Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Hafrannsókn Gjaldþrot Fjöldi þorskseiða undir meðallagi Viðar Helgason: Ástandþorskseiða gott. Góðarfréttirsvo langt sem það nœr Niðurstöður seiðarannsókna gefa aðeins fyrstu vísbend- ingu um stærð fiskárganga og nánari vitneskja fæst ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár. Þó að fjöldi þorskseiða sé í lægri kantinum þá er almcnnt ástand þeirra gott, Húsgagnaiðnaður Þrjú fyrirtæki sameinast Axis, Gamla kom- paníið og Kristján Siggeirsson í eitt öflugt fyrirtœki - Ef það er meiningin að stokka upp rekstur þcssara fyrir- tækja og mynda eitt öflugt eru það gleðitíðindi. Hjá þessum þremur fyrirtækjum starfa tæp- Íega 60 manns við framleiðslu og því hefur verið lofað að engum verði sagt upp störfum, sem er að sjálfsögðu af því góða, sagði Kristbjörn Arnason formaður Fé- lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Það virðist allt benda til þess að þrjú stærstu fyrirtækin í hús- gagnaiðnaðinum sameinist í eitt, en viðræður hafa staðið á milli þeirra um sameiningu um nokk- urt skeið fyrir milligöngu Félags íslenskra iðnrekenda. Hér er um að ræða fyrirtækin Axis hf., Kristján Siggeirsson hf. og Gamla komaníið hf. Verði af sameiningunni er gert ráð fyrir að öll starfsemin flytji í núverandi húsnæði Axis við Smiðjuveg en að auki í húsnæði Gamia kompanísins við Bílds- höfða. Aftur á móti hyggst Krist- ján Siggeirsson hf. selja eða leigja nýbyggt húsnæði fyrirtæk- isins við Hestháls. _orh sem eru góðar fréttir svo langt sem það nær, sagði Viðar Helga- son fiskifræðingur. Nýlega lauk árlegum seiðaleið- angri Hafannsóknastofnunar. Rannsakað var svæðið frá Aust- ur-Grænlandi norðan 63. breiddargráðu Grænlandshafs, Dohrn-banka svæðið og svæðið norður með Vestfjörðum og austur með Norðurlandi að Eyja- firði. Einnig fyrir Austurlandi, norður með og vestur um að Eyjafirði. Fjöldi þorskseiða í ár var fyrir neðan meðaltal áranna 1970- 1989. Þetta er því fjórða árið í röð þar sem seiðafjöldinn er undir meðallagi. Á hinn bóginn var ástand þorskseiðanna gott, það er meðallengd var nú yfir meðal- tali fyrrnefnds tímabils. Ef tillit er tekið til þessa sýnir reynsla und- anfarinna ára að hér gæti verið um meðalárgang að ræða. Fjöldi ýsuseiða var einnig undir meðallagi. Fjöldi karfa- seiða var í meðallagi en fjöldi loðnuseiða mikill og er sú niður- staða önnur hæsta síðan 1980. Dreifing þorsk-, ýsu-, karfa- og loðnuseiða var áþekk því sem var 1988. Mest var af þorsk- og loðnuseiðum fyrir Norðurlandi, en ýsan hélt sig að mestu norð- vestur af landinu. Karfinn var í mestu magni á norðanverðu Grænlandshafi og við A - Græn- land. Þá var hitastig í efstu lögum sjávar í meðallagi á öllu athugun- arsvæðinu. Streymi hlýsjávar norður fyrir land sömuleiðis. Niðurstöður hitamælinga sýna að hitastig sjávar í sumar er með svipuðu móti og sumarið 1988. -grh Islenskt á Rótinni. Á Útvarpi Rót er eingöngu leikin íslensk tónlist þessa viku. Tónlistin er af öllum gerðum og á hverjum degi koma tónlistarmenn í heimsókn, ferill þeirra rakinn og tónlistin þeirra leikin. Kristinn Ijósmyndari rak inn linsuna þegar veriö var að rekja garnirnar úr Bjartmari