Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 2
Fyrstu dósirnar taldar í móttökustöð Endurvinnslunnar í Dugguvogi um hádegið í gær. Starfsmenn munu væntanlega hafa nóg að gera næstu daga því margir hafa safnað einnota umbúðum um nokkurn tíma og beðið eftir tækifæri til að koma þeim í verð. Mynd-Kristinn Verslunarmannahelgin Minni umferö en í fyna Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði var umferð minni um nýliðna verslunar- mannahelgi heldur en um sömu helgi í fyrra. Það var Vegagerð ríkisins sem annaðist umferðar- talningu, og samkvæmt tölum frá henni fóru 108.494 bílar um þá staði þar sem talið var, en í fyrra voru þeir 118.541. Töluvert var um umferðaró- höpp og skráð voru 42 óhöpp. Þar af var eitt banaslys og nokkur Heyrnarmælingar á Vestfjörðum Heyrnar- og talmeinastöð íslands stendur fyrir móttöku í Heilsu- gæslustöð ísafjarðar dagana 11.- 12. ágúst og í Heilsugæslustöð Bolungarvíkur þann 13. ágúst. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnar- tækja. Jafnframt verður sérfræð- ingur í háls-, nef- og eyrnalækn- ingum með almenna móttöku sömu daga. Bragi Hannesson Nýr forstjóri Iðnlánasjóðs Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans hefur verið ráð- inn forstjóri Iðnlánasjóðs og tekur hann við því starfi síðar á önnur þar sem fólk slasaðist al- varlega. Samtals slösuðust 26 manns og þar af 9 alvarlega. Ölv- unarakstur var töluverður og 98 voru teknir grunaðir um ölvun við stýrið. Ölvun kom við sögu í nokkrum umferðaróhöppum. Fyrir utan þessi óhöpp gekk umferð tiltölulega vel og iítið var um hraðaakstur. Lögreglumenn um land allt voru sæmilega ánægðir með ökumenn helgar- innar og hrósuðu þeim flestum. ns. árinu. Þetta er afleiðing af bank- asameiningunni miklu því fram til þessa hefur Iðnaðarbankinn farið með daglegan rekstur sjóðs- ins. Sjóðurinn er sjálfstæð stofn- un og tekur hann nú til sín ýmis verkefni sem Iðnaðarbankinn hefur áður sinnt. Bragi er lög- fræðingur að mennt og hefur ver- ið bankastjóri Iðnaðarbankans síðan 1963. Flensborgarar syngja fyrir Norðlendinga Á föstudaginn verða í Akur- eyrarkirkju fyrstu tónleikar Kórs Flensborgarskóla úr Hafnarfirði í tónleikaför kórsins um Norður- land. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 en daginn eftir, laugardag, kl. 15.00 syngur kórinn í Reykja- hlíðarkirkju og sama kvöld kl. 20.30 í Húsavíkurkirkju. Á efnis- skrá kórsins verða ma. kirkjuleg verk frá ýmsum tímum, lög frá 16. öld og norræn þjóðlög. Kór- inn hefur starfað í 8 ár og ma. sungið í Sviss og á Ítalíu. Stjórn- andi hans er Margrét Jóhanna Pálmadóttir en einsöngvari með kórnum er Aðalsteinn Einars- son. Kannanir á Norðurlandi Nýtt fyrirtæki, Kjarni hf. á Akur- eyri, býður nú fram aðstoð sína FRÉTTIR Endurvinnslan h.f. Móttaka umbúða hafin Einnota umbúðir eru ekki lengur verðlaust rusl. Móttökustöðvar í Reykjavík og á stærri stöðum út á landi en annar staðar safnað saman og sent til Reykjavíkur Móttaka einnota umbúða hófst hjá Endurvinnslunni h.f. í gær. Til að byrja með verða mót- tökustöðvar á 5 stöðum í Reykja- vík og nágrenni, á Akranesi, Isa- firði, Akureyri, Vestmannaeyj- um, Selfossi og Keflavík. A þess- um stöðum fær fólk skilagjaldið greitt út í hönd. Söfnunarstaðir víða úti á landi taka hins vegar við umbúðum og senda til Reykjavík- ur og eigendur fá síðan sendar ávísanir fyrir skilagjaldinu í pósti. - Það tekur nokkra mánuði að koma söfnunarkerfinu í fullan gang og þetta fyrirkomulag sem nú er haft á söfnuninni er einung- is til bráðabirgða. Til stendur að fá verslanir út um allt land til að kaupa móttökuvélar sem við munum sjá um að tæma, sagði Gunnar Bragason framkvæmda- stjóri Endurvinnslunnar. í tenglum við endurvinnslu á einnota umbúðum hefur Banda- lag íslenskra skáta, Landssam- band hjálparsveitanna og Hjálp- arstofnun kirkjunnar hafið sam- starf sem gengur undir heitinu Þjóðþrif. Þessir aðilar munu setja upp gáma og kassa fyrir einnota umbúðir, fyrst í Reykjavík og ná- grenni og síðar út um allt land, þar sem fólki verður gefinn kost- ur á að losa sig við umbúðirnar og styrkja um leið góð málefni. Á- góðinn rennur til styrktar æsku- lýðs- og björgunarstarfi á vegum þessara aðila auk þess sem hluti af ágóðanum verður varið til um- hverfismála. Skilagjaldsskyldar umbúðir eru málmdósir, 33 og 50 cl., plast- dósir 33 cl., PET plastflöskur undan gosdrykkjum 50, 100, 150 og 200 cl. og einnota öl- glerflösk- ur. Greiddar eru 5 krónur fyrir hverja einingu. Á móttökustöðunum þar sem fólk fær greitt fyrir umbúðirnar á staðnum þarf fólk að koma með hverja tegund umbúða í sér poka en á þeim stöðum þar sem um- búðum verður skilað, á flutning- amiðstöð