Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Byggingarreglugerð Ný og hert ákvæði Félagsmálaráðherra hefur til- kynnt breytingar á bygging- arreglugerð sem fela í sér hertar kröfur til að auka öryggi og styrk bygginga, bætta aðstöðu hreyfi- hamlaðara og ýmis ákvæði varð- andi skipulag og byggingu sumar- bústaða. í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneyti segir að þessar breytingar byggi á störfum nefnda sem skipaðar voru til að endurskoða byggingarreglugerð- ina og fara yfir burðarþolsákvæði reglugerðarinnar, en um langt ár- abii hefur verið bent á ýmis vandamál sem upp hafa komið varðandi mannvirkjagerð hér á landi. Meðal nýlundu sem nú er kveðið á um í byggingarreglu- gerðinni er að lokaúttekt skuli gerð á byggingum þegar þeim sé að fullu lokið þar sem gengið skuli meðal annars úr skugga um að smíði þeirra samræmist í öllu samþykktum teikningum. Þá er einnig kveðið á um há- marksinnihald salts í steypuefni úr sjó sem nota á í benta steinsteypu, en talið er að rekja megi töluverðan hluta steypu- skemmda sem vart hefur á und- anfömum ámm til of mikils salt- innihalds steinsteypuefnis. Meðal atriða sem varða hreyfi- hamlaða sérstaklega má nefna að jafnan skal séð fyrir einu bfla- stæði á lóð bygginga er henti fötl- uðum. Jafnframt em kröfur hert- ar um frágang bygginga til að auðvelda hreyfihömluðum og ell- ihrumum aðgang, s.s. með lyft- um og handriðum beggja megin meðfram tröppum í aðkomu- leiðum. í öllum fjölbýlishúsum sem telja sex íbúðir eða fleiri skal a.m.k. vera ein íbúð sem sérstak- lega er hönnuð með þarfir hreyfi- hamlaðra fyrir augum. f opin- beru húsnæði og atvinnuhúsnæði þar sem starfa 10 manns eða fleiri skal þess jafnan gætt að salerni verði sem henti fólki í hjólastól- um. Pá er einnig kveðið á um að í sumarbústaðahverfum á vegum stéttarfélaga og starfsmannafé- laga skuli wera eitt sumarhús hið minnsta sem henti sérstaklega þörfum hreyfihamlaðra. Selfoss Bullandi ósamkomulag Óeining meðal bœjarstjórnarfulltrúa Sjálfstœðisflokks á Selfossi Agreiningur og ósamkomulag er meðal SjáTfstæðismanna í bæjarstjórn Selfoss, og sam- kvæmt heimildum Þjóðvi|jans er það tilkomið vegna persónulegra mála frekar en málefna bæjar- stjórnar. Þetta lýsir sér meðal annars í meðferð afgreiðslu á byggingu skóla sem staðið hefur til lengi. í frétt í Alþýðublaðinu í gær segir frá klofningi nýs meirihluta sem er Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, og varð klofnin- gurinn vegna skólamálsins. Mál- ið hefur snúist um það hvort byggja eigi nýtt skólahús eða við- byggingu við þann skóla sem er til staðar, og einnig hvernig eigi að standa að útboðum. Á bæjarráðsfundi varð ágrein- ingur um útboðsmálin og að sögn Þorvarðar Helgasonar bæjar- stjórnarfulltrúa voru áform uppi um að bjóða bygginguna út í einu lagi. Það vildu Framsóknarmenn ekki og rök þeirra voru að ef það yrði gert, myndu verktakar utan Selfoss taka verkið að sér því verktakar á Selfossi hefðu ekki bolmagn til þess. Það hefur hins vegar sýnt sig að verktakar á Sel- fossi eru fullfærir um að taka að sér stærri verk. Eftir þennan ágreining á bæjarráðsfundinum, kröfðust fulltrúar minnihlutans aukafund- ar í bæjarstjóm. Á þeim fundi kom ósamkomulag Sjálfstæðis- manna vel í ljós, því oddviti þeirra gekk til liðs við Framsókn- armenn, en hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðismanna studdu tillögu minnihlutans. Það varð því úr að sú tillaga varð ofan á. ns. Skattar, tæki til jöfnunar Upplitið á landsmönnum hefur sjálfsagt verið misjafnt þegar álagningarseðill skatta datt inn um bréfalúguna á dögunum. Eftir að staðgreiðslukcrfið var tekið upp verður sú upphæð sem mönnum er gert að greiða á hálfu ári, samt lægri en áður. Margir þurfa ekkert að greiða til við- bótar og aðrir fá endurgreitt. En þegar þessi ákveðni seðill