Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júlí 1989 Yngsta kyn- slóðinerfróð- leiksþyrst og margt svalar þeim þorsta í Grasagarðin- um. Þessirþrír herramenn voru svo upp- teknirviðnátt- úruskoðun, að þeir máttu ekk- ert vera að því aðsnúasér viðfyrirljós- myndara. Allar plönturígarð- inumeru vandlega merktar. Auðnutittlingurinn erspakurfuglenda verður hann ekki fyrir áreitni af mannavöldum i Grasagarðinum og kettireru sjaldséðir. Þessi settista öxlina a blaóamanni og hafðiekkertamoti þvíaðlatahaldaá sérog klappaser. í grasagarðinum er lítill garðskáli eða „tehús". Það var flutt úr garði Borgarbókasafns- ins í Grasagarðinn haustið 1980. „Te- hús“ þóttu ómiss- andi um 1930 á fínni bæjum og létu betri borgarar bæjarins færa sér tebolla út í garð í þessi hús. Grasagarðurinn Unaðsreitur í borginni Á veturna skíði og sund. Á sumrin gönguferðir og sólböð sem hægt er aðsameina íeinniferð í Grasagarðinn, með viðkomu ísundlaugunum Fólk hefur ýmsar aðferðir til að hvfla sig á skarkala hversdags- ins. Á veturna fara margir á skíði, sund er alltaf vinsælt og þannig er einnig með öldurhús borgarinnar. En flest það sem býðst til afslöppunar kostar pen- inga. Þegar fólk vill síðan komast út í náttúruna, burt frá tilbúnu landslagi Reykjavíkur, keyrir það út fyrir bæinn og fær sér göngutúra, en lífsnautnarliðið kemur sér fyrir með rjómaís í Eden í Hveragerði. Innan borgarmarka Reykja- víkur er staður sem keppist ekki um hylli fólks með fyrirferða- miklum auglýsingum og gilliboð- uin um að þriðji göngutúrinn sé manni að kostanaðarlausu. Þetta er Grasagarðurinn. Aðgangseyr- ir er enginn en innan hans ríkir friður og náttúrufegurð, þó skipulögð sé af mannavöldum. Peir sem ekki eiga bfl eða nenna í bakaleiðinni ekki út fyrir bæinn, þurfa þess vegna ekki að leita langt yfir skammt. í Grasagarðinum er að finna þúsundir plantna sem hægt er að njóta á gönguferðum um garð- inn. Þær eru allar merktar þannig áhugamenn um plöntur þurfa ekki að hefja angistarfulla leit í fræðibókum að lokinni friðsælli dvöl í garðinum. Það er varla hægt að finna betri stað til göngu og afslöppunar en þennan stað. Þar eru einnig flatir sem sóldýrk- endur og aðrir flatfiskar geta iegið í skjóli frá trjágörðum um- hverfis. Þegar Þjóðviljinn leit í Grasa- garðinn á dögunum gat að líta nokkurn fjölda fólks sem greini- lega hafði uppgötvað kosti garðs- ins. Víða mátti sjá fólk í sólbaði og á göngu og þau börn sem voru á staðnum höfðu greinilega gam- an að því að fylgjast með fuglalíf- inu. En auðnutittlingar eru þar nýskriðnir úr hreiðrum og þrösturinn virðist una sér vel, því hann hefur verpt í fjórða skipti á þessu vori í garðinum, að sögn Ágústs Þorsteinssonar starfs- manns Grasagarðsins. Hann sagði einnig töluvert mikið af flækingsfuglum koma í garðinn. Fuglarnir halda sig mikið við tilbúinn læk í garðinum. Þangað koma þeir til að baða sig. Þessi staður er einn sá fallegasti í garð- inum. Enda söfnuðust börnin þar saman til að fylgjast með ungun- um taka fyrstu skrefin og frumtil- raunum þeirra til flugs. Ekkert er því til fyrirstöðu að taka með sér nesti í garðinn og dvelja þar dagstund. Vilji menn komast í snertingu við lifnaðar- hætti stórborgara Reykjavíkur fyrr á öldinni, má setjast niður við gamla „tehúsið“. -hmp Þessi mynd er ekki tekin í hitabeltinu. í Grasagarðin- um máfinna rósirog alls konarsmá- blóm og innan um leynast suðrænarjurtir einsog þessi pálmi. Þaðerupplagt að viðra sig og fjölskylduna í Grasagarðin- um. Hérles ungurfaðir blaðið sitt í ról- egheitunumá meðan af- kvæmiðsefur vært í barna- vagninum. Myndir: Jim Smart

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.