Þjóðviljinn - 19.09.1989, Page 7
1. deild
Sviptivindar í norðurátt
Fylkir vann FH ogfœrði KA þannig tidlinn enféll samt Í2. deild ásamt
IBK. Þórsarar héldu sœti sínu í deildinni og undirstrikuðu þannig
sigurgleði Akureyringa
Eins og öllum íþróttaáhuga-
mönnum ætti að vera kunn-
ugt lauk hinni gífurlega spenn-
andi keppni 11. deild um helgina.
Úrslit mótsins mörkuðu viss tíma-
mót í knattspyrnusögunni hér-
lendis því nýtt nafn var ietrað á
íslandsmeistarabikarinn. KA frá
Akureyri bar sigur úr býtum í
fyrsta sinn i 60 ára sögu félagsins
og var þetta jafnframt í fyrsta
sinn sem Norðlendingar vinna
titilinn. Sannarlega skemmtileg
tilbreyting og ekki skemmdi fyrir
að liðið í öðru sæti hafði ekki
heldur komist áður í kynni við
toppbaráttuna í deildinni.
FH-ingar voru nær því en
nokkru sinni fyrr að vinna sigur á
mótinu en þeir verða að sætta sig
við annað sætið sem hlýtur að
vera ágætur árangur hjá liði sem
lék í 2. deild í fyrra. FH verður
fulltrúi íslands í Evrópukeppn-
inni á ári komanda ásamt bikar-
meisturum Fram og vitanlega ný-
krýndum íslandsmeisturum KA.
Laugardagurinn sl. verður
vafalaust lengi í minnum hafður
þar sem fimm úrslitaleikir fóru
fram á sama tíma. Þegar svo
mjótt er á mununum þarf varla að
fjölyrða um áhrif þess ef leikirnir
hefðu ekki farið allir fram á sama
tíma.
Þótt vel hefði verið fylgst með
öllum leikjunum beindust augu
manna einkum að leik FH og
Fylkis á Kaplakrika í Hafnarfirði.
Úrslitin á íslandsmótinu voru
nefnilega fólgin í árangri FH-inga
í þessum leik, því með sigri hefði
titillinn orðið þeirra, en annars
ættu þrjú önnur lið njöguleika.
Bæði FH og Fylkir voru nýliðar í
1. deild í sumar en örlög þeirra í
deildinni fóru hvort á sinn veg-
inn.
En Fylki tókst hið ómögulega,
að vinna FH í þessum mikilvæga
leik. Árbæjarliðið átti sigurinn
fyllilega skilið og sýnir það glögg-
lega hve skammt er á milli þeirra
efstu og neðstu í deildinni. Eftir
þennan sigur Fylkis er varla hægt
að finna eðlilega skýringu á því
að liðið fellur í 2. deild. Liðið
sýndi á laugardag að það á fylli-
lega heima í 1. deild og því má
segja að liðið falli með sæmd.
Það var 17 ára nýliði í liði Fylk-
is, Kristinn Tómasson, sem
skoraði sigurmark þeirra og
kæmi ekki á óvart að markið yrði
valið mark ársins. Hann fékk
knöttinn á lofti á vítateigi FH,
sneri á ótrúlegan hátt á Olaf Jó-
hannesson og skoraði af öryggi
framhjá Halldóri Halldórssyni.
Markið skoraði Finnur þegar um
10 mínútur voru til leiksloka en
jafnt hafði verið í leikhléi 1-1. FH
fékk óskabyrjun þegar Guð-
mundur Valur Sigurðsson
skoraði beint úr aukaspyrnu en
Örn Valdimarsson jafnaði um
miðjan fýrri hálfleik.
Vegna þessara úrslita dugði
KA jafntefli gegn ÍBK en vann
engu að síður sigur, 0-2.
Keflvíkingar urðu að vinna
leikinn og eftir að Örn Viðar
Arnarson hafði náð forystunni
fyrir KA lögðu heimamenn allt
kapp á að skora. í einni af sínum
Hafirðu
smakkað vín
- latfcu þér þá AUDKEI
detta í hug
að keyra! I
þungu sóknum misstu þeir knött-
inn á vítateig KA, boltinn barst til
Gauta Laxdal sem var fljótur að
átta sig og sendi fram á Jón Krist-
jánsson sem skyndilega var einn
gegn Þorsteini Bjarnasyni mar-
kverði. Jón renndi knettinum
framhjá honum og gulltryggði
sigurinn og þarmeð íslands-
meistaratitilinn. Jón er því tvö-
faldur meistari í ár því hann lék
sama leik með handknattleiksliði
Vals sl. vetur.
