Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 12
■■SPURNINGIN- Hvað finnst þér um að veita erlendum fiski- skipum veiðiheimild í íslenskri lögsögu? Jóhann Vilbergsson ■ verslunarmaöur: Ég er algerlega á móti því. Þaö á að halda þeirri stefnu sem er í dag aö leyfa ekki erlendum skipum aö veiða. Finnur Fróðason innanhússarkitekt: Mér finnst þaö í lagi undir vissum kringumstæðum, til dæmis aö leyfa þeim aö veiöa stofna sem eru vannýttir. Við veröum þó að fá eitthvað í staðinn svo sem niðurfellingu á ýmsum gjöldum. þlÓÐVIUINN __________Þriðjudagur 11. júlí 1989 119. tölublað 54. órgangur SÍMi 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Bjarki Zophoníasson: Það er full þörf á að efnt verði til náms í arkitektúr hér á landi. Slíkt nám yröi óvefengjanlega lyftistöng fyrir íslenskan arkitektúr. , Mynd - Þóm. Arkitektur Arkitektar á Islandi Um helgina var haldin ráðstefna um menntun arkitekta með stofnun skóla hér á landi í huga Jóhanna Hauksdóttir Ijósmóðir: Það á ekki að leyfa það án ræki- legrar umhugsunar og það yrði þá að verða gagnkvæmur samn- ingur. Viðar Pétursson stúdent í Svíþjóö: Ég er nú búsettur erlendis og hef ekki fylgst vel með málum hér. Annars held ég að það sé í lagi að leyfa veiðar hér, ef eitthvað er eftir af fiski. Árni Steingrímsson gjaldkeri: Alveg útilokað. Við höfum nóg að gera með okkar fisk. Arkitektafélag íslands hélt nú um síðustu helgi ráðstefnu um menntun arkitekta og stofnun skóla í faginu hér á landi. Ráð- stefnan var haldin í Odda, húsi Félagsvísindastofnunar, í sam- starfi við evrópsk og n-amerísk kennarasamtök. Upphafið að þessari ráðstefnu má rekja fjögur ár aftur í tímann en þá skaut þeirri hugmynd upp að téð samtök tækju höndum sarhan um stefnu í menntamálum arkitekta. Svo furðulegt sem það kann að virðast höfðu samtökin beggja vegna Atlantshafsins aldrei átt saman fund og þótti mörgum tími kominn til. Bjarki Zophoníasson, sem rekur arki- tektastofu í Basel í Sviss og kenn- ir aukinheldur í Bandaríkjunum, á öðrum fremur heiðurinn að því að þessi samtök funda nú saman í fyrsta sinn. - Fyrir 3-4 árum kynntist ég meðlimum í stjórn ACSA sem eru n-amerísk arkitektasamtök og reyna að halda uppi einhverj- um staðli á menntun arkitekta. Evrópsku samtökin, EAAE, starfa á hliðstæðan hátt og því ekki óeðlilegt að samtökin bæru saman bækur sínar. Á sama tíma kom fram sú hugmynd að setja á laggirnar arkitektaskóla á íslandi og þegar fram liðu stundir rann þetta saman í eitt og sama verk- efnið, sagði Bjarki í samtali við Þjóðviljann. - Það er mikill fengur fyrir okk- ur hér á landi að heyra álit þessa fólks á menntunarmálum hér- lendis því samtökin þekkja alla staðla á menntun arkitekta sem fyrirfinnast. Við getum síðan reynt að mynda okkar eigin skoðun út frá þeirra tillögum og í leiðinni eigum við kost á góðu sambandi við skóla innan sam- takanna sem utan þeirra. Ef stofna á arkitektaskóla hér á landi er nauðsynlegt að gera það af alvöru og þetta er tækifærið til að láta það takast. Það er líka vel við hæfi að fjalla um þessi mál nú á 50 ára afmæli Arkitektafélags- ins. Það er athyglisvert að frá því að hugmyndinni að fundi ACSA og EAAE skaut upp fyrir nokkr- um árum hafa setið þrír formenn félagsins hér á landi, sagði Bjarki ennfremur. En er einhver þörf fyrir arki- tektaskóla á íslandi með alla þessa ark'itekta? - Við lítum svo á að það yrði arkitektum til framdráttar að stunda nám sitt að einhverju leyti á íslandi. Hér yrði væntanlega um fyrri hluta nám að ræða enda höfum við ekki mannskap í að kenna til lengri tíma. Arkitektúr hefur varla nokkurn tíma verið íslenskt fag og ef menn byrja námið hér á landi eru meiri líkur á að þeir hugsi áfram íslenskt. Síðan hafa menn auðvitað gott af því að fara annað í nám en undir- búningurinn væri eftir sem áður íslenskur sem hlýtur að vera af því góða. Árið 1988 skipaði mennta- málaráðherra vinnunefnd sem ætlað var að athuga hvort og hvar ætti að setja á stofn arkitektar- skóla á íslandi. Guðrún Jónsdótt- ir, arkitekt, var fulltrúi í nefn- dinni og gerði hún grein fyrir nið- urstöðum hennar á ráðstefnunni um helgina. - Nefndin komst að því að hér ætti að koma á þriggja ára fyrri hluta námi í arkitektúr sem yrði sjálfstæð eining innan listaskóla á háskólastigi. Síðan væri nauðsyn- legt að leita eftir beinu samstarfi við erlenda háskóla varðandi seinni hluta nám, sagði Guðrún við Þjóðviljann. - Slíkur skóli yrði ótvíræður stuðningur við arkitektastéttina og ýtti undir akademíska um- ræðu. Hann myndi auka þekk- ingu þeirra á umhverfi sínu og yrði rannsóknarstarfsemi og þró- un á sviði arkitektúrs til fram- dráttar. Þá gætu nemar í arkitekt- úr fylgst mun betur með íslensk- um þjóðmálum og tekið þátt í þeim í stað þess að vera fyrir utan allt slíkt eins og tíðkast hefur. Að endingu myndi þessi skóli auðvelda fslendingum að komast inn í erlenda skóla en það reynist æ erfiðara. Gallarnir, sem við teljum vera færri en kostina, eru að þetta yrði lítill skóli sökum þess hve fá við erum. Þannig gæti verið erfitt að halda uppi góðri kennslu og kostnaður orðið tals- verður, sagði Guðrún. Um 30-40 manns tóku beinan þátt í ráðstefnunni, þar af 10 er- lendir gestir. Fulltrúar íslands voru frá Háskólanum, Mynd- listaskólanum, Menntamála- ráðuneytinu, Arkitektafélaginu og Verkfræðideild Háskólans, auk sérstaks áhugahóps um þessi málefni. -þóm Islendingar hafa alltaf staðið saman, hvers vegna geta þeir ekki gert það allir á sama stað? Vestfirðingar, Norðlendingar, Austfirðingar, geta allir I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.