Þjóðviljinn - 19.09.1989, Side 3
FRÉTTIR
Skólakerfið
Hvemig á að bregðast við kreppunni?
Opin ráðstefna Alþýðubandalagsins um skólamál: Ríkið hefur takmarkað svigrúm tilað efla menntakerfið.
Nauðsynáþjóðarátakií málefnum leikskóla. Grunnskólinn veldur ekki hlutverki sínu. Hvar
er stefnumótun verkalýðshreyfingarinnar í skólamálum?
Hluti fundarmanna á ráðstefnu Alþýðubandalagsins um velferð og menntun sem haldin var í Gerðubergi á
laugardaginn. Mynd: Jim Smart.
að má segja að við höfum orð-
ið sammála um að í þjóðfé-
laginu ríki kreppa, ríkið hafi orð-
ið fyrir skakkaföllum sem geri því
erfitt um vik að efla velferðark-
erfið og þar með menntunina í
landinu meira en orðið er, sagði
Arthur Morthens um opna ráð-
stefnu sem Alþýðubandalagið
efndi til um helgina undir heitinu
Velferð og menntun.
Á sjöunda tug áhugamanna
um skólamál sátu ráðstefnuna
sem stóð yfir í Gerðubergi allan
laugardaginn. Hún var haldin að
frumkvæði nefndar um fjöl-
skyldu- og menntamál sem starf-
að hefur á vegum flokksins að
undanförnu. Þar voru haldin fjöl-
mörg erindi og í lokin urðu um-
ræður sem að sögn Arthurs hefðu
getað staðið miklu lengur en tím-
inn leyfði.
Meðal þess sem lagt var fram á
ráðstefnunni voru fyrirætlanir
menntamálaráðuneytisins um
breytingar og nýskipan á fram-
haldsskólastigi en þær rakti
Gerður G. Oskarsdóttir ráðgjafi
Svavars Gestssonar menntamála-
ráðherra á ráðstefnunni. Að sögn
Arthurs ríkti almenn ánægja með
þær hugmyndir.
Auknar kröfur
til kennara
„Öðru máli gegndi um ástand-
ið í leikskólunum og á grunnskól-
astiginu," sagði Arthur. „Það var
samdóma álit ráðstefnugesta að
nauðsyn bæri til þess að gert verði
þjóðarátak í leikskólunum og
einnig að talsvert skorti á að
grunnskólinn ráði við hlutverk
sitt. Til þess að svo megi verða
þarf að gera auknar faglegar
kröfur til kennara, en einnig þarf
að koma til aukinn skilningur og
stuðningur samfélagsins."
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra gerði nokkra grein fyrir
möguleikum ríkisvaldsins til að
auka stuðning sinn við skólakerf-
ið. Kom fram í máli hans að svig-
rúm til að auka fjárframlög til
skólamála svo nokkru nemi er
harla lítið.
Svavar var hins vegar á því að
verkalýðshreyfingin ætti að hafa
meiri afskipti af skólakerfinu.
Hann auglýsti eftir stefnumótun
hreyfingarinnar á sviði skólamála
og spurði hvenær verkalýðsfé-
lögin hefðu við gerð kjarasamn-
inga gert kröfu um aukin framlög
til skólakerfisins og Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna.
Aftengjum
laun og menntun
Ögmundur Jónasson formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja reifaði nokkuð tengsl
menntunar og launakjara og var-
aði við allri sjálfvirkni í þeim
tengslum. Ögmundur lagði
áherslu á að menntun hefði gildi í
sjálfu sér ef hún gerði fólk víðsýnt
og yki skilning þess. Menntunin
þyrfti að vera markviss án þess þó
að loka fólk inni á básum. Víða
mætti gera nám markvissara, til
dæmis þyrftu menn „að sitja
árum saman í lögfræðideild og
pæla í gegnum Grágás og alþjóð-
arétt áður en þeir fá réttindi til að
innheimta gjaldfallnar skuldir
...hvað kæmi í veg fyrir að
mennta lögtækna til innheimtu-
starfa og annars konar lögfræð-
inga til annarra starfa? Hvað
kemur í veg fyrir að
menntakerfið verði enn opnara
og hreyfanlegra en nú er?“
Ein veigamesta ástæðan fyrir
þessu, að dómi Ögmundar, er sú
að menntun er iðulega notuð sem
tæki í kjarabaráttu, ekki aðeins af
launamannasamtökum til þess að
fá launin hækkuð heldur einnig af
atvinnurekendum til að halda
launum niðri. „Þetta skapar ann-
arlegar aðstæður, annarleg við-
horf sem smita inn í
menntakerfið.“ Hann sagði einn-
ig að fólk með langa starfsþjálf-
un, einkum á háskólastigi, mis-
notaði menntunina með því að
nota hana sem réttlætingu fyrir
því að stjórna og ráðskast með
annað fólk.
