Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 11
MINNING I DAG Herborg Kristjánsdóttir F. 20.12. 1922 - D. 19.09. 1989 Það dregur ský fyrir sólu, haustar, og enn á ný er höggvið skarð í vinahópinn. Hún var hljóð og hlý septembernóttin er Herborg vinkona okkar hélt á vit almættisins. Herborg hafði háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm en varð nú að lúta í lægra haldi. Okkur var að vísu ljóst hvert stefndi en þó kemur dauðinn okkur yfirleitt að óvörum. Það var því sorgmædd fjölskyldan í Neðstaleiti er haldið var til vinnu á þriðj udagsmorgun: Það eru orðin mörg árin síðan við komum fyrst á heimili þeirra Herborgar og Þóris og frá fyrsta degi var okkur tekið sem hluta af fjölskyldunni. Sú vinátta sem þá festi rætur hefur haldist og eflst og skilur því eftir ljúfar minning- ar. Hver ævidagur og starfsdagur líður að kvöldi og nóttin langa kemur. Við munum ekki fara mörgum orðum um daga þeirrar konu sem ól upp myndarlegan Eiginmaður minn, faðir og afi Ágúst Jóhannesson Faxabraut 32 Keflavík lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 28. sept- ember kl. 14.00. Bergljót Ingólfsdóttir Jóhannes Agústsson Hrólfur Brynjar Ágústsson Guörún Ágústsdóttir Dúa Berg Þorvaldur Jónsson Miklubraut 64, Reykjavík andaðist 104 ára, á Landspítalanum, laugardaginn 23. september. Oddný Þorvaldsdóttir Hólmar Magnússon Jón Þorvaldsson Ingibjörg Þorvaldsdóttir . ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Haustferö í Þórsmörk 30. september 1989 Laugardaginn 30. september fer ABK haustlitaferð í Þórsmörk. Farið verð- ur frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um Ölfus, Flóa, Holt, Rangárvelli og Landeyjar allt austur yfir Markarfljót undir Eyjafjöllum. Þaðan er farinn 25 kílómetra langur vegarslóði inn í Þórsmörk. Gist verður í skála Ferðafélags fslands í Langadal. Gengið verður á Valahnúk að venju og þeir sprækari tara fram í hella og heim um Húsadal. Þeir sem skemmra ganga skoða nágrenni skálans sem er víða skógi vaxið með skjólgóðum lautum. Um kvöldið sitja menn saman og gera sér gaman. Á sunnudag verður skoðað Slyppugil og þeir göngusnörpu skreppa upp í Tindfjöll á Þórsmörk. Haldið verður heim á leið klukkan 14 og komið við í Básum og í Merkurkeri. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnu- dagsins. Verð fyrir utan skálagjald er kr. 2.500 fyrir fullorðna, kr. 1.200 fyrir eftir- launaþega, kr. 1.200 fyrir ófermda, ókeypus fyrir börn undir 9 ára aldn. Fararstjóri og leiðsögumaður: Gísli Ól. Pétursson. Athugið að þátttaka er öllum velkominl! Tilkynnið þátttöku í höfuðstöðvar flokksins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Kjördæmisráðstefna á Norðurlandi vestra Aðalfundur kjördæmisráðs á Norðurlandi vestra verður haldinn í Vertshús- inu á Hvammstanga sunnudaginn 1. október og hefst kl. 11.00. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra verður gestur fundarins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn kjördæmisráðs Almennur fundur á Hvammstanga Alþýðubandalagið boðar til al- menns fundar í Vertshúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 1. október nk. kl. 16.00. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og Ragnar Arnalds alþingismaður hefja umræður og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið Ragnar Arnalds Ólafur Ragnar Almennur fundur á Sauðárkróki Alþýðubandalagið boðar til almenns fundar í Villa Nova á Sauðárkróki laugardaginn 30. september nk. kl. 16.00. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Ragnar Arnalds alþingis- maður hefja umræður og svara fyrirspurnum. Fundurinn er opinn öllum. Alþýðubandalagið barnahóp, tók opnum örmum nýjum tengdabörnum og gladdist yfír hverju nýju barnabarni. En það var góður skóli fyrir okkur að hlusta á Herborgu ræða af skyn- semi og skilningi um uppeldis- og kennslumál. Hún var mann- þekkjari og mannvinur og dagleg viðmótshlýja hennar hélst fram á síðasta dag. Hún var vönduð kona og fáguð í framkomu. í vinahópi naut gamansemi Herborgar sín vel. Við skemmtum okkur alltaf svo vel saman, hlógum og stríddum hvert öðru á góðlegan hátt. Á okkar heimili gat enginn hugsað sér veislu án Herborgar og Þóris og jólin voru ekki komin fyrr en búið var að fara í Vesturbrún. Elsku Þórir og fjölskylda. Það hefur verið einstök reynsla að fylgjast með krafti ykkar og sam- heldni þessa síðustu og erfiðu mánuði. Þar lögðust allir á eitt um að létta Herborgu stundirnar. Fallegu barnabörnin voru aldrei langt undan og þau föðmuðu ömmu alltaf svo hlýlega. Þau mis- sa nú góða ömmu en geta auðveldlega styrkt góðan afa. Hann hefur misst góða konu og trúan vin. Þau voru samhent hjón og einstakir gestgjafar. Öllum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Minningin um Herborgu lifir í hugum okkar, hún lifir í þeim áhrifum sem hún hafði á okkur. Ingibjörg og Júlíus Eigum við þá aðeins myrkar nætur, enga fró né innri hvíld, engar raunabœtur? Himinn yfir. Huggast þú sem grætur. Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnœtur. Stefán frá I lvítadal Aðfaranótt 19. september sl. lést Herborg Kristjánsdóttir á heimili sínu eftir þungbært stríð og þjáningar. Herborg var dóttir hjónanna Ingiríðar Amadóttur og Kristáns Þórarinssonar, sem bjuggu mestalla sína þúskapartíð í Holti í Þistilfirði. Hún var átt- unda í glöðum og góðum hópi ell- efu samhentra systkina, sem ólust upp á miklu menningar- og tónlistarheimili. Herborg stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann og kenndi handavinnu við Laugarnesskóla. Hún giftist Þóri Sigurðssyni, samkennara sínum, og saman bjuggu þau sér fagurt og hlýlegt heimili að Vesturbrún 6 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu ásamt börnum sínum, Agústu Rósu, Inginði, Þóru Björgu, Guðrúnu og Kristjáni. Með Herborgu er gengin mæt og prúð kona, sem undi glöð við sitt. Til hennar var ætíð gott að koma, endagestkvæmt á heimili hennar. Þegar komið er að leiðarlok- um, langar mig að þakka Her- borgu, móðursystur minni, fyrir samfylgdina, allan þann kærleik og ræktarsemi, sem hún ávallt sýndi mér, en með okkur tókst góð vinátta, er ég fékk að dvelja á heimili hennar og Þóris um sumartíma, þá barn að aldri. Ótal minningar og myndir frá liðnum tímum koma upp í hugann á kveðjustundinni og í gegnum þær allar skín geislandi augnaráð Herborgar og sú hlýja, sem ætíð fylgdi henni. Örlögum sínum tók hún æðrulaus og kjarkmikil og sömu kostir hafa prýtt eiginmann hennar, börn og tengdabörn í veikindum og við andlát hennar. Þeim sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Herborgar Kristjánsdóttur. Bergþóra Einarsdóttir þlÓÐVIUINN 26; f ptember hnniiiHamir ORQ nanii FYRIR 50 ARUM Freud látinn í útlegð. Rauði her- inn sækirfram til takmarkalín- unnar. Vaxandi átök á vesturvíg- stöðvunum. Hlíf dæmd til að veita meðlimi Verkamannafélags Hafnarfjarðarfull réttindi. Með þessum dómi eru stéttarfélögin raunverulega leyst upp. Verka- lýðsfélögin verða tafarlaust að krefjast breytinga á vinnulöggjöf- inni. þriðjudagur. 269. dagur ársins. Sólaruupprás í Reykjavík kl. 7.22 -sólarlagkl. 19.15. Viöburðir Guðmundur góði fæddur árið 1160. Ólafur Jóhann Sigurðsson skáldfæddur1918. Þjóðhátíðar- dagurJemen. DAGBOK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 22.-28. sept. er í Borgar Apóteki og . 'eykjavíkur Apóteki. Fyrrnof nda apótekið eropiðumhelgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN 'Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær.......................simi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabflar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sími 1 11 00 Hafnartj..........................sími 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Lœknavaktfyrir Roykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöðReykjavíkurallavirkadaga f rá kl. 17 til 08, á laugardogum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyf jaþjónuslu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarf jörður: Oagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabœr: Heilsugæslan Garðafiöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akuroyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kef lavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-T8, pg oftir samkomulagi. Fæðlngardelld Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. öldrunarlæknlngadeild Land- spftalans Hátúnl 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðlnvið Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítalkalla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósofsspítali Hafnart iröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húslð Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvart fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Salf rœðlstöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-f élagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl. 8-17. Slminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,- simi 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum.s. 21500,sfmsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, boint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19,annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakts. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veift i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf óíks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 19. sept. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.............. 62,18000 Sterlingspund.................. 97,66300 Kanadadollar................... 52,50600 Dönskkróna.................... 8,18970 Norskkróna..................... 8,72820 Sænskkróna................... 9,40840 Finnsktmark.................. 14,10300 Franskurfranki................ 9,41910 Belgískurfranki................ 1,51980 Svissn. franki................... 36,72770 Holl.gyllini....................... 28,23220 V.-þýsktmark.................. 31,83410 ítölsklíra.......................... 0,04415 Austurr. sch....................... 4,52300 Portúg. escudo................ 0,38010 Spánskurpeseti............... 0,50860 Japansktyen................... 0,42556 (rsktpund........................ 84,89100 KROSSGÁTA L' J' m J' U ¦ ¦: r ¦ ¦ ¦ " JM H21 Lárétt: 1 ánægður4 skvamp 6 matur 7 bygg 9geðl2hlffirl4 hreyfist15neðan16 trúarrit19skítur20 hreinn 21 hundur Lóðrétt:2espa3 hamagangur 4 ertiði 5 sáld 7 áverki 8 ólærður 10fuglahljóði11flautu- Ieikari13magur17 gruna18tré Lausnásiðustu krossgátu Lárétt:1 stíg4sorp6 agn7ópal9óskal2 flatt14mas15afl16 værar 19 snap 20 grói 21rangi Lóðrótt:2táp3gall4 snót5rtk7ólmast8af- svar10starri11afleit 13aur17æpa18agg Þriðjudagur 26. september 1989 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.