Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Flugvirkjar bakvakt r a Flugvirkjar hjá Landhclgis- gæslunni hafa hafnað með öllum greiddum atkvæðum drögum að kjarasamningi við Landhelgis- gæsluna. Emil Þór Eyjólfsson, formaður Flugvirkjafélags ís- lands, segir að viðsemjendur hafi ekki viljað framlengja sérkjara- samning frá árinu 1987 sem fjall- ar um vaktir og bakvaktir flug - virkja hjá gæslunni. Emil Þór sagði að staðan í samningaviðræðunum hefði ver- ið orðin þannig, að flugvirkjar hefðu getað valið á milli 12-13 tilboða sem öll hefðu gengið út frá sömu niðurstöðu. Það hefði verið Landhelgisgæslunni mikið kappsmál árið 1987 að koma þessu vaktaskipulagi á og það hefði verið samþykkt með ákveðnurruskilyrðum um kaup og kjör. Núna vildi Landhelgisgæsl- an halda sama vinnuframlagi flu- gvirkja en vildi ekki greiða sama verð fyrir það framlag. Töluvert virðist bera í milli hjá flugvirkjum og samninganefnd Landhelgisgæslunnar en Emil Þór vildi ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Hann sagði skila- Vestfirðir íbúafækkun um árabil Stöðug Vcstfirðir er eini landshlutinn þar sem íbúum hefur fækkað stöðugt um langt árabil. A tíma- bilinu 1941 - 1988 fækkaði íbúum úr 13.028 í 10.096 eða um 2.932 eða um 22,5% og hefur Vestfirðingum því fækkað um 62 að meðaltali á ári á þessu tíma- bili. Þetta kemur fram í nýútko- minni skýrslu Byggðastofnunar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem gerð var að ósk Fjórðungs- sambands Vestfirðinga og að mestu unnin af heimamönnum. í skýrslunni kemur fram að flutningar fólks til og frá Vest- fjörðum eru geysilega miklir. Á árabilinu 1971 - 1988 fluttust 9.855 til Vestfjarða en 12.354 frá svæðinu sem er fækkun um 2.500 íbúa. Þetta eru meiri flutningar en í nokkru öðru kjördæmi og samsvarar því að frá Vestfjörðum hafi flutt um 140 manns á ári. Mestir voru þeir 1988 en þá fluttu 356 manns á brott. Um þriðjung- ur þeirra sem flytja á brott er ungt fólk á áldrinum 20 - 30 ára. Að vísu vegur náttúrleg fjölgun að hluta til upp flutningstapið en engu að síður er Ijóst, segir í skýrslunni, að framhald á þessari þróun mun leiða til verulegrar byggðaröskunar. Þó að ástæður þess að fólk flytur frá Vestfjörðum hafi ekki verið kannaðar sérstaklega er í skýrslunni bent á nokkra orsaka- þætti sem þar valda miklu. Þeir eru: Einhæft atvinnulíf og skortur á atvinnutækifærum í iðn- aði og þjónustu. Ófullnægjandi menntakerfi fyrir framhaldsnám og undirbúning að háskólanámi. Lakari og fábreyttari þjónusta en á höfuðborgarsvæðinu; fá- breyttara menningarlíf. Og að síðustu: Það hvetur ungt fólk ekki til að ráðast í húsbyggingar á Vestfjörðum að fasteignamark- aður er með þeim hætti sem raun er á, og íbúðir seljast ekki á kostnaðarverði. -grh boð flugvirkja hjá gæslunni vera skýr, þar sem samningsdrög- unum hefði verið hafnað með svo afgerandi hætti og hann vonaði að viðsemjendur væru búnir að átta sig á þessum skilaboðum þegar flugvirkjar mæta þeim hjá ríkissáttasemjara á föstudag. -hmp Skákþing Islands er hafið og er teflt í húsakynnum Útsýnar í Mjódd. Einn stórmeistari er meðal þátttakenda, Jón L. Árnason, en ekki er liðin vika frá því hann tók við sigurlaunum sem Skákmeistari íslands 1988 eftir að hafa lagt Margeir Pétursson að velli í dramatískri viðureign. Annars er áberandi hve margir ungir og efnilegir skákmenn tefla á Skákþingi íslands að þessu sinni. Hér sjást tveir þeirra, Rúnar Sigurpálsson og Þröstur Arnason. Ljósmynd: Jim Smart. Bratnaði Um hvað er Miklar dcilur hafa sprottið upp vegna áforma Lands- bankans um að kaupa 52% hlut- afjár í Samvinnubankanum af Sambandinu. Talsverður ágrein- ingur hefur verið um gang