Ögmundur lagði til að sam-
tenging launa, stjórnunar og
menntunar yrði endurskoðuð því
hún afbakaði hvort tveggja, bar-
áttuna fyrir aukinni menntun og
bættum launakjörum. „Við
eigum að berjast fyrir hvoru
tveggja. Aukinni menntun og að
hún verði öllum aðgengileg
...mannsæmandi launakjörum
allra þannig að þarfir fólks og
möguleikar til þess að sjá sér og
sínum farborða ráði ferðinni.
Staðreyndin er sú að fólk lítur á
menntun og möguleika til hennar
sem veigamikinn þátt í lífskjörum
sínum. Afskræmingin byrjar hins
vegar þegar þetta tengist launa-
baráttunni," sagði Ögmundur.
Arthur Morthens sagði að
nefndin sem hann er í forsvari
fyrir myndi nú halda áfram með
drögin sem lögð voru fram á ráð-
stefnunni. „Við munum skila
hugmyndum okkar til landsfund-
ar í haust í þeirri von að þar verði
umræður um þær og í framhaldi
af þeim verði svo mótuð stefna
flokksins í fjölskyldu- og skóla-
málum,“ sagði hann.
-ÞH
Afurðastöðvanefnd
Mjólkurbúum fækkað um 7
Háskólabíó
r
Islenskt
er betra
Friðbert Pálsson:
Sannfœrður um að
samið verði við Stál-
húsgögn um smíði
800 stóla í bíóið
Allt virðíst benda til þess að Há-
skólabíó semji við Stálhús-
gögn um smíði 800 stóla sem nota
á í viðbyggingu bíósins sem tekin
verður í noktun von bráðar. Til
stóð að kaupa stóla erlendis frá en
við nánari skoðun reyndust gæði
stólanna frá Stálhúsgögnum vera
meiri en þeirra erlendu.
Að sögn Friðberts Pálssonar
forstjóra Háskólabíós er hér um
að ræða stóla sem nota á í þá þrjá
nýju sali sem verið er að byggja
við bíóið. í fyrstunni voru skoð-
aðir stólar erlendis frá sem Frið-
bert segir að séu ódýrari en þeir
innlendu og benti margt til þess
að þeir yrðu keyptir. En við nán-
ari athugun reyndust gæði er-
lendu stólana ekki vera í þeim
gæðaflokki sem forráðamenn bí-
ósins voru að leita eftir. Hins veg-
ar uppfylla stólarnir frá Stálhús-
gögnum gæðakröfur bíósins þó
að þeir séu dýrari en þeir er-
lendu.
- Það er ekki formlega búið að
taka ákvörðun um að kaupa stól-
ana frá Stálhúsgöngnum en ég er
þó sannfærður um að svo verði að
lokum, sagði Friðbert Pálsson.
-grh
Heildarsparnaður yrði rúmlega 200 miljónir
Afurðastöðvanefnd, sem kann-
að hefur skipulag og rekstur
mjólkurbúa í landinu, hefur nú
skilað tillögum sínum. I þeim fel-
ast allróttækar breytingar á
mjólkuriðnaðinum í landinu og
leggur nefndin til að af 17 mjólk-
urbúum sem starfandi eru í
landinu, verði 7 lögð niður.
Að sögn nefndarmanna er ljóst
að breyttar aðstæður orsaka að
afkastageta og fjöldi mjólkurbúa
eru langt umfram það sem þörf
krefur. Ástæður hinnar miklu af-
kastagetu búanna eru taldar m.a.
sú stefna sem miðaði að aukinni
mjólkurframleiðslu er byggði á
verulegum útflutningi á ostum og
stofnun mjólkurbúa víða um land
tók mið af samgöngum á þeim
tíma, en samgöngur hafa stórum
batnað. Þá hafa breyttar mark-
aðsaðstæður og breytt pólitísk
viðhorf gagnvart útflutningi bú-
vara, leitt til minnkandi mjólk-
urframleiðslu. Ónýtt afkastageta
búanna leiðir svo til þess að fast-
akostnaður vegur sífellt þyngra í
verðlagningu mjólkur og mjólk-
urvara og þrýstir á um verðhækk-
anir á þeim.