Guðlaugssyni, föður Fúls á móti. Það voru þau Steinar Viktorsson (til vinstri) og Kristín Sævarsdóttir sem það gerðu. íslensku vikunni lýkur á sunnudaginn með beinni útsendingu úr félagsheimili tónlistarmanna og verður rjóminn úr íslensku tón- listarlífi með í henni. Mennta- og menningarmálaráðherrar Norðurlanda hafa undirritað breytingu á gildandi samningum um menningarsamstarf landanna. Ná samningarnir nú einnig til samstarfs á sviði fjölmiðlunar. Myndin var tekin við undirritun samkomulagsins og sjást á henni frá vinstri: Svavar Gestsson, Christoffer Taxell, Finnlandi, Hallvard Bakke, Nor- egi, Ole Vig Jensen, Danmörku, og Göran Persson, Svíþjóð. Fyrirlestur um loöbrok og fleira Ragnars saga og Gunnlaðar saga nefnist fyrirlestur sem dr. Rory W. McTurk, lektor í íslenskum fræðum við háskólann í Leeds á Englandi, heldur í dag, fimmtudag, kl. 17 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en það er félags- vísindadeild HÍ sem stendur að honum. Dr. McTurk nam íslensk fræði hér á landi og skrifaði dokt- orsritgerð um Ragnars sögu loð- brókar. í fyrirlestrinum mun hann sérstaklega fjalla um nafnið loðbrók og hugsanleg tengsl þess við forna frjósemistrú á Norður- löndum. Aukið hlutafé í steinullinni Samkomulag hefur tekist milli stærstu hluthafa í Steinullar- verksmiðjunni hf. á Sauðárkróki að auka hlutafé fyrirtækisins um 91,5 miljónir króna. Aukningin er á þann veg að 45 miljónir skipt- ast á milli fimm stærstu hluthaf- anna í hlutfalli við eignarhlut þeirra sem er samtals 98%. Finnska stórfyrirtækið Partek OY skrifar sig að auki fyrir 45 miljónum króna og loks verður ýmsum smáhluthöfum, sem eiga 2% hlutafjár, gefinn kostur á að skrá sig fyrir 1,5 miljónum króna. Eftir þessa aukningu minnkar eignarhlutur ríkissjóðs úr 38% í 29%, hlutur Partek OY eykst úr 8% í 28%, hlutur Sauðárkróks- bæjar minnkar úr 31% í 24%, hlutur SÍS úr 15% í 12% og hlutur Kaupfélags Skagfirðinga úr 6% í 5%. Auk þess voru gerðir samningar um lengingu lána og lækkun vaxta á lánum í finnskum bönkum. Stjórnendur Steinullar- verksmiðjunnar hf. binda miklar vonir við að aukin hlutdeild Part- ek OY sem er eitt af stærstu fyrir- tækjum Finnlands muni skila sér í betri markaðsstöðu fyrir íslenska steinull í Finnlandi. Einnig er vonast til þess að endurskipu- lagningin skili árangri á sviði tækni- og vöruþróunar. Fyrirlestur um hugefli Hugarþjálfun verður efni kynn- ingarfyrirlesturs sem Garðar Garðarsson heldur í Bolholti 4 annað kvöld, föstudag, kl. 19. Þar mun hann kynna námskeið sem hann hyggst halda en það á að gefa þátttakendum kost á að virkja innri auðlindir dulvitund- arinnar og þar með að auka innri styrk, sjálfstraust og dýpka innsæið. Byggist námskeiðið á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Franska byltingin í Odda Tveir franskir sagnfræðingar, Bernard Manin og Pasquale Pasquino, eru hér á landi á veg- um franska sendiráðsins. Munu þeir flytja fyrirlestra í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands um frönsku stjórnarbylt- inguna í stofu 101 í Odda kl. 14 á sunnudag. Þeir Pasquino og Manin eru nánir samstarfsmenn Francois Furet sem er talinn í fremstu röð þeirra