Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Af milliliðum , Umræöan hefur mikla tilhneigingu til aö snúast um leitina að sökudólgnum. Hver er þaö sem kemur í veg fyrir aö við lifum flott- borgum litla skatta, kaupum ódýra vöru og höfum hátt kaup? Umræðan sýnist frjáls: allir geta sagt það sem þeir vilja, eöa er ekki svo? Þó finnst manni þær áherslur sem lagðar eru benda til einhverskonar stýringar á leitinni miklu að sökudólgnum. Til stýringar sem samt er ekki útsmogið samsæri, heldur verður til vegna þess hverjir ráða ferð- inni í fjölmiðlaslagnum. Til dæmis erum við hundvön því að allt er stjórnvöldum að kenna. Það er ríkið sem ætlar okkur lifandi að drepa. Það er svo þurftafrekt með sínum söluskatti að ekkert getur verið ódýrt á íslandi. (Og samt viljum við meiri útgjöld til allra helstu greina velferðarinnar-en það ersvo annað mál.) En það eru alltaf fleiri sökudólgar í skotmáli en ríkis- stjórn hvers tíma. Oft eru það forystumenn verklýðsfélaga sem sagðir eru trufla friðinn á vinnumarkaðnum með frekju og yfirgangi. Og núna síðast hafa menn með ýms- um hætti gert harða hríð að bændum: framleiðslu- kostnaður er hærri hjá þeim en í Danmörku eða Argentínu og þessvegna er matur of dýr á íslandi. Morgunblaðið segir að eina leiðin til að bæta kjör á íslandi sé að flytja inn matvæli. Það er athyglisvert í þessu dæmi öllu hve sjaldan er á það minnst að þeir sem fyrirtæki eiga og reka í þessu landi beri einhverja ábyrgð. Þeir sleppa afar vel. Þeir eru kallaðir einu nafni „atvinnulífið“ og sér aldrei í einstök andlit á bak við þá formúlu. Það er kannski játað feimnis- lega að „atvinnulífið“ hafi verið full frekt í fjárfestingum. En um leið er það skýrt fram tekið, að það sé eiginlega ríkisvaldinu að kenna- það hafi ekki sett þær réttu starfs- reglur fyrir kapítalista, sem tryggi að þeir fari sér ekki að voða. Enn sjaldgæfara er að menn reyni að skoða verðmynd- unarferlið - frá framleiðendum til íslenskra neytenda. Sá sem veltir fyrir sér kostnaði af milliliðum er sjaldgæfur fugl og gott ef ekki litinn vorkunnarauga: hann skilur ekki eðli upplýsingaþjóðfélagsins, greyið, veit ekki að framleiðsla nú til dags er ekkert, en „markaðssetningin" allt! Kannski heyrum við svosem einu sinni á ári smátíst um það, að heildsalar séu á íslandi fleiri en nokkurs staðar annars- staðar á byggðu bóli, en enginn virðist nenna að reikna það út hvað þeir kosta, þeirra skrifstofur, þeirra flakk, þeirra prósentur. Þetta blað hér hefur stundum verið að skammast eitthvað út í feiknalega fjárfestingu í verslun - en það er sem almenningur láti sig slíka hluti síður varða en aðra offjárfestingu. Líklega vegna þess að verslunin hleypur ekki svo glatt undir pilsfald ríkisins og aðrar starfsgreinar. En slíkt kæruleysi er mikill misskilningur: í fyrsta lagi ber ríkissjóður sínar byrðar af gjaldþrotum sem eru einmitt mjög algeng í „þjónustugreinum". Og í annan stað erum við alltaf að borga hinn mikla stríðskostnað og fjármagnskostnað verslunarinnar í því verðlagi sem er okkur dagleg skapraun. í Morgunblaðinu birtist í fyrradag grein þar sem að þessum hlutum er vikið - og er á hana minnst hér vegna þess að hún er af sjaldgæfara tagi. Þar er tekið dæmi af kartöflum, sem mjög hafaverið íverðlagsumræðunni. Og víst fá íslenskir kartöflubændur meira fyrir hvert kíló af sinni vöru en útlendir, segir þar. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð: „Ég fæ ekki með góðu móti skilið," segir greinarhöfundur, „af hverju íslenskt verslunarkerfi þarf 50 krónur fyrir að selja kartöflukílóið (að slepptum söluskatti) meðan það útlenska getur látið sér nægja fimm.“ Það er meira en sjálfsagt að minna á þetta: innlend matvæli eru dýr hér í búðum - og erlend matvæli eru líka miklu dýrari hér en í grannlöndum. Milliliðakostnaður er raunverulegur og mikill vandi í íslensku lífskjaradæmi, gáum að því. áb KLIPPT OG SKORIÐ Velferðin var umdeild Á laugardaginn var birtist í Morgunblaðinu grein um „Vel- ferðarþjóðfélagið" eftir Katrínu Fjeldsted borgarfulltrúa. í upphafi þessarar greinar er eins og gefið til kynna, að það félagslega öryggi sem velferðar- þjóðfélagið dregur heiti sitt af, hafi alltaf verið sjálfsagður hlutur, ekki pólitískt deiluefni. Það er eins og fyrri daginn: full- trúar Sjálfstæðisflokksins vilja ógjarna rifja það upp, að allt frumkvæði í þróun velferðar- þjóðfélags kom frá vinstri, frá kommum og krötum og kannski framsóknarblesum í einhverjum dæmum. Að sönnu sá Ólafur Thors það fyrr en aðrir foringjar hægriflokka, að velferðin með sínu félagslega öryggisneti var það sem koma skyldi, við henni yrði ekki rönd