Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Reykjavík Samkeppni um hverfi Borgarstjórn hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag Geldinganess. Gelding- anes er 220 hektara svæði og hef- ur aldrei áður verið efnt til hug- myndasamkeppni um svo stórt svæði áður hér á landi. Verð- launin í hugmyndasamkeppninni eru allhá peningaupphæð. Fyrstu verðlaun verða 2,5 milijónir króna en alls er vinningsupphæð- in 5 milljónir. Þeir sem hafa heimild til þátt- töku í samkeppninni eru íslenskir ríkisborgarar og þeir útlendingar sem hafa fasta búsetu á íslandi. í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurborg segir, að það sé hlut- verk borgaryfirvalda að skapa skilyrði fyrir framtíðar íbúðar- byggð og atvinnustarfsemi. Reykjavík hafi vaxið mjög hratt síðustu áratugi og ný hverfi risið upp með undraverðum hraða. Frá 1981 hafi íbúum Reykjavíkur fjölgað um 12 þúsund manns. Geldinganes sé á einum falleg- asta stað borgarinnar og það sé von borgaryfirvalda að þar megi rísa fögur byggð og blómlegt mannlíf. Þeir sem taka þátt í samkeppn- inni verða að skila gögnum inn til trúnaðarmanns dómnefndar, Ólafs Jenssonar, framkvæmda- stjóra Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, eigi síðar en klukkan 18 þann 13. des- ember n.k. Hann afhendir einnig öll nauðsynleg gögn fyrir keppn- ina, gegn 5 þúsund króna greiðslu skilatryggingar. í dómnefnd eiga sæti Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ingimundur Sveinsson, Finnur Birgisson og Guðlaugur Gauti Jónsson. Tæknilegir ráðgjafar verða Þórður Þ. Þorbjarnarson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. -hmp Fulltrúar skipulagsyfirvalda í Reykjavík: Hugmyndasamkeppni um skipulag fyrir íbúabyggð í Geldinganesi hleypt af stokkunum. Gelding- anes er ólýsanlegt framtíðarbyggingarland Reykjavíkurborgar. Mynd Jim Smart. Grímsey Snjór nýfaríiui Hulda Víkingsdóttir: Nœg atvinna ogþokka- legur afli. Yndisleg veðurblíða og miðnœtur- sólin alveg meiriháttar - Hér hefur verið alveg yndis- leg veðurblíða að undanfornu og Proskaþjálfar Móbnæla niðurskurði Þroskaþjálfar sem starfa á veg- um svæðisstjórnar á Reykjanesi hafa sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er niðurskurði á rekstr- argjðldum stofnana fyrir fatlaða um 4%. í ályktuninni er lýst furðu á því að stjómmálamenn og flokkar sem kenna sig við félagshyggju skuli, þegar þeir komast til valda, rýra hag fólks sem verst eru sett í samfélaginu í stað þess að bæta kjör þess. Þá lýsir stjórn Félags þroska- þjálfa yfir áhyggjum af afleiðing- um þessara sparnaðaraðgerða og bendir á að með þeim séu stjórnvöld að torvelda þeim að uppfylla lögboðnar skyldur og trúnað við skjólstæðinga sína auk þess sem þeir telja vegið að fag- og siðferðisvitund stéttarinnar. Stjómin hvetur stjómvöld til að hætta við umræddar aðgerðir og draga til baka kröfu um niður- skurð á þjónustu við fatlaðra. 