Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Slökkviliðið Borgarráð hafnar sáttum Afundi borgarráðs á þriðju- dag, felldi meirihluti Sjalf- stæðismanna tiUögu frá minni- hlutanum um að deUu slökkvi- liðsmanna við borgina yrði vísað til samstarfsnefndar slökkviliðs- ins og borgarinnar. Var það álit meirihlutans að borggarráð hefði sagt sitt síðasta orð í þessu máii. Guðmundur Vignir Óskarsson, slökkvUiðsmaður, segir þessa niðurstöðu valda sér vonbrigð- um, málið snúist ekki um kjara- mál heldur fagkröfur og öryggi. Kristín Ólafsdóttir, borgarfull- trúi Alþýðubandalags, sagði að hún teldi deiluna upp komna vegna þess, að málið hefði verið illa lagt fyrir borggarráð og án fullnægjandi upplýsinga. Þess vegna ætti borgarráð að viður- kenna að mistök hefðu átt sér stað og gera sitt til að leysa þetta deilumál þannig, að allir geti vel við unað. Þessu segir Kristín að meirihlutinn hafi hafnað. „Ég held að með því að setjast niður og ræða þessi mál, hefði mátt ná samkomulagi og við höfðum vissulega áhuga á því,“ sagði Guðmundur Vignir. Menn hefðu verið að vona að það væri verið að leita lausnar sem báðir aðilar gætu sætt sig við, en ekki bara annar. Slökkviliðsmenn hefðu verið mjög sáttir við vinnu sína hingað til. Fagkröfur hefðu verið komnar í ákveðinn farveg sem var staðfestur með samþykkt þann 18. maí s.l. Guðmundur Vignir sagði á- kveðinn flótta hafa átt sér stað frá slökkviliðinu fyrir um þremur árum. Þeir menn sem hefðu þá verið ráðnir hefðu fullnægt fag- legum kröfum og gengið í gegn- um þjálfun og nám, sem væri í raun nýiokið. Sú ráðstöfun að ráða mann í sumarafleysingar sem ekki fullnægði fagkröfum, gæti því haft afdrifaríkar afleið- ingar í för með sér, varðandi það hvernig menn sæju sitt starf og fyrir borgarbúa alla. Það væri ómaklegt að draga kjaramál inn í þessa umræðu, þau væru ekki á dagskrá. Menn vildu halda í fag- kröfur, annars væri hætta á aftur- hvarfi. Slökkviliðsmenn funda í kvöld, þar sem staðan í þessu máli verður rædd. -hmp Um þessar mundir er unnið af fullum krafti við hafnarsmíð í Stykkishólmi áður en nýja Breiðafjarðarferjan kemst í gagnið. Stykkishólmur Unnið að stónnriqum í sumar í sumar er unnið af krafti við tvær stórframkvæmdir í Stykkis- hólmi á vegum bæjarfélagsins. Annars vegar er um að ræða byggingu fyrsta áfanga íþrótta- miðstöðvar og hins vegar hafnar- aðstöðu við Súgandisey fyrir nýja Breiðafjarðarferju, sem lokið verður við fyrir haustið. Smíði ferjunnar hefur aftur á móti dreg- ist úr hömiu en ráðgert hafði ver- ið að hún yrði tekin í notkun í sumar, en ljóst er að af því verður ekki. Samkvæmt upplýsingum bæjarritara Stykkishólms, eru þessar framkvæmdir mjög stór biti fyrir bæjarfélagið. Ríkið tekur þátt í fjármögnun beggja framkvæmdanna, að þremur fjórðu hlutum við hafnargerðina en bygging íþróttamiðstöðvar- innar er fjármögnuð að 60 af hundraði af ríki. Þegar hefur smíði íþróttamiðstöðvarinnar kostað sveitarfélagið um 45 milj- ónir. Smíði íþróttamiðstöðvarinnar hófst á árinu 1987. Ráðgert er að fyrsta áfanga ljúki á næsta ári, en þá fá „hólmarar" löglegan keppnisvöll í handbolta ásamt búningsklefum