Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR Við eigum okkur von Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga 9. ágúst 1989 Friðarhreyfingar um allan heim minnast þess nú að 44 ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Tvö hundruð þúsund manns létust í árásunum og enn í dag þjáist fólk og deyr vegna af- leiðinga sprengjanna. Á þessari stundu er rétt að staldra við og spyrja sig hvað mannkynið hefur lært á þessum 44 árum frá harm- leiknum í Japan. Eru íbúar heimsins óhultari gegn ógn sprengjunnar nú, þegar öllum er orðið ljóst hve óbætanlegum skaða hún getur valdið? Svarið er því miður nei. Stórveldin hafa framleitt tug- þúsundir kjarnorkuvopna frá stríðslokum. Þrátt fyrir þíðu síð- ustu ára og mikilvæg skref í frið- arátt, er enn langt í land að kjarn- orkuógninni hafi verið bægt frá. Á sama tíma og samið er um fækkun vopna á meginlandi Evr- ópu, heldur vfgvæðing hafanna óheft áfram. Kafbátaslysin við strendur Norður-Noregs á und- anförnum mánuðum minna okk- ur óþyrmilega á að jafnvel þótt vopnin verði ekki notuð í kjarn- orkustríði, þá ógna þau samt lífi og tilveru íslendinga. Samkvæmt nýrri skýrslu bandarískra friðar- rannsóknarmanna liggja nú þeg- ar 48 kjarnorkuvopn og 9 kjarna- kljúfar á hafsbotni og um 1300 slys tengd kjarnorkuvopnum hafa orðið hjá sjóherjum stór- veldanna síðan í stríðslok. Sú hætta vofir því sífellt yfir að stór- slys verði og geislavirk efni eyði- leggi fiskimiðin umhverfis ísland. Því er stundum haldið fram að afvopnunarviðræður séu einka- mál fulltrúa stórveldanna og komi öðrum ekki við. Þetta er alrangt. Breytingar í friðarátt verða fyrst og fremst vegna þrýst- ings frá almenningi. Það er á okk- ar ábyrgð, að veita íslenskum stjórnmálamönnum aðhald og brýna þá til að beita sér á alþjóða- vettvangi fyrir friðlýsingu Norður-Atlantshafs. Semja þarf nú þegar um að fjarlægja þau kjarnorkuvopn sem eru um borð í skipum og kafbátum og að banna umferð kjarnorkuknúinna fararbækja um Norður- Atlantshaf. Ef börn okkar og barnabörn eiga að geta búið hér á landi í framtíðinni verða þessar kröfur að ná fram að ganga. Við eigum okkur von. Vonina um að kjarnorkuógninni verði bægt frá, og komandi kynslóðir geti lifað án þess ótta sem fylgt barna okkar og barnabama. Um nefur mannkyninu frá því að leið og við minnumst fórnar- sprengjunum var varpað á Híró- lamba kjarnorkuárásanna með síma og Nagasakí. Vonina um að kertafleytingu hér á Tjörninni takast megi að tryggja framtíð leggjum við áherslu á þessa von. Reykjavík 3. ágúst 1989 Kæri viðtakandi! íþróttafélag heyrnarlausra hefur ákveðið að senda félagslið sitt ÖGRA á Alþjóðamót félags- liða heyrnarlausra í handbolta sem fer fram í Aalborg í Danmörku þann 21. október nk. Kostnaður við slíka keppnisför er verulegur eins og gengur og gerist hérlendis m.a. landlegu vegna og vegna þess að leikmenn ÖGRA vilja og verða að keppa við jafninga sína þ.e.a.s. aðra sem eru heyrnarlausir/skertir eins og leik- menn ÖGRA eru, slíkt er ekki mögulegt hér- lendis sökum fámennis. ÖGRA hefur gengið vel á mótum meðal heyrnarlausra erlendis, nú síðast í maí fór ÖGRI til Danmerkur að keppa á Alþjóðamóti heyrnar- lausra félagsliða í handbolta og komst í annað sæti af sex liðum er tóku þátt í mótinu. Það er von okkar að fyrirtæki yðar sjái sér fært að styrkja þessa keppnisför og gera hana að veruleika fyrir leikmenn og aðstandendur íþróttafélags heyrnarlausra með upphæð sem er fyrirtækisins að ákveða. Virðingarfyllst með fyrirfram þökk Tadeusz Jón Baran formaður IFH Jóhann R. Ágústsson varaformaður IFH Þröstur Friðþjófsson gjaldkeri IFH S. Margrét Sigurðardóttir ritari IFH Trausti Jóhannesson meðstjórnandi IFH Miðgarður Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Miðgarðs hf. verður hald- inn þriðjudaginn 15. ágúst n.k., kl. 17.30, að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Stjórnin Auglýsing frá Menningarsjóði útvarpsstöðva um styrki úr sjóðnum í reglugerð sjóðsins, nr. 69/1986, segir: „Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita íslenskum útvarpsstöðvum framlög til eflingar inn- lendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menning- arauka og fræðslu. Þaðtelst innlend dagskrárgerð ef íslenskur aðili hefur forræði á gerð dagskrár og dag- skrá er gerð til flutnings í útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, hér á landi.“ „Framlög úr Menningarsjóði útvarpsstöðva skulu einvörðungu veitt útvarpsstöðvum. Framlög má bæði veita vegna dagskrárgerðar viðkomandi út- varpsstöðvar sjálfrar og vegna kaupa útvarpsstöðv- ar á efni til flutnings frá öðrum innlendum aðilum sem annast dagskrárgerð." Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir 28. ágúst 1989 til ritara sjóðsins, Baldvins Jónssonar hrl., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík. Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva Námsráðgjafi Námsráðajafi óskast til starfa við Námsráðgjöf Háskóla Islands. Umsækjandi þarf að hafa há- skólapróf á sviði námsráðgjafar, sálarfræði eða uppeldisfræði. Jafnframt er æskilegt að um- sækjandi hafi starfsreynslu á sviði skólamála. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf ber að skila á skrifstofu Námsráðgjafar, aðalbyggingu Háskóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 1. september nk. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átt dögum liðn- um frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv, 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 4.-6. greiðslutímabil 1989 með eindögum 15. hvers mánaðar frá maí 1989 til ágúst 1989. Reykjavík 4. ágúst 1989 Borgarfógetaembættið í Reykjavík FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Starfsmaður í unglingaathvarf Starfsmann vantar í unglingaathvarf ið T ryggva- götu 12. Um er að ræða 46% starf og fer vinnan fram 2-3 kvöld í viku. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði og/eða reynslu af störfum hliðstæðum þessu. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkur, Pósthússtræti 9 á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 25. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir hádegi alla virka daga. \np Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð Austurlands, Egilsstöðum Frestun á opnun Tilboö óskast í aö steypa upp og gera fokhelt hús fyrir þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð svæðisstjórnar fatlaðra á Austurlandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og verður 1492 m3 auk 257 m2 kjallara sem þegar hefur verið byggður. Verktími er til 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Tilkynning til vörslu- aðila opinberra sjóða Hér með er skorað á vörsluaðila opinberra sjóða, sem enn hafa eigi sent uppgjör fyrir árið 1988 að gera það nú þegar. Þeir vörsluaðilar sem eigi hafa gert skil fyrir fleiri en eitt ár og hafa eigi gert það fyrir 30. septemb- er n.k. mega búast við að ákvæðum laga nr. 19/1988 verði tafarlaust beitt. Ríkisendurskoðun 8. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.