Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 5
MINNING Sigfúsína Halldóra Benediktsdóttir Fœdd 21. júlí 1891 - Dáin 30. september 1989. Halldóra amma okkar lést á 99. aldursári að hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 30. september sfðast liðinn. Halldóra fæddist að Sæbóli í Sléttuhreppi hinn 21. júlí 1891, dóttir hjón- anna Benedikts Jónssonar bónda á Langavelli á Hesteyri og konu hans Hjálmfríðar Finnbjarnar- dóttur. Hún ólst upp í föðurhús- um ásamt bræðrum sínum Jóni Finnbirni og Kristni Ragúel sem fórust með bát á leið frá Reykja- vík til ísafjarðar vorið 1916. Hún gekk til allra verka ásamt bræðrum sínum og vildi ekki vera eftirbátur þeirra, réri til fiskjar og annaðist búverk. Eftir fermingu réðst hún í vist á ísafirði þar sem hún kynntist háttum kaupstaðar- búa. Hugur hennar stefndi til náms, en ekki átti hún langrar skólagöngu völ þar vestra. Hélt hún því til Reykjavíkur þar sem hún vann við fiskverkun á Kirkjusandi til að afla fjár til að geta stundað nám við Kvenna- skólann. Af námi gat þó ekki orð- ið vegna erfiðleika heima fyrir og sneri hún því aftur til Hesteyrar. Haustið 1915 réðst afi okkar Gísli Rósenberg Bjarnason frá Þelamörk íEyjafjarðarsýslu (f. 6. október 1882) til kennslustarfa að Hesteyri. Var hann til heimilis að Langavelli þar sem hann kynntist heimasætunni Halldóru ömmu okkar. Voru þau gefin saman að Stað í Aðalvík á fögrum haustdegi 28. septembeer 1916. Vorið eftir tóku þau sig upp og bjuggu för sína norður í land. Tók sú ferð nærri þrjár vikur á sjó og landi og reyndist hún ömmu eftirminnileg, enda var hún langt gengin með sitt fyrsta barnm Á heimaslóðum afa okkar bjuggu þau í átta ár, lengst af á Hálsi í Öxnadal. Fæddust þar synir þeirra Kristinn og Hjálmar. Eftir lát langafa okkar Bene- dikts á Langavelli afréðu amma og afi að flytjast aftur að Hest- eyri. Tóku þau við búi að Langa- velli sumarið 1925. Jafnframt bústörfum stundaði afi okkar kennslu og önnur störf sem til féllu. Má því nærri geta að bú- störfin hvfldu að miklu leyti á herðum ömmu. Á Hesteyri fædd- ist þeim dóttir, Sigurrós, sem að- eins var á sjöunda ári þegar afi lést. Voru þá báðir synirnir farnir að heiman til náms og lagði amma hart að sér til að þeir gætu báðir haldið áfram námi. Hélt hún búskap áfram á Langavelli allt til ársins 1943. Á þessum árum urðu miklar þjóðfélags- breytingar sem leiddu til þess að byggð lagðist í eyði á Hesteyri sem annars staðar í Sléttuhreppi. Amma sá sér því ekki annað fært en taka sig upp og flutti ásamt Sigurrósu til Þingeyrar þar sem hún bjó hjá Hjálmari og Margréti konu hans. Árið,1948 flutti hún til Reykja- víkur og settist að hjá foreldrum okkar, Kristni og Margréti, að Hofteigi 52. Bjó hún þar allt til ársins 1987 er hún flutti fyrst til Sigurrósar og síðan tæpu ári seinna að hjúkrunarheimijinu Skjóli, þar sem hún naut góðrar aðhlynningar til síðustu stundar. Við nutum því samvista við Hall- dóru ömmu öll uppvaxtarárin. Hún vann við fiskverkun fyrstu 10 árin. Eftir það var hún heima og tók þátt í heimilisverkum og annaðist um okkur þegar foreldr- ar okkar voru við vinnu. Það var á allan hátt ómetanlegt fyrir okkur að alast upp með ömmu. Hún stytti okkur stundir með leikjum og.spilum og leiddi okkur inn í sögu fortíðarinnar með minningum sem aldrei gleymast. Samskipti hennar við okkur einkenndust af hlýju og skilningi á þörfum okkar sem barna og unglinga. Meðan