mála og ásakanir flogið manna á milli. Lúðvík Jósepsson, sem greiddi at- kvæði gegn kaupunum, vill gera grein fyrir hvernig málið gekk fyrir sig frá hans sjónarhóli og er yfirlýsing hans þannig: Það hefur orðið mikið fjaðra- fok út af fréttum um kaup Lands- bankans á Samvinnubankanum. Bankaráðsmenn deila og einn bankastjóri Landsbankans stend- ur stífur og neitar og neitar og talar um fleipur og fullyrðingar. Vegna beinna afskipta af mál- inu neyðist ég til að gera stutta grein fyrir aðal-atriðum málsins. Ágreiningur um vinnubrögð Ágreiningur okkar Eyjólfs K. Sigurjónssonar við Sverri Her- mannsson og meirihluta banka- ráðs Landsbankans er um tvö veigamikil, en þó aðskilin atriði. Annars vegar er ágreiningur okk- ar um vinnubrögð, en hins vegar um efnisatriði málsins. Við átelj- um að einn af bankastjórum Landsbankans skuli gera fast samkomulag við forstjóra SÍS um kaup á hlutabréfum í Samvinnu- bankanum sem jafngildir því að kaupa bankann fyrir um 1600 milljónir króna. Það samkomu- lag var undirritað og birt í útvarpi og sjónvarpi án þess að kaup- verðið væri rætt í bankaráði Landsbankans. Samkvæmt lögum eru kaup á hlutabréfum og öðrum eignum í verkahring bankaráðs. Þannig aðfarir tel ég brot á anda laganna um við- skiptabanka. Þá er skýrt ákveðið í þeim lögum að ríkisviðskipta- banka sé óheimilt að yfirtaka aðra innlánsstofna nema sam- þykki bankamálaráðherra liggi fyrir. Eftir slíkri heimild hafði ekki verið leitað þegar opinber tilkynning var gefin út um kaup Landsbankans á Samvinnubank- anum. Þetta tel ég líka brot á lögum. Sverrir og meirihluti bankaráðs telja þessi vinnubrögð góð og gild því ætlunin hafi verið að óska eftir formlegri ákvörðun bankaráðs síðar. Þá þykir okkur Eyjólfi K. Sigurjónssyni það með fádæmum að Sverrir skuli gera samkomulag um slíkt stórmál og undirskrifa það á meðan 2 af 3 aðalbanka- stjórum bankans voru sannan- lega utanbæjar og ekkert samráð haft við bankaráð. Um þessi vinnubrögð er deilt. Ágreiningurinn um efnisatriði Um efnisatriði málsins eru líka miklar deilur. Um hvað er þar deilt? Kaupverð Samvinnubankans er ákveðið um 1600 milljónir króna. Ekki er deilt um að þetta er verðið. Deilan er um sannvirði Samvinnubankans. Það liggur fyrir að Samvinnu- bankinn var á opinberum reikn- ingum metinn á 587 milljónir í ijettó-eign um s.l. áramót. Á þessu ári hefur bankinn tapað um 60 milljónum. Bókfært eigið-verð er því um 527 milljónir. En hvað er að segja um eiginir Samvinnubankans? Hann mun eiga hjá SÍS um 1,1- 1,5 milljarða króna og hjá kaup- félögunum annað eins. Lán hans hjá einstökum kaupfélögum mun nema nokkrum hundruðum milljóna. Þau kaupfélögeru ýms í opinberum fjárkröggum. Varla eru öll útlán bankans gullsígildi. En samt kaupir Sverrir bankann á 1600 milljónir króna. Um þetta kaupverð er á- greiningur. í þeim grunnsarnn- ingi eða rammasamningi sem þeir Sverrir Hermannsson og Guðjón B. Ólafsson gerðu og skýrðu opinberlega frá í útvarpi og sjónvarpi 1. september, segir að hvor aðili áskilji nokkur sér- ákvæði, en endanlegur löglegur samningur verði gerður fyrir októberlok. Landsbankinn áskilur sér rétt í 5 töluliðum: eins og að bankaráð Lands- bankans samþykki eins og að Seðlabankinn hjálpi bankanum til að standa við kaupin eins og að SÍS geri grein fyrir framtíðarrekstri sínum eins og að nægileg veð fáist o.s.frv. Lúðvík Jósepsson gerir greinfyrir at- burðarásinni í kaupum Lands- bankans á hluta- bréfum Sam- bandsins í Sam- vinnubankanum Ekkert af þeim atriðum sem Landsbankinn áskilur sér varðar SÍS svo neinu skiptir. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, áskilur fyiir hönd seljanda ýmis atriði í 10 töluliðum.