Þjóðviljinn - 19.07.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1989, Síða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Borgríkið við Faxaflóa og landið allt Eins og allir fjölmiðlaneytendur hafa orðið rækilega varir við, brugðust ýmsir talsmenn hinna dreifðu byggða landsins hart við nýlegri úthlutun Húsnæðismálastjórnar til félags- lega íbúðakerfisins sem svo er nefnt. Það voru ekki síst sveitarstjórnarmenn sem voru reiðir yfir því, hve stór hluti nýrra íbúða sem koma eiga inn í þetta kerfi er á höfuðborgar- svæðinu. Þingmenn létu og til sín heyra og það var athyglisvert, að strax fyrsta dag fréttaflutnings af máli þessu fengu menn að heyra tvö fullkomlega andstæð sjónarmið þingmanna úr einum og sama flokki. Sighvatur Björgvinsson fann úthlut- uninni allt til foráttu og taldi hana svik við dreifbýlið og stjórnarsáttmálann - en Karl Steinar Guðnason sagði út- hlutunina fagmannlega unna og í samræmi við þarfir. Þetta dæmi - og þeim mætti fjölga - minnir mjög rækilega á það, að hver stjórnmálaflokkur á íslandi geymir í sér vísa að tveim: að höfuðborgarsvæðisflokki og dreifbýlisflokki. Þessi staðreynd er í rauninni stórpólitískt vandamál sem menn þora vart að gefa gaum sem skyldi. í fyrsta lagi gera þessar andstæður eftir búsetu það enn erfiðara en ella fyrir hvern og einn flokk að koma fram fyrir þjóðina með skýra og sérstæða stefnu. í annan stað bendir sá hiti sem hleypur í umræðu um framtíð landbúnaðar og svo húsnæðispening- ana nú síðast til þess, að íslenskt þjóðfélag geti vel klofnað í fjandsamlegar fyjkingar þar sem annarsstaðar fara íbúar „Borgríkisins" við Faxaflóa og hinsvegar allir landshlutar aðrir. Sumir spá því meira að segja, að íslenskt flokkakerfi kunni einmitt að slitna í sundur á þessum andstæðum. Þegar mál eins og úthlutun Húsnæðismálastjórnar koma upp er auðvelt að bera fram góð rök bæði fyrir því, að sjálf húsnæðisþörfin eigi að ráða mestu um hana (og þá fær höfuðborgarsvæðið mest) og svo fyrir því sjónarmiði að lífsnauðsyn sé að taka sérstakt tillit til þeirrar stöðu víða í dreifbýli að þar er vart hægt að byggja með öðrum hætti en hið félagslega kerfi komi til. Hér er ekki önnur lausn til en málamiðlun. Slík málamiðlun verður að byggjast á þeirri meginforsendu að við þurfum allmikið á okkur að leggja ef við viljum búa áfram í strjálbýlu landi, það er okkar herkostn- aður í lífsstríði smárrar þjóðar, og þótt hann kosti nokkur prósentustig í kaupmætti, þá verður svo að vera. En þar að auki verða menn fyrst og síðast að stilla sig inn á að sjá lengra en nef þeirra nær. Dreifbýlismenn verða að taka mið af því, að ef þeir halda fast við að það sé sjálfsagður hlutur að allt verði sem var, hvað sem það kostar, þá er þar með vegið hættulega að möguleikum þjóðarsátta einskonar í byggðastefnumálum. Borgríkismenn þurfa fyrir sitt leyti að viðurkenna herkostnaðinn sem fyrr var nefndur, sem og það, að það hlýtur að vaxa mönnum á landsbyggðinni mjög í augum hve miklu auðveldara það hljóti að vera að lifa í Reykjavíkurþægindum peningastreymis, sem er svo mikið að borgin stendur kannski uppi með miljarð króna aukatekj- ur sem ekki hafði verið gert ráð fyrir. Það er margra hluta vegna mjög nauðsynlegt að menn, hvar sem þeir í flokki standa, leggi tölvert á sig til þess að skapa sæmilegan frið um skynsamlega byggðastefnu. Ef þau mál eiga að verða höfuðsprengiefni í íslenskri þjóð- málaumræðu, þá gerist það meðal annars að íslensk stjórnmál verða aumlegri miklu en þau hafa verið. Vegna þess m.a. að þá er verið að skipa þeirri alþýðu, sem léttúð- ugt peningastreymi gengurfram hjá, hvar sem hún er niður komin á landinu, upp í fylkingar eftir búsetu. Og það er afar óholl liðsskipting fyrir þá von um réttlátt þjóðfélag sem menn syngja enn um fyrsta maí, að minnsta kosti þeir sem ekki eru alveg búnir að gleyma textanum. KLIPPT OG SKORIÐ Af sendiherra- raunum Hannes Jónsson heimasendi- herra hefur sagt upp störfum vegna ágreinings við utanríkis- ráðherra og hefur verið gert mikið úr því máli í fjölmiðlum. Þarf reyndar sérstaka gúrkutíð til að menn láti sér verða svo mikið um það, að embættismaður ákveður sjálfur að fara á eftirlaun (en Hannes verður 67 ára í haust hvort sem er). Hinu er svo ekki að neita að hægt er að hafa lúmskt gaman af því sem sem upp úr mönnum velt- ur í tengslum við þetta mál. Til dæmis af miklu viðtali DV við Hannes Jónsson sem blaðið birti um helgina. En þar segir heima- sendiherrann sem var á þessa leið: „Við höfum verið ákaflega lán- samir íslendingar, því íslenska utanríkisþjónustan hefur verið byggð upp af mikilli fagmennsku, skilningi og manngæsku og það hefur gert það að verkum að góð- ur andi hefur ríkt, líka vegna þess að utanríkisráðherrarnir hafa verið alveg frábærir mannvinir og fagmenn alveg fram að þessu“. Alveg fram að þessu, segir Hannes og