Þjóðviljinn - 19.09.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 19.09.1989, Qupperneq 1
Þriðjudagur 19. september 1989 158. tölublað 54. árgangur Álverið t Strandar á skilyrðum VSÍ Sólarhringurþangað til verkfall skellur á í álverinu. Samningsaðilar loka sig afhjá ríkissáttasemjara Amiðnætti annað kvöld hefst verkfall í álverinu í Straumsvík hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þá tekur við tveggja vikna aðlögunartími sem fer í að kæla álkerin hægt og bítandi niður og draga úr fram- leiðslu. Samningsaðilar vörðust allra frcgna af gangi viðræðna í gær og hafa gert með sér sam- komulag um að ræða ekki við fjölmiðla. Hvorki fulltrúar atvinnurek- enda né fulltrúar verkafólksins vildu gefa upp um hvað deila þeirra stæði helst. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er tilboð það sem verkalýðsfélögin lögðu fram á mánudag í síðustu viku, ekki svo frábrugðið því tilboði sem atvinnurekendur lögðu fram nokkrum dögum áður. Hins veg- ar séu atvinnurekendur með skil- yrði fyrir samningi í sínu tilboði sem verkalýðsfélögin geti ekki gengið að. Þessi skilyrði ganga ma. út á fækkun starfsmanna í álverinu og breytingar á tilhögun kaffitíma. Fækkun á starfsmönnum í ál- verinu hefur þegar hafist. Samn- ingar við um 40 lausráðna starfs- menn voru ekki endurnýjaðir þann 15. september en sumir þeirra hafa verið lausráðnir hjá Atvinnuleysi Enn syrtir í álinn Fjórum sinnum meira í ágúst1989 en í sama mánuði fyrir ári Skráð atvinnuleysi í síð- astliðnum ágústmánuði var fjór- um sinnurn meira en það var á sama tíma í fyrra. í mánuðinum voru skráðir 41 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu, 23 þús- und dagar hjá konum en 18 þús- und hjá körlum. Aukningin frá júlí er um rösklega 1500 daga að mestu hjá körlum. Samkvæmt frétt frá vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins kemur fram að framan- greindur fjöldi skráðra atvinnu- leysisdaga svarar til þess að tæp- lega 1900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í ágúst en það jafngildir 1,4% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- ar. Hlutfall atvinnulausra hefur því hækkað um 0,1% frá mánuð- inum á undan. Til samanburðar við ág- ústmánuði 1988 voru skráðir 10 þúsund atvinnuleysisdagar og þá var hlutfall atvinnulausra af mannafla aðeins 0,4%. -grh álverinu í eitt ár og jafnvel tvö. Þegar Þjóðviljinn ræddi þessi mál við Jakob Möller, starfsmanna- stjóra ísal, fyrir skömmu, sagði hann rekstur álversins hafa verið erfiðan í fyrra og þessar ráðstaf- anir væru eðlileg aðlögun að rekstrarástandinu og ekki stæði til að draga úr framleiðslu. Fyrir- tækið væri með heldur fleiri starfsmenn en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrir 15. september hefðu á bilinu 600-650 manns starfað hjá álverinu, en eftir þann tíma yrðu starfsmenn tæplega 600. Sjónarmið starfsmanna eru Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók í gær á móti sérstökum verðlaunum fyrir störf í þágu friðar, sem stofnunin Together for Peace Foundation veitti henni. Var það Mariapia Fanfani, formaður stofnunarinn- ar og einn af varaformönnum al- þjóðasambands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem afhenti henni verðlaunin, og kom hún sérstaklega til landsins til þess. f afhendingarræðu sinni sagði Mariapia Fanfani, að frú Vigdísi ólík þeim sjónarmiðum sem Jak- ob heldur fram og segja þeir ekk- ert veita af þeim lausráðnu starfs- mönnum sem samningar voru ekki endurnýjaðir við. Einn starfsmanna sagði þessar upp- sagnir skrýtnar í ljósi þeirrar stefnu fyrirtækisins að draga sem mest úr yfirvinnu starfsmanna. Andrúmsloftið í Karphúsinu, þar sem fundir deiluaðila fara fram, var blendið um miðjan dag í gær. Fulltrúar verkafólksins voru hinir rólegustu en tauga- veiklunar virðist gæta í röðum samninganefndar atvinnurek- Finnbogadóttur hefðu verið veitt verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem gestgjafa leiðtogafundarins 1986, þegar Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkj- anna hittust á íslandi, því með þeim fundi hefði hafist nýtt tíma- bil í samskiptum austurs og vest- urs og friðarþróun í heiminum. Einnig hefði Together for Peace Foundation veitt Nancy Reagan og Raissu Gorbatsjovu sömu verðlaun, en þær hefðu allar þrjár lagt sitt af mörkunum. Verðlaunagripurinn var málmstytta eftir ítalskan mynd- enda. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið fram að komi til verkfalls í álverinu hafi það nei- kvæð áhrif á uppbyggingu stór- iðju á fslandi í framtíðinni. Þeir starfsmenn álversins sem Þjóð- viljinn ræddi við taka þessum hótunum takmarkað alvarlega. Einn sagði að í svona málum væri ábyrgð verkafólks mikluð og haf- in upp til skýjanna. Ef greiða ætti laun í samræmi við ábyrgð mætti hækka laun verkafólks í álverinu um stærri upphæðir en nú væri verið að ræða um. höggvara, sem átti að tákna jörð- ina. En einnig afhenti Mariapia Fanfani, sem er gift Amintore Fanfani, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, frú Vigdísi Finnbog- adóttur persónulega gjöf frá sér og manni sínum; var það stytta úr steindu gleri sem gerð hafði verið í Feneyjum eftir frumteikningu Amintore Fanfanis sjálfs. f þakkarræðu sinni sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, að ekkert væri of mikið til að stuðla að friði og auknum skilningi milli manna. Hefði hún það að leiðarljósi að heimurinn ætti að hlusta meira á Ólafur H. Torfason (Ljósm Krist- inn). Ólafur H. Torfason ráðinn ritstjóri Þjóðviljans Sem liðsmaður í vinstrihreyf- ingu hefur maður alltaf haft sterkar taugar til þessa blaðs og skilið mikilvægi þess, segir Olafur H. Torfason, sem nú um helgina var ráðinn nýr ritstjóri Þjóðviljans. Hann kemur til starfa í október. Ég hefi reynt að koma til liðs við blaðið áður, segir Ólafur. Og nú þegar sú staða er uppkomin að útgáfustjórn var sammála um að þetta væri vænlegur kostur fyrir blaðið þá fannst mér á vissan hátt skylda mín að bregðast við því kalli. Ég hygg gott til þessa starfs: maður lítur á það sem forsendu fyrir heilbrigðu lífi í fjölmiðla- heimi okkar að Þjóðviljinn haldi uppi þeirri sterku umræðu um félags- og menningarmál sem honum hefur oft tekist. Það er mikilvægt á tímum skrumsins að hlúa að þeim verðmætum sem felast í þeirri stefnu sem blaðið hefur fylgt. Og markmiðið hlýtur alltaf að vera það að gera Þjóð- viljann ómissandi fyrir alla þá sem vilja taka þátt í vitrænni þj óðfélagsumræðu. Ólafur H. Torfason er Reykvíkingur vestfirskrar ættar. Hann stundaði nám í kvikmynda- og fjölmiðlafræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1970- 1973, starfaði sem kennari í Stykkishólmi árin 1975-1982 en hefur jafnan starfað margt fyrir blöð (m.a. skrifað fasta dálka í Þjóðviljann) og gert fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta og vinnur nú að gerð heimildar- myndar fyrir Sjónvarpið um Þor- lák helga. Hann hefur haldið átta einkasýningar á myndverkum sínum. Frá árinu 1986 hefur Ólafur verið forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins. Eiginkona Ólafs er Signý Pálsdóttir leikhúsfræðingur og eiga þau þrjú böm. áb smáþjóðir, þær væru nauðsyn- legur litur í vefnaði heimsins. Mariapia Fanfani hefur starfað að margvíslegum mannúðarmál- um í fjörutíu ár, skipulagt hjálp- arleiðangra og aðstoð við fólk í neyð víða um heim. Stofnaði hún Together for Peace Foundation í febrúar 1988, en sú stofnun hefur skipulagt fyrirlestra og ráðstefn- ur til að stuðla að friði í þróunar- löndum. e.m.j. -hmp Friður Vigdís verðlaunuð Forseti íslands tekur á móti friðarverðlaunum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.