Það sem þar skiptir mestu máli er: 1. Að Landsbankinn greiði út af kaupverðinu 525 milljónir króna, þar af 300 milljónir til að lækka skuld SÍS við Sam- vinnubankann. 100 milljónir vegna þegar fall- inna ábyrgða og innheimtu sem liggi í Landsbankanum og 125 milljónir til að greiða opinber gjöld SÍS í september- mánuði. 2. Að SÍS verði tryggð óbreytt lánafyrirgreiðsla í Landsbank- anum næstu 15 árin og þó aukningu ef umsvif Sam- bandsins aukast. 3. Að lán kaupfélaganna, dótturfélaga og samstarfsfé- laga í samvinnuhreyfingunni verði óskert. Síðan eru önnur skilyrði eins og varðandi lífeyrisréttindi starfs- fólks o.fl. o.fl. Þessi rammasamningur, sem samkomulagið um kaup Lands- bankans á Samvinnubanka er byggt á,er undirritaður af Sverri Hermannssyni og Guðjóni B. Ólafssyni og báðir skrifa þeir sér- staklega undir áskilnaðarkröfur hvors um sig. Þannig setur Sverr- ir stafi sína undir kröfur SÍS. Deilur þær sem nú eru orðnar eru frá minni hálfu um efnisatriði þessa grunnsamnings. Sverrir reynir að skjóta sér undan vandanum með því að segja að þetta sé ekki endanlega samþykkt. Slíkt er orðaleikur og tilraun til að breiða yfir þegar gerða skyssu. Rammasamkomulagið sem til- kynnt var opinberlega er um efni þess samnings sem síðar á að gera lögformlegan. Það er út á ákvæði þessa rammasamnings sem erlendir bankar hafa stöðvað í bili kröfu- gerð á hendur SÍS. Það eru ákvæðin í þessum grunnsamningi sem við Eyjólfur K. Sigurjónsson höfum mótmælt. Þessi grunnsamningur lá fyrir fundi bankaráðs Landsbankans s.l. sunnudag, þegar meirihluti bankaráðs samþykkti samkomu- lag þeirra Sverris og Guðjóns um kaupin á 828 millj. kr. og vísaði til rammasamningsins. Það er þessi grundvöllur sem var samþykktur af stjórn SÍS. Fjárhagsvandi SÍS er eflaust mikill og ekki kemur mér til hug- ar að neita að hagsmunir Lands- bankans koma þar við sögu. En mikil skuld SÍS við Lands- bankann réttlætir ekki að greiða 1000 milljónum meira fyrir Sam- vinnubankann en hóflegt getur talist. Sverrir Hermannsson neitar því að skuld SÍS við Landsbank- ann sé 2,6 milljarðar, og Morgun- blaðið prentar með feitu letri að skuldin sé 1,9 milljarðar, hvaðan sem þær upplýsingar koma. Ég er með ljósrit af upplýsingum frá Hagdeild Landsbankans dags. 29/8-89 um að skuldin sé 2.612 milljónir króna sundurliðað í 11 töluliði. Það er auðvitað tilgangs- laust fyrir Sverri að standa stífur og ábúðarmikill og neita þessum staðreyndum.Þessi skuld SÍS er ekkert aðal-atriði málsins. Skuld þess við bankann er breytileg eftir ýmsum birgðum, en var þessi í lok ágúst. Sú staðreynd að heildarskuld SÍS við Landsbank- ann hafi verið á milli 2-3 milljarðar um Ianga hríð, hefir oft komið fram,og er ekkert bankaleyndarmál. Fullyrðingar Sverris í þessu efni sýna best að hann reynir að verja sig með því að þumbast og segja nei-nei-nei- eða fleip- ur-fleipur. Ágreiningurinn um þessi kaup er skýr. Hann er ekki um það hvort Landsbankinn eigi að kaupa Samvinnubankann og hann er ekki um að veita skuli Samvinnuhreyfingunni eðlileg lán Hann er heldur ekki um útibúa- kerfi bankanna og aðra hugsan- lega hagræðingu f rekstri. Ágreiningurinn er um dæmafá vinnubrögð og óvirðingu við bankaráð, og um há-alvarleg efnisatriði málsins um yfirkaup- verð á banka og ótrúlega greiðsluskilmála og hagsmuna- kröfur í framtíðar-lánaviðskipt- um. Ég hefi enga löngun til að koma höggi á Sverri Hermanns- son og ennþá síður á Landsbank- ann. En ég uni ekki gerræði og gjörsamlega fráleitum ákvörðun- um sem varða hagsmuni Lands- bankans og um leið allra lands- manna. 13. september 1989 Lúðvík Jósepsson Fimmtudagur 14. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.