berst til landsmanna er nánast komin hefð fyrir því að þrasa aðeins um skattamál. Sú ríkisstjórn sem nú situr fór ekkert í felur með þau áform sín að hækka skatta. Ríkisstjórnin taldi af einni ástæðu nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs og hún var sú, að öðruvísi yrði velferðar- kerfinu ekki haldið gangandi. Stórfelldur halli á ríkissjóði var staðreynd á síðasta ári og þar sem ríkisstjórnin setti sér ekki aðeins það markmið að halda uppi vel- ferðarþjónustunni, heldur líka að vinna á hallarekstri ríkissjóðs, var augljóst að hækka þurfti skattana. Engir skattar, ekkert velferðakerfi Úr röðum stjórnarandstöð- unnar hafa þær raddir verið há- værar að ríkisstjórnin ástundaði skattapyntingar á fólki, skattarn- ir væru að sliga fólk. Mest fór hækkun skatta á skrifstofu- og verslunarhúsnæði fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, sem máttu ekki heyra á þann skatt minnst frekar en hækkun eignaskatts. Málflutningur stjómarandstöð- unnar um skattafarg er hins vegar frekar ótrúverðugur. Það hljóm- ar einfaldlega falskt að lofa hæst- virtum kjósendum sömu velferð- arþjónustu um leið og stórfelld- um skattalækkunum er lofað, í vaxandi halla á ríkissjóði og auknum erlendum skuldum. Lof- orð sem þessi eru nánast pólitískt ábyrgðarleysi nema menn hafi á prjónunum að gerbreyta velferð- arkerfinu. Enginn flokkur hefur hingað til verið kosinn á þing út á slík áform. Vegna skattlausa ársins verður að fara allt aftur til ársins 1986 til að fá samanburð á skattbyrði ein- staklinga. Þá var hlutfall beinna skatta til ríkisins 4% af heildar- tekjum og 5,5% af heildartekjum til sveitarfélaga. Samtals var skatthlutfall beinna skatta 9,5% á árinu 1986. Á þessu ári gera áætlanir fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að skatthlutfall beinna skatta til ríkisins verði 5,1% og 6,2% til sveitarfélaga, samtals 11,3%. Skatthlutfall ríkisins hækkar því um rétt rúmt 1%. í ár greiðir ríkisvaldið 3,7 milljarða til bamafólks sem er ríf- lega fjórðungur af allri stað- greiðslu ársins. 22 þúsund ein- staklingar fá greiddar vaxtabæt- ur, samtals um 750 milljón krón- ur og 13,500 einstaklingar fá greiddar vaxtabætur, 51,590 krónur hver einstaklingur sem rétt hefur, en tvöföld sú upphæð er greidd til hjóna. Þannig getur ríkisvaldið beitt skattakerfinu sem tæki til að jafna kjör fólksins í landinu. Þetta jöfnunartæki gengur samt ekki á stærsta sviði skatt- heimtunnar, óbeinu sköttunum. Ríkisvaldið getur ekki tekið mið af aðstæðum fólks og efnum þeg- ar það greiðir vöm yfir búðar- borðið, nema með því að taka upp einhvers konar afsláttarmið- akerfi. Slíkt kerfi yrði vafalítið mjög illa séð á okkar tímum, þar sem fólk þyrfti að bera fátækt sína á torg með notkun slíkra miða. í fyrra vom innheimtir beinir skattar ríkisins 9,5 milljarðar en innheimta óbeinna skatta var 60,7 milljarðar, samkvæmt upp- lýsingum Más Guðmundssonar aðstoðarmanns fjármálaráð- herra. Ríkið innheimtir því megnið af sínum sköttum í gegn- um óbeina skatta. Már sagði hlut- fall beinna skatta vera tiltölulega Iágt hérlendis en það færi þó hækkandi. Meira réttlæti fælist í beinum sköttum en óbeinum. Beinir skattar auknir Beinir skattar hérlendis era um 11% af heildartekjum einstakl- ings, eins og fram kemur hér að framan. Danir greiða mun meira í beina skatta eða um 50% og svipaða sögu er að segja af Norð- mönnum og Svíum. Ef menn hafa þá skoðun á annað borð að ríkis- valdið eigi að jafna kjör lands- manna, er ljóst að hlutföllum beinna og óbeinna skatta verður að breyta. Með afnámi skatta á matvælum, sem mætt yrði með samsvarandi hækkun beinna skatta, gæti ríkisvaldið farið út í frekari jöfnun á kjörum fólks, í BRENNIDEPLI jöfnun sem er óframkvæmanleg fyrir framan þúsundir búðar- borða. Innan Alþýðubandalagsins hefur verið stuðningur við þá