Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 11
í DAG FRA LESENDUM Landbúnaður á villigölum Nú í sumar hafa ferðalangar séð hvíta rúllubagga liggja á dreif um lendur íslenskra bænda svo langt sem augað eygir. Já, það fer ekki á milli mála að bændastéttin er í takt við tímann og fljót að tileinka sér nýja tækni þegar hún kemur fram. Munu um 300 bænd- ur hafa keypt hinn nýja búnað á 1 miljón stykkið og það án nokk- urrar fyrirgreiðslu hinna opin- beru sjóða. Þannig hafa mál gengið fyrir sig sfðustu áratugi, að bændur hafa sífelldlega aukið tækjakost sinn. Framan af var um nauðsynlega vélvæðingu að ræða þar sem vinnandi höndum fækk- aði jafnt og þétt í sveitunum. En nú hin síðari árin hefur hin aukna tæknivæðing ekki skilað meiri töðu í hlöður bænda svo orð sé á gerandi, heldur hafa tækin öðru fremur nýst á þann veg að stytta þann tíma sem varið er til hey- skapar. Er nú svo komið að hinn venjulegi bóndi getur heyjað margfalt meira en til eigin þarfa, en vélarnar standa svo til óhreyfðar 50 vikur ársins. Menn kunna að segja sem svo að bændum sé vel unnandi að njóta betri og náðugri daga, víst er um það. En það er önnur og dekkri hlið á vélagleði bænda, hlið sem íslenskir vinstrimenn ættu eðli málsins samkvæmt að benda á, því hún snýr að lífsaf- komu hins almenna launamanns. Þannig er mál með vexti að bænd- ur borga alls ekki rúllubaggavél- arnar og allar hinar græjurnar sem vel má komast af án við hey- skapinn úr eigin vasa. Réttara væri að segja að þeir lánuðu neytendum andvirði tækjanna um nokkurra mánaða skeið, þar til sú hækkun sem verður á bú- vörunum vegna verðs tækjanna nýju hefur skilað sér. Málin eru þannig vaxin að verðlagsráð landbúnaðarins tekur mið af bú- reikningum vísitölubúsins, þ.e. þeim kostnaði sem fylgir því að framleiða búvörur á hinu dæmi- gerða búi. Kerfið virkar þannig að bændum eru ætíð tryggð laun í samræmi við aðrar stéttir, hver svo sem tilkostnaður þeirra er. Verð búvaranna er einfaldlega hækkað j afnt og þétt eftir því sem offjárfesting bænda vex og eftir því sem Mogginn sagði á dögun- um þá hefur raunverð landbún- aðarvaranna hækkað um heil 50% á síðustu 10 árum. Það veit hvert mannsbarn að þessum miklu hækkunum um- fram almennt verðlag, svo ekki sé talað um launahækkanir, fylgir þverrandi kaupgeta alþýðu- lieimilanna í landinu. En merki- legt nokk þá hefur ekki heyrst hósti né stuna frá flokksmönnum Alþýðubandalagsins, nema helst á þann veg að hækka beri niður- greiðslur og aðrar millifærslur eða þá að tíunda afkomuerfið- leika bænda. Kostnaðurinn af niðurgreiðslunum er fjármagn- ábyrga fyrir eigin afkomu. Ef það væri gert er ekki vafi á því að bændasamtökin tækju slátrun, mjólkurvinnslu og sölu afurð- anna föstum tökum. Ódýrir kjöt- markaðir kæmust á fót með lág- marksálagningu, eða að bændur semdu einfaldlega við kaupmenn um sölu kjötsins. Á hinn bóginn er reynslan af verslunarrekstri bænda fremur slæm og í ljósi þess eru sífelldar kvartanir þeirra um háan milliliðakostnað nokkuð hjáróma. Það mætti benda á að verslanirnar 22 sem voru alfarið í eigu sunnlenskra bænda voru aður með sköttum sem blessuð alþýðan borgar, þannig að flokk- ur alþýðunnar hefur ekki haft annað fram að færa en áfram- haldandi arðrán alþýðunnar á alt- ari vélaherfylkja bændanna. Því ef bændur hefðu kunnað sér hóf í vélvæðingunni bæru þeir ná- kvæmlega jafnmikið úr býtum og ella, en yrðu vissulega að vinna heldur lengur að heyskapnum. Þá væri líka von til að sala á land- búnaðarvörum ykist þannig að fleiri bændur en ella gætu búið áfram á jörðum sínum. Eins og nú horfir er íslensk bændastétt á góðri leið með að verðleggja sig út af markaðnum. Lausnin á þessum vanda gæti verið sú að í stað þess að reikna upp kostnað bænda með búreikn- ingum, þá væri reiknað út hvern- ig meðalbúið yrði rekið á sem hagkvæmastan