Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 140. tölublað 54. árgangur Nýi einkaskólinn Ekki í anda grunnskólalaga Frœðslustjóri: Samrœmist ekki grunnskólalögum að œtla að velja nemendur eftirframmistöðu ínámi. ValgerðurEiríksdóttir,frœðsluráði: Verið að mismuna grunnskólanemendum - Ég get ekki séð að það sam- ræmist anda grunnskólalaganna né aðalnámsskrá fyrir grunn- skóla að nemendur séu valdir eftir frammistöðu í námi, sagði Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, en formaður skólanefndar, Ottó A. Michelsen, lét að því liggja í fréttum sjón- varps að einkunnir umsækjenda verði að einhverju leyti látnar skera úr um það hverjir hreppi námsvisst í hinum ráðgerða ein- kaskóla Miðskólanum, sem áformað er að hefji starfsemi á haustdögum. Valgerður Eiríksdóttir, kenn- ari og varafulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Fræðsluráði, tók í sama streng. Hún sagði að hún hefði ekki greitt atkvæði sitt með því í fræðsluráði að mælt væri fyrir starfsleyfi handa skólanum, hefði hún fengið fundarboð eins og henni þó bar. - Ég mun væntanlega krefjast bókunar um málið á næsta fundi Fræðsluráðs. í>að er ekki nóg með það að borgin hygli einstak- lingum með því að leggja þeim endurgjaldslaust til húsnæði, hita og rafmagn, þá er ljóst að það er verið að mismuna nemendum ef af stofnun skólans verður sem stríðir gegn hugmyndum um jafnrétti til náms, sagði Valgerð- ur, og átti þar við að nemendum Miðskólans er heitið heitri máltíð í hádegi og samfelldum skóladeg- iii, en kennarasamtökin hafa lengi haft að kröfu að skólaæsk- unni stæði slíkt til boða. - Mér finnst það skjóta skökku við að börnum efnameiri foreldra stendur slíkt til boða, meðan kreppt er að almenningsskólan- um á öllum sviðum. Einmitt það fólk sem helst þarf á þessu að Reykja víkurmaraþon Þúsund skráðir Hið árlega Reykjavikurmara- þon fer fram næstkomandi sunn- udag og hafa um 1100 manns þeg- ar skráð sig í þessa mikiu hátíð skokkara. Frestur til að skrá sig í hlaupið rann út í gær en ákveðið hefur verið að framlengja um i'iim dag. „Menn skrá sig allt fram á síð- asta dag en mér finnst þó sem skráningin hafi gengið fyrr fyrir sig nú en áður," sagði Knútur Óskarsson formaður hlaupsins í gær. Hann sagði ennfremur að af þessum 1100 sem hafa skráð sig eru 167 þeirra erlendir keppend- ur og keppa þeir flestir í heilu eða hálfu maraþoni. Um 100 manns eru skráðir í maraþonhlaupið sem er 42 kílómetrar, 190 hafa skráð sig í hálft maraþon en aðrir eru skráðir í 7 kflómetra skemmtiskokk. Þátttökugjald í maraþonið er kr. 1000 en kr. 850 í hálft mara- þon og kr. 650 í skemmtiskokk. /Hægt er að skrá sig hjá Ferða- skrifstofunni Úrvali og hjá Frjáls- íþróttasambandi íslands í símum 28522 og 685525. j -þóm halda fyrir sín börn, eru þeir for- eldrar sem vinna myrkranna á milli en hafa samt ekki ráð á því að kaupa börnum sínum skóla- vist, sagði Valgerður. Fræðslustjóri er einn þeirra að- ila sem gefa menntamálaráð- herra umsögn um umsókn að- standenda skólans fyrir starfs- leyfi. Fræðslustjóri sagði að hún sendi ráðherra sína umsögn í gær, en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um innihaldið fyrr en ráðherra hefði kynnt sér umsögnina. Eins og kunnugt er hefur skólinn þegar fengið endur- gjaldslaust inni hjá borginni í Miðbæjarskólanum, en þar eru Námsflokkarnir þegar til húsa, sem og annar einkaskóli, Tjarn- arskóli. Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokkanna, sagði í samtali við blaðið að hún vissi lítið um hve mikið rými skólanum væri ætlað. - Það hefur ekki verið rætt við mig um þetta, sagði hún. Guðrún sagði að það væri sjálf- sagt álitamál hve mikið væri hægt að þrengja að Námsflokkunum, en það væru engin vandkvæði fyrir þá að nýta fleiri kennslustof- ur. - Mér finnst dálítið hart að það eigi að ganga á aðstæður okkar nemenda, - þeirra sem hafa að sumu leyti orðið undir í skóla- kerfinu, til að hiaða undir þá sem hefur verið gefið mikið, sagði Guðrún. -rk Hvalatalningin Engin tegund í útrýmingarhæthi Umfangsmikilli hvalatalningu lokið. Jakobjakobs- son: Þeir sem gagnrýna h valveiðar mest vildu ekki vera með Samkvæmt hvalatalningu á vegum Hafrannsóknastofnun- arinnar sem nú er lokið, er engin hvalategund í útrýmingarhættu. Talningin stóð yfir í 5 vikur og er liður í fjögurra ára áætlun stofn- unarinnar um eflingu hvalar- annsókna. Alls sáust um 10 þúsund hvalir af öllum stærðum, en með þess- um talningum var áhersla lögð á að fá sem bestar upplýsingar um sandreyðarstofninn. 