Tillögur nefndarinnar um
fæjckun mjólkurbúa eru því
þapnig að fyrir Suðurland, Vest-
urlánfJ og Vestfirði er iagt til að
mjólkurbúin á Patreksfirði og í
Borgarnesi verði lögð niður. Á
Norðurlandi er lagt til að hætt
verði rekstri búanna á Hvamms-
tanga, Sauðárkróki, Húsavík,
Þórshöfn og á Vopnafirði, len
ekki er talið raunhæft að leggja
niður mjólkurbúið á Vopnafirði
og Sauðárkróki. Á Austurlandi
er lagt til að mjólkurbúin í Nes-
kaupstað og á Djúpavogi verði
lögð niður.
Ef þessar tillögur ná fram að
ganga er gert ráð fyrir að heildar-
sparnaður í rekstri myndi nema
104-105 miljónum króna. En ef
tekinn er með sparnaður vegna
launagreiðslna, yfirstjórnar' og
skrifstofuhalds, auk annarra liða,
er gert ráð fyrir að heiidarspam-
aðurinn nemi 211 miljónum
króna.
Til að ná fram enn aukinni hag-
ræðingu og auðvelda framkvæmd
tillagnanna telur nefndin að gera
þurfi mikla breytingar, bæði
stjórnunarlega og félagslega séð
innan mjólkuriðnaðarins. Þess
vegna er lagt til að stofnuð verði
tvö fyrirtæki sem annist vinnslu
mjólkur og mjólkurvara. Lagt er
til að þessi fyrirtæki verði stofnuð
og starfrækt sem hlutafélög, þar
sem núverandi eignaraðilar
mjólkurbúanna gerist hluthafar
með þeim hætti, að nýju fyrir-
tækin yfirtaki eignir og skuldir
mjólkurbúanna, en þau leggi
fram eigið fé viðkomandi búa
sem hlutafé. Ráðgert er að annað
félagið nái yfir Suðurland, Vest-
urland og Vestfirði, en hitt yfir
Norður- og Austurland. Þessi tvö
fyrirtæki mynduðu síðan samtök
afurðastöðva í mjólkuriðnaði,
eða SAM.
Fullvirðisréttur til mjólkur-
framleiðslu fyrir verðlagsárið
1989/1990 myndi skiptast þannig
á þessi fyrirhuguðu svæði að
58.020 lítrar kæmu á fyrra svæð-
ið, en 46.161 lítrar á norðaustur-
svæðið.
Forsenda úreldingar mjólkur-
búanna sjö er stofnun úreldingar-
sjóðs er kaupi eignir viðkomandi
búa á bókfærðu verði. Kostnaður
við úreldingu þessara búa er
473.422 þúsund.
Á þeim stöðum sem mjólkurbú
Samkvæmt tillögum afurða-
stöðvanefndar um hagræðingu í
mjólkuriðnaði, mun Camemb-
ertostur flytja á milli landshluta.
í stað þess að vera framleiddur
hjá Mjólkurbúi Flóamanna eins
verða lögð niður, munu
stjórnvöld koma til með að að-
stoða við uppbyggingu nýrra
atvinnugreina. Þar sem húsnæði
mun verða til staðar verður hægt
að nota það til ýmissar starfsemi,
s.s. ísgerðar eða drykkjarfram-
leiðslu.
og verið hefur, mun hann flytjast
til Búðardals þar sem frændur
hans, ostamir Dala brie og Dala
yrja eru framleiddir. Mjólkurbú-
ið á Búðardal mun þá framleiða
33.146 kg. af Camembertosti.
ns.
Camembert-osturinn verður ekki lengur búinn til á Selfossi þar sem
Mangor Mikkelsen ostagerðarmeistari hefur séð um framleiðsluna.
Nú á að flytja hana vestur í Búðardal.
Mjólkuriðnaður
Camembertinn flytur
Þriöjudagur 19. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3