og öðru til- heyrandi. í síðari áfanga er fyrir- huguð bygging sundlaugar við íþróttamiðstöðina. _rj{ ÁTVR Sterk vín hækka mest r Igær hækka^i verð á áfengi og tóbaki hjá Afengis- og tóbaks- verslun ríksins. Nokkur munur er á verðhækkunum á hinum ýmsu tegundum áfengis og tóbaks og hækka bjór og léttvín hlutfalls- lega minna en sterk vín. Þannig hækka flestar rauðvíns- og hvít- vínstegundir nú um 5%-7% á sama tíma og stcrk vín hækka um 8%-ll%. Tóbak hækkarað með- altali um 11% en nokkuð mis- munandi eftir tegundum. Ástæða fyrir þessari hækkun er meðal annars breyting á kostnað- arverði áfengis og tóbaks í kjölfar gengisbreytinga að undanförnu, en áfengi og tóbak hefur ekki hækkað í verði frá því í febrúar. Sú stefnubreyting í verðlagningu á áfengi og tóbaki, sem nú kemur að hluta til framkvæmda, er með- al annars byggð á þeim viðhorf- um að æskilegt sé að draga úr neyslu á sterkum drykkjum og tó- baki með því að gera þær vöru- tegundir hlutfallslega dýrari. Með þessu er gerð tilraun til þess að hafa áhrif á neysluvenjur í samræmi við ríkjandi viðhorf í heilbrigðismálum og breyttar áherslur víða um heim varðandi hollustu og lifnaðarhætti. Sem dæmi um verðbreytingar á einstökum tegundum má nefna að kippa af Tuborg hækkar úr 670 í 700 krónur eða um 4,5%, Valp- olicella rauðvín úr 1350 í 1410 krónur eða um 4,4%, White Horse wiskí úr 1940 í 2100 krón- ur, eða 8,2%, íslenskt brennivín úr 1300 í 1400 krónur, eða 7,8%, Smirnoff vodka úr 1630 í 1780 krónur eða um 9,2%. -grh Fjárlagahallinn Bráða- birgðalög á borðinu Ríkisstjórnin kom saman til fundar á Þingvöllum síðdegis í gær til að ræða tillögur um að- gerðir tii þess að mæta þeim fimm tU sex mUjarða halla á fjárlögum sem fyrirsjáanlegur er í ár og stóð fundur enn er blaðið fór í prent- un. Meðal þeirra tillagna sem til umræðu voru á fundinum var setning bráðabirgðalaga, sem fastlega er búist við að sett verði í dag að fengnu samþykki allra ríkisstjórnarflokkanna. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær fyrir ríkisstjórn- arfundinn að hann reiknaði ekki frekar með því að samkomulag næðist um aðgerðir í þessari lotu. Innan ríkisstjórnarinnar hefur komið til umræðu að skera niður ríkisútgjöld um 5-600 miljónir króna á þeim mánuðum sem eftir lifa af fjárlagaárinu. Þá hefur ver- ið rætt um að ríkissjóður taki um 3 miljarða króna lán innanlands umfram það sem fastsett er í lánsfjárlögum til þess að mæta halla ríkissjóðs. -rk Vegabréfastuldur Lítil ásókn í þau íslensku Það er talsvert um það við fólk komi hingað og tilkynni að það hafi glatað vegabréfinu sínu og i slíkum tilfellum þarf að fylla út skýrslu og gefa skýringu á hvarf- inu. Af þessum skýrslum má sjá að nokkrum hlutum af þessum horfnu vegabréfum hefur verið stolið, sagði Elírt Hallvarðsdóttir fulltrúi hjá lögreglustjóranum aðspurð um það hvort mikU brögð væru að því að íslenskum vegabréfum væri stolið. - Hins vegar held ég að í flest- um tilfellum séu þjófarnir ekki á eftir vegabréfunum heldur pen- ingum og öðrum verðmætum, sagði Elín. Ný gerð af vegabréfum var tekin í notkun fyrir tveimur árum og eru þau mun vandaðri