hátt, þ.e. með góðri nýtingu véla, mannafla og húsa. Það er vissa mín að slík breyting á verðlagningu búvara myndi snarlækka verð á búvörum og knýja bændur til að gæta ýtr- asta hófs í fjárfestingum. Önnur leið væri sú að ríkið hætti að skipta sér af sölu búfjár- afurða og gerði bændur sjálfa dýrustu búðir á Reykjavíkur- svæðinu og endirinn varð sá að SS dró sig að mestu út úr almennum verslunarrekstri. Hvaða leið verður farin til þess að lækka búvöruverðið er ekki aðalatriði málsins. Mestu máli skiptir að það verði lækkað. Þeir sem leiða bandalag alþýðunnar hljóta að skilja að ef þeir hlúa ekki meir að hagsmunum launa- manna og láta af einhliða hagsmunavörslu fyrir bændur, þá hlýtur hnignun flokksins að halda áfram. Hinir framsýnni forystu- menn í flokknum eiga reyndar við ramman reip að draga þar sem hlutfall afdala- og útkjálka-- fólksins hefur farið hækkandi með árunum samfara því sem fylgi flokksins hefur dalað í þéttbýlinu. Nú standa mál þannig að Alþýðubandalagið ræður bæði yfir ráðuneytum fjármála og landbúnaðar og ef þeir Ólafur Ragnar og Steingrímur Jonni Sig- fússon bera ekki gæfu til að færa þessi mál til betra horfs, þ.e. með því að stuðla að lægra matarverði fyrir hinn almenna launamann, þá er flokknum ekki viðbjarg- andi- Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur Nýr markaour Mér var að detta í hug snjallræði núna í miðri efnahags- kreppunni. Ég sé fyrir mér nýjan markað og nýja útflutningsgrein. Eins og þið hafið heyrt í frétt- um eru nú mikil vandræði í jap- önsku stjórnmálalífi. Fjölmargir japanskir stjórnmálamenn hafa hrökklast frá völdum vegna tengsla við allskonar fjármála- og mútuhneyksli. Leitað var með logandi ljósi að heiðarlegum stjórnmálamönnum og fundust nokkrir, en þá tók ekki betra við. - Eins og þið vitið höfum við stór- aukið útflutning á Japansmark- að, þar á meðal á hrognum og öðru slíku, sem talið er að auki mjög hreysti manna miðsvæðis. Árangur af neyslu þessara ágætu afurða í Japan hefir orðið slíkur, að þeir fáu heiðarlegu stjórnmálamenn sem þar fundust hafa nú hrökklast frá völdum vegna of mikils dugnaðar mið- svæðis. Það er jafnvel talið að neysla þessara efna verði bönnuð meðlögumíJapan, og þá missum við góðan markað. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Það er stórkost- legur skortur á gallalausum stjórnmálamönnum í Japan. Við eigum auðvitað að hefja útflutn- ing á stjórnmálamönnum þangað í stórum stíl! Við eigum mikið af efnilegum stjórnmálamönnum, sem ekki komast í örugg sæti á listum flokkanna. Lítum bara á Hannes Hólmstein. Hann myndi sóma sér vel í Japan. Þar er ekki ríkið með puttann í öllum sköp- uðum hlutum, þar er enginn Ólafur Ragnar. Þar er ekki verið að ofsækja stór og virðuleg fyrir- tæki með skattpíningu. - Þessi fyrirtæki sjá mjög vel um starfs- mennina, enda eru þeir þeim trú- ir. Hlægileg og úrelt fyrirbæri eins og verkalýðshreyfing eru þar auðvitað löngu horfin. Ég hef heyrt að Hagvirki hafi sent þang- að nokkra starfsmenn á nám- skeið og það hafi gefist mjög vel. Ég er viss um að Hannes Hólm- steinn gæti orðið forsætisráð- herra í Japan. - Að vísu verður hans sárt saknað í Félagsvísinda- deild Háskólans, en það verður aldrei við öllu séð. Þá erum við komin að konun- um. í fréttum nýlega kom það fram að Japanir hafa neyðst til að setja konu í mjög áhrifamikið embætti. Gallalausir karlmenn voru búnir! Þetta hefir aldrei gerst áður í Japan og þar eru eng- ar konur sem hafa reynslu í þess- um efnum. Það er nú eitthvað annað hérna. Lítum bara á Kvennalistann, þær eru svo skrýtnar þar, að þær vilja ekki láta fulltrúa sína á þingi sitja nema vissan árafjölda, síðan taka aðrar við. Þetta er nú meiri vit- leysan. Auðvitað eiga þingmenn að sitja á þingi á meðan þeir geta setið. Lítið þið bara á Kínverja, sem eru ein skynsamasta þjóð í heimi. Þar