ustu ár. Höfnin hefur verið dýp- kuð töluvert og nýjar flotbryg- gjur settar upp. Mun þessi hluti hafnarinnar heita Flensborgar- höfn enda stóð gamla Flensborg skammt frá þessum stað. - Við erum að koma upp einni bestu smábátahöfn landsins í kjölfar aukinnar smábátaútgerð- ar síðustu ár. Nú gera um 130 bátar út frá Hafnarfirði, flestir þeirra eru fiskibátar en einnig er nokkuð um sportbáta, sagði Ótt- ar Proppé forstöðumaður fjárm- álasviðs Hafnarfjarðarhafnar í samtali við Þjóðviljann. Óttar sagði að framkvæmdirnar við höfnina væru aðallega þrískiptar. Dýpkað hefði verið í smábáta- höfninni samfara öðrum dýpkun- arframkvæmdum og væri nú 1,5 metra dýpi þar á stórstreymi, ný- jum fyllingum hefði verið komið fyrir með því að raða þar stórgrýti og nú væri verið að reisa flotbryg- gjur sem stækkuðu hafnarbakk- ana til muna. í þessum áfanga verða 53 básar settir upp á þessum bryggjum en gert er ráð fyrir að þeir verði alls um 110. Þegar hefur myndast biðlisti yfir þá sem vilja fá pláss á bryggjunum en þó verða básarnir varla fleiri en 53 fyrst um sinn. Þá mun Skeljungur endurbæta að- stöðu sína við olíuafgreiðslu á svæðinu og til stendur að malbika bflastæði og göngubrautir við bryggjuna á næsta ári. - Þessar framkvæmdir kosta yfir 30 miljónir króna og er bryggjusmíðin þar dýrust, eða um 14 miljónir. 9,6 miíjónum var eytt í dýpkunarframkvæmdir og 10-11 miljónum í fyllingar, sagði Óttar um kostnaðinn vegna þess- ara framkvæmda. Að þessum framkvæmdum loknum verður aðstaða til smá- bátaútgerðar frá Hafnarfirði sér- staklegagóð. Bátarnir í Firðinum leggja upp á Fiskmarkaðnum og hefur útgerðin gengið nokkuð vel það sem af er árinu. í marsmánuði var afli smábátanna tam. um 200 tonn og eftir stækk- un hafnarinnar er ekki við öðru að búast en að smábátaútgerð í Hafnarfirði fari vaxandi. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.