og þær fluttar til r Utihátíðir sem haldnar voru um helgina tókust að sögn lög- reglu ágætlega vel og lítið var um óhöpp og siys. Fjölmennustu há- tíðarnar voru í Húnaveri og í Eyjum. Að sögn Jóns ísbergs sýslu- manns Húnvetninga, tókst hátíð- in í Húnaveri ágætlega, ef talið er frá hið hörmulega banaslys sem varð sl. föstudag. Að öðru leyti var lítið um óhöpp þrátt fyrir mikla umferð, en 19 manns voru teknir grunaðir um ölvunarakst- ur. Um 7000 manns sóttu hátíð- ina og að sögn Jóns var lítið um slagsmál og slík leiðindi. Ýmis- legt hefði þó mátt undirbúa bet- ur, svo sem hreinlætisaðstöðu. Aðspurður um hvort mikið hefði verið drukkið, sagði Jón það hafa verið, á hátíðum sem þessum væri alltaf mikið um drykkju. Það hefði samt ekki verið neitt vanda- mál, þótt sumir unglinganna hafi farið yfir strikið. í heild hefði há- tíðin komið prýðilega út. Á Þjóðhátíðina í Vestmanna- Reykjavíkur til talningar er í lagi að blanda tegundum saman en áður en þeim er skilað þarf að vera búið að safna um 100 um- búðum saman í poka. 'Þ eyjum komu um 6000 manns og að sögn lögreglunnar í Eyjum tókst hátíðin ljómandi vel. Þetta hefði verið ein allrabesta og ró r legasta Þjóðhátíð sem menn myndu eftir. Samsetning á gest- um var ólík því sem verið hefur, því eldra fólk var í meirihluta. Lítið var um slys og óhöpp og lítið um drykkju- og fíkniefnavand- amál. Fjórir voru teknir með fíkniefni og er það óvenju lítið. í Þórsmörk var ekki skipulögð útihátíð, en þrátt fýrir það komu um 3000 manns þangað um helg- ina. f Langadal voru um 450 manns og allt fór þar friðsamlega fram. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðafélagi íslands sem sér um Langadal, var mikið um ung- linga en engin vandræði voru. Engar skemmdir urðu á gróðri og ástandið þar er gott. Að sögn ferðalanga sem gistu í Húsadal var ástandið heldur verra þar, fólk hefði kveikt bál hvar sem var og ekki gengið vel um. ns. Vigdís kveður í Kanada Opinberri heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta til Kan- ada lauk í gær. Síðustu dagana ferðaðist forsetinn um byggðir Vestur-íslendinga og var henni ýmis sómi sýndur. Vigdís var gerð að heiðursborgara í Gimli og háskólinn í Manitoba sæmdi hana heiðursdoktorsnafnbót. f þeim skóla er stórt safn íslenskra bóka og tilkynnti Svavar Gests- son menntamálaráðherra sem var í föruneyti forseta að íslenska ríkisstjórnin hyggðist styrkja bókakaup safnsins með 250 þús- und krónum á árí næstu fimm árin. Hólmfríður Finnbogadóttir formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar með gjafabréfið umkringd forystumönnum hafnfirsks launafólks. Verslunarmannahelgin Lftið um óhöpp Útihátíðirfóru velfram aðflestu leyti. Jón Isberg sýslumaður: Þetta tókst ágœtlega en auðvitað var drukkið Hafnfirsk stéttarfélög styrkja skógrækt Áhugi almennings á skógrækt og landgræðslu hefur farið ört vaxandi að undanfömu og í samræmi við það ákváðu stjórnir sex stéttarfélaga í Hafnarfirði að færa Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar að gjöf 200 þús- und krónur til landgræðslu og kaupa á trjáplöntum á þessu ári. Er gjöfinni ætlað að „breiða yfir og klæða þetta hrjóstruga land sem verður örfoka og óbyggilegt ef ekki er spyrnt við fótum,“ eins og Kristín Guðmundsdóttir formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar- bæjar komst að orði er hún afhenti gjöfina. Hin félögin sem að gjöfinnf standa eru Féiag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Sjómannafé- lag Hafnarfjarðar, Verkakvennafélagið Framtíðin, Verkamannafé- lagið Hlíf og Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar. við gerð hvers kyns kannana á Norðurlandi. Fyrirtækið býðst til að gera bæði markaðs- og við- horfskannanir og geta þær náð jafnt til alls landsins sem afmark- aðra svæða. Einnig getur fyrir- tækið gert kannanir í ákveðnum markhópum, td. aldurshópum eða starfsstéttum, og boðið verð- ur upp á eins konar spurninga- pakka þar sem fleiri en einn aðili geta komið að spurningum. íslensk tónlist í stórmörkuðum Enn stendur yfir átak í fjársöfnun vegna byggingar félagsheimilis tónlistarmanna. Drætti hefur verið frestað til 23. október nk. en á næstu vikum verða tónlistar- menn með uppákomur í tengsl- um við „íslenska daga“ í stór- mörkuðunum Miklagarði og Kaupstað. Fyrsta uppákoman verður í Miklagarði á morgun, fimmtudag, kl. 17 en daginn eftir verður leikin lifandi tónlist á báð- um stöðum. Einnig verða tón- listarmenn á ferð í stórmörkuð- unum fimmtudaga og föstudaga næstu tvær vikur. Þar verður hægt að kaupa happdrættismiða og þeir sem það gera fá að gjöf íslenska hljómplötu að eigin vali. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.