er varla nokkur stjórnmálamaður sem að kveður fyrr en um áttrætt. - Hér bitnar þetta vitlausa ákvæði Kvennalist- ans á konum eins og Guðrúnu Agnars og Kristínu Halldórs, sem eru ekki einu sinni hálfslitnar sem stjórnmálamenn. Haldið þið að þær myndu ekki standa fyrir sínu í Japan, eða hvar sem væri í heiminum? Þá er það Borgaraflokkurinn. Ég heyrði um daginn að mjög á- reiðanleg spákona hefði spáð því að allir þingmenn Borgaraflokks- ins yrðu atvinnulausir eftir næstu kosningar. Ef svo illa færi þá er Júlíus Sólnes á lausu. í Japan er mikil mengun og líka miklar skipasmíðar. Það væri ekki ónýtt fyrir þá að fá Júlíus. Og ekki má gleyma honum Inga Birni, reyndar man ég ekki hvað nýi flokkurinn hans heitir enda skiptir það líklega ekki miklu máli. Ingi Björn fetar dyggilega í fótspor föður síns, en fer hraðar yfir. Ef til vill ættum við að gera hann að sendiherra í Japan, hann gæti þá líka unnið við að markaðssetja íslenska stjórnmálamenn þar. Ingi Björn er góðum íþróttum búinn. Kann- ski tekst honum að klifra um borð í stóra skipið. Bíssnessmaður þlÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Sovéther tekur Wilna. Jarðeignir pólsku landherrannafengnarfá- tækum bændum til afnota. Náin stjórnmálasamvinna Sovétríkj- annaog Rúmeníu?-Skýrslu- gerð um vörubirgðir í Reykjavík er lokið. Hversvegna er sykur nær ófáanlegur? Eru stríðs- gróðamenn að verki?-104 menn bætast í atvinnuleysingja- hópinná3dögum. Skráðirat- vinnuleysingjarerunú503. 21.september fimmtudagur í 23. viku sumars. 264. dagurársins. Matteus- messa. Haustmánuður byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.07- sólarlagkl. 19.33. Viðburðir Stofnað Verkalýðs- og sjó- mannafélagið Súgandi í Súg- andafirði 1932. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 15.-21. sept. er í Háaleitis Apóteki og Vesturbæjar Apóteki. Fyrrnetnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN ’ Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík 1 11 00 Kópavogur 1 11 00 Seltj.nes 1 1 1 00 Hafnarfj 5 11 00 Garðabær 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir I síma 21230. Upplýsingar um lækna og iyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadelld Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alia daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eöa orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’7B. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, télags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hus“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja viö smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 19. sept. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 62,18000 Sterlingspund............. 97,66300 Kanadadollar.............. 52,50600 Dönskkróna................. 8,18970 Norsk króna................ 8,72820 Sænsk króna................ 9,40840 Finnsktmark................ 14,10300 Franskurfranki............. 9,41910 Belgiskurfranki............ 1,51980 Svissn. franki............ 36,72770 Holl.gyllini.............. 28,23220 V.-þýskt mark........... 31,83410 Itölsklíra................. 0,04415 Austurr. sch............... 4,52300 Portúg.escudo.............. 0,38010 Spánskur peseti............ 0,50860 Japansktyen................ 0,42556 Irsktpund.................. 84,89100 KROSSGÁTA Lárétt: 1 götu4úr- gangur6beita7 steintegund9áma12 slétt 14 skraf 15 kraftur 16 rólegur 19 sníkjur 20 vaxi 21 skakki Lóðrétt: 2 fjör 3 líkam- svökvi 4 kona 5 ef nuð 7 hamast 8 synjun 10 fugl 11 slæm13eðja17 hljóða18deila Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 efli 4 sorg 6 lát 7 stal 9 ömmu 12 langa 14lög 15kóp 16ekrur 19 eira 20 káfa 21 trauð Lóðrétt: 2 fát 3 illa 4 sög5röm7sælleg8 algert10makráð11 upplag13nær17kar 18uku Fimmtudagur 21. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.