'Þ alveg meiriháttar að horfa á miðnætursólina héðan úr eynni. Engu að síður eru ekki nema fá- einir dagar síðan síðasti snjórinn hvarf á braut, sagði Hulda Vík- ingsdóttir í Grímsey. Næga atvinnu hefur verið að hafa í eynni í sumar þó fiskur sé aðeins verkaður í saltverkunar- stöð KEA af þeim þremur sem starfandi eru á veturna og hefur afli bátanna verið þokkalegur á handfæri og línu. Um næstu mán- aðamót er væntanlegur í eyjuna vinnuflokkur frá Sauðárkróki til að sprengja fyrir lengingu flug- brautarinnar og verður grjótinu safnað saman, en ætlunin er að nota það næsta vor þegar hafist verður handa við að bæta hafnar- aðstöðu eyjarskeggja sem ekki er vanþörf á. Að sögn Huldu Víkingsdóttur hefur ekki verið meira um ferða- menn í eyjunni en oft áður. Nokkrir hafa tjaldað við félags- heimilið Múla en aðrir koma í dagsferðir með Flugfélagi Norð- urlands og þá aðallega til að láta mynda sig norðan heimskauts- baugar. Fyrir skömmu kom heill hjónaklúbbur frá Grindavík til eyjarinnar og dvaldist þar í þrjá daga. Hulda sagði að hópurinn hefði verið alveg einstaklega heppinn með veður og heillaðist alveg upp úr skónum af töfrum miðnætursólarinnar. -grh Gjalda skal keisaranum... Hertar aðgerðir f innheimtu söluskatts sem hófust í síðasta mánuði hafa vakið mikla athygli og hefur álit manna á réttmæti þeirra aðgerða verið á alla vegu. Það var talað um offors í inn- heimtuaðgerðum, ólöglega mis- munun á milli söluskatts- greiðenda og jafnvel mannrétt- indabrot. Aðrir hafa talið tíma- bært að hreinsa til í þessari deild og þó fyrr hefði verið. Fram að þeim tíma er aðgerðir hófust tíðkaðist að menn gátu dregið að greiða söluskattinn lengi og þegar skuldin var orðin umtalsverð var ekki óalgengt að skuldarar semdu við innheimtu- menn um greiðslu hans og ein- stakir aðilar fengu fellt niður álag sem ofan á höfuðstólinn hafði bæst. Lögin eru skýr - Það leikur enginn vafi á því að samkvæmt lögum eru þær inn- heimtuaðgerðimar sem fram- kvæmdar hafa verið heimilar. Samkvæmt 10. grein söluskatts- laganna er innheimtumanni heimilað að grípa til aðgerða eins og innsigla fyrirtæki og atvinnu- tæki án viðvarana, hafi sölu- skattur ekki verið greiddur á gjalddaga. Þuríður Halldórsdótt- ir lögfræðingur hjá tollstjóra- embættinu í Reykjavík sagði að það hefði sýnt sig að það þyrfti að beita hörðum aðgerðum til að innheimta söluskattinn og árang- urinn af hinum hertu reglum væru ágætur. Þar sem annar innheimtumáti hefur verið hafður á í langan tíma finnst mörgum eðlilegt að skuld- urum hefði verið gefinn rýmri frestur til að greiða upp sínar skuldir. - Það er nú engin lagaleg skylda til að veita slíkan frest, sagði Þuríður. Hún sagði að flest- ar þær skuldir sem innheimtar voru hafi verið gamlar og fólk hafi vitað af þeim lengi en ekki sinnt ítrekunum. Þuríður sagði að héðan í frá yrðu ekki gefinn neinn frestur til greiðslu söluskattsins og fljótlega eftir hver mánaðamót yrði gripið til aðgerða gegn þeim sem ekki greiddu á réttum tíma. Á kæra að fresta innheimtuaðgerð? Hluti af umræðunni um inn- heimtuaðgerðimar hefur snúist um réttmæti þess að ganga hart á eftir greiðslu skuldar á meðan kæmmál innan stjórnsýslunnar eða dómstóla eru í gangi. Fljót- lega eftir að innheimtuaðgerðirn- ar hófust var sett reglugerð sem veitti heimild til að fresta inn- heimtuaðgerðum hjá þeim fyrir- tækjum sem kært höfðu sölu- skattsákvörðun skattstjóra til ríkisskattanefndar. Vegna mis- taka kvað reglugerðin ekki á um sams konar frest í þeim málum sem áfrýjað er til dómstóla eftir að málið kemur úr höndum ríkis- skattanefndar. Því var snarlega bjargað fyrir horn í síðustu viku með viðbótarákvæði í reglugerð- ina. Á grundvelli fyrri reglugerðar- innar