187 sand- reyðar sáust nú sem er mun meira en í talningunni 1987, en þá sáust einungis 47 dýr. Talning á öðrum tegundum sýndi um 3.500 grind- hvali og um 4.000 smáhvali þar sem algengastar voru fjórar teg- undir höfrunga. Einnig sáust 36 steypireyðar, 25 hnúfubakar, 156 búrhvalir og nálægt 100 hrefnur. Á óvart kom að um það bil 100 svínhvalir sáust í talningunni nú, en sú tegund hefur ekki sést í svo miklum mæli áður. Einnig sást íslands-sléttbakur, sem ekki hef- ur sést hér við land í 15 ár og er talinn afar fágætur. Um var að ræða tvö dýr, líklega kú með kálf og gefur það til kynna að einhver dýr séu eftir á þessum slóðum. Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar sagði það athyglisvert að hvorki Kan- adamenn né Bandaríkjamenn vildu vera með í þessu talningar- verkefni. Sérstakiega væri það- hjákátlegt að horfa upp á það að Bandaríkjamenn sem gagnrýnt hafa hvalveiðar fslendinga, skuli ekki vilja vera með, og hafa þeir borið fyrir sig fjárskorti. Niðurstöður talninganna verða lagðar fyrir tvo sérstaka vísinda- fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á næsta ári, þar sem fjallað verður um ástand hvalastofna á Norður- Atlantshafi. ns. Hvalur 9 öslar sjó, en skipið tók þátt í fjölþjóðlegri hvalatalningu á Norður-Atl- antshafi. Niðurstöður talningarinnar vekja sjálfsagt vonir hjá mörgum um að Alþjóðahvalveiðiráðlð aflétti nú hvalveiðibanninu, en engin þeirra hvalateg- unda sem íslendingar hafa nýtt virðist í útrýmingarhættu. Herinn Reyksprengja við Trölladyngju Þrjárþyrlur hersins varpa reyksprengju við Trölladyngju. Varnarmálaskrifstofa kannast ekki við málið. Blaðafulltrúihersins:Venjubundin leitar- og björgunarœfing Tveir menn sem voru á göngu á Höskuldarvöllum við Trölla- dyngju sl. föstudag með barn annars mannanna, urðu varir við þrjár þyrlur Bandaríkjahers sem sveimuðu fyrst yfir svæðinu án þcss að aðhafast nokkuð. Þyrl- urnar flugu yfir Kcflavíkurvegin- um í átt til Hafnarfjarðar og hurfu úr augsýn. Seinna birtust þær yfir Trölladyngju og úr einni þyrlunni var varpað reyk- sprengju. Eftir að reyksprengjunni hafði verið varpað nálguðust þyrlurnar í lágflugi og lentu og varð barnið hrætt af hávaðanum frá þeim og fór að gráta. Ingvar Sigurðsson, jarðfræðingur, var einn þeirra sem voru þarna á göngu. Hann sagði að þyrlurnar hefðu lent um 50 metrum frá þeim stað sem hann og kunningi hans voru. Þeg- ar hann hefði kíkt á þyrlurnar með kíki sá hann að áhafnir þeirra stóðu í opnum dyrunum án þess að gera nokkuð. Skömmu síðar hefði þyrlan tekið á loft. Ingvar hafði samband við lögregluna í Hafnarfirði en þar vissu menn ekki hvað var um að vera og vísuðu á Keflavíkur- lögregluna. Þjóðviljinn hafði samband við varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins vegna þessa máls. Guðni Bragason, starfsmaður skrifstofunar, kannaðist ekki við atvikið og sagði upplýsingar um það ekki hafa borist skrifstof- unni. Hjá upplýsingaskrifstofu hers- ins á Keflavíkurflugvelli fengust þær upplýsingar að þarna hefði verið um venjubundna leitar- og björgunaræfingu að ræða. Scott Wilson sagði að reyksprengjan væri notuð til að flugáhafnir gætu áttað sig á vindátt. Æfingar sem þessar væru haldnar reglulega en hann sagðist ekki geta gefið upp með hvaða millibili. Herinn léti varnarmálaskrifstofu vita af æfingum sem þessum og skrif- stofan veitti síðan leyfi. Að sögn Wilsons er svæðið í kring um Trölladyngju oft notað við æfingar sem þessar. Æfing- arnar gætu hvoru tveggja verið hernaðarlegs eðlis sem og venju- legar björgunaræfingar. Atvik sem þessi eru ekki óþekkt. Ekki er tam. langt síðan að þyrlur komu að vetri til og vörpuðu reykblysum í sjóinn rétt utan við Þorlákshöfn. Þetta var á miðri vertíð og vakti þess vegna óhug í sjávarþorpinu og var björgunarsveit kölluð út. Þá vissu hvorki slysavarnarfélög né lög- regla á svæðinu af æfingunum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.