Hitt Akureyrarliðið, Þór, vann
einnig sigur á laugardag og hélt
þannig sæti sínu í deildinni.
Skagamenn léku á Akureyri en
þeir áttu engra hagsmuna að gæta
í leiknum og kann það að hafa
haft áhrif á úrslit hans. Vegna si-
gurs Fylkis varð Þór að vinna
leikinn og það tókst með einu
marki, 2-1. Sævar Árnason og
Bojan Ganevski skoruðu fyrir
Þór, en Sigursteinn Gíslason
minnkaði muninn rétt fyrir leiks-
lok.
Tveir leikir fóru fram í Reykja-
vík og er það mjög óvenjulegt að
þeir skiptu hvað minnstu máli af
leikjunum fimm. Von Framara á
að verja titilinn byggðist á því að
vinna stóran sigur á Víkingi sem
áttu á hættu að falla. Framarar
unnu hinsvegar aðeins minnsta
mögulegan sigur, eða 1-0. í upp-
hafi leiks leit reyndar út fyrir stór-
sigur Framara því eftir að Pétur
Ormslev skoraði glæsilegt mark
beint úr aukaspyrnu á fyrstu mín-
útunum hélt liðið áfram að sækja
af fullum krafti.
Reykjavíkurrisarnir Valur og
KR áttust við að Hlíðarenda og
skipti sá leikur þegar upp var
staðið heldur engu máli. KR-
ingar héldu að vísu í veika von
einsog Framarar en samt voru
það Valsmenn sem unnu sigur,
1-0. Baldur Bragason skoraði
eina mark leiksins og gerði þann-
ig út um vonir KR-inga til að ná
Evrópusæti.
Lokastaðan
1. deild
KA 18 9 7 2 29-15 34
FH 18 9 5 4 27-17 32
Fram 18 10 2 6 22-16 32
KR 18 8 5 6 28-22 29
Valur 18 8 4 6 21-15 28
lA 18 8 2 8 21-22 26
Þór 18 4 6 8 20-30 18
Víkingur ■ 18 4 5 9 24-31 17
Fylkir 18 5 2 11 18-31 17
ÍBK 18 3 6 9 18-29 15
Markahæstir
HörðurMagnússon, FH 12
GuðmundurSteinssonFram 9
Kjartan Einarsson, IBK 9
2. deild
Stjarnan 18 14 1 3 44-16 43
IBV 18 13 0 5 49-30 39
Víðir 18 12 2 4 30-21 38
Selfoss 18 9 1 8 23-27 28
VBK 18 6 4 8 36-32 22
Tindastóll 18 6 2 10 34-28 20
IR 18 5 5 8 22-30 20
Leiftur 17 4 5 8 13-18 17
Völsungur 18 4 2 12 23-44 14
Einherji 17 4 2 11 21-49 14
Markahæstir
Eyjólfur Sverrisson, Tindast. 14
Grétar Einarsson, Víði 12
Jón Þ. Jónsson VBK 12
Tómasl.TómassonlBV 12
Árni Sveinsson. Stjörnunni 11
TÓNUSMRSKOU
KÓPPNOGS
Tónlistarskóli Kópavogs veröur settur miöviku-
daginn 20. september kl. 17.00 í Kópavog-
skirkju.
Skólastjóri
Bílastæðasjóður Reykjavíkur
Nokkur ' „mánaðarkortsstæði” laus í
KOLAPORTI og á BAKKASTÆÐI.
Gjaldið er 4000 kr. í Kolaporti og 3000 kr.
á Bakkastæði.
Gatnamálastjóri
ú
FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS
iDL
auglýsir til sölu kvikmyndahúsið
REGNBOGANN
að Hverfisgötu 54 í Reykjavík
Upplýsingar eru veittar hjá Framkvæmdasjóði, Rauðarárstíg 25, sími 624070, og
hjá Hróbjarti Jónatanssyni, hdl., Skeifunni 17, Reykjavík, sími 688733.
Heildarupphæð vinn-
inga16.9.var
4.939.856
1 hafði 5 rétta og fær
hann kr. 2.279.694
Bónusvinninginn fengu
4 og fær hver kr. 98.565
Fyrir4tölurréttarfær
hver5.113og fyrir 3
réttar tölur fær hver um
sig 361
Sölustaðir loka 15 mínútum
fyrir útdrátt í Sjónvarpinu
Þungur bíll veldur •
þunglyndí ökumanns.
Vejjum og höfnum hvað
, nauðsynlega þarf að vera með
í ferðalaginu!
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7