að gerð en þau gömlu. Nýju vegabréfin þykja ein þau bestu sem eru í notkun núna. Þau eru prentuð á dýran pappír sem þolir meira hnjask en sá sem notaður var áður og frágangur þeirra er þann- ig að það er mjög erfitt að falsa þau eða breyta að einhverju leyti. Minningarsjóður Stefáns Ógmunds- sonar Á laugardag verður stofnaður minningarsjóður um Stefán Ög- mundsson, prentara, sem lést fyrr á árinu. Það er Félag áhuga- fólks um verkalýðssögu sem gengst fyrir sjóðsstofnuninni ásamt syskinum Stefáns sem vilja með þessu móti heiðra minningu hans, félaginu til eflingar. Stefán 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI var eins og mörgum er kunnugt áhugamaður um verkalýðssögu og einn af stofnendum félagsins. Fundurinn um sjóðsstofnunina verður haldinn á laugardag eins og fyrr segir í húsi Félags bóka- gerðarmanna, Hverfisgötu 21 og hefst kl. 15. Saga Reykjavíkur í Norræna í kvöld verður saga Reykjavík- ur í 200 ár til umfjöllunar á opnu húsi Norræna hússins. Ragn- heiður Þórarinsdóttir, forstöðu- maður Árbæjarsafns flytur fyrir- lestur um efnið og fer hann fram á norsku. Eftirstutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Þrjú andlit ís- lands“ með norsku tali. Opið hús hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lánskjaravísitalan Lánskjaravísitalan fyrir ágúst mánuð er 2557 stig, en hækkunin frá mánuðinum á undan nemur 0,67 af hundraði. Ef hækkunin er umreiknuð til árshækkunar hefur lánskjaravísitalan hækkað um 8,3% ef miðað er við hækkun síð- asta mánaðar, 22% þegar miðað er við síðustu þrjá mánuði, 21,8% síðustu sex mánuði og 15,3% síðustu 12 mánuði. Heyverð ákvarðað Búreikningastofa landbúnað- arins hefur áætlað framleiðslu- kostnað á heyi fyrir sumarið. Framleiðslukostnaðarverð er áætlað kr. 12,60 til 12,80 kr. á kflóið af fullþurru heyi í hlöðu. Verð á heyi á teignum er áætlað 10 til 15% lægra. Þess má geta að í fyrrasumar var verið á heyi í hlöðu 9,40. Endurteknir tónleikar í Listasafni Sigurjóns í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30 verða tónleikar Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara, endurfluttir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á tónleikum Jónasar sl. þriðjudagskvöld urðu margir frá að hverfa vegna mikillar að- sóknar. Dagskrá tónleikanna samanstendur mestmegnis af Vínartónlist, s.s. nokkrum smærri verkum Schuberts. Tón- leikarnir hefjast sem fyrr segir stundvíslega kl. 20.30. Nýr aðstoðar- framkvæmdastjóri Arnarflugs Magnús Bjarnason hefur verið ráðinn sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri Arnarflugs. Magn- ús er með próf í viðskiptafræðum frá bandarískum háskóla. Und- anfarið hefur hann unnið að ýms- um verkefnum á vegum Olíu- verslunar íslands. Áður starfaði hann hjá hagdeild Landsbank- Skaftárhlaup í hámarki í gær var reiknað með því að Skaftárhlaup næði hámarki, en þá hafði vaxið töluvert í ánni frá því í fyrradag. Óttast var að veg- urinn í Skaftárdal græfist í sundur ef áin bólgnaði meira, en þeir tveir bæir sem eru í dalnum hafa verið vegarsambandslausir frá því á þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.