reist. En sem fyrr segir: frumkvæðið hefur jafnan komið frá vinstri, hvað sem Sjálf- stæðismenn látast gleyma nú og hvað sem Kvennalistakonur segja um að munur á vinstri og hægri sé ekki marktækur. Boöskapur einkavæðingar Katrín heldur áfram sinni túlk- un með því að slá því fram að munur á vinstri og hægri í velferð- ardæminu sé sá, að vinstrimenn vilji að ríkið, hið opinbera, annist veíferðina, en hægri menn vilji að það sé „einstaklingurinn sjálfur“. Með slíkum samanburði er reyndar ekki nema hálf sagan sögð og varla það. Það eru ekki síst ýmsir vinstrimenn sem hafa á seinni árum borið fram gagnrýni á hátimbraðar og þungar ríkis- stofnanir velferðarkerfisins, vilj- að leita leiða til að dreifa valdi og ábyrgð þar sem annarsstaðar. En þeir hafa um leið staðið gegn þeirri patentlausn hægri manna, að best sé að einkavæða sem flest í þessum geira. Vegna þess blátt áfram, að með einkavæðingu er fátt líklegra en að skólaganga barna jafnt sem heilsugæsla verði í vaxandi mæli misjöfn að gæðum eftir því hvort aðstandendur barna og sjúkra eru auralitlir eða efnaðir. „Allt skal staðla“ Katrín Fjeldsted talar í pistli sínum um að vinstrimenn vilji ekki einkavæðingu í menntakerf- inu vegna þess að „krafan um ein- okun ríkisins er allsráðandi. Allt skal staðla". Hún lýsir því áliti sínu, að innan grunnskólans sé ailt um of steypt í sama mótið, meðan hægt sé að nálgast stú- dentspróf í framhaldsskólum eftir mismunandi leiðum. Og því vill hún að gerðar séu sem flestar tilraunir með einkaskóla á grunn- skólastigi til að hafa „vissa sam- keppni milli skólanna“ - til dæm- is með því að þeir bjóði upp á „fjölbreyttara námsefni". Einkaskólar með „samkeppni“ (væntanlega um nemendur og foreldra, sem vilja og geta borg- að) hafa ekki risið hér vegna þess að menn vilji „staðla allt“. Þeir rísa ekki upp af Tjarnarskólanum vegna þess, að í fyrsta lagi þá er sjálf hugmyndin heldur ógeðfelld flestum íslendingum af ástæðum sem að ofan voru raktar. í annan stað kemur samkeppni milli skóla ekki til greina í miklum fjölda byggðarlaga af þeirri einföldu á- stæðu að þar eru ekki til nemend- ur nema fyrir einn skóla. í þriðja lagi er Reykjavík og stærri pláss- um skipt í hverfi, börn sækja fckóla eftir búsetu og geta þá oft- ast nær farið gangandi: samkeppn- in mundi hinsvegar kalla á heil- mikla fólksflutninga. f fjórða lagi ksmur ríkisrekstur á skólum í sjálfu sér ekki í veg fyrir fjöl- breytni - eins og sjá má í dæmi Katrínar sjálfrar af framhalds- skólunum. Og skólamenn og kennarar sjálfir hafa reyndar á seinni árum lagt sig mun meir eftir ýmsum sérþörfum barna, skapað meiri fjölbreytni í sjálfum grunnskólunum en gert var ára- tugum saman - hvort sem pólitísk forysta var í höndum vinstri- manna eða hægrimanna. Snorri var einkavæddur! Að lokum þetta: það er stór- furðulegt hvernig fólk leyfir sér að umgangast söguna, þegar menn eru að reyna að reyta eitt og annað út úr henni sem þeir halda að komi sér vel fyrir þeirra málstað. Eitt undarlegt dæmi um þetta er að finna í grein Katrínar Fjeldsted einmitt þar sem hún er að ræða um æskilega einkavæð- ingu skóla. Hún segir: „En áfram um einkavæðing- una: bestu rithöfundar fyrri alda á íslandi, Snorri Sturluson og Ari fróði, voru aldir upp í einka- skólum og virðast hafa haft gott af.“ Jamikasskoti. Hvað á nú sak- laus lesari að hugsa? Á hann að gera ráð fyrir því að þeir Snorri og Ari hafi alist upp í einka- skólum í samkeppni við ein- hverja skelfilega ríkisskóla? Á hann að halda að á tólftu og þrett- ándu öld hafi yfirleitt verið hægt að tala um skólahald eða skóla- kerfi á íslandi í nokkrum þeim skilningi sem komi nálægt nú- tfmaveruleika? Hitt er svo allt annað mál, að hvorki geta skólar, hve góðir sem þeir eru, leyst allan unglinga- vanda né fjölskylduvanda, né heldur er þeim um allt að kenna það er illa fer. Líkast til eru skólar yfirleitt undir of þungu fargi tilætlunarsemi: þar á að bæta úr öllu sem aðrir vanrækja eða ýta frá sér. En það kemur allt ekki því máli við, að einkavæð- ingarhugmyndir Sjálfstæðis- manna hafa reynst mjög langt út í hött í samfélagi, sem í vissum greinum að minnsta kosti er enn tiltölulega híiðhollt jöfnuði þegnanna. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri : Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorf innur Omarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdaatjóri-.HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. AuglýslngastjórLOIgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbroiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 20. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.