Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN Hvað gerðir þú um helgina? Anna Harðardóttir, fóstra: Ég var heima hjá mér eins og flestar aðrar verslunarmanna- helgar. En notaði tímann til að laga til í garðinum hjá mér og rétt tókst að Ijúka við að reita arfann áður en fór að rigna. Linda Magnúsdóttir, barnapía: Ég fór í Galtalæk. Þetta var alveg meiriháttar skemmtileg helgi, gott veður, skemmtileg böll og góö hljómsveit. Þetta er fyrsta úti- hátíðin sem ég fer á en alveg ör- ugglega ekki sú síðasta. þlÓÐVILIINN Miðvikudagur 9. ágúst 1989 135. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Stefán Haraldsson, tæknifræðingur: Ég fór í Skaftártungur með fjöl- skyldunni. Það var nokkuð mikið af fólki og sæmilegt veður svona framan af. Sveinn Sigurkarlsson, héraðsdómari: Ég fór austur í Vík í Mýrdal. Þar var ýmislegt um að vera og yfir- leitt allt í góðu lagi fyrir utan veðr- ið. Bára Hannesdóttir, skólaritari: Ég var bara heima hjá mér,enda dettur mér ekki í hug að fara út á þjóðvegina þegar það er svona mikil umferð. Á safnasvæðinu í Hafnarfirði er margt að skoða um þessar mundir. Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir sýningum í þrem húsum, auk þess sem Sjóminjasafnið er á sínum stað. Mynd Jim Smart. Byggðasafn Hafnarfjarðar Sannkölluð sýningarveisla í Firðinum Andblœr verslunarfráfyrri tíð. Smjörþefur gefinn afalþýðuheimili fyrr á öldinni. Guðmundur Sigurðsson: Margt á döfinni hjá safninu. Aðsókn verið með ágœtum Andblær liðins tíma er áber- andi um þessar mundir í Hafnarfirði. Nýlega var sett upp á vegum Byggðasafns Hafnarfjarð- ar sýningin „Við búðarborðið“ í húsakynnum Riddarans, sem safnið fékk nýverið til umráða. Auk þeirrar sýningar stendur Byggðasafnið fyrir sýningu í Siggubæ og eins og ávalt er hús Bjarna riddara Sívertsen, höfuð- aðsetur safnsins, opið. En þar með er ekki allt upp talið. Sjó- minjasafnið, sem staðsett er á sömu torfunni, og áðurtalin hús, stendur fyrir sýningu í allt sumar er ber yfírskriftina „Fundur Am- eríku“. Segja má því að Hafnfirðingum standi um þessar mundir til boða sannkölluð safna- veisla. Að sögn Guðmundar Sveins- sonar, sem situr í Byggðasafns- nefnd, fékk safnið nýlega til um- ráða húsakynni Riddarans til sýn- ingahalds, en húsið er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. - Fyrir höf- um við til umráða undir safnið Hús Bjarna Sívertsens, elsta varðveitta hús Fjarðarins, reist á árunum 1803-1805. Þessi viðbót er kærkomin og gerir safninu kleift að sýna meira af þeim mun- um sem eru í fórum þess, en hægt hefur verið til þessa og hafa verið sjónum almennings huldir í geymslum út um allan bæ, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að safn- stjórnin hefði í hyggju að nota húsnæði Riddarans fyrir sýningar sem standa skamman tíma. - Okkur fanst við hæfi að ríða á vaðið með sýningu tengda versl- un fyrri tíma. Sú sýning er á neðri hæð hússins en á efri hæðinni, undir súð, hefur verið sett upp sýning á ýmsum munum sem tengjast framleiðslustörfum sem áður fyrr voru unnin á heimilum landsmanna. - Rétt baka til við safnasvæðið við Vesturgötuna, er pínulítið hús, Siggubær, sem við fengum að gjöf að Sigríði Erlendsdóttur verkakonu genginni. Sigríður var um margt merk kona. I daglegu tali Hafnfirðinga var hún nefnd Sigga alþýðublaðs, enda hafði hún með höndum útbreiðslumál blaðsins í Firðinum. Guðmundur sagði að húsið væri m.a. merkilegt fyrir þær sak- ir að það væri með sk. bæjarlagi, gluggalust á hliðum, eins og gömlu sveitarbæirnir. - Innanstokks í Siggubæ er allt við það sama og þegar Sigríður bjó þar, sem gefur nútímafólki ágæta hugmynd um hve alþýðu- fólk bjó þröngt ekki fyrir svo löngu, sagði Guðmundur. í húsi Bjarna Sívertsens eru sýndir munir úr búi Bjarna og Rannveigar konu hans, en þar bjuggu þau í byrjun 19. aldar. í húsinu eru einnig til sýnis ýmsir gamlir munir sem tengjast sögu bæjarins og í einu herberginu hef- ur verið sett upp gömul skóla- stofa. Guðmundur sagði að ekki væri enn afráðið hvaða sýning tæki við af verslunarsýningunni, en ýmsar hugmyndir hefði borið á góma. - Ein þeirra hugmynda sem við höfum verið að skoða er sýning á gömlum leikföngum. Byggða- safnið fékk fyrir nokkrum árum mikið og gott leikfangasafn að gjöf. Þar í eru dúkkur frá öllum heimshornum. Þá hefur einnig komið fram hugmynd að setja upp sýningu sem sýndi andblæ kreppuáranna, sagði Guðmund- ur, - en það er ekkert afráðið hvaða efni verður næst tekið til sýningar. Byggðasafnsnefnd þarf ekki að kvarta yfir undirtektum við sýn- ingunum. - Aðsóknin hefur það sem af er verið ótrúlega góð. Það fór hljótt um sýninguna þegar henni var hleypt af stokkunum. Reyndar höfum við gert ósköp lítið til að auglýsa hana, sagði Guðmundur, en auk heima- manna sjálfra hefur talsverður fjöldi fólks úr nágrannasveitar- félögunum gert sér sér bæjarleið og rekið inn nefið. Einnig er nokkuð um að erlendir ferða- langar sem slæðast til Hafnar- fjarðar í auknum mæli, skoði sýn- ingarnar. Verslunarsýningin í Riddaran- um er opin alla daga nema mánu- daga frá klukkan 14 tikl 18, sami opnunartími gildir fyrir hús Bjarna Sívertsen. Siggubær hins vegar er opinn frá klukkan 14 til 18 laugardaga og sunnudaga. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.