Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 6
SAMEINAÐA SIA Heildarupphæð vinninga 08.07. var 3.978.222 kr. Enginn hafði 5 rétta sem var1.831.516kr. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver 106.161 kr. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 6.619 kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 414 kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdráttlSjónvarpinu. Öllu máli skiptir að vera vakandi ^JUMFERÐAR VÍð Stýnð. ERLENDAR FRÉTTIR Vegfarandi les vikurit Samstöðu, Samstöðu, en leiðtogar samtakanna kveðast nú reiðubúnir til þess að stjórna Póllandi. Pólland Samstaða vill stjóma Bush Bandaríkjaforseti skýrði pólska þinginufrá ítarlegri áœtlun um efnahagsaðstoð ogfyrirgreiðslu ískuldamálum af hálfu stjórnar sinnar Leiðtogar Samstöðu lýstu því yfir í gaer að þeir væru reiðu- búnir að taka við stjórnartaum- unum í Póllandi svo fremi Kremlverjar væru því ekki and- snúnir. Um líkt leyti og þessar yf- irlýsingar voru gefnar var Bush Bandaríkjaforseti, gestur Pól- verja, að gera þeim grein fyrir ítarlegri áætlun um mikla efna- hagsaðstoð og fyrirgreiðslu þeim til handa af hálfu stjórnar sinnar. Bush kom til Póllands í gær og var tekið með kostum og kynjum enda hefur hann verið ófeiminn að láta þá skoðun sína í ljós að vaxtabroddur lýðræðis í Póllandi geti öðru fremur stuðlað að friði og stöðugleika um gjörvalla Evr- ópu. Hann ávarpaði löggjafars- amkomu Pólverja í gær og sagði Bandaríkjamenn styðja alla um- bótaviðleitni þeirra af heilum hug. Bandaríkjaforseti greindi þingheimi ennfremur frá áætlun um efnahagsaðstoð og fyrir- greiðslu sem hann og stjórn hans hefðu sett saman. Fyrr um daginn höfðu utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og Póllands, þeir James Baker og Tadeus Olechowski, náð samkomulagi um gjaldfrest á gjaldföllnum skuldum Pólverja í Bandaríkjunum. Pólverjar fá 5 ára greiðslufrest vegna lána að upphæð einn milj- arður dollara sem þeir tóku á sín- um tíma í Bandaríkjunum og féllu í gjalddaga árin 1985-1989. Bush kvaðst ætla að leggja að öðrum lánardrottnum Pólverja úr hópi bandamanna sinna að veita þeim samskonar frest á greiðslu skuldar uppá 5 miljarða sem falla í gjalddaga í ár. Hann sagðist ennfremur ætla að beita sér fyrir því að Alþjóðabankinn veitti Pólverjum nýtt lán að upp- hæð 325 miljónir dollara. Og Bandaríkjaforseti klykkti út með því að heita því að fá Bandaríkja- þing til þess að verja 100 miljón- um dollara til að efla frjálst fram- tak í Póllandi og veita 15 miljónir dollara í sérstakt pólsk-amerískt umhverfisátak í hinni suðlægu borg Kraká. Það var einn af helstu oddvit- um Samstöðu, ónefndur þó, sem sagði samtökin reiðubúin til þess að mynda ríkisstjórn ef Sovét- menn veittu heimild til þess og fyrirheit bærust um ríflega efna- hagsaðstoð vestrænna ríkja. Forystumenn Samstöðu hafa verið hikandi í afstöðunni til þess hvort samtökin ættu að takast á hendur að stjóma Póllandi því ljóst er að brýna nauðsyn ber til að grípa til harkalegra, og óvin- sælla, efnahagsaðgerða. Lech Walesa sagði í viðtali við frétta- mann bandarískrar sjónvarps- stöðvar í gær að efnahagslegt hrun blasti við í landinu nema því aðeins að ríki Vesturlanda hlypu undir bagga og veittu efnahags- aðstoð. Reuter/ks Pakistan Samveldis- land á ný Benazír Bhutto leiðir Pakistan á ný í raðir Breska samveldisins, 17 árum eftir aðfaðir hennar sagði landið úr því Pakistan mun verða aðili að Breska samveldinu á ný í október næstkomandi, 17 árum eftir að Zulfikar Alí Bhutto sagði landið úr bandalaginu í fússi yfir því að ýms aðildarríki þess viðurkenndu nýstofnað ríki, Bangladesh. Petta var haft eftir sendiherra Pakistans í Lundúnum, Shahary- ar Khan, í gær, skömmu eftir að fundi Benazírs Bhutto, forsætis- ráðherra Pakistans, og Shridath Ramphal, aðalritara Breska sam- veldisins, lauk þar í borg. Hann kvað fullvíst að formlega yrði gengið frá aðild fyrir leiðtoga- fund samveldisríkjanna 48 í októ- ber. íbúar Austur-Pakistan sögðu sig úr lögum við stjórnvöld í Vestur-Pakistan á öndverðum áttunda áratugnum og stofnuðu sjálfstætt ríki, Bangladesh, eftir miklar hörmungar og nutu til þess liðsinnis Indverja. Þá þótti Zulfikar Alí Bhutto, föður Ben- azírs, sem Pakistanir ættu ekki lengur leið með indverskum ráðamönnum og skoðanabræðr- um þeirra í röðum Breska sam- veldisins. Reuter/ks (MÓÐVILIINN r 68 13 33 Tíniinn r 68 18 66 C 68 63 00 Blaóburóur er táá BESTA TRIMMIÐ og borgar sigL Evrópubandalagið Kjamnku eða kol? Íbígerð er frjáls verslun með orku innan vébanda Evrópubandalagsins Forvígismenn Evrópubanda- lagsins hyggjast auka sam- keppni í framleiðslu og sölu orku innan vébanda þess og þykir næsta víst að það verði vatn á myilu eigenda kjarnorkuvera en reiðarslag fyrir kolaframleiðend- ur. Heimildir Reuters-fréttastof- unnar herma að Antóníó Car- doso e Cunha, yfirmaður orku- mála hjá EB, muni í dag stinga uppá því að bandalagsríkin 12 auki viðskiptafrelsi með orku. Hugmyndir hans um frjálsa orku- sölu eru liður í ráðagerðum EB um „innri markað“ aðildarríkj- anna sem eiga að verða orðnar að veruleika 1992. Ljóst er að frelsi til orkusölu kemur í góðar þarfir fyrir ýmsa aðilja, svo sem Frakka sem eiga næga umframraforku að selja úr kjarnorkuverum sínum. Hins- vegar er hætt við að vesturþýskir kolaframleiðendur, sem nú njóta ríkulegrar velvildar sambands- stjórnarinnar í Bonn, verði illa fyrir barðinu á hinni frjálsu sam- keppni. Þann 19. júlí hefst svo fundur orkumálanefndar EB í aðal- stöðvum samtakanna í Brússel og er reiknað með að Cardoso e Cunha muni leggja hart að henni að samþykkja drög sín að stefnu- mótun í orkumálum. Að sögn kunnugra er hann mjög áfram um að EB ríkin ákveði að kjarnorka verði raforkugjafi framtíðarinn- ar. Hann er sagður stuttorður og gagnorður þegar menn inna hann eftir því hvers vegna hann kjósi kjarnorkuna fremur en aðra orkugjafa: „Kjarnorka er hrein og ódýr en kolin eru óhrein og dýr.“ Reuter/ks 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIf N Þriöjudagur 11. júlí 1989 BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar blaðbera víðs vegar um baeinn Hafðu samband við okkur þJÓÐVILJINN Síðumúla 6 CC 68 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.