lætur þá vitanlega skella í tönnum um það, að eftir alla þessa yndismenn sé nú loks- ins tekinn við embætti utanríkis- ráðherra skilningslaus þrjótur og ófaglegur með öllu og líklega mannhatari í þokkabót! Eitthvað mikið hlýtur að vera að þeim ráð- herra sem truflar jafnfagurt mannlíf og það sem Hannes Jóns- son hefur fundið sér í utanríkis- þjónustunni. Paradísarheimt Merkilegust í þessu dæmi er reyndar sjálf lýsingin á utanríkis- þjónustu íslendinga sem hinni sönnu vin manngæsku og réttrar visku mitt í kaldranalegri eyði- mörk þjóðlífsins. Engu líkara en við stöndum með hennar fulltingi andspænis þeirri Paradísarheimt, sem svifið hefur fyrir hugskots- sjónum vonglaðra manna um aldir. Hvort sem menn nú vildu iýsa Paradísinni með þeirri fornu • matargleði sem þekkt er úr kveð- skap: „kláravín, feiti og mergur með, mun þar til rétta veitt“. Eða ‘ þá að menn komist að þeirri niðurstöðu, að sjálf hin sígilda formúla kommúnismans hafi af öllum stöðum ræst í íslensku utanríkisþjónustunni: „Hver vinni eftir hæfileikum og fái eftir þörfum".... Gaman að vera krati Þráinn Hallgrímsson, skrif- stofustjóri ASÍ, skrifar króníku í Alþýðublaðið nú um helgina. Hann er í eilífðarsporum stuðn- ingsmanna þeirra flokka sem tengja sig við vinstrið og verka- lýðinn: hvernig líður mönnum eftir að þeir hafa flust úr siðferði- legri yfirburðastöðu þess sem gagnrýnir allkonar ósóma í „kerf- unum“ úr stjórnarandstöðu í hina „óhreinu" samábyrgð á því, sem ER á dagskrá í hverri ríkisstjórn? Er á dagskránni þótt ekki væri nema vegna þess að hendur hverrar ríkisstjórnar eru rækilega bundnar af lagasmíð og stjórnar- athöfnum margra kjörtímabila á undan. Og niðurstaðan er vitan- lega sú að honum líður ekki vel. Honum fannst gaman hérna um árið (ekki ýkjalangt síðan) þegar Alþýðuflokkurinn var á uppleið undir forystu nýs for- manns sem fór um landið og: „veifaði launaseðli Jóns Jóns- sonar vinstra megin við miðju. Landbúnaðarmafía framsóknar og íhalds skyldi skotin og dysjuð. Húsnæðiskerfið reist úr rústum. Gjörgæslu fyrirtækja yrði að ljúka. Velferðarkerfið skyldi var- ið til lands og sjávar. Heilbrigð fyrirtæki áttu að verða driffjöður velferðarinnar enn á ný. Alþýðu- flokkurinn átti lausnarorð í hverju máli“. Vont að vera krati Þá var gaman að vera krati, segir Þráinn. En þeir tímar eru liðnir: „Við vöðum í pólitískum óhreinindum upp fyrir haus. Rykfallinn launaseðill Jóns Jóns- sonar liggur nú hægra megin við miðju á borðum ráðherranna. Þungan daun leggur af matar- skattinum, sem enginn vill lengur við kannast, en alls enginn af- nema heldur. Landbúnaðar- maddaman hefur á sig blómum bætt. Einum verðlausum loð- feldi. Þrír miljarðar þar. Hús- næðiskerfinu sem við lofuðum landsmönnum við hátíðlega at- höfn í kjarasamningum 1986 höf- um við gleymt. Húsbréf með markaðsvöxtum eru framtíðin. Fiskeldið er orðið að martröð. Og nú ætlum við, Hrólfur minn, að rækta nytjaskóg. Miklir menn erum við.“ Þetta er skemmtilega skrifaður pistill, ekki vantar það. Hann lumar á þeirri sjálfhæðni sem of sjaldan sést í pólitískum skrifum. Og hann lýsir vel vissum eilífðar- vanda, sem fyrr segir: til hvers eru menn „að missa meydóm- inn“? Eða eins og Þráinn segir líka: „Höfum við bara óhreinkað okkur til einskis?... Var það þetta sem við vildum?" Og hver er sá að hann kannist ekki við þetta og annað eins og hugsi kannski um leið með nokkrum söknuði til hinna sælu og ábyrgð- arlausu daga þegar Helvíti það voru hinir, borgararnir og kerfis- gaurarnir og allir þeir leppalúðar og lúðulakar? Eigi með hvelli en snökti Verst að pistill Þráins er eins og svo margar aðrar ræður manna úr flokkum sem vilja tengja sig við vinstrið og verkalýðinn: hún endar í spurningu, sem er eitthvað dösuð og máttfarin og varla að ætlast sé til að nokkur svari. („Eða var það eitthvað meira?“ spyr Þráinn að lokum). Hitt er svo víst, að ef menn ætla að halda áfram að vera til í pólitík þá eru þeir neyddir til að finna einhver haldbær svör við því hvert þeir ætli héðan að halda. Eins þótt menn séu staddir í heimi þar sem áætlanabúskapur er gjaldþrota, Bandaríkjamenn mestu skuldasafnarar heimsins, og hagfræðingar búnir að gefast upp á því að spá í framtíðina: við vitum aðeins hvað gerðist, ekki hvað gerast muni... Mannshöfuðið er nokkuð þungt. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 litgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aöiir biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafur Gíslason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), ÞorfinnurOmarsson(íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innbeimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjóm: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrtftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 19. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.