var innsigli hjá Hagvirki opnað daginn eftir að reglugerðin í BRENNIDEPLI var sett, þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra fyrr um að eng- ar tilslakanir yrðu veittar. Við- bótarákvæði reglugerðarinnar sem sett var í síðustu viku gerir fyrirtækinu kleift að áfrýja mál- inu til dómstóla og fresta greiðslu meintrar skuldar með því að leggja fram bankatryggingu. - Það hefur verið talað um að innheimtumenn eigi að fara sér hægt þegar efnislegur ágreining- ur er uppi í söluskattsmáli. Við erum ekkert endilega á þeirri skoðun. Heimildir í lögunum til harðra aðgerða eru ákaflega skýrar og hafa til þessa verið óumdeildar. Það eru skýr ákvæði í söluskattslögunum um það að deilan sjálf geti aldrei girt fyrir það að menn borgi sínar skatt- skuldir, sagði Lárus Ögmunds- son, skrifstofustjóri hjá fjármála- ráðuneytinu. - Menn hafa verið skammaðir hér í áraraðir fyrir að standa sig illa í innheimtu söluskatts og það Menn hafa verið skamm- aðir hér í áraraðir fyrir að standa sig illa við inn- heimtu söluskatts og hef- ur verið sagt að sukk og svínarí viðgangist í þeim málum. En um leið og farið er að beita skýrum lagaheimildum þá tala jafnvel sömu aðilar um aðþettasé brotá mannréttindum hefur verið sagt að sukk og svín- arí viðgangist í þeim málum. En um leið og farið er að beita skýrum lagaheimildum þá tala kannski sömu aðilarnir um að þetta sé brot á mannréttindum. VSÍ: Réttaröryggi í hættu - Vinnuveitendasambandið sendi forsætisráðherra bréf á dögunum þar sem fram kemur ósk okkar um að hann sjái til þess að fyllsta réttaröryggis verði gætt gagnvart atvinnurekstrinum í landinu. Við höfðum ástæðu til að ætla að á því séu brotalamir í einhverjum tilfellum, sagði Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands fslands. Einar Oddur sagði að óvissan um réttaröryggið fælist í mismun- un á mönnum. Það sem er regla í dag er úrelt á morgun og önnur atriði hefðu aldrei legið ljóst fyrir. - Við teljum það skyldu stjórnvalda að allir sitji við sama borð og áteljum harðlega að árum saman hafi það viðgengist að mikil óvissa hafi rikt um hvað sé söluskattsskylt og hvað ekki, sagði Einar Oddur. Tilgangur hertra innheimtuað- gerða og tiikoma reglugerðar um framkvæmd innheimtunnar er samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu að koma skýrari reglum yfir þá hlið sölu- skattsmála sem snýr að inn- heimtunni en óvissa hvað varðar skattskyldu og einstaka liði er óbreytt. Aðspurður um það hvaða augum Vinnuveitendas- ambandið liti á þær aðgerðir svar- aði Einar Oddur: Ég þekki það ekki aftur í tímann hvemig staðið hefur verið að innheimtu sölu- skatts en hitt er annað mál að ég tel ákaflega brýnt að sömu reglur gildi í dag eins og í gær og að Pétur geri eins og Páll. Það sem skiptir máli fyrir ríkisvaldið í skattheimtu er að það tryggi sinn hag en valdi ekki óvissu og óróa í viðskiptalífinu og menn verða að fara að öllum breytingum með fullkominni gát. Innheimta undanfarinna vikna hefur skilað ríkissjóði háum fjár- hæðum og verulega hefur dregið úr vanskilum. Til þessarra að- gerða þurfti engar lagabreytingar heldur var tekið upp á því að fara eftir þeim lögum sem alþingi setti um söluskatt fýrir 29 ámm. Það var mál til komið, segja sumir. •Þ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.