við vorum lítil lagði hún sig fram um að sinna okkur sem best. Þegar við á unglingsárunum bjuggum með henni á efri hæðinni varaðist hún að styggja okkur með of mikilli afskiptasemi, en fylgdist þó vel með okkur. Hún lagði allan sinn metnað í að hjálpa sínu fólki, en ætlaðist ekki til endurgjalds. Ekki mátti hún til þess hugsa að aðrir þyrftu að hafa fyrir henni. Gat það stundum valdið foreldrum okkar erfiðleikum, því þau vildu allt fyrir hana gera og lögðu sig fram um að láta henni líða sem allra best. Eitt af því sem amma hafði miklar áhyggjur af var að verða svo gömul að hún gæti ekki séð um sig sjálf. En þegar að því kom ákvað þessi sjálfstæða kona að fela öðrum umsjón sína án eigin íhlutunar. Börn Halldóru og Gísla eru: Kristinn Finnbjörn kennari kvæntur Margréti Jakobsdóttur Líndal kennara. Hjálmar Benedikt skrifstofu- maður kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur. Sigurrós gift Guðmundi Björnssyni rafvirkjameistara. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin 36. Við og fjölskyldur okkar vilj- um Jjakka fyrir allar ánægju- stundirnar með Halldóru ömmu og langömmu og viljum kveðja hana eins og hún ávallt kvaddi okkur, með því að biðja Guð að geyma hana. Jakob, Dóra, Gísli og Nína Ein örsmá athuga- semd Ég sá það og heyrði á dögunum að minn góði vinur og gamli fé- lagi Guðmundur J. Guðmunds- son og hans dáðríka lið í Dags- brún hefði ályktað gegn harka- legri árás, sem væntanleg væri á alla aldraða í þessu landi. Árásin varðaði hugsanlega hækkun ellilífeyrisaldurs, sem nokkuð hefur verið í umræðunni að undanförnu og heldur svona ógætilega í ýmsu fleipri manna. Ályktun Dagsbrúnar snart mig vægast sagt afar illa, þar eð beint og óbeint var mér kennd þessi árás sem einum nefndarmanna í endurskoðunarnefnd almanna- tryggingalaga, því við þá nefnd mun árásin hafa verið kennd. í nefndinni hafa ótal möguleikar verið nefndir og ræddir, þ.m.t. hækkun ellilífeyrisaldurs, en fjarri fer því að afstaða hafi verið tekin og allra síst af mér í jákvæða átt. Ég frábið mér því að vera árásaraðili gagnvart öldruðum í landi hér. Ef einhverjir angurgapar óvandaðra fjölmiðla hefur átt í hlut hefði ég látið þetta sem vind um eyrun þjóta, en þegar um Dagsbrún og Guðmund J. er að ræða gegnir allt öðru máli. Meðan ég er að störfum í þess- ari nefnd, sem fjallar um mörg viðkvæm ágreiningsatriði, jöfn- unarmöguleikana þó helst og fyrst innan tryggingakerfisins, mun ég ekki fara nánar út í um- ræðu um það, sem þar er að ger- ast eða ýmsar hugmyndir sem þar hafa verið viðraðar, ræddar eða jafnvel blaðfestar af einhverjum. En ég stóðst ekki mátið að bera hönd nokkra fyrir höfuð mér, sem einn aðili þessa máls, þegar svo var að vegið. Með annars kærri kveðju til góðvinar míns og annarra gal- vaskra Dagsbrúnardrengja. Helgi Seljan SKÁK Askorendaeinvígi Karpov og Jusupov halda vinningsforskoti Anatoly Karpov og Jan Tim- man halda enn vinningsforskoti í einvígjum sínum við Artur Jus- upov og Jonathan Speelman. Jus- upov fékk fimmtu skák einvígis- ins við Karpov frestað sem þýðir að Timman og Speelman eru komnir lengra áleiðis. Þeir gerðu jafntefli í fimmtu einvígisskák- inni sem tefld var á sunnudaginn en fjórða skákin fór í bið á laugar- daginn. Þar kom upp fræðileg jafnteflisstaða þar sem Speelman hafði hrók, biskup og kóng gegn kóng og hróki. Þeir tóku við tafl- ið aftur í gær og samkvæmt nýjum reglum FIDE getur Timman