sem rannsaka sögu frönsku stjórnarbyltingar- innar. Fjallar Manin um þróun- ina sem var á byltingartímanum frá frjálslyndisstefnu til ógnar- stjórnar en Pasquino um það hvernig byrjað var að nota hug- takið „nation“ (þjóð) á franska stjórnlagaþinginu. Fyrirlestrarn- ir verða fluttir á ensku og þeir eru öllum opnir. Neytendafundur í Borgarnesi Hvaða afleiðingar hafa viðskipta- hindranir í landbúnaði haft fyrir neytendur? er yfirskrift opins fundar sem Neytendasamtökin halda í Borgarnesi á laugardag- Miljarðar fara í súginn Verslunarráð íslands gerir ráð fyrir að tapaðar viðskiptaskuldir í atvinnulífinu í heild vegna gjald- þrota verði um 2,5 til 3,5 miljarð- ar í ár. Nýlega gekkst Verslunarráðið fyrir könnun meðal félaga ráðsins varðandi það tap sem fyrirtæki verða fyrir vegna gjaldþrota og nauðungasamninga samhliða samdrætti og erfiðleikum í at- vinnulífinu. Samtals tóku 101 fyr- irtæki þátt í könnuninni, 23 fram- leiðslufyrirtæki, 66 verslunarfyr- irtæki og 12 þjónustufyrirtæki. Niðurstaðan varð sú að árið 1988 þurftu þessi fyrirtæki að afskrifa 633 miljónir króna sem tapaðar skuldir vegna gjaldþrota, en það samsvaraði 0,99% af veltu þeirra. Áætlanir þessara fyrir- tækja í ár gera ráð fyrir að tapað- ar skuldir nemi 522 miljónum króna eða 0,75% af veltu. Ef þessari heildarfjárhæð, 552 milj- ónum króna, er deilt niður á fyr- irtækin 101 koma tæplega 5,5 miljónir króna í hlut hvers og eins. Að mati Verslunarráðsins með hliðsjón af áframhaldandi fjölg- un gjaldþrota á þessu ári er Ijóst að fyrirtæki eru nú mun meira á varðbergi en áður hvað varðar lánafyrirgreiðslu við viðskipta- vini. Á sama tíma og umrædd fyr- irtæki áætla að tapaðar viðskipta- skuldir lækki frá árinu áður úr 0,99% í 0,75% af veltu má gera ráð fyrir að gjaldþrotabeiðnum hjá borgarfógetanum í Reykjavík fjölgi úr 1327 árið 1988 í 2100- 2200 árið 1989, en gjaldþrota- beiðnir voru orðnar 1448 talsins á mánudag í þessari viku. -grh inn kl. 13.30. Frummælendur verða Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, Birgir Árnason, aðstoð- armaður viðskiptaráðherra, og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Fundur- inn er haldinn í tengslum við formannaráðstefnu samtakanna sem stendur yfir föstudag og laugardag á Hótel Borgarnesi. Þar verður fjallað um neytenda- löggjöf, matvælalöggjöf og um auglýsingar, hvað má, hvað má ekki og hversvegna. Ein verslun í Grindavík Samkomulag hefur nú náðst milli Kaupfélags Suðurnesja og kaup- manna í Staðarkjöri í Grindavík um að þeir síðarnefndu taki ný- byggingu kaupfélagsins að Vík- urbraut 60 í Grindavík á leigu og opni þar matvöruverslun undir nafni Staðarkjörs. Samhliða þessu verði núverandi Staðar- kjöri og matvöruverslunum kaupfélagsins í Grindavík lokað. Verður þá aðeins ein matvöru- verslun í bænum framvegis. í frétt frá kaupfélaginu og kaup- mönnunum segir að þetta sé gert tii að forðast offjárfestingu í verslunarhúsnæði og þar með hærra vöruverð. Sé það nauðsyn- legt í ljósi aukinnar bifreiða- eignar Grindvíkinga sem hefur leitt til harðnandi samkeppni við verslanir í Keflavík og á höfuð- borgarsvæðinu. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.