Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 12
Friðfinnur Guðjónsson verkstjóri: Ég held að ég sé sæmilega ánægður, en ekkert of ánægður samt, þarf að greiða aðeins meira. Jórunn Sigurjónsdóttir heimavinnandi: Eins og er, er ég ekki útivinnandi en er nokkuð sátt við það sem við hjónin fáum saman. Annars lítið komin inn í skattamálin hér þar sem ég er nýflutt heim frá út: löndum. Birgir Gíslason námsmaður: Já, mjög svo. Ég er námsmaður og kem því út á núlli. Einar Werner Ibsen sjómaður: Já ég verð að segja það, get ekk- ert kvartað undan honum enda kem ég út á sléttu. Sigurður Magnússon stýrimaður: Nei og það er sennilega enginn ánægður á tímum hækkandi skatta. Ég þarf að greiða skattin- um meira. lambakj ötið „Lambakjöt á lágmarksverði" er tilbúið á grillið. Það er búið að skera það í sérstakar grillsneiðar; framhryggjasneiðar, rif, kótilettur og lærissneiðar. Einnig getur þú fengið lærið heilt ef þú vilt og grillað það þannig. Hvað er þá eftir? Jú, marineringin. Marineruð, grilluð lambasteik er lostæti og í nýja grillbæklingnum, sem þú færð í næstu verslun, sérðu hversu auðvelt er að blanda sinn eiginn kryddiög og marinera. Þannig sparar þú enn frekar. bmhakjöt Grillbœkling með uppskriftum og góðum ráðum fcerðu ókeypis hjá kjötborðinu Hagkvæmustu kaupin á lambakjöti „Lambakjötið á lágmarksverði" er selt í Vi skrokkum og það eru og verða ávallt hag- kvæmustu kaupin á lambakjöti. Þegar þú kaupir lambakjöt á lágmarksverði er hægt ffi að borða eitthvað strax, | þíða hluta þess í kæli ]| og frysta afganginn. Svo geturðu tekið reglulega úr frystinum og flutt í kælinn. Ekkert af kjötinu skemmist og einstaklingar og fjölskyldur geta nýtt það allt. Sem dæmi , má nefna að fyrir fjögurra manna fjölskyldu f dugar 6 kg meðalpoki í 6-7 (grill)máltíðir og 6 kg kosta aðeins 2.190 kr. Sparaðu - kauptu lambakjöt á lágmarksverði og grillaðu. Grillveisla er ósvikin fjölskylduhátíð. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLÚ lambakjöts

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.