hugmynd að leggja tekjuskatt á í tveimur þrepum. Þetta hafa krat- ar ekki mátt heyra minnst á og hafa helstu rökin verið þau, að með tveimur þrepum væri aðal- kosti staðgreiðslukerfisins, ein- faldleikanum, fórnað. Þetta geta ekki talist ólek rök. Þau em hins vegar skiljanleg á meðan er verið að koma á nýju innheimtukerfi skatta. Már Guðmundsson sagði illmögulegt að framkvæma marg- ar skattkerfisbreytingar á sama tíma. Nú stæði sennilega loksins til að koma á virðisaukaskatti í stað söluskatts, en þeirri aðgerð Með afnámi skatta á matvælum, sem mætt yrði með samsvarandi hækkun beinna skatta, gæti ríkisvaldið farið út í frekari jöfnun á kjörum fólks, jöfnun sem er ófram- kvæmanleg fyrir framan þúsundir búðarborða hefur þrívegis verið frestað. En ef hlutfall beinna skatta hækkar miðað við óbeina skatta, getur innheimta tekjuskatts í tveimur eða jafnvel þremur þrepum, ver- ið stórkostlegt tæki í höndum ríkisvaldsins til að jafna kjör fólks. Már sagði hugmyndir um fleiri en eitt skattþrep alls ekki vera dauðar. Þessi mál væm enn á dagskrá. Hann efaðist samt um að þær hugmyndir næðu fram að ganga fyrir næsta skattár. Eignir og ekkjur Einn skattur hefur valdið meira fjaðrafoki en annar og það er eignaskatturinn. Menn, aðal- lega kvenkyns, hafa risið upp með þjósti og leikið á hljómborð tilfinninganna og kallað þennan skatt „ekknaskatt“. Fjármála- ráðherra hendi ekkjum út úr ein- býlishúsum sínum og komi þeim á vonarvöl með þessum óréttláta skatti. Skoðum þetta aðeins. Ekkja sem býr í húseign upp á 10 milljónir króna greiðir í eigna- skatt 5,130 krónur á mánuði, auk 0,25% þjóðarbókhlöðuskatts sem allir greiða ef þeir eiga hús- eign að verðmæti 4,5 milljónir eða meira. Hafi konan orðið ekkja eftir 1984 greiðir hún lægri upphæð, 3,000 krónur á mánuði, sem er breyting frá því sem var. í prósentum er dæmið þannig að ekkjan greiðir 1,2% af fyrstu 7 milljónunum en 2,7% af þeim 3 milljónum sem eftir eru, ef áfram er miðað við 10 milljóna eign. Sé um hjón að ræða miðast hærra þrepið við 14 milljóna húseign. Hér er miðað við skuldlausa eign, þannig að ekkjan er laus við allar áhyggjur af afborgunum af eigninni. Hún er auðvitað ekki öfundsverð af því að vera ekkja þó hún búi í skuidlausri eign sem metin er á 10 milljónir. En bemm hana saman við unga einstæða móður með 1-2 börn. Hver eru kjör ekkjunnar í samanburði við hana? Einstæða móðirinn gæti haft tekjur á bilinu 40-100 þús- und krónur á mánuði, sennilega nær lægri mörkunum, og með þeim fjármunum á hún að standa undir húsaleigu, rekstri heimilis- ins og þeim kostanði sem fylgir því að eiga bam. Það má jafnvel leika sér á til- finningahljómborðinu og ímynda sér að einstæða móðirin leigi í kjallaranum hjá ekkjunni. Miðað við húsaleigumarkaðinn yrði ekki ólíklegt að einstæða móðirin greiddi um 70% af sínum tekjum í húsaleigu. Ekkjan gæti því hæg- lega fengið inn fýrir eignaskattin- um á einum til tveimur mánuð- um. Húsaleiguna mætti því, til að slá á rétta strengi, kalla „mæðr- askattinn“. Eignir endurspegla fjárhags- lega getu eigandans til að eignast þær. Þó eftirlifandi maki þurfi að greiða örfá þúsund mánaðarlega getur það varla komið viðkom- andi á vonarvöl. í allri umræðu um skatta verður að hafa í huga hvaða þjónustu þegnarnir ætlast til að ríkið veiti þeim. Efnahags- stefna í ætt við þá stefnu sem rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar rak, er kjörin til að undirbúa stórfelld- an niðurskurð á opinberri þjón- ustu. Slæm staða ríkissjóðs, er- lend skuldasöfnun og svo fram- vegis, gefur þeim sem vilja einka- væða velferðarþjónustuna, tylli- ástæðu til að selja „eignir ríkis- sjóðs upp í skuldir hans“. Svarið er réttlát skattheimta sem dreifir hluta auðæfa þeirra ríkari til hinna fátækari. -hmp Flmmtudagur 3. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.