krafist jafnteflis eftir 75 leiki til viðbótar þeim sem leiknir voru á laugardaginn Flestir spáðu Karpov auðveld- um sigri gegn Jusupov og margt bendir til þess að hann vinni sigur. Hinsvegar hefur frækileg barátta Jusupovs vakið athygli þó hún komi kannski ekki svo mjög á óvart. Hann tapaði slysalega þriðju einvígisskákinni sem tefld var sl. fimmtudag en á laugardag- inn þjarmaði hann enn að Karp- ov sem lenti í miklu tímahraki. Hann lét peð af hendi en náði skyndilega gagnfærum og varð Jusupov að fórna hrók til að ná jafntefli með þráskák: London, 4. einvígisskák: Anatoly Karpov - Artur Jusupov Drottningarbragð 1. d4 Rf6 11. Bxc4 b6 2. c4 e6 12. 0-0 Bb7 3. Rf3 d5 13. Be2 c5 4. Rc3 Be7 14. dxc5 Hc8 5. Bg5 0-0 15. Rd4 Hxc5 6. e3 h6 16. Da3 Rc6 7. Bh4 Re4 17. RxC6 Bxc6 8. Bxe7 Dxe7 18. Hfdl Hc8 9. Dc2 Rxc3 19. Bfl Bd5 10. Dxc3 dxc4 (Yfirráð svarts eftir c-línunni tryggja Jusupov frumkvæðið.) 20. Dd3 Dg5 22. Hxcl Hxcl 21. Hd2 Hcl 23. Hdl (Vitaskuld ekki 23. Hc2 Dxg2 mát! Þó staðan sé einföld þarf Karpov að viðhafa mikla ná- kvæmni. Hann átti nú aðeins 12 mínútur eftir til að ná tíma- mörkunum við 40. leik. Jusupov átti hinsvegar kappnógan tíma.) 23. ... Bc4 24. Dd7 Bxfl 25. Hxfl (Ekki 25. Kxfl vegna 25. ... Db5-t- og 26. ... Dxb2.) 25. ... Dc5 29. a3 Hc2 26. Dd8+ Kh7 30. b4 axb4 27. Dd3+ g6 31. axb4 Dc4 28. g3 a5 32. Dd6 (Endataflið sem kemur upp eftir 32. Dxc4 Hxc4 33. Hbl b5 er býsna óþægilegt fyrir hvítan.) 32. ... Db5 34. Dd4+ e5 33. h4 Kg7 35. Dd6 (Þegar hér var komið sögu átti Karpov innan við mínútu eftir.) 35. ... Hb2 37. Hc6 Kh7 36. Hcl Hxb4 38. h5! (Skyndilega hefur hvítur náð öflugum mótfærum og Jusupov verður að finna leið til að halda velli.) 38. ... Hbl+ 39. Kh2 a b c ^ d e ' f g h 39. ... Hhl+! 42. Kh3 Dfl+ 40. Kxhl Dfl+ 43. Kh2 41. Kh2 Dxf2+ Hætti kóngurinn sér lengra fram á borðið verður hann mát. Jafn- tefli. Staðan: Karpov 2Vi : Jusupov 1 Vi. Fimmta skákin sem átti að fara fram á sunnudaginn var frestað að beiðni Jusupovs. Þeir tefla hana f dag. Fimmta skák Timmans og Jus- upovs var einkennileg og á marg- an hátt dæmigerð fyrir Speelman. Timman náði að þrengja mjög að honum en í einni svipan náði Spe- elman gagnfærum, 22. ... a6% Síðar varð Timman að láta peð af hendi en virk staða hans bætti það upp að fullu. Eftir sinn 43. leik bauð Speelman jafntefli og eftir langa umhugsun þáði Tim- man boðið. Hann ætlar greini- lega að reyna að hanga á vinnings- forskoti sínu en einvígin þykja helsti stutt, aðeins átta skákir. London, 5. einvígisskák: Jan Timman - Artur Jusupov Hollensk vörn 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rh3 Bg7 5. 0-0 0-0 6. c4 Rc6 7. Rc3e6 8. d4 Re5 9. b3 Rf7 19. Kg2 Hab8 20. Í3 c5 21. Hfdl Bxe4 22. fxe4 a6 10. Ba3 He8 11. Hcl e5 12. d6 c6 13. b4 b6 14. e4 fxe4 15. Rxe4 Rxe4 16. Bxe4 Df6 17. b5 Bb7 18. Dd3 De6 23. bxa6 Ha8 34. Hd2 Dc6 24. Hc2 Hxa6 35. Rd5 Kg7 25. Bcl Hca8 36. Df3 Ha8 26. a3 h6 37. Hf2 Hb8 27. Rf2 Hc8 38. h3 De6 28. De2 Hc6 39. De3 Rg8 29. Hd5 Hxd6 40. Dg5 Dd6 30. Rdl h5 41. a4 Ha8 31. Rc3 Bh6 42. Rxb6 Ha6 32. Bxh6 Bxh6 43. Rd5 Hxa4 33. Hxd6 Dxd6 - Jafntefli. Staðan í einvíginu: Timman 2Vz : Speelman IVi. Fjórða ein- vígisskákin sem fór í bið á laugar- daginn er jafntefli. Úrslitin lágu hinsvegar ekki fyrir þegar þessi grein var rituð. Sjötta skákin verður svo tefld í dag. Þriðjudagur 10. október 1989 {ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.