Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 5
Stórfelld eyðing regnskóga á Amazonsvæðinu kemur í dag vel út í hagvaxtarskýrslum Brasilíu. Nú er lagt til að eyðing náttúrunnar verði dregin frá í útreikningi á þjóðarframleiðslu. í Mið-Asíu hefur ofnotkun vatns til bómullarræktar leitt til að stórt innhaf, Aralvatnið, er að hverfa. Þessi bátahöfn er nú 70 km frá ströndinni. Umhverfismál Nýr skilningur á hagvexti Tjón á náttúrunni sé dregið frá þjóðarframleiðslu Sá ágæti marxisti og gagnrýnandi, Walter Benjamin, komst svo að orði fyrir tæpum sextíu árum, að eitt ættu þeir sameiginlegt kapítalistar, kratar og stalínistar. Allir héldu að gæði náttúrunnar - loft, mold, vatn, skógar ofl. - fengjust ókeypis. Og það er ekki nema satt og rétt að menn hafa verið tregir á að reikna það inn í sín hagvaxtar- dæmi hvers virði náttúran er, og hvað það í rauninni kostar að sól- unda henni fyrir stundargróða. Um allan heim hafa menn verið að gefa út víxla á framtíðina sem ekki er innstæða fyrir. Vondur mælikvarði Nú berast þau tíðindi frá Bandaríkjunum, að mönnum sé loks farið að skiljast að þessi dæmi ganga ekki upp - eða: það verði að minnsta kosti að reyna að reikna dæmin rétt. Hin svo- nefnda verga þjóðarframleiðsla, sem er helsti mælikvarði manna á hagvöxt og framfarir, verður tekin til endurskoðunar. Ef sam- þykkt verða lög sem nú eru til athugunar á þingi, mun tjón það sem menn valda á náttúrlegu um- hverfi sínu koma fram sem frá- dráttur þegar þjóðarframleiðslan er reiknuð út. I stað þess að einatt hefur þetta tjón komið fram sem blessunarríkur hagvöxtur. Hér er um mikil og merk um- skipti að ræða. Umhverfisverndarsinnar hafa lengi kvartað yfir því að með út- reikningum á „vergri þjóðar- framleiðslu" sé í rauninni verið að sópa vandamálum undir tepp- ið í stórum stíl. En nú er svo kom- ið, að margir þingmenn eru einn- ig farnir að viðurkenna að „þjóð- arframleiðslan“ er slæmur og vil- landi mælikvarði á efnahagslega þróun. Eða eins og einn af höf- undum ofangreinds lagafrum- varps á bandaríska þinginu, Claudine Schneider segir: Pað er fáránlegt að taka það hvergi með í reikninginn ef efnahagsleg þenr sla hefur m.a. leitt til þess að gengið hefur verið mikið á nátt- úrlegar auðlindir lands. Afskriftir teknar með Þeir útreikningar á vergri þjóð- arframleiðslu sem menn hafa stundað eru reyndar að því leyti hinir furðulegustu, að þeir sýna það alls ekki hvað gerist í efnahag lands þegar náttúruauðlind er fullnýtt eða upp urin. En þetta er í rauninni ekki ósvipað því og menn mætu stöðu fyrirtækis án tillits til fyrningar og slits á húsa- kosti þess og tæknibúnaði. Sú nýja aðferð við útreikning á þjóðarframleiðslu, sem nú er lagt til að upp verði tekin, gerir ein- mitt ráð fyrir því að farið verði með náttúruauðlindir með svip- uðum hætti og fasta fjármuni fyr- irtækja. Frá brúttóframleiðslu mun þá dregin rýrnun verðmæta - og það þýðir að sóun náttúru- auðlinda mun ekki koma fram sem einber hagvöxtur. Eins og verið hefur: það getur verið að tiltekið land geti sýnt ágætan hag- vöxt með því að höggva skóg- lendi sitt með þeim hraða að það verði allt upp urið á tíu árum - svo einfalt dæmi sé nefnt. Ef hægt er að fá þessa nýju að- ferð viðurkennda, þá telja menn mikla nauðsyn bera til þess að hún sé viðurkennd um allan heim. Til þess að tölur allra landa um efnahagslegar framfarir verði í raun og veru sambærilegar. Reyndar hafa nokkur lönd í Evr- ópu, einkum Vestur-Þýskaland, þegar byrjað að vinna að því að taka umhverfistap með í sínum útreikningum á þjóðarfram- leiðslu. Hinir bandarísku þing- menn vilja ýta undir það að málið verði tekið upp bæði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, OECD og helstu alþjóðlegra lánastofnana. Menn viti hvar þeir standa Þeir sem helst mæla með breytingunni gera sér vonir um að hún muni ýta undir það að menn hugsi lengra fram í tímann. Til dæmis vona þeir að Brasi- líumenn muni frekar hafa hugann við arðsemi skóglendis Amason- svæðisins og af náttúrlegum af- urðum þess en skammtímavinn- ingi sem fæst með hamslausu skógarhöggi og aukuryrkju. Menn eru líka að spá því, að nú muni ríkisstjórnir, fjárfestingar- aðilar og allur almenningur fá raunsærri hugmynd um arðsemi framkvæmda og fyrirtækja sem áformað er að reisa en verið hef- ur. Það muni koma betur í ljós hvaða lönd það eru sem í raun og veru taka efnahagslegum fram- förum og hver eru í rauninni að éta sitt útsæði - hvað sem líður glæsilegum hagvaxtartölum. ÁB byggði á Information. Sigurður Konráðsson varpaði þeirri spurningu til mín í þessum pistli um daginn hvort búast megi við því að málbreytingar verði gerðar afturreka, t.d. með útgáfu handbóka handa börnum. Að minni hyggju er þessari spurningu fljótsvarað. Mál- breytingar verða ekki svo auðveldlega stöðvaðar eða gerð- ar afturreka með þeim aðferðum sem tíðkast í lýðræðisþjóðfé- lögum samtímans. Hverju koma mætti til leiðar með lagaboði undir alræðisstjórn veit ég ekki og erfitt myndi reynast að fram- fylgja lögum sem bönnuðu eitt eða annað í máli. Má í því sam- bandi minna á lög um íslensk mannanöfn sem eru sennilega marg-brotnustu lög í landinu nema ef vera skyldu umferðar- lögin. Það er einnig umhugsunar- efni að málið er það mál sem lög- gjafinn hefur ekki sett nein lög um og bendir það til þess að tungumálið verði ekki hneppt í fjötra lagabókstafs. Mér vitanlega hefur ekki tekist í samanlagðri veraldarsögunni að gera neina málbreytingu aftur- reka, og tala áfram það mál sem hún kom upp í, nema e.t.v. flá- mælið íslenska. Enda tók þjóðin höndum saman í þjóðarátaki gegn þessum vágesti og voru m.a. stofnaðir sérstakir bekkir í skólum Reykjavíkur þar sem sér- staklega erfið tilfelli voru til með- ferðar. Um árangurinn af þessum aðgerðum eru deildar meiningar. Margir vilja trúa því að flámælið hafi verið upprætt og heyrist nú ekki nema hjá fólki á sjötugs aldri og eldra sem slapp úr höndum þjóðarátaksins um árið. Sumir fræðimenn halda því hins vegar fram að flámælið hafi einungis verið stöðvað um stundarsakir og þau öfl í málkerfinu sem að baki þess lágu, leiti sér framrásar síðar í öðrum málbreytingum. Ýmis- legt bendir til að þessi kenning eigi við rökað styðjast. Nýjustu rannsóknir á framburði skóla- barna í Reykjavík staðfesta að upp er komið einhvers konar öfugt flámæli, þ.e. sagt er t.d. „hukull" fyrir „hökull“, „sug“, fyrir „sög“. Ég er þeirrar skoðunar að ýms- ar breytingar á samfélags- og lífs- háttum geri það að verkum nú að við náum ekki að skapa samstöðu um að berjast gegn einhverri mál- breytingu. Og þó að samstaða næðist um viðspyrnu þá er óvíst að maður næði til þeirra sem mál- ið snertir. Hins vegar tel ég að margt megi betur gera í máluppeldi þjóðar- innar og þá um leið draga úr hættu á óæskilegum málbreyting- um. Ég segi óœskilegum mál- breytingum því að lifandi tungu- mál hlýtur alltaf að taka einhverj- um breytingum annars kemur það ekki að notum sem tjáningar- tæki í mannlegum samskiptum. Eitt af því sem að gagni kæmi í þessu sambandi er aukin útgáfa hvers konar handbóka um ís- lenskt mál og notkun þeirra. Lið- ur í þeirri viðleitni er útgáfa Barnaorðabókarinnar. Sú bók er hugsuð sem lykill að því að kenna börnum að nota orðabækur Og venja þau við handbókarnotkun. í sama skyni er unnið að verk- efnaheftum með bókinni sem koma út innan skamms. Ég nefndi áðan breytingar á samfélagsháttum. Fjölmargt í máli og málnotkun sækir sér fyr- irmynd í gamla verkmenningu og samfélagshætti sem nú eru aflagðir og ekki verður fræðst um nema af eldra fólki eða bókum. Til dæmis tíðkast ekki lengur lest- arferðir á hestum og þess vegna skilja menn trauðla orðatiltækið að heltast úr lestinni, tala þess í stað um að „hellast úr lestinni" og halda sennilega að það merki að hellast út úr járnbrautarlestum samtímans. Þau skil sem orðið hafa á milli myndmáls og tung- unnar og þess samfélágs sem það er sprottið úr leiðir til þess að æ fleiri skilja það ekki og nota það vitlaust. Maður opnar ekki svo blað eða hlustar á útvarp eða sjónvarp að ekki megi rekast þar á vitleysur af þessu tagi. Orðatil- tækjum er slegið saman eða þau notuð í röngu samhengi. Meira að segja vinsæll rithöfundur af yngri kynslóðinni gerir sig sekan um þetta í nýútkominni smásögu og talar þar um að hafa yfirtökin. Þarna er slegið saman orðatil- tækjunum að ná yfirhöndinni og hafa undirtökin. Kefli og fang- brögð eru ekki dægradvöl manna nú á tímum svo að rithöfundinum er að vissu leyti vorkunn. Góð handbók hefði getað hjálpað. Ég fæ ekki betur séð en nú séu að verða mikil skil í íslensku mál- samfélagi. Órofa samhengi ís- lenskrar tungu og verkmenningar er að rofna ef það er ekki þegar rofið. Bregðast þarf hart við ef við eigum ekki að tapa samband- inu við menningararf þjóðarinn- ar. Við skulum hafa það í huga að frændur okkar á Norðurlöndum eiga sér um 200 ára bók- menntahefð, Englendingar um 400 ára bókmenntahefð en við Is- lendingar um 1100 ára bók- menntahefð. Það gefur því auga leið að við þurfum meiri tíma til að skila þessum menningararfi okkar til æsku landsins, innan skólakerfis sem utan, en grann- þjóðirnar sínum. Það er því ugg- vænlegt ef enn á að draga úr íslen- skukennslu í grunnskólum af því að aðrar og nýjar greinar þurfa meiri tíma. Nei, við verðum að hefja markvissa fræðslu um íslenska menningu og íslenskt mál strax þegar börnin læra málið, á heimilunum, barnaheimilunum, leikskólum og hvar sem málupp- eldi fer fram. Ef við gerum þetta ekki þá missum við alveg sam- bandið við menningararfinn og ryðjum um leið brautina fyrir alls konar breytingar á málsamfé- laginu, sem a.m.k. ég tel ekki eftirsóknarverðar. Að lokum langar mig að varpa þeirri spurningu til Höskuldar Þráinssonar, prófessors í íslensku nútímamáli, hvort hann telji nægilegt til varnar íslenskri tungu og menningu að beina málrækt- arstarfi nær eingöngu að efri bekkjum grunnskóla og fram- haldsskóla og þaðan af eldra fólki? Þarf ekki að hefja málupp- eldi þegar á máltökustigi og getur prófessorinn bent okkur á leiðir í þeim efnum? Sigurður Jónsson frá Arnarvatni Fimmtudagur 14. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.