Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Vondur fiskur Blöðin sögðu frá því á dögunum og slógu því gjarna upp í fyrirsögnum að Jóhann Karl Spánarkonungur hefði í Vestmannaeyjum látið í Ijós hrifningu á íslenskum saltfiski. Sú kurteisi fellur náttúrlega í góðan jarðveg og ýtir undir þá mynd sem við viljum eiga af okkar framlagi til heimsfram- leiðslunnar. Okkar fiskur er góður, betri bestur. En taka menn eins vel eftir fregnum sem segja allt annað? Um sama leyti og því var upp slegið að kóngurinn æti gjarnan íslenskan saltfisk, var stutt viðtal í sjónvarpi við spænskan fiskkaupmann. Hann hafði áhyggjur af fiski sem héðan er fluttur til Spánar og saltaður þar: hann biði alltof lengi eftir að komast í salt, væri laus í sér, gæði hans meir en hæpin og þar eftir væri sjálfur orðstír íslensks saltfisks á Spáni í háska. (Þetta kom þvert á það sem sjónvarpið hafði áður haft eftir íslenskum útflytjendum um málið). Og sama dag og Spánarkóngur fór af landinu, hafði annar erlendur gestur borið fram sínar viðvaranir. Það var sjávarútvegsráð- herra Vestur-Þýskalands. Hann var hinn kurteisasti, en skilja má fyrr en skellur í tönnum. Hann sagði á blaða- mannafundi að „það hefur oft komið fyrir að íslenskur fiskur hefur farið inn á þýskan markað án þess að hann væri nægilega góð vara“. Harðneskjulegri skilaboð um þessi mál komu svo fyrir skömmu frá Hull: heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi kvörtuðu formlega við íslensku utanríkisþjónustuna vegna lélegs og óæts fisks frá íslandi sem kæmi þar á markað. Sum viðbrögð við þeim fréttum voru mjög í þeim anda afneitunar sem vill ekki horfast í augu við vandann: þeir eru bara taugaveiklaðir (Darna í Bretlandi, sögðu menn, þeir eru að hleypa sér í æsing út af væntanlegum samræmdum gæðakröfum í Evrópubandalagi. En slíkt hjal gerir enga stoð. Halldór Árnason fiskmatsstjóri sagði í viðtali um þessi mál íTímanum, að röng og vafasöm meðferð á fiskafla leiddi til gæðarýrnunar sem svaraði um átta miljörðum króna á ári! Þessi tala gefur tilefni til að snúa við ýmsum staðhæfingum sem Morgunblaðið og DV hafa farið með að undanförnu um að eina leiðin til að bæta kjörin á íslandi væri að flytja inn matvæli. Miklu nær væri að segja, að vísasti vegur til að bæta hag landsmanna sé að gæta þess að flytja einungis út gæðamatvæli. Hver ber svo ábyrgð á því að við sem þjóð, sem heild, töpum kannski átta miljörðum á ári, vegna þess að við förum heimskulega með þann takmarkaða afla sem við megum úr sjó draga? í greinum og viðtölum koma fram ábendingar í ýmsar áttir: Halldór Árnason segir að menn hafi „ríka til- hneigingu til að beita veiðarfærum þannig að þau eyðileggja fiskinn". Pétur H. Ólafsson fiskmatsmaður sakar í kjallara- grein sjávarútvegsráðherra um „ómarkvisst fálm“ í stjórn gæðamats á sjávarafurðum, sem komi m.a. fram í því að ferskfiskmat sé niður lagt. Pétur fer hörðum orðum um gámaútflutning þann sem heilbrigðisyfirvöld í Hull fundu vondan fnyk af: „Frágangur fisksins er stundum með þeim hætti að annaðhvort er um algjöra vanþekkingu á undir- stöðuatriðum fiskmeðferðar að ræða eða hrein skemmdar- verk“. Sjálfsagt reynist það svo í þessu máli sem og í mörgum öðrum, að sökudólgar eru fleiri en einn og engin töfrafor- múla til sem kveði niður þá skammsýnu græðgi sem, þegar öllu er á botninn hvolft, ræður mestu um gríðarlega gæða- rýrnun fisks. Hitt er Ijóst, að þetta er mál mála, oft var þörf en nú nauðsyn að stilla saman fáanlega krafta í átaki um að skera sem mest niður mikið tap, mikla sóun, sem er bæði stórhættuleg fyrir okkar framtíð sem þjóðar og um leið sjálf- skaparvíti: hér verður engum öðrum um kennt. Míns ef væri móðurmáls Fyrir rúmri vilcu sýndi sjón- varpið þátt í umsjón Egils Helga- sonar: hann fjallaði um mál- vernd, hreintungustefnu, mál- ræktarátak og fleira þesslegt. Þar kenndi margra grasa eins og vænta mátti. Þeir sem spurðir voru um sína afstöðu til mála voru ef til vill sammála um það, að notkun tungunnar væri ekkert smámál, íslensk tunga dýrmætust eign okkar, forsenda mannlífs á þessu haustsins landi og þar fram eftir götum. Að öðru leyti fóru þeir í ýmsar áttir. Þeir sem sýsla við bókmenntir höfðu til- hneigingu til að amast við þeirri hreintungustefnu sem hefur lengst af verið rekin hér á landi. Þeir sem fást við kennslu höfðu hinsvegar meiri tilhneigingu til að óttast um tunguna og vissa upp- dráttarsýki sem þeir telja sig verða vara við í notkun hennar. Fátæklegur orðaforði Það getur verið erfitt að fóta sig á þessari umræðu, blátt áfram vegna þess að hér er um þróun að ræða sem erfitt er að mæla - eins þótt menn reyni til dæmis að bera saman prófárangur í íslensku í skólum fyrr og nú, mælingar á lestrarkunnáttu og fleira þess- legt. Hver og einn spilar sinn málssöng mest eftir eyranu. Þeir sem halda því fram að kannski hafi aldrei verið töluð betri ís- lenska en í dag eiga ekki auðveld- ara með að sanna mál sitt en þeir sem telja að aldrei hafi verið töluð fátæklegri íslenska. Maður hefur samt tilhneigingu til að trúa þeim sem lengi hafa fengist við að kenna börnum og unglingum ís- Iensku, þegar þeir láta í ljós ugg um hnignun tungunnar. Ekki kannski endilega vegna tíðinda sem þeir flytja um það, að fólk eigi æ erfiðara með að beygja rétt nafnorð og sagnir. Önnur tíð- indi eru verri: að orðaforði ungs fólks sé mjög að skreppa saman, orð og merkingar týna tölunni ört, detta í gleymskunnar dá - hvort sem um er að ræða skilning á því sem aðrir fara með eða þá möguleika á að segja sinn hug. Hér er um að ræða þróun sem - ef ímyndunaraflið er nógu svartsýnt - endar í því að samtalið, „tjá- skiptin“ góðu, eru svo gott sem dauð og eftir standa upphrópanir einar: Vá, mar, fjörið! Óþörf hræðsla við lögregluna Rithöfundar voru í þessum þætti mjög gramir út í málvernd- arstefnu og líktu talsmönnum hennar við löggu, sem stígur þungt til jarðar með boð sín og bönn og grimman fjandskap við tiltölulega meinlausa þágufalls- sýki. Þeim finnst að þessir lög- reglueftirlitsstælar geri þá sem litlir eru fyrir sér í tungunni enn minni og feimnari en efni standa til: þetta endar svo á því, segja þeir, að fjöldi fólks þorir ekki að opna sinn kjaft og þaðan af síður að setja orð á blað af ótta við að gera villur. Mér sýnist að þetta löggutal sé óþarft. Það er erfitt að blása og hafa mél í munni - erfitt að mæla með því að fólki sé „kennt að tjá sig“ (eins og mér skilst að allir vilji) um leið og varað er við því, að ungt fólk, ný kynslóð, sé minnt á það, að til er gott mál og vont - en þó öllu heldur vandað málfar og letimál, sleifarlagsmál, meðvitundarlaust mál. Og að all- ir geta gert betur en þeir gera. Málræktarátak Þess vegna er líka óþarft að hnýta í málræktarátak barasta vegna þess að stjórnmálamenn og aðrir höfðingjar vilji slá sér upp á því að koma við sögu slíks framtaks. Þó svo væri? Herra minn sæll og trúr: allar opinberar herferðir eru stórgallaðar, allar bera skrifræðiskeim, allar þjást af belgingi einhverskonar. En her- ferð í þágu málræktar er ekki út í bláinn fyrir það. Við lifum því miður í auglýs- ingaheimi - það þarf alltaf að vera að minna á tiltekna hluti sem menn vilja lauma inn í sálartetrin og hafa þar. Þeir sem selja kóka- kóla, aldrei spara þeir við sig miljónir til að minna á þann drykk á húsveggjum og fjallshlíð- um , á veitingaborðum og kló- settum, brýna það fyrir mönnum í sjónvarpi og útvarpi og aftan á öllum tímaritum, að sælli verður sá sem kók drekkur, örlögin munu reynast honum vinsamleg. Því má þá ekki ein miljón (eða fimm, hvað veit ég) fara til þess að minna smáþjóð sem hlustar á ensku í þrjátíu tíma á viku í sínu sjónvarpi á það, að málfar skiptir máli? Er það ekki sjálfsagt og rökrétt og eðlilegt? Mörg eru dæmi Um leið er okkur mjög nauðsynlegt að vita sem allra mest um öll þau dæmi sem verða í náinni sambúð smáþjóðartungu og stórveldistungu. Við erum að vísu í sjaldgæfri sérstöðu: við erum eyjarskeggjar, alllangt frá öðrum, einir í landinu, höfum ráðið við það að nota okkar mál til allra hluta. Engu að síður er það mjög brýnt fyrir alla mál- ræktarumræðuna að við þekkjum þau dæmi vel, hvernig tungumál eins og velska eða skosk gelíska hörfa fyrir ensku, bretónska fyrir frönsku, baskamál fyrir spænsku. Hvernig smáþjóðarmál getur sýnst standa allvel að vígi í til- teknum byggðum, enda þótt nær allir íbúar þar séu mæltir á tvær tungur. Og hvernig einmitt tví- tunguástandið (sem sýnist í fljótu bragði ágætt og hentugt) verður til þess fyrst að mál heimamanna skreppur saman í notkun, lokast inni í heimahúsum - og hrynur svo snögglega í einni kynslóð eða tveim. Þeim sem leitast við að sporna við slfkri þróun fyrirgefst margt - og gerir lítið til þótt þeir séu kallaðir einstrengingslegir of- stopamenn. Til einhvers má jafnvel ofstopann nýta! Þjóðviljinn Síöumúla 6 108 Reykjavík ( Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorteifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorf innur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bfistjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreið8lu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsia: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasóiu